RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar 3. janúar 2026 12:30 Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“ Vigdís vildi undirstrika að íslenska tungumálið er ekki aðeins samskiptatæki, heldur ein af grunnstoðum þjóðar- og menningarauðs. Hún tengdi tungumálið beint við þjóðartilfinningu, menningarlega sjálfsmynd og sjálfstæði okkar. Íslenskan er örmál sem verður að styðja og vernda með öllum tiltækum ráðum annars töpum við henni á stuttum tíma. Því miður er ekki nóg að enskan sæki á hana þá nýta sumir starfsmenn ríkisútvarpsins stöðu sína og reyna markvisst að breyta henni með tilliti til pólítískrar hugmyndafræði. Sú hugmyndafræði er líklega sprottin upp úr deiglu aðgerðasinna , stundum í líki fræðimanna, sem vilja stjórna tungumálinu og orðaforðanum í þágu eigin sérhagsmuna og valdasækni. Að skilgreina hvað teljist „rétt“ og „þóknanlegt“ orðfæri og hugsun er bein leið til aukinna áhrifa og valda. Líkja mætti íslenskunni við náttúru landsins, öðru þjóðardjásni okkar. Náttúran tekur hægfara breytingum með sínum hræringum og ágangi veðurs, það ætti íslenskan líka að gera. Hins vegar þykir sumum starfsmönnum RÚV og aðgerðasinnum eðlilegt að menn spænist um á vélknúnum ökutækjum skiljandi eftir sig, líklega, óafturkræfar slóðir og sár. Það er ekki eðlileg þróun eða breytingar. Með þessu er íslenskan ekki að breytast, það er verið að breyta henni hratt og af ásetningi. Hvað segir í málstefnu RÚV?: „Allt starfsfólk RÚV skal vanda mál sitt og vera til fyrirmyndar um málnotkun.“ Er það raunin? Aðgerðasinnarnir segja að ekkert sé í raun rangt eða rétt hvað íslenskuna varðar, allt til að dyggðaskreyta sig og láta alla vita hve ,,vakandi“ og „umburðarlyndar“ þeir eru. Hér er ekki um eðlilega þróun íslenskunnar að ræða, heldur markvissa hugmyndafræðilega íhlutun sem er til þess fallin að skapa samviskubit hjá fólki ef það fylgir ekki „réttu“ málsniði eða notar ekki „réttu“ orðin. Á þá ætíð að breyta tungunni þegar tíðarandi breytist og nýir framsæknir aðgerðasinnar krefjast breytinga í nafni mannúðar, gæsku og umburðarlyndis á kostnað íslenskunnar sjálfrar? Munum að þegar tungumál breytast breytist hugsun um leið. Tungan er rót hugsunar. Hvernig eiga aðfluttir að bera virðingu fyrir íslenskunni ef við gerum það ekki sjálf? Hvaða hvata hafa þeir til að læra tungumálið þegar eigendur þess leyfa fámennum hópi stjórnlyndra, en ábyrgðarlausra, einstaklinga að hola það að innan? Göngum um íslenskuna eins og við viljum að almennt sé gengið um náttúruna; af virðingu, þannig að komandi kynslóðir fái notið hennar eins og fyrri kynslóðir, án svöðusára og markvissrar afbökunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Íslensk tunga Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“ Vigdís vildi undirstrika að íslenska tungumálið er ekki aðeins samskiptatæki, heldur ein af grunnstoðum þjóðar- og menningarauðs. Hún tengdi tungumálið beint við þjóðartilfinningu, menningarlega sjálfsmynd og sjálfstæði okkar. Íslenskan er örmál sem verður að styðja og vernda með öllum tiltækum ráðum annars töpum við henni á stuttum tíma. Því miður er ekki nóg að enskan sæki á hana þá nýta sumir starfsmenn ríkisútvarpsins stöðu sína og reyna markvisst að breyta henni með tilliti til pólítískrar hugmyndafræði. Sú hugmyndafræði er líklega sprottin upp úr deiglu aðgerðasinna , stundum í líki fræðimanna, sem vilja stjórna tungumálinu og orðaforðanum í þágu eigin sérhagsmuna og valdasækni. Að skilgreina hvað teljist „rétt“ og „þóknanlegt“ orðfæri og hugsun er bein leið til aukinna áhrifa og valda. Líkja mætti íslenskunni við náttúru landsins, öðru þjóðardjásni okkar. Náttúran tekur hægfara breytingum með sínum hræringum og ágangi veðurs, það ætti íslenskan líka að gera. Hins vegar þykir sumum starfsmönnum RÚV og aðgerðasinnum eðlilegt að menn spænist um á vélknúnum ökutækjum skiljandi eftir sig, líklega, óafturkræfar slóðir og sár. Það er ekki eðlileg þróun eða breytingar. Með þessu er íslenskan ekki að breytast, það er verið að breyta henni hratt og af ásetningi. Hvað segir í málstefnu RÚV?: „Allt starfsfólk RÚV skal vanda mál sitt og vera til fyrirmyndar um málnotkun.“ Er það raunin? Aðgerðasinnarnir segja að ekkert sé í raun rangt eða rétt hvað íslenskuna varðar, allt til að dyggðaskreyta sig og láta alla vita hve ,,vakandi“ og „umburðarlyndar“ þeir eru. Hér er ekki um eðlilega þróun íslenskunnar að ræða, heldur markvissa hugmyndafræðilega íhlutun sem er til þess fallin að skapa samviskubit hjá fólki ef það fylgir ekki „réttu“ málsniði eða notar ekki „réttu“ orðin. Á þá ætíð að breyta tungunni þegar tíðarandi breytist og nýir framsæknir aðgerðasinnar krefjast breytinga í nafni mannúðar, gæsku og umburðarlyndis á kostnað íslenskunnar sjálfrar? Munum að þegar tungumál breytast breytist hugsun um leið. Tungan er rót hugsunar. Hvernig eiga aðfluttir að bera virðingu fyrir íslenskunni ef við gerum það ekki sjálf? Hvaða hvata hafa þeir til að læra tungumálið þegar eigendur þess leyfa fámennum hópi stjórnlyndra, en ábyrgðarlausra, einstaklinga að hola það að innan? Göngum um íslenskuna eins og við viljum að almennt sé gengið um náttúruna; af virðingu, þannig að komandi kynslóðir fái notið hennar eins og fyrri kynslóðir, án svöðusára og markvissrar afbökunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun