Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 1. janúar 2026 11:00 Í fyrsta sinn í tólf ár er gæði loftsins vöktuð í Breiðholti. Það er gott að vita til þess að núna geta íbúar, foreldra, forsvarsfólk íþróttafélaga og skólastofna í Breiðholti fylgjast með gæðum andrúmsloftsins í rauntíma með sérstaklega þegar ef loftgæðin fara úr grænu á rautt. Og um leið metið hvort eigi að halda börnum inni í leikskólanum, hvort þurfi að fella niður æfingu eða hvort það er ráðlagt að fara út að hreyfa sig. Íbúaráð Breiðholts tók málin í sínar hendur Að mæla gæði loftsins í fjölmennasta hverfi borgarinnar hefur verið í vinnslu hjá mér og íbúaráði Breiðholts frá því að íþróttamannvirki ÍR risu sameinuðust á einum stað í Mjóddinni. Ráðið samþykkti einróma tillögu fyrir rúmu ári síðan að koma fyrir loftgæðamæli í hverfinu til að vakta hverfið eftir langt hlé. Mjóddin er umvafinn þungum stofnbrautum, ný byggð hefur bæst við Mjóddina, umferð hefur aukist og íbúum mun halda áfram að fjölga. Íbúaráðið vann í þágu hverfis og hagsmuna íbúa. Það er dýrmætt fyrir fólk í stjórnmálum að gera gagn. Áhrif svifryks á líkamann Svifryk er ekki bara heilsuspillandi fyrir lungu, hjarta og æðar heldur ferðast agnirnar í gegnum blóðrásina, út um allan líkamann. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir svifryki getur valdið bólgum í höfði, leitt til sjúkdóma eins og Alzheimer og elliglapa, efnin berast í gegnum fylgju til fósturs og geta haft áhrif á þroska barna og valdið öndunarfærasjúkdómum. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir svifryki og eru útsettari en fullorðnir, en 2-4 sinnum meira magn agna finnast í öndunarfærum barna miðað við fullorðna. Okkur ber rík skylda til að vernda heilsu barna, svifryksmengun getur hamlað þroska þeirra og haft ýmsar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Samræmd söfnun gagna skiptir miklu máli en samhliða er mikilvægt að halda utan um fjölda skipta sem stjórnendur í leik- og grunnskólum, frístund og jafnvel hjá íþróttafélögum taka ákvörðun um að halda börnum inni eða fella niður æfingar. Loftgæði = lífsgæði Hreint loft eru lífsgæði, en því miður alls ekki sjálfsagður hlutur. Það er mikilvægt að varðveita þau gæði til næstu kynslóða. Þannig að börnin okkar og komandi kynslóðir búi og lifi við sömu og helst betri lífsgæði og mín kynslóð. Til þess þarf pólitískt hugrekki. Við verðum að standa með umhverfinu, með viðkvæmum hópum, með komandi kynslóðum. Með aukinni umferð og fleiri bílum verður að vakta loftgæðin í eystri byggðum borgarinnar, sérstaklega þar sem íþróttasvæði og fjölmenn byggð eru nálægt þungum stofnbrautum. En ekki síður leita leiða til að draga úr umferð, minnka notkun nagladekkja og greiða fyrir almenningssamgöngum. Hvet öll áhugasöm að fylgjast með loftgæðamælinum í Breiðholti í vetur. Mikilvægur áfangi og ég er stolt af því að hafa ásamt öðru fulltrúum í íbúaráðinu komið þeim á. En það þarf að gera betur. Það skiptir máli fyrir hverfið að hafa sterka rödd í borgarstjórn, tryggja Breiðhylting í borgarstjórn. Og það skiptir líka máli fyrir hin hverfin í borginni. Breiðholt getur líka verið fyrirmynd. Höfundur er varaborgarfulltrúi, fv. formaður íbúaráðs Breiðholts, íbúi í Breiðholti og sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 24.janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Loftgæði Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn í tólf ár er gæði loftsins vöktuð í Breiðholti. Það er gott að vita til þess að núna geta íbúar, foreldra, forsvarsfólk íþróttafélaga og skólastofna í Breiðholti fylgjast með gæðum andrúmsloftsins í rauntíma með sérstaklega þegar ef loftgæðin fara úr grænu á rautt. Og um leið metið hvort eigi að halda börnum inni í leikskólanum, hvort þurfi að fella niður æfingu eða hvort það er ráðlagt að fara út að hreyfa sig. Íbúaráð Breiðholts tók málin í sínar hendur Að mæla gæði loftsins í fjölmennasta hverfi borgarinnar hefur verið í vinnslu hjá mér og íbúaráði Breiðholts frá því að íþróttamannvirki ÍR risu sameinuðust á einum stað í Mjóddinni. Ráðið samþykkti einróma tillögu fyrir rúmu ári síðan að koma fyrir loftgæðamæli í hverfinu til að vakta hverfið eftir langt hlé. Mjóddin er umvafinn þungum stofnbrautum, ný byggð hefur bæst við Mjóddina, umferð hefur aukist og íbúum mun halda áfram að fjölga. Íbúaráðið vann í þágu hverfis og hagsmuna íbúa. Það er dýrmætt fyrir fólk í stjórnmálum að gera gagn. Áhrif svifryks á líkamann Svifryk er ekki bara heilsuspillandi fyrir lungu, hjarta og æðar heldur ferðast agnirnar í gegnum blóðrásina, út um allan líkamann. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir svifryki getur valdið bólgum í höfði, leitt til sjúkdóma eins og Alzheimer og elliglapa, efnin berast í gegnum fylgju til fósturs og geta haft áhrif á þroska barna og valdið öndunarfærasjúkdómum. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir svifryki og eru útsettari en fullorðnir, en 2-4 sinnum meira magn agna finnast í öndunarfærum barna miðað við fullorðna. Okkur ber rík skylda til að vernda heilsu barna, svifryksmengun getur hamlað þroska þeirra og haft ýmsar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Samræmd söfnun gagna skiptir miklu máli en samhliða er mikilvægt að halda utan um fjölda skipta sem stjórnendur í leik- og grunnskólum, frístund og jafnvel hjá íþróttafélögum taka ákvörðun um að halda börnum inni eða fella niður æfingar. Loftgæði = lífsgæði Hreint loft eru lífsgæði, en því miður alls ekki sjálfsagður hlutur. Það er mikilvægt að varðveita þau gæði til næstu kynslóða. Þannig að börnin okkar og komandi kynslóðir búi og lifi við sömu og helst betri lífsgæði og mín kynslóð. Til þess þarf pólitískt hugrekki. Við verðum að standa með umhverfinu, með viðkvæmum hópum, með komandi kynslóðum. Með aukinni umferð og fleiri bílum verður að vakta loftgæðin í eystri byggðum borgarinnar, sérstaklega þar sem íþróttasvæði og fjölmenn byggð eru nálægt þungum stofnbrautum. En ekki síður leita leiða til að draga úr umferð, minnka notkun nagladekkja og greiða fyrir almenningssamgöngum. Hvet öll áhugasöm að fylgjast með loftgæðamælinum í Breiðholti í vetur. Mikilvægur áfangi og ég er stolt af því að hafa ásamt öðru fulltrúum í íbúaráðinu komið þeim á. En það þarf að gera betur. Það skiptir máli fyrir hverfið að hafa sterka rödd í borgarstjórn, tryggja Breiðhylting í borgarstjórn. Og það skiptir líka máli fyrir hin hverfin í borginni. Breiðholt getur líka verið fyrirmynd. Höfundur er varaborgarfulltrúi, fv. formaður íbúaráðs Breiðholts, íbúi í Breiðholti og sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 24.janúar næstkomandi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar