Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. janúar 2026 20:01 Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn og nefndum Hveragerðisbæjar hafa unnið statt og stöðugt að því að tryggja íbúum framúrskarandi þjónustu og lífsgæði í bæjarfélaginu. Rík áhersla hefur verið á fjölskylduvænt samfélag sem mótar að mörgu leyti meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Unniðhefur verið markvisst að því að gera þessar áherslur að veruleika á kjörtímabilinu með margvíslegum stuðningi við fjölskyldur, börn og ungmenni. Okkar Hveragerði leggur áherslu á að tekið verði betur utan um ungmennin okkar. Á kjörtímabilinu var loks komið á fót virku ungmennaráði sem er bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Hveragerði. Frístundamiðstöðin Bungubrekka fer með stuðning og utanumhald ráðsins og er þeim til halds og trausts. Seta í ungmennaráði er launuð, líkt og önnur nefndarseta á vegum bæjarfélagsins, ólíkt því sem verið hefur við fyrri árangurslausar tilraunir til starfrækslu virks ungmennaráðs á vegum bæjarfélagsins. Það er afar mikilvægt að unga fólkið okkar hafi tækifæri til að láta rödd sína heyrast um þau málefni sem þau varða, og hafi tækifæri til að hafa áhrif á þá þjónustu sem þeim er veitt og umhverfi sitt að öðru leyti. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá hversu öflugt starf er nú farið af stað hjá nýju ungmennaráði Hveragerðisbæjar og það verður spennandi að vinna með þeim að bættum hag barna og unglinga í bæjarfélaginu. Hveragerðisbær státar af afar metnaðarfullu starfi Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku. Innan Bungubrekku er starfrækt öflug félagsmiðstöð þar sem ungmenni á aldrinum 10-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Þar fer fram faglegt starf með áherslu á gildi forvarna, sköpunar og mismunandi tegunda náms. Félagsmiðstöðvar eru einkar mikilvægur stuðningur við ungmenni á þessum aldri og hafa það hlutverk að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Engin félagsmiðstöð er þó starfrækt fyrir ungmenni eldri en 16 ára, þó að þörfin fyrir sambærilegan stuðning sé ekki síður mikilvægur á þeim mikilvægu mótunarárum þegar einstaklingar ganga í gegnum miklar breytingar með tilfærslum á milli skólastiga, oft breyttrar búsetu og umtalsverðra breytinga á félagslegu umhverfi. Í þessu ljósi hefur ákall verið um úrræði til að taka betur utan um ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Það ákall var sérstaklega áréttað á fundi ungmennaráðs nýverið þar sem ræddir voru möguleikar á opnun ungmennahúss á yfirstandandi vetri. Var þar ákveðið að halda opið ungmennahússkvöld í samráði við Bungubrekku. Í ljósi framangreinds hefur meirihluti bæjarstjórnar haft til skoðunar að koma á fót með formlegum hætti ungmennahúsi fyrir einstaklinga á aldrinum 16-20 ára í Hveragerði þar sem hægt verður að veita áframhaldandi stuðning við ungmenni eftir 16 ára aldur og félagslegan vettvang fyrir samkomur og samveru ungmenna á þessum aldri. Okkar Hveragerði leggur ríka áherslu á að slíkt ungmennahús verði opnað á yfirstandandi vetri í góðri samvinnu og samtali við Bungubrekku og ungmennaráð. Okkar Hveragerði heldur áfram að leita leiða til að styðja enn betur við barnafjölskyldur í Hveragerði og hvetur ungmenni til að láta rödd sína heyrast og taka þátt í samtali um leiðir til að skapa gæðaríkari þjónustu og umhverfi ungmenna í bæjarfélaginu. Við hlökkum til samtalsins og samvinnunnar! Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis og varaformaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Börn og uppeldi Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn og nefndum Hveragerðisbæjar hafa unnið statt og stöðugt að því að tryggja íbúum framúrskarandi þjónustu og lífsgæði í bæjarfélaginu. Rík áhersla hefur verið á fjölskylduvænt samfélag sem mótar að mörgu leyti meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Unniðhefur verið markvisst að því að gera þessar áherslur að veruleika á kjörtímabilinu með margvíslegum stuðningi við fjölskyldur, börn og ungmenni. Okkar Hveragerði leggur áherslu á að tekið verði betur utan um ungmennin okkar. Á kjörtímabilinu var loks komið á fót virku ungmennaráði sem er bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Hveragerði. Frístundamiðstöðin Bungubrekka fer með stuðning og utanumhald ráðsins og er þeim til halds og trausts. Seta í ungmennaráði er launuð, líkt og önnur nefndarseta á vegum bæjarfélagsins, ólíkt því sem verið hefur við fyrri árangurslausar tilraunir til starfrækslu virks ungmennaráðs á vegum bæjarfélagsins. Það er afar mikilvægt að unga fólkið okkar hafi tækifæri til að láta rödd sína heyrast um þau málefni sem þau varða, og hafi tækifæri til að hafa áhrif á þá þjónustu sem þeim er veitt og umhverfi sitt að öðru leyti. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá hversu öflugt starf er nú farið af stað hjá nýju ungmennaráði Hveragerðisbæjar og það verður spennandi að vinna með þeim að bættum hag barna og unglinga í bæjarfélaginu. Hveragerðisbær státar af afar metnaðarfullu starfi Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku. Innan Bungubrekku er starfrækt öflug félagsmiðstöð þar sem ungmenni á aldrinum 10-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Þar fer fram faglegt starf með áherslu á gildi forvarna, sköpunar og mismunandi tegunda náms. Félagsmiðstöðvar eru einkar mikilvægur stuðningur við ungmenni á þessum aldri og hafa það hlutverk að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Engin félagsmiðstöð er þó starfrækt fyrir ungmenni eldri en 16 ára, þó að þörfin fyrir sambærilegan stuðning sé ekki síður mikilvægur á þeim mikilvægu mótunarárum þegar einstaklingar ganga í gegnum miklar breytingar með tilfærslum á milli skólastiga, oft breyttrar búsetu og umtalsverðra breytinga á félagslegu umhverfi. Í þessu ljósi hefur ákall verið um úrræði til að taka betur utan um ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Það ákall var sérstaklega áréttað á fundi ungmennaráðs nýverið þar sem ræddir voru möguleikar á opnun ungmennahúss á yfirstandandi vetri. Var þar ákveðið að halda opið ungmennahússkvöld í samráði við Bungubrekku. Í ljósi framangreinds hefur meirihluti bæjarstjórnar haft til skoðunar að koma á fót með formlegum hætti ungmennahúsi fyrir einstaklinga á aldrinum 16-20 ára í Hveragerði þar sem hægt verður að veita áframhaldandi stuðning við ungmenni eftir 16 ára aldur og félagslegan vettvang fyrir samkomur og samveru ungmenna á þessum aldri. Okkar Hveragerði leggur ríka áherslu á að slíkt ungmennahús verði opnað á yfirstandandi vetri í góðri samvinnu og samtali við Bungubrekku og ungmennaráð. Okkar Hveragerði heldur áfram að leita leiða til að styðja enn betur við barnafjölskyldur í Hveragerði og hvetur ungmenni til að láta rödd sína heyrast og taka þátt í samtali um leiðir til að skapa gæðaríkari þjónustu og umhverfi ungmenna í bæjarfélaginu. Við hlökkum til samtalsins og samvinnunnar! Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis og varaformaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun