„Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. desember 2025 08:02 Hjónin Sigurborg Geirdal kennarai og Valdimar Víðisson bæjarstjóri hafa staðið við áramótaheitið sitt hvern einasta mánuð í tíu ár; Geri aðrir betur! Nýtt í hverjum mánuði heitir verkefnið og segjast hjónin grjóthörð að halda áfram. Vísir/Vilhelm Hann er bæjarstjóri í Hafnarfirði og hún er kennari í Álftanesskóla. Saman eru þau hjónin Valdimar Víðisson og Sigurborg Geirdal, sem nýverið stofnuðu Instagramsíðuna Nýtt í hverjum mánuði á Instagram. Sem ólíkt svo mörgum öðrum pörum sem hafa reynt þetta áður: Hafa haldið úti áramótaheiti í tíu ár um að gera alltaf eitthvað nýtt í hverjum mánuði sem par! Enda eru þau vægast sagt stolt af árangrinum, ætla að halda ótrauð áfram og segja þetta líka svo skemmtilegt verkefni. „Ég hlakka svakalega til að vita hvert desember Nýtt verður,“ segir Sigurborg þegar viðtalið er tekið. En Valdimar gefur auðvitað ekkert upp; er íbygginn á svip. „Við bjuggum til leikreglur. Eigum hvort um sig eitt Vídó sem þýðir að við megum í eitt skipti segja Nei við því sem á að gera. Valdimar hefur nýtt sér sitt. Ég á mitt eftir,“ segir Sigurborg og hlær. Enda oft hlegið í samtalinu. Varla annað hægt því sagan af áramótaheitinu góða er einfaldlega svo skemmtileg. Við skulum nýta okkur góðu ráðin og innblásturinn frá Valdimar og Sigurborgu. Nýtt í hverjum mánuði gengur þannig fyrir sig að Valdimar og Sigurborg skipuleggja stefnumótin á víxl hvern mánuð, upplýsa aðeins um fatnað og klukkan hvað stefnumótið verður og síðan er haldið af stað. Stemningin á svölunum Sko…. Það er auðvitað best að byrja á því að kynnast hjónunum aðeins með því að fá að heyra aðeins meira um þau og hjónabandið. Parsamband Valdimars og Sigurborgar hófst sumarið 2011 en þá störfuðu þau bæði í Öldutúnsskóla. Hann sem aðstoðarskólastjóri en hún sem kennari. „Það var ekki að ræða það að ég velti Valdimar fyrir mér sem mannkosti; hann yngri en ég, yfirmaður minn og með lítið barn; Nei takk!“ segir Sigurborg og skellihlær. Með sögunni fylgir hins vegar að Sigurborg hafi verið opin fyrir því að kynna Valdimar fyrir vinkonum sínum. Týpískt! Sjálfur segist bæjarstjórinn almennt vera kallaður AA af Hafnfirðingum; aðfluttur andskoti. Enda fæddur í Bolungavík árið 1978, ólst þar upp til 16 ára þegar hann flutti norður í land þaðan sem hann kláraði menntaskóla og háskólanám á Akureyri. Aðeins 25 ára varð hann skólastjóri á Grenivík en í Hafnafjörðinn flutti hann árið 2008. „Ég verð 18 ára Hafnfirðingur á næsta ári,“ segir Valdimar. Tal sem Hafnfirðingar þekkja því aðeins þeir sem þar eru fæddir og uppaldir geta víst fyrir alvöru kallað sig alvöru Hafnfirðing eða Gaflara. „Ég hef reyndar stundum heyrt að ég hafi verið flutt inn til kynbóta,“ segir Sigurborg, fædd árið 1970 í Kópavogi en flutti í Hafnarfjörðinn árið 1991. Telst sumsé einnig til AA hópsins. Sigurborg viðurkennir að hafa verið búin að steingleyma áramótaheitinu þegar Valdimar sendi henni skilaboð, tilkynnti að Nýtt í hverjum mánuði yrði á fimmtudeginum og var að athuga hvort hún væri laus klukkan 17. Síðan eru liðin tíu ár og enginn mánuður fallið úr.Vísir/Vilhelm Hjónin höfðu bæði verið í langtímasamböndum áður. En til viðbótar við átta ára aldursmismun, var það ólíkt hjá þeim skötuhjúum að dætur Sigurborgar voru mun eldri en sonur Valdimars því Sigurborg varð mamma aðeins 16 ára. Þetta þýðir að í dag eru dætur Sigurborgar 38 ára og 32 ára en sonur Valdimars er 18 ára. Að mati Sigurborgar var þetta því ekki parsamband sem hún horfði nokkuð til en viti menn; ástin spyr nú sjaldnast um aldur eða önnur praktísk atriði, enda mörg ár liðin síðan og parsambandið nú orðið fjórtán ára. Um áramótin 2015/2016 stóðu Valdimar og Sigurborg á svölunum sínum í Hafnarfirði og ræddu áramótaheitin. Svona eins og við svo oft gerum á þeim tíma. Svo mikil stemning einhvern veginn; að kveðja það gamla, fagna því nýja. Hverjir trúa því ekki eitt augnablik þá, að einhver áramótaheit verða strengd og haldin? Í tilfelli Valdimars og Sigurborgar, kemur Valdimar með þá hugmynd að áramótaheiti að frá og með janúar 2016 muni þau gera eitthvað nýtt í hverjum mánuði. Sem Sigurborgu fannst frábær hugmynd. Engin spurning! Hún var sko alveg til. „Síðan kom janúar og ég einfaldlega gleymdi þessu,“ segir Sigurborg og hlær. Valdimar og Sigurborg hafa gert alls kyns á þessum tíu árum; stundum kosta stefnumótin ekkert og stundum kosta þau eitthvað, öll séu þau skemmtileg og eftirminnileg. Meira að segja sýningin hér um árið sem þau eru enn að reyna að átta sig á um hvað snerist.... Hugmyndir og gaman Þegar hugmyndin að áramótaheitinu fæddist á svölunum, var umræðan um heitin fyrir nýtt ár nokkuð dæmigerð. Þar sem skötuhjúin ræddu áramótaheit eins og að hreyfa sig meira, lesa meira, ferðast meira. Þegar á leið janúar, sendir Valdimar mér skilaboð eitt sinn og segir: Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Sigurborg viðurkennir að hafa orðið hálf hvumsa. Búin að gleyma áramótaheitinu og þarna að átta sig á því að hennar ektamaður væri hvorki búinn að gleyma því né nokkuð af baki dottinn. Auðvitað svaraði hún því Já! Og það er hin almenna regla; Að segja Já án þess að vita hvað í vændum er. Taka frá tíma fyrir stefnumótið ef hægt er; skipuleggja það með fyrirvara hvenær stefnumótið verður svo enginn mánuður fari forgörðum. Útfærslan er því þannig að annar makinn skipuleggur Nýtt í hverjum mánuði á víxl. Útgangspunkturinn er alltaf að þau hafi ekki gert þetta áður sem par. „Við megum alveg hafa gert hlutina áður, en þetta verður að vera nýtt fyrir okkur sem par,“ segir Valdimar og bætir við: „Segjum til dæmis hjólatúr í Heiðmörk. Við höfum auðvitað bæði hjólað áður en Nýtt í hverjum mánuði getur verið við tvö að fara saman í hjólaferð í Heiðmörk.“ Valdimar heldur áfram með hugmyndir og frásagnir. Það vinnur svo mikið með okkur því það er alltaf eitthvað nýtt að verða til eða koma upp. Við erum búin að þræða baðlónin má segja um land allt, því það eru alltaf að opna ný baðlón. Síðan eru það söfn og viðburðir, oft jafnvel eitthvað sem við myndum aldrei velja að fara á nema vegna þess að við erum að ákveða eitthvað fyrir Nýtt í hverjum mánuði.“ Valdimar segir það vinna með hjónunum að það sé alltaf eitthvað nýtt að verða til eða gerast. Þannig séu hjónin til dæmis búin að þræða hin og þessi baðlón um landið því þau eru alltaf að opna ný og ný. Göngutúrar, jóga, slökun, sund, sýningar, listasöfn eru meðal stefnumóta.Vísir/Vilhelm Eina sem er á bannlistanum er fallhlífarstökk og teygjustökk; um þessa reglu sammæltist parið strax í byrjun. „Fyrir hvert stefnumót gefum við upplýsingar um hvernig við þurfum að vera klædd og klukkan hvað stefnumótið byrjar,“ segir Valdimar og bætir við: „Stefnumótið getur síðan verið að fara á listasafn og síðan indverskan veitingastað, velja staði sem við höfum ekki farið á áður.“ Hjónin segja Nýtt í hverjum mánuði alls ekki þurfa að kosta mikið. Oft kosti stefnumótin ekki neitt. Til dæmis göngutúr um sérstakt svæði – og þau eru greinilega ófá svæðin sem hjónin hafa gengið; Rauðavatn, Kleifarvatn, Glym og fleiri staðir eru nefndir. Eða að heimsækja listasöfn eða söfn, mörg þeirra kosta litið eða eru án aðgangseyris. Hjónin hafa líka prófað nánast allar sundlaugar á landinu. En líka farið í leikhús og á alls kyns viðburði. Án efa mun fjölbreyttari viðburði en við værum annars að fara á því með Nýtt í hverjum mánuði erum við alltaf að vinna út frá því að gera eitthvað saman, sem við höfum ekki gert áður.“ Nýtt í hverjum mánuði er algjört forgangsverkefni hjá hjónunum, sem segja það líka vera svo skemmtilegt! Margir hafi reynt þetta, en ekki náð að halda það út. Að gefa sér tíma til að vera par skipti samt svo miklu máli fyrir hamingjuna. Góðu ráðin Það kannast mörg pör við að hafa strengt sér áramótaheit sem ganga út á að rækta sambandið sitt með skemmtilegum hætti, markvisst og þétt. En síðan tekur hið daglega líf við. Tíminn hleypur frá okkur. Allt í einu þarf að fresta, breyta, sleppa, færa til. Til viðbótar koma dagarnir þar sem parið er ekkert endilega upp á sitt besta; Okkur finnst hinn aðilinn kannski bara hundleiðinlegur og fúll. Sæborg og Valdimar þekkja auðvitað þetta eins og allir aðrir. En hafa þó náð að standa við heitið hvern einasta mánuð í tíu ár. Hvernig? „Þetta er verkefni sem verður að vera í forgangi. Ef Valdimar sendir á mig og spyr hvort ég sé laus þennan daginn eða hinn, segi ég Já nema mikið liggi við og ef svo er, reynum við að hliðra til og færa þannig að Nýtt í hverjum mánuði sé alltaf í forgangi en geti ekki fallið niður,“ segir Sigurborg og bætir við: „Og auðvitað er það þannig að við erum að þessu til að hafa gaman. Ef mér hefur fundist Valdimar fúll og leiðinlegur þarna um morguninn, þýðir ekkert að mæta á stefnumót klukkan fimm og vera í fýlu; hugarfarið þarf einfaldlega að vera að þetta sé skemmtilegt og nú séum við að fara að gera eitthvað nýtt vegna þess að það er gaman og makinn er búinn að skipuleggja það.“ Litlu hlutirnir eru líka ræddir. „Ég hef til dæmis lært það að gefa Valdimar að borða áður en við förum. Því Valdimar hungry er alveg svona Valdimar angry….“ Segir Sigurborg og bæjarstjórinn brosir út í annað. Hjónin segjast meðvituð um að það sé einmitt þessi seigla sem oft vanti upp á. Sjálf þekki þau svolítið til vina og vandamanna sem hafi farið af stað með sams konar plan, en síðan endar planið með að riðlast, breytast, jafnvel falla niður. „En okkur finnst þetta bara svo gaman og það er líka stórt atriði í þessu líka,“ segir Sigurborg og bætir við: „Ég er til dæmis með minn hugmyndabanka í excel og er alltaf að hugsa um eitthvað eða skrá eitthvað niður sem gæti verið skemmtilegt fyrir Nýtt í hverjum mánuði.“ Hjónin segja Nýtt í hverjum mánuði líka vera góða leið til að rækta vinasambandið í parsambandinu. „Við Valdimar smullum saman sem vinir um leið og við byrjuðum saman. Sem þýðir að okkur finnst rosalega gaman að vera saman og gaman að gera hluti saman,“ segir Sigurborg og bætir við: En við erum líka orðin fullorðin þegar við byrjum saman og meðvituð um að vilja upplifa hlutina saman. Við gerum okkur grein fyrir því að það gerist ekkert sjálfkrafa að pör séu hamingjusöm í sambandi. Þú þarft að vinna að þeirra hamingju og það að vera mánaðarlega að koma hvort öðru á óvart er liður í því.“ Talið berst að vináttunni og því hversu dýrmæt vinátta getur verið í sambandi. „Okkur finnst mjög gaman saman og við hlæjum mikið saman. Við erum okkur sjálfum nóg, gerum margt með vinum en finnst líka voða gaman að vera bara tvö saman í bústað og svo framvegis. Þýðir þetta að það séu ekki einhverjar áskoranir hjá okkur líka? Jú auðvitað. En við erum meðvituð um vinnuna sem felst í því að vera í góðu sambandi.“ Sigurborg heldur utan um hugmyndirnar sínar fyrir Nýtt í hverjum mánuði í excel en leikreglurnar eru þannig að hvort þeirra hefur leyfi til að segja einu sinni Nei. Þetta Nei kalla þau Vídó, Valdimar hefur notað sitt Vídó en Sigurborg ekki.Vísir/Vilhelm Skemmtilegheitin sem halda áfram Það er alveg frábært að heyra af sumum viðburðunum eða stefnumótunum sem hjónin hafa upplifað saman sem Nýtt í hverjum mánuði. Til dæmis alls kyns slökunarmeðferðir, jóga, badminton, dans, salsa…..alls konar! „Í eitt skipti vorum við í svona slökun með heyrnartól sem tengdist því að við höfum bæði misst systkini og þetta var svona meðferð tengd því,“ segir Sigurborg sem dæmi um stefnumót sem þau eru sannfærð um að þau hefðu aldrei prófað ef ekki væri fyrir mánaðarlegu stefnumótin. „Stundum höfum við líka ögrað okkur. Ég man eftir einni sýningu sem við fórum á í Tjarnarbíói og erum enn að reyna að átta okkur á því um hvað snerist eiginlega.“ Og nú hlæja hjónin. Það er oft hlegið í spjallinu enda segja hjónin svo margt skemmtilegt hægt að gera og svo margt skemmtilegt fylgja verkefninu Nýtt í hverjum mánuði. Oft upplifi þau eitthvað saman sem þeim hefði aldrei dottið í hug að fara á, ef ekki væri fyrir Nýtt í hverjum mánuði.Vísir/Vilhelm „Stundum plönum við Nýtt í hverjum mánuði með vinum og stundum gerist líka eitthvað óvænt og það getur verið skemmtilegt líka,“ segir Valdimar og lýsir því þegar þau fóru í miðbæ Reykjavíkur á tvöfalt stefnumót með vinahjónum, hittu þar fyrir ameríska túrista sem enduðu með að vera með þeim allt kvöldið. Í upphafi segjast hjónin hafa séð fyrir sér að eflaust yrði Nýtt í hverjum mánuði bara eins árs verkefni.Áramótin 2016/2017 ákváðu þau síðan að framlengja og taka að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Og koll af kolli; nú í 10 ár. Á þessum 10 árum hafa alls kyns áfangar orðið að sérstöku tilefni. Til dæmis að fagna 100 skiptinu og svo framvegis. Og nú þegar líður að áramótum segja hjónin: „Og við erum grjóthörð í því að halda áfram!“ Það sem reynslan hefur þó líka kennt þeim er að vera meðvituð um mikilvægi þess að þeirra vinir og vandamenn rækti sín parsambönd. „Við eigum þrjú barnabörn; 14 ára, 8 ára og 9 mánaða gömul og síðan teljast tveir Dalmatíuhundar líka til barnabarnahópsins. Það sem Nýtt í hverjum mánuði hefur kennt okkur enn betur er hversu mikilvægt það er fyrir öll pör að gefa sér tíma sem pari. Þetta þýðir að fyrir okkar nánustu þurfum við líka stundum að vera meðvituð, stinga upp á pössun eitt kvöld og gefa þannig tækifæri fyrir börnin okkar að rækta parsambandið, þó ekki nema með því að skella sér saman í sund,“ segir Sigurborg og bætir við: Fólk er í annasömum störfum en það skiptir svo miklu máli fyrir parsamband að fólk gefi sér tíma til þess að vera saman sem par.“ „Það er líka svo ótrúlega margt skemmtilegt hægt að gera,“ segir bæjarstjórinn og brosir en þess má geta að í desember var Nýtt í hverjum mánuði var að fara á útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans og borða síðan saman á Austur Indíafélaginu, sem hjónin höfðu ekki gert áður. Ást er... Tengdar fréttir „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Það verður að teljast harla ólíklegt að einn og sami maðurinn geti upplifað það tvisvar, að konan hans greinist með Parkinson. Bæði fyrri og seinni eiginkonan. 25. desember 2025 08:00 Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ „Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að hafa tíma til að búta til kjötsúpuna sem er víst algjört möst fyrir fjölskylduna áður en ég fer,“ segir Stefán Haukur Erlingsson og skellihlær. 16. nóvember 2025 08:01 Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00 Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02 Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Einmana um jólin og sex góð ráð Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ 50+: Framhjáhöldum fjölgar Sjá meira
Sem ólíkt svo mörgum öðrum pörum sem hafa reynt þetta áður: Hafa haldið úti áramótaheiti í tíu ár um að gera alltaf eitthvað nýtt í hverjum mánuði sem par! Enda eru þau vægast sagt stolt af árangrinum, ætla að halda ótrauð áfram og segja þetta líka svo skemmtilegt verkefni. „Ég hlakka svakalega til að vita hvert desember Nýtt verður,“ segir Sigurborg þegar viðtalið er tekið. En Valdimar gefur auðvitað ekkert upp; er íbygginn á svip. „Við bjuggum til leikreglur. Eigum hvort um sig eitt Vídó sem þýðir að við megum í eitt skipti segja Nei við því sem á að gera. Valdimar hefur nýtt sér sitt. Ég á mitt eftir,“ segir Sigurborg og hlær. Enda oft hlegið í samtalinu. Varla annað hægt því sagan af áramótaheitinu góða er einfaldlega svo skemmtileg. Við skulum nýta okkur góðu ráðin og innblásturinn frá Valdimar og Sigurborgu. Nýtt í hverjum mánuði gengur þannig fyrir sig að Valdimar og Sigurborg skipuleggja stefnumótin á víxl hvern mánuð, upplýsa aðeins um fatnað og klukkan hvað stefnumótið verður og síðan er haldið af stað. Stemningin á svölunum Sko…. Það er auðvitað best að byrja á því að kynnast hjónunum aðeins með því að fá að heyra aðeins meira um þau og hjónabandið. Parsamband Valdimars og Sigurborgar hófst sumarið 2011 en þá störfuðu þau bæði í Öldutúnsskóla. Hann sem aðstoðarskólastjóri en hún sem kennari. „Það var ekki að ræða það að ég velti Valdimar fyrir mér sem mannkosti; hann yngri en ég, yfirmaður minn og með lítið barn; Nei takk!“ segir Sigurborg og skellihlær. Með sögunni fylgir hins vegar að Sigurborg hafi verið opin fyrir því að kynna Valdimar fyrir vinkonum sínum. Týpískt! Sjálfur segist bæjarstjórinn almennt vera kallaður AA af Hafnfirðingum; aðfluttur andskoti. Enda fæddur í Bolungavík árið 1978, ólst þar upp til 16 ára þegar hann flutti norður í land þaðan sem hann kláraði menntaskóla og háskólanám á Akureyri. Aðeins 25 ára varð hann skólastjóri á Grenivík en í Hafnafjörðinn flutti hann árið 2008. „Ég verð 18 ára Hafnfirðingur á næsta ári,“ segir Valdimar. Tal sem Hafnfirðingar þekkja því aðeins þeir sem þar eru fæddir og uppaldir geta víst fyrir alvöru kallað sig alvöru Hafnfirðing eða Gaflara. „Ég hef reyndar stundum heyrt að ég hafi verið flutt inn til kynbóta,“ segir Sigurborg, fædd árið 1970 í Kópavogi en flutti í Hafnarfjörðinn árið 1991. Telst sumsé einnig til AA hópsins. Sigurborg viðurkennir að hafa verið búin að steingleyma áramótaheitinu þegar Valdimar sendi henni skilaboð, tilkynnti að Nýtt í hverjum mánuði yrði á fimmtudeginum og var að athuga hvort hún væri laus klukkan 17. Síðan eru liðin tíu ár og enginn mánuður fallið úr.Vísir/Vilhelm Hjónin höfðu bæði verið í langtímasamböndum áður. En til viðbótar við átta ára aldursmismun, var það ólíkt hjá þeim skötuhjúum að dætur Sigurborgar voru mun eldri en sonur Valdimars því Sigurborg varð mamma aðeins 16 ára. Þetta þýðir að í dag eru dætur Sigurborgar 38 ára og 32 ára en sonur Valdimars er 18 ára. Að mati Sigurborgar var þetta því ekki parsamband sem hún horfði nokkuð til en viti menn; ástin spyr nú sjaldnast um aldur eða önnur praktísk atriði, enda mörg ár liðin síðan og parsambandið nú orðið fjórtán ára. Um áramótin 2015/2016 stóðu Valdimar og Sigurborg á svölunum sínum í Hafnarfirði og ræddu áramótaheitin. Svona eins og við svo oft gerum á þeim tíma. Svo mikil stemning einhvern veginn; að kveðja það gamla, fagna því nýja. Hverjir trúa því ekki eitt augnablik þá, að einhver áramótaheit verða strengd og haldin? Í tilfelli Valdimars og Sigurborgar, kemur Valdimar með þá hugmynd að áramótaheiti að frá og með janúar 2016 muni þau gera eitthvað nýtt í hverjum mánuði. Sem Sigurborgu fannst frábær hugmynd. Engin spurning! Hún var sko alveg til. „Síðan kom janúar og ég einfaldlega gleymdi þessu,“ segir Sigurborg og hlær. Valdimar og Sigurborg hafa gert alls kyns á þessum tíu árum; stundum kosta stefnumótin ekkert og stundum kosta þau eitthvað, öll séu þau skemmtileg og eftirminnileg. Meira að segja sýningin hér um árið sem þau eru enn að reyna að átta sig á um hvað snerist.... Hugmyndir og gaman Þegar hugmyndin að áramótaheitinu fæddist á svölunum, var umræðan um heitin fyrir nýtt ár nokkuð dæmigerð. Þar sem skötuhjúin ræddu áramótaheit eins og að hreyfa sig meira, lesa meira, ferðast meira. Þegar á leið janúar, sendir Valdimar mér skilaboð eitt sinn og segir: Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Sigurborg viðurkennir að hafa orðið hálf hvumsa. Búin að gleyma áramótaheitinu og þarna að átta sig á því að hennar ektamaður væri hvorki búinn að gleyma því né nokkuð af baki dottinn. Auðvitað svaraði hún því Já! Og það er hin almenna regla; Að segja Já án þess að vita hvað í vændum er. Taka frá tíma fyrir stefnumótið ef hægt er; skipuleggja það með fyrirvara hvenær stefnumótið verður svo enginn mánuður fari forgörðum. Útfærslan er því þannig að annar makinn skipuleggur Nýtt í hverjum mánuði á víxl. Útgangspunkturinn er alltaf að þau hafi ekki gert þetta áður sem par. „Við megum alveg hafa gert hlutina áður, en þetta verður að vera nýtt fyrir okkur sem par,“ segir Valdimar og bætir við: „Segjum til dæmis hjólatúr í Heiðmörk. Við höfum auðvitað bæði hjólað áður en Nýtt í hverjum mánuði getur verið við tvö að fara saman í hjólaferð í Heiðmörk.“ Valdimar heldur áfram með hugmyndir og frásagnir. Það vinnur svo mikið með okkur því það er alltaf eitthvað nýtt að verða til eða koma upp. Við erum búin að þræða baðlónin má segja um land allt, því það eru alltaf að opna ný baðlón. Síðan eru það söfn og viðburðir, oft jafnvel eitthvað sem við myndum aldrei velja að fara á nema vegna þess að við erum að ákveða eitthvað fyrir Nýtt í hverjum mánuði.“ Valdimar segir það vinna með hjónunum að það sé alltaf eitthvað nýtt að verða til eða gerast. Þannig séu hjónin til dæmis búin að þræða hin og þessi baðlón um landið því þau eru alltaf að opna ný og ný. Göngutúrar, jóga, slökun, sund, sýningar, listasöfn eru meðal stefnumóta.Vísir/Vilhelm Eina sem er á bannlistanum er fallhlífarstökk og teygjustökk; um þessa reglu sammæltist parið strax í byrjun. „Fyrir hvert stefnumót gefum við upplýsingar um hvernig við þurfum að vera klædd og klukkan hvað stefnumótið byrjar,“ segir Valdimar og bætir við: „Stefnumótið getur síðan verið að fara á listasafn og síðan indverskan veitingastað, velja staði sem við höfum ekki farið á áður.“ Hjónin segja Nýtt í hverjum mánuði alls ekki þurfa að kosta mikið. Oft kosti stefnumótin ekki neitt. Til dæmis göngutúr um sérstakt svæði – og þau eru greinilega ófá svæðin sem hjónin hafa gengið; Rauðavatn, Kleifarvatn, Glym og fleiri staðir eru nefndir. Eða að heimsækja listasöfn eða söfn, mörg þeirra kosta litið eða eru án aðgangseyris. Hjónin hafa líka prófað nánast allar sundlaugar á landinu. En líka farið í leikhús og á alls kyns viðburði. Án efa mun fjölbreyttari viðburði en við værum annars að fara á því með Nýtt í hverjum mánuði erum við alltaf að vinna út frá því að gera eitthvað saman, sem við höfum ekki gert áður.“ Nýtt í hverjum mánuði er algjört forgangsverkefni hjá hjónunum, sem segja það líka vera svo skemmtilegt! Margir hafi reynt þetta, en ekki náð að halda það út. Að gefa sér tíma til að vera par skipti samt svo miklu máli fyrir hamingjuna. Góðu ráðin Það kannast mörg pör við að hafa strengt sér áramótaheit sem ganga út á að rækta sambandið sitt með skemmtilegum hætti, markvisst og þétt. En síðan tekur hið daglega líf við. Tíminn hleypur frá okkur. Allt í einu þarf að fresta, breyta, sleppa, færa til. Til viðbótar koma dagarnir þar sem parið er ekkert endilega upp á sitt besta; Okkur finnst hinn aðilinn kannski bara hundleiðinlegur og fúll. Sæborg og Valdimar þekkja auðvitað þetta eins og allir aðrir. En hafa þó náð að standa við heitið hvern einasta mánuð í tíu ár. Hvernig? „Þetta er verkefni sem verður að vera í forgangi. Ef Valdimar sendir á mig og spyr hvort ég sé laus þennan daginn eða hinn, segi ég Já nema mikið liggi við og ef svo er, reynum við að hliðra til og færa þannig að Nýtt í hverjum mánuði sé alltaf í forgangi en geti ekki fallið niður,“ segir Sigurborg og bætir við: „Og auðvitað er það þannig að við erum að þessu til að hafa gaman. Ef mér hefur fundist Valdimar fúll og leiðinlegur þarna um morguninn, þýðir ekkert að mæta á stefnumót klukkan fimm og vera í fýlu; hugarfarið þarf einfaldlega að vera að þetta sé skemmtilegt og nú séum við að fara að gera eitthvað nýtt vegna þess að það er gaman og makinn er búinn að skipuleggja það.“ Litlu hlutirnir eru líka ræddir. „Ég hef til dæmis lært það að gefa Valdimar að borða áður en við förum. Því Valdimar hungry er alveg svona Valdimar angry….“ Segir Sigurborg og bæjarstjórinn brosir út í annað. Hjónin segjast meðvituð um að það sé einmitt þessi seigla sem oft vanti upp á. Sjálf þekki þau svolítið til vina og vandamanna sem hafi farið af stað með sams konar plan, en síðan endar planið með að riðlast, breytast, jafnvel falla niður. „En okkur finnst þetta bara svo gaman og það er líka stórt atriði í þessu líka,“ segir Sigurborg og bætir við: „Ég er til dæmis með minn hugmyndabanka í excel og er alltaf að hugsa um eitthvað eða skrá eitthvað niður sem gæti verið skemmtilegt fyrir Nýtt í hverjum mánuði.“ Hjónin segja Nýtt í hverjum mánuði líka vera góða leið til að rækta vinasambandið í parsambandinu. „Við Valdimar smullum saman sem vinir um leið og við byrjuðum saman. Sem þýðir að okkur finnst rosalega gaman að vera saman og gaman að gera hluti saman,“ segir Sigurborg og bætir við: En við erum líka orðin fullorðin þegar við byrjum saman og meðvituð um að vilja upplifa hlutina saman. Við gerum okkur grein fyrir því að það gerist ekkert sjálfkrafa að pör séu hamingjusöm í sambandi. Þú þarft að vinna að þeirra hamingju og það að vera mánaðarlega að koma hvort öðru á óvart er liður í því.“ Talið berst að vináttunni og því hversu dýrmæt vinátta getur verið í sambandi. „Okkur finnst mjög gaman saman og við hlæjum mikið saman. Við erum okkur sjálfum nóg, gerum margt með vinum en finnst líka voða gaman að vera bara tvö saman í bústað og svo framvegis. Þýðir þetta að það séu ekki einhverjar áskoranir hjá okkur líka? Jú auðvitað. En við erum meðvituð um vinnuna sem felst í því að vera í góðu sambandi.“ Sigurborg heldur utan um hugmyndirnar sínar fyrir Nýtt í hverjum mánuði í excel en leikreglurnar eru þannig að hvort þeirra hefur leyfi til að segja einu sinni Nei. Þetta Nei kalla þau Vídó, Valdimar hefur notað sitt Vídó en Sigurborg ekki.Vísir/Vilhelm Skemmtilegheitin sem halda áfram Það er alveg frábært að heyra af sumum viðburðunum eða stefnumótunum sem hjónin hafa upplifað saman sem Nýtt í hverjum mánuði. Til dæmis alls kyns slökunarmeðferðir, jóga, badminton, dans, salsa…..alls konar! „Í eitt skipti vorum við í svona slökun með heyrnartól sem tengdist því að við höfum bæði misst systkini og þetta var svona meðferð tengd því,“ segir Sigurborg sem dæmi um stefnumót sem þau eru sannfærð um að þau hefðu aldrei prófað ef ekki væri fyrir mánaðarlegu stefnumótin. „Stundum höfum við líka ögrað okkur. Ég man eftir einni sýningu sem við fórum á í Tjarnarbíói og erum enn að reyna að átta okkur á því um hvað snerist eiginlega.“ Og nú hlæja hjónin. Það er oft hlegið í spjallinu enda segja hjónin svo margt skemmtilegt hægt að gera og svo margt skemmtilegt fylgja verkefninu Nýtt í hverjum mánuði. Oft upplifi þau eitthvað saman sem þeim hefði aldrei dottið í hug að fara á, ef ekki væri fyrir Nýtt í hverjum mánuði.Vísir/Vilhelm „Stundum plönum við Nýtt í hverjum mánuði með vinum og stundum gerist líka eitthvað óvænt og það getur verið skemmtilegt líka,“ segir Valdimar og lýsir því þegar þau fóru í miðbæ Reykjavíkur á tvöfalt stefnumót með vinahjónum, hittu þar fyrir ameríska túrista sem enduðu með að vera með þeim allt kvöldið. Í upphafi segjast hjónin hafa séð fyrir sér að eflaust yrði Nýtt í hverjum mánuði bara eins árs verkefni.Áramótin 2016/2017 ákváðu þau síðan að framlengja og taka að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Og koll af kolli; nú í 10 ár. Á þessum 10 árum hafa alls kyns áfangar orðið að sérstöku tilefni. Til dæmis að fagna 100 skiptinu og svo framvegis. Og nú þegar líður að áramótum segja hjónin: „Og við erum grjóthörð í því að halda áfram!“ Það sem reynslan hefur þó líka kennt þeim er að vera meðvituð um mikilvægi þess að þeirra vinir og vandamenn rækti sín parsambönd. „Við eigum þrjú barnabörn; 14 ára, 8 ára og 9 mánaða gömul og síðan teljast tveir Dalmatíuhundar líka til barnabarnahópsins. Það sem Nýtt í hverjum mánuði hefur kennt okkur enn betur er hversu mikilvægt það er fyrir öll pör að gefa sér tíma sem pari. Þetta þýðir að fyrir okkar nánustu þurfum við líka stundum að vera meðvituð, stinga upp á pössun eitt kvöld og gefa þannig tækifæri fyrir börnin okkar að rækta parsambandið, þó ekki nema með því að skella sér saman í sund,“ segir Sigurborg og bætir við: Fólk er í annasömum störfum en það skiptir svo miklu máli fyrir parsamband að fólk gefi sér tíma til þess að vera saman sem par.“ „Það er líka svo ótrúlega margt skemmtilegt hægt að gera,“ segir bæjarstjórinn og brosir en þess má geta að í desember var Nýtt í hverjum mánuði var að fara á útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans og borða síðan saman á Austur Indíafélaginu, sem hjónin höfðu ekki gert áður.
Ást er... Tengdar fréttir „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Það verður að teljast harla ólíklegt að einn og sami maðurinn geti upplifað það tvisvar, að konan hans greinist með Parkinson. Bæði fyrri og seinni eiginkonan. 25. desember 2025 08:00 Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ „Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að hafa tíma til að búta til kjötsúpuna sem er víst algjört möst fyrir fjölskylduna áður en ég fer,“ segir Stefán Haukur Erlingsson og skellihlær. 16. nóvember 2025 08:01 Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00 Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02 Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Einmana um jólin og sex góð ráð Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ 50+: Framhjáhöldum fjölgar Sjá meira
„Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Það verður að teljast harla ólíklegt að einn og sami maðurinn geti upplifað það tvisvar, að konan hans greinist með Parkinson. Bæði fyrri og seinni eiginkonan. 25. desember 2025 08:00
Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ „Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að hafa tíma til að búta til kjötsúpuna sem er víst algjört möst fyrir fjölskylduna áður en ég fer,“ segir Stefán Haukur Erlingsson og skellihlær. 16. nóvember 2025 08:01
Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00
Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Það er eitthvað svo ævintýralegt við að taka spjallið við Hrund Gunnsteinsdóttur. Stundum eins og verið sé að tala um handrit að einhverri bíómynd. Því já; Þannig virðist líf Hrundar hafa verið. 22. júní 2025 08:02
Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ „Mamma var límið, við finnum svo mikið fyrir því núna, svona eftir á,“ segir Hjalti Einarsson þegar hann ræðir móðurmissinn. 8. júní 2025 08:00