Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar 29. desember 2025 07:31 Ég sit á hótelherbergi í Nuuk og hugsa um kolefnissporið mitt á árinu sem er að líða og vil koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þess. Ég geri mér fulla grein fyrir því að tíu utanlandsferðir á tólf mánuðum telst ekki hófstillt hegðun á tímum loftslagsváar. Þetta er vissulega ekki fallegt í Excel-skjali framtíðarinnar og ég skil að jörðin hefði kosið að ég sæti aðeins oftar heima á bumbunni að horfa á sjónvarpið. Ferðirnar voru þó allar mikilvægar á sinn hátt. Ein þeirra var vinnuferð (góð fyrir samfélagið), sumar voru nauðsynlegar (til að komast í sól og hita) fyrir andlega heilsu og restin voru einfaldlega ferðir sem ég gat sleppt, enda er lífið stutt. Ég geri mér grein fyrir því að hvert flug losar meira CO₂ en samviskan mín ræður við á góðum degi. En ég vil líka benda á að ég hef ekki keypt stóran jeppa, ég á ekki snekkju og ég hef aldrei einu sinni íhugað einkaþotu. Í stóra samhenginu er ég því samfélagsþegn sem er til fyrirmyndar. Til að vega upp á móti þessu hef ég tekið upp ýmsar vistvænar venjur. Ég flokka rusl af mikilli nákvæmni, jafnvel þegar enginn sér til og borða stundum grænmetisrétti. Ég nota fjölnota vatnsbrúsa og fylli hann reglulega, nema á flugvöllum þar sem vatnið er óþægilega langt í burtu. Að lokum vil ég taka fram að ég ber djúpa virðingu fyrir jörðinni og framtíð hennar. Ég vona bara að hún geti sýnt mér sömu þolinmæði og ég sýni sjálfum mér þegar ég bóka enn eitt flugið, sannfærður um að þetta verði örugglega síðasta ferðin í bili. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur sem er mikill ferðalangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég sit á hótelherbergi í Nuuk og hugsa um kolefnissporið mitt á árinu sem er að líða og vil koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þess. Ég geri mér fulla grein fyrir því að tíu utanlandsferðir á tólf mánuðum telst ekki hófstillt hegðun á tímum loftslagsváar. Þetta er vissulega ekki fallegt í Excel-skjali framtíðarinnar og ég skil að jörðin hefði kosið að ég sæti aðeins oftar heima á bumbunni að horfa á sjónvarpið. Ferðirnar voru þó allar mikilvægar á sinn hátt. Ein þeirra var vinnuferð (góð fyrir samfélagið), sumar voru nauðsynlegar (til að komast í sól og hita) fyrir andlega heilsu og restin voru einfaldlega ferðir sem ég gat sleppt, enda er lífið stutt. Ég geri mér grein fyrir því að hvert flug losar meira CO₂ en samviskan mín ræður við á góðum degi. En ég vil líka benda á að ég hef ekki keypt stóran jeppa, ég á ekki snekkju og ég hef aldrei einu sinni íhugað einkaþotu. Í stóra samhenginu er ég því samfélagsþegn sem er til fyrirmyndar. Til að vega upp á móti þessu hef ég tekið upp ýmsar vistvænar venjur. Ég flokka rusl af mikilli nákvæmni, jafnvel þegar enginn sér til og borða stundum grænmetisrétti. Ég nota fjölnota vatnsbrúsa og fylli hann reglulega, nema á flugvöllum þar sem vatnið er óþægilega langt í burtu. Að lokum vil ég taka fram að ég ber djúpa virðingu fyrir jörðinni og framtíð hennar. Ég vona bara að hún geti sýnt mér sömu þolinmæði og ég sýni sjálfum mér þegar ég bóka enn eitt flugið, sannfærður um að þetta verði örugglega síðasta ferðin í bili. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur sem er mikill ferðalangur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar