Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar 23. desember 2025 18:30 Ég skrifaði hér um daginn frásögn af dularfullu hvarfi („Fólkið sem hverfur...“). Komu þar við sögu morðtilraunir, diplómatar, möndlugrautur og endurskoðendur. Eins og ég lofaði, held ég áfram að uppljóstra staðreyndirnar bakvið hvarfið. Við þurfum aðeins að skoða krónur og aura. Hvers virði? Áætlað virði meðal einstaklings er í kringum 150þúsund dollara, sé horft til hráefnisins eingöngu. Fyrir ástvinum erum við auðvitað ómetanleg og frá sjónarhorni fyrirtækja höfum við einnig verðmiða. Eitt þeirra er Meta, fyrirtækið bakvið Instagram, WhatsApp og Facebook (Fb). Árlegur hagnaður nálgast 150milljarða dollara og myndi því duga í hráefni milljón einstaklinga. Tek fram að ég hef enga vitneskju um að þau stundi slík viðskipti. Meta er samt ansi dýrmætt svikahröppum: „Þá segir einnig í skjölunum að forsvarsmenn Meta viðurkenni að samfélagsmiðlar fyrirtækisins séu orðnir að þungamiðju svikastarfsemi í heiminum. Til að mynda hafi verið áætlað að um þriðjungur allra vel heppnaðra svindla eða svika í Bandaríkjunum fari fram gegnum samfélagsmiðla Meta.“ Vísir: „Græða á tá og fingri...“, 6.nóv‘25 Rómantík gengur illa í einstefnu, en sem betur fer virðist sambandið báðum dýrmætt. Töluvert hefur nefnilega verið fjallað um að 10% af hagnaði Meta geti verið rakinn til ólögmæts athæfis annarra. Sekt er bara freyðivín á þýsku Sektir vegna þessa hafa verið nægilega lágar til að halda óbreyttri stefnu. Til samanburðar má velta fyrir sér fælingamætti hraðaksturssektar sem jafngilti skilagjaldi kókdósar. ESB er þó farið að aðlaga sig að þessum veruleika. 6 milljarðar einstaklinga eru í dag yfir 16 ára aldri í heiminum. Yfir helmingur þeirra virkir notendur Facebook (Fb). Falli einhver þeirra fyrir svikahröppum, er hann líklegri til að lenda í þeim aftur og aftur. Þannig virkar kerfið. Meta hefur því í raun hag af því að halda sérstaklega í þá notendur sem falla fyrir svikum, sem og svikahröppunum sem herja á þá. Nokkuð sem ekki allir kunna að... meta. Hliðarhopp í garðinn Mér hugnaðist um tíma betur að gera eitthvað annað en að reyta arfa, hann náði því að koma sér vel fyrir. Þegar kom að því að hreinsa hann burt, var langauðveldast að rífa bara sem mest upp í flýti. Við nánari athugun hafði auðvitað ýmislegt annað verið fjarlægt í leiðinni sem hefði alveg mátt vera áfram. Þar að auki var fullt af arfa eftir. En þetta leit a.m.k. út eins og ég hefði tekið virkilegt átak. Hvernig reytir maður arfa hjá Fb, án þess að fórna of miklu af tekjum? Tímabundinn átakshópur og viðbætur í sjálfvirkum kerfum hljómaði vel. Tekjurnar fóru þó að minnka, svo átakshópurinn var leystur upp og sjálfvirknin lofuð, hvort sem hún lokaði á rétta aðila eða ekki. Fórnarkostnaður Mjög stórir hópar geta haft áhrif á auglýsingatekjur eða hlutabréfaverð. Einstaklingar skipta hins vegar engu í svona fjölmennu umhverfi, nema þeir hafi aðgang að þeim sem stýra. Í dag er áætlað að um 150milljón notendur á Fb séu langtíma gerviaðgangar. Telst það mikið að henda óvart 50þúsund alvöru notendum út með baðvatninu? Málið er samt miklu stærra, því á hverju ári eru margir milljarðar nýrra gerviaðganga búnir til. Þökk sé þessum sjálfvirku kerfum verða langflestir þeirra mjög skammlífir. Það borgar sig því fyrir svikahrappa að stela líka aðgangi núverandi notenda. Mun meiri líkur að þeir fái að hanga á þeim nægilega lengi til að ná sínum markmiðum. Til að verjast þessu þarf að vega og Meta hvers konar hegðun er líkleg vísbending um að einhver hafi stolið aðgangi. Sjálfvirk kerfi ein og sér eru ekki alltaf góð í því að skilja innri smáatriði frávika frá meirihlutahegðun. Viðskiptaákvarðanir eru sjaldnast teknar útfrá hagsmunum jaðartilfella og minnihluta. Þegar barist er við tugi milljóna nýrra gerviaðganga daglega eru tugþúsundir ranglega lokaðra aðganga ásættanlegur fórnarkostnaður. Þegar við sjáum hve miklar fjárhæðir eru í húfi og hve lítils virði hvert og eitt okkar er, þá fer hvarfið að verða skiljanlegra. Sannleiksleitin heldur þó áfram og mæli ég með að nærast áður en lengra er haldið. Möndlugraut? Höfundur er tölvunarfræðingur, menntaður í – en ekki af – gervigreind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði hér um daginn frásögn af dularfullu hvarfi („Fólkið sem hverfur...“). Komu þar við sögu morðtilraunir, diplómatar, möndlugrautur og endurskoðendur. Eins og ég lofaði, held ég áfram að uppljóstra staðreyndirnar bakvið hvarfið. Við þurfum aðeins að skoða krónur og aura. Hvers virði? Áætlað virði meðal einstaklings er í kringum 150þúsund dollara, sé horft til hráefnisins eingöngu. Fyrir ástvinum erum við auðvitað ómetanleg og frá sjónarhorni fyrirtækja höfum við einnig verðmiða. Eitt þeirra er Meta, fyrirtækið bakvið Instagram, WhatsApp og Facebook (Fb). Árlegur hagnaður nálgast 150milljarða dollara og myndi því duga í hráefni milljón einstaklinga. Tek fram að ég hef enga vitneskju um að þau stundi slík viðskipti. Meta er samt ansi dýrmætt svikahröppum: „Þá segir einnig í skjölunum að forsvarsmenn Meta viðurkenni að samfélagsmiðlar fyrirtækisins séu orðnir að þungamiðju svikastarfsemi í heiminum. Til að mynda hafi verið áætlað að um þriðjungur allra vel heppnaðra svindla eða svika í Bandaríkjunum fari fram gegnum samfélagsmiðla Meta.“ Vísir: „Græða á tá og fingri...“, 6.nóv‘25 Rómantík gengur illa í einstefnu, en sem betur fer virðist sambandið báðum dýrmætt. Töluvert hefur nefnilega verið fjallað um að 10% af hagnaði Meta geti verið rakinn til ólögmæts athæfis annarra. Sekt er bara freyðivín á þýsku Sektir vegna þessa hafa verið nægilega lágar til að halda óbreyttri stefnu. Til samanburðar má velta fyrir sér fælingamætti hraðaksturssektar sem jafngilti skilagjaldi kókdósar. ESB er þó farið að aðlaga sig að þessum veruleika. 6 milljarðar einstaklinga eru í dag yfir 16 ára aldri í heiminum. Yfir helmingur þeirra virkir notendur Facebook (Fb). Falli einhver þeirra fyrir svikahröppum, er hann líklegri til að lenda í þeim aftur og aftur. Þannig virkar kerfið. Meta hefur því í raun hag af því að halda sérstaklega í þá notendur sem falla fyrir svikum, sem og svikahröppunum sem herja á þá. Nokkuð sem ekki allir kunna að... meta. Hliðarhopp í garðinn Mér hugnaðist um tíma betur að gera eitthvað annað en að reyta arfa, hann náði því að koma sér vel fyrir. Þegar kom að því að hreinsa hann burt, var langauðveldast að rífa bara sem mest upp í flýti. Við nánari athugun hafði auðvitað ýmislegt annað verið fjarlægt í leiðinni sem hefði alveg mátt vera áfram. Þar að auki var fullt af arfa eftir. En þetta leit a.m.k. út eins og ég hefði tekið virkilegt átak. Hvernig reytir maður arfa hjá Fb, án þess að fórna of miklu af tekjum? Tímabundinn átakshópur og viðbætur í sjálfvirkum kerfum hljómaði vel. Tekjurnar fóru þó að minnka, svo átakshópurinn var leystur upp og sjálfvirknin lofuð, hvort sem hún lokaði á rétta aðila eða ekki. Fórnarkostnaður Mjög stórir hópar geta haft áhrif á auglýsingatekjur eða hlutabréfaverð. Einstaklingar skipta hins vegar engu í svona fjölmennu umhverfi, nema þeir hafi aðgang að þeim sem stýra. Í dag er áætlað að um 150milljón notendur á Fb séu langtíma gerviaðgangar. Telst það mikið að henda óvart 50þúsund alvöru notendum út með baðvatninu? Málið er samt miklu stærra, því á hverju ári eru margir milljarðar nýrra gerviaðganga búnir til. Þökk sé þessum sjálfvirku kerfum verða langflestir þeirra mjög skammlífir. Það borgar sig því fyrir svikahrappa að stela líka aðgangi núverandi notenda. Mun meiri líkur að þeir fái að hanga á þeim nægilega lengi til að ná sínum markmiðum. Til að verjast þessu þarf að vega og Meta hvers konar hegðun er líkleg vísbending um að einhver hafi stolið aðgangi. Sjálfvirk kerfi ein og sér eru ekki alltaf góð í því að skilja innri smáatriði frávika frá meirihlutahegðun. Viðskiptaákvarðanir eru sjaldnast teknar útfrá hagsmunum jaðartilfella og minnihluta. Þegar barist er við tugi milljóna nýrra gerviaðganga daglega eru tugþúsundir ranglega lokaðra aðganga ásættanlegur fórnarkostnaður. Þegar við sjáum hve miklar fjárhæðir eru í húfi og hve lítils virði hvert og eitt okkar er, þá fer hvarfið að verða skiljanlegra. Sannleiksleitin heldur þó áfram og mæli ég með að nærast áður en lengra er haldið. Möndlugraut? Höfundur er tölvunarfræðingur, menntaður í – en ekki af – gervigreind
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun