Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar 23. desember 2025 16:01 Jólin eru ekki fyrst og fremst hefð, stemning eða barnasaga. Þau eru guðfræðileg yfirlýsing sem snertir tilgang mannsins, vald dauðans og innrás Guðs í sögu mannkynsins. Í þessari grein er jólasagan lesin í ljósi Hebreabréfsins – og tengd við þá menn sem voru reiðubúnir að deyja til að hún næði til fólksins. Það er eiginlega kostulegt hvað við samþykkjum margt skrýtið á jólum án þess að blikka auga. Feitan mann í rauðum búningi sem flýgur um loftið á hreindýrum. Álf sem situr á hillunni og starir á börn á þann hátt að það ætti í raun að vera barnaverndarmál. Grílusögur sem eru hvorki jólalegar né huggulegar, en samt lesnar eins og þær séu bara enn einn jólasiðurinn. Við kyngjum öllu þessu með brosi. En um leið veit sál okkar að þetta allt saman er gervi. Gríma… Skraut án sársauka. Bros án sannleika. Samt er þessi undarlega löngun eftir einhverju stærra, dýpra og heilagra leynd undir öllu saman. Löngunin eftir sögunni sem jólin raunverulega segja. Og kannski er það einmitt ástæðan fyrir því að jólasagan þagnar aldrei. Því sönnum jólamyndum er ekki hægt að slökkva. Þær eru of stórar, of góðar og of rökfræðilega yfirnáttúrulegar. Jólin byrja ekki í Betlehem – þau springa út þar Flestir tengja jólin við barn, jötu, engla, hirða, vitringa og stjörnu. Samt eru jólin stundum eins og stór afmælisveisla sem við höldum án þess að bjóða afmælisbarninu. En þú getur ekki skilið neitt af þessu nema þú skiljir loforðin sem komu á undan. Þegar engillinn birtist Maríu (Lúk 1), þegar hirðar heyrðu himneskan söng (Lúk 2), þegar vitringar lögðu fram gjafir sínar (Matt 2), þá var það ekki ný saga – heldur hápunktur þeirrar gömlu. Saga jóla hefst í Fyrstu Mósebók 3:15. Hún rís með Abraham (1Mós 12), dýpkar í Davíð (2Sam 7), brennur í spámannahljómi (Jes 7, Jes 9, Mík 5), grætur útlending í Jeremía (Jer 31), og speglast í öllum fórnum, hátíðum og táknum Gamla testamentisins. Sem síðan birtist eins og “directors cut” í Hebreabréfinu. Þegar Gamla testamentið endar virðist allt tapað: Ísrael er undir hæl Sesars, musterisdýrðin er farin og þögnin hrópar spurninguna sem enginn þorir að orða: „Hefur Drottinn gefist upp á okkur?“ Svarið kemur úr jötu. Þar springur saga Guðs opinskátt inn í mannkynið. Jólin eru því ekki blaðsíða eitt – þau eru sprengipunkturinn. En til að sjá þessa sprengingu þarftu bókina sem segir söguna. Og það er þar sem allt verður hættulegt. Af hverju varð Guð maður? Hebreabréfið leyfir okkur ekki að vera yfirborðskennd með jólin. Það dregur burt skrautið, mýturnar og tilfinningarnar – og spyr spurningar sem enginn kemst hjá: Af hverju varð Guð maður? Ekki: Af hverju fæddist barn. Heldur: Af hverju gekk Guð sjálfur inn í hold og blóð? Svarið hefst ekki í Betlehem – heldur í himneskri yfirsýn Guðs yfir manninn. „Því ekki lagði hann undir engla hinn komandi heim, sem vér tölum um.“ (Hebr 2:5) Hinn komandi heimur var aldrei ætlaður englunum. Hann var ætlaður manninum. Og þar kemur þessi óþægilega, djúpa spurning sem hljómar í gegnum alla sögu mannkynsins: „…Hvað er maður, að þú minnist hans? Eða mannssonur, að þú vitjir hans?“ (Hebr 2:6) Þetta er ekki ljóðræn spurning. Þetta er spurning um tilgang. Maðurinn var skapaður til dýrðar. Skamma stund lægri en englar – en krýndur vegsemd og heiðri. „Þú hefur krýnt hann vegsemd og heiðri. Og þú hefur skipað hann yfir verk handa þinna.“ (Hebr 2:7) Allt var lagt undir fætur mannsins. „Allt hefur þú lagt undir fætur hans.“ (Hebr 2:8) En svo kemur setningin sem slær raunveruleikann í gegn: „Ennþá sjáum vér ekki, að allir hlutir séu undir hann lagðir.“ Þarna stöndum við. Krýnd – en fallin. Kölluð – en bundin. Sköpuð til dýrðar – en undir dauða. Og þá koma jólin ekki sem hughreysting, heldur sem lausn. „En vér sjáum, að Jesús, sem skamma stund var gjörður englunum lægri, er krýndur vegsemd og heiðri vegna dauðans sem hann þoldi.“ (Hebr 2:9) Jesús varð það sem maðurinn var – til að gera það sem maðurinn gat ekki. Hann varð maður til að deyja. Ekki til að kenna fyrst og fremst. Ekki bara til að sýna fordæmi. Heldur til að deyja. „Af Guðs náð skyldi hann deyja fyrir alla.“ Þetta er hjarta jólanna. Guð í holdi – til dauða. Og samt endar sagan ekki þar. „Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.“ (Hebr 2:10, Gal 4:3-6) Jólin stefna ekki að jötunni. Þau stefna að dýrð. Ekki einstaklingsdýrð. Heldur fjölskyldudýrð. „Þess vegna telur hann sér eigi vanvirðu að kalla þá bræður.“ (Hebr 2:11) Guð skammast sín ekki fyrir að kalla mannfólkið bræður sína. (Bræður á grísku er adelphos komið af δελφύς delphus sem þýðir móðurlíf. Þ.e. fæddir eða fædd frá sama móðurlífi.) „Ég mun kunnugt gjöra nafn þitt bræðrum mínum, ég mun syngja þér lof mitt í söfnuðinum.“ (Hebr 2:12) Jólin færa Guð ekki bara nær manninum – þau færa manninn inn í fjölskyldu Guðs. En svo verður sagan alvarlegri. Raunverulegri. Hættulegri. „Þar sem nú börnin eru af holdi og blóði, þá hefur hann og sjálfur fengið hlutdeild í mannlegu eðli á sama hátt.“ (Hebr 2:14) Guð varð maður – ekki ímyndaður maður. Ekki leikrænn. Heldur af holdi og blóði. Af hverju? „Til þess að hann með dauða sínum gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn.“ Jólin eru ekki rómantík. Þau eru stríðsyfirlýsing. Og afleiðingin er frelsi: „Og frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælkun seldir alla sína ævi.“ (Hebr 2:15) Óttin við dauðann er stærsta fjötrun mannkynsins. Sá sem óttast ekki dauðann er ekki lengur í ánauð. Og þetta var ekki gert fyrir engla: „Því að víst er um það, að ekki tekur hann að sér englana, en hann tekur að sér afsprengi Abrahams.“ (Hebr 2:16) Guð gekk inn í mannkynið – ekki til að horfa á okkur, heldur til að standa í okkar stað. „Því var það, að hann í öllum greinum átti að verða líkur bræðrum sínum, svo að hann yrði miskunnsamur og trúr æðsti prestur í þjónustu fyrir Guði.“ (Hebr 2:17) Ekki fjarlægur Guð. Ekki þögull Guð. Heldur miskunnsamur og trúr. „Til þess að friðþægja fyrir syndir lýðsins.“ Og loks: „Sjálfur hefur hann þjáðst og hans verið freistað. Þess vegna er hann fær um að hjálpa þeim, er verða fyrir freistingu.“ (Hebr 2:18) Guð hjálpar ekki úr fjarlægð. Hann hjálpar í sárum og ánauð. Þetta eru jólin samkvæmt Hebreabréfinu. Ekki mýta. Ekki bara stemning. Heldur rökfræðilega yfirnáttúruleg innrás Guðs í sögu mannsins – Til dauða, frelsis og dýrðar. Ef jólin væru bara falleg saga um barn í jötu, hefði enginn þurft að deyja. Ef þau væru aðeins hefð, menning eða tilfinning, hefði enginn verið kyrktur, brenndur eða hálshöggvinn fyrir að þýða sögu jólanna. En jólin samkvæmt Hebreabréfinu eru eitthvað annað. Þau eru yfirlýsing um hver maðurinn er. Um hvað synd er. Um hver Guð er. Og um hvað dauðinn hefur – og hefur ekki – vald yfir. Slík saga er ekki skaðlaus. Þess vegna varð hún hættuleg. Þess vegna varð hún bönnuð. Þess vegna varð hún þýdd í felum. Þess vegna dóu menn til að hún kæmist á tungumál fólksins. Og þegar við spyrjum hvers vegna Tyndale stóð í eldi, hvers vegna Oddur faldi sig í fjósi, hvers vegna samviska manna risu gegn heimsveldum, þá er svarið ekki sögulegt. Það er guðfræðilegt. Þeir dóu ekki bara fyrir bók. Þeir dóu fyrir þessa jólasögu. Bókin sem menn dóu fyrir Við erum svo vön að hafa Biblíuna innan seilingar – í símanum, hillum, rafrænt, hljóðbókum að við gleymum því að það að hún sé á okkar tungumáli er kraftaverk sem kostaði líf. Biblían er hjálpræðissaga Guðs. Og sagan er full af blóði svita og tárum… full af óttalausri samvisku. Og í miðju sögunnar stendur maður sem varð brennandi vitnisburður. Tyndale – maðurinn sem var hengdur og brenndur fyrir að gefa fólki jólin 1536. Belgía, þangað sem hann hafði flúið ofsóknir í Bretlandi. Hann er þarna á hnjánum í moldinni, svikinn, dæmdur, hálf horfinn í dimmu sem virtist gleypa vonina. William Tyndale, maðurinn sem taldi að allir ættu að lesa Orð Guðs, ekki bara prestarnir, var kyrktur og brenndur fyrir það eitt að þýða Biblíuna á ensku. Honum fannst ólíðandi að fólk gæti ekki séð jólin í heildarmynd fagnaðarerindisins – samhengi loforða, spádóma, tákna og hinnar ævafornu sögubókar Guðs. Reipið hertist. Eldur kviknaði. Og með síðustu orðunum sínum hrópaði hann: „Drottinn, opnaðu augu Englandskonungs!“ Það er fátt jafn hrollvekjandi og að hugsa til þess að maður sem dó í fátækt og niðurlægingu tryggði að jólin gætu verið skilin – ekki sem skraut, heldur sem lausnarverkið sjálft. En áður en Tyndale stóð á þessum moldarfleti hafði annar maður orðsins komið fram. Lúther – maðurinn sem batt samviskuna við Orð Guðs Árið 1521 stendur meistari Martin Lúther frammi fyrir heimsveldi. Keisari, páfi, ráðamenn – allir bíða þess að hann bakki. Að hann beygi sig fyrir elítunni. Að hann segi: „Ég hafði rangt fyrir mér.“ En Lúther hefur ekki fræðilegan möguleika á að segja slíkt. Hann stendur með sjálfan sig og Biblíuna – ekkert annað. Og hann segir orð sem hafa upplýst samviskur í 500 ár: „Samviska mín er bundin Orði Guðs. Hér stend ég. Ég get ekki annað. Svo hjálpi mér Guð“ Þessi lína er hjartsláttur yfir allri Siðbóta-sögunni. Þessi lína er hjartað í hvers vegna Tyndale dó. Hvers vegna Oddur þýddi Nýja testamentið í fjósi. Hvers vegna Guðbrandur kláraði verkið 1584. Samviskan var bundin Orði Guðs – ekki tíðarandanum. Lúther þýddi Nýja testamentið á þýsku árið 1522 og alla Biblíuna 1534. Og þessi þýðing kveikti keðjuverkun sem jók ljós á norðurleið, allt til Íslands. Þar varð fjósið helgidómur. Ísland – fjósið sem varð kyndill Árin 1534–1540 situr Oddur Gottskálksson í fjósi í Skálholti. Kertaljós. Heylykt. Beljur sem blaka eyrum. Og í þessum, ekki ákjósanlegasta helgidómi þýðir hann Nýja testamentið á íslensku. Hann er hræddur – eðlilega. Því að þýða Ritninguna á íslensku þýddi að ögra valdi. Hann hafði engu líkara en tímasprengju í höndunum. En hann heldur áfram. Vers fyrir vers. Dag eftir dag. Árið 1540 kemur fyrsta prentaða íslenska bókin út. Það var ekki smásaga – heldur lifandi, djúpt andardráttarlíf jóla, komið á tungumál fólksins. Jón Arason – fall sem varð fræ Eftir Odd byrjaði Jón Arason, kaþólski biskupinn, að þýða Gamla testamentið. Ekki eins og fólk hefði búist við af manni sem barðist gegn Lúther. En það var eitthvað í loftinu sem hann gat ekki hunsað. Hann náði ekki að ljúka verkinu. 1550 er hann hálshöggvinn. En arfleifðin lifir – og varð hluti af því sem síðar var gert. Guðbrandur – maðurinn sem batt saman jólin á íslensku 1584. Guðbrandsbiblía kemur út eftir margra ára þrotlausa vinnu Guðbrands Þorlákssonar. Hann sameinar verk Odds, brot úr þýðingu Jóns Arasonar, latneskar útgáfur og norræna texta og prentar Biblíu sem mótar tungumál og trú þjóðar okkar í aldir. Þetta var ekki bara bók. Þetta var plottvist jóla, sett í orð, rammað inn og gefið þjóð sem hafði hungrað eftir sannleikanum. Að vera endurfæddur – jólin innra með manni Það er rangt að hugsa um kristni sem nýtt lífstílsverkefni. Kristni er endurfæðing (Jóh 3:3). Innri maður verður ný sköpun (2Kor 5:17) með því að trúa og taka við fagnaðarerindinu um Jesú (Jóh 1:12). Setja traust sitt á fullnaðarverk Jesú á krossinum... m.ö.o. að TRÚA. Hjartað fær getu til að elska Guð. Hugurinn fær ljós til að skilja sannleikann. Viljinn fær styrk til að velja rétt. Umbreytingin sem hefst við endurfæðingu heldur aðeins áfram ef við nærumst á Orði Guðs (1Pét 2:2). Það þýðir að glæpur þessa tíma er ekki bara að lesa ekki Biblíuna – heldur að svelta nýja sköpun Guðs innra með sér. Og svo kemur þessi harmleikur: Við erum fyrsta kynslóðin í sögunni sem hefur fullan aðgang að Ritningunni – Og fyrsta kynslóðin sem segist ekki hafa tíma til að lesa hana. Við höfum tíma til að skrolla klukkustundum saman. Tíma til að horfa á innantóm myndbrot á TikTok eða YouTube. Tíma til að meta furðulegar vörur sem auglýsendur vilja selja okkur. En ekki tíma til að lesa eina bók sem menn dóu fyrir að þýða. Þetta er ekki tímaproblem. Þetta er hjartavandi. Samviska án Orðs Guðs verður bundin tíðarandanum Lúther sagði: „Samviska mín er bundin Orði Guðs.“ En hvað gerist þegar samviska manns er ekki lengur bundin Orði Guðs? Hún bindst einhverju öðru. Og allt sem er ekki bundið Orði Guðs endar bundið tíðarandanum. Og nú lifum við í landi þar sem Lúthersk kirkja auglýsir nýja vefsíðu þar sem fólk er hvatt til að „fylla inn eigin gildi í krossinn“: Ég trúi á virðingu. Ég trúi á góðvild. Ég trúi á samkennd. En krossinn er ekki form til að setja okkar gildi í. Krossinn er staðurinn þar sem okkar gildi krossfestast – og ávöxtur Andans fæðist (Gal 5:22). Við erum ekki kölluð til að lýsa Kristi með eigin tilraunum. Við erum kölluð til að vera fullkomin birtingarmynd hans vegna endurfæðingar og anda, ekki menningar. „Ég trúi á miskunn“ er ekki boðskapur krossins. „Kristur er miskunn mín“ er hið rétta. Þegar kirkja prédikar Jesú án Orðs Guðs er hún ekki að prédika Jesú – heldur eigin menningarlega spegilmynd. Tíminn kallar á iðrun Það er ekki nóg að segja: „Ég veit að ég ætti að lesa meira.“ Guð kallar ekki eftir afsökunum. Hann kallar eftir iðrun (Post 17:30). Iðrun er að snúa við. Að krossfesta afþreyingarfíknina (Kól 3:5). Að ganga burt frá postmódernum þokuheimum. Að brjóta niður skurðgoð sem búa í símum okkar og hjörtum. Iðrun er að lifa aftur sem endurfædd manneskja, ekki sem þreyttur neytandi. Loka spurningin sem ekkert hjarta kemst undan Menn voru kyrktir, brenndir, hálshöggnir, útskúfaðir og niðurlægðir svo þú mættir lesa þessa sömu bók. Tyndale stóð í eldi. Oddur faldi sig í fjósi. Jón Arason missti höfuðið. Guðbrandur brenndi upp ævi sinni í prentsmiðju. Allt svo þú mættir ganga að jötunni í Betlehem með opin augu – og sjá sögusnúning jóla, rökfræðilega yfirnáttúruleg og sannfæring sem allt hangir á. Bókin bíður. Ljósin bíða. Það sem jólin boða bíður. Og spurningin sem stendur eftir er þessi: Hvenær opnaðir þú Biblíuna síðast? Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Jólin eru ekki fyrst og fremst hefð, stemning eða barnasaga. Þau eru guðfræðileg yfirlýsing sem snertir tilgang mannsins, vald dauðans og innrás Guðs í sögu mannkynsins. Í þessari grein er jólasagan lesin í ljósi Hebreabréfsins – og tengd við þá menn sem voru reiðubúnir að deyja til að hún næði til fólksins. Það er eiginlega kostulegt hvað við samþykkjum margt skrýtið á jólum án þess að blikka auga. Feitan mann í rauðum búningi sem flýgur um loftið á hreindýrum. Álf sem situr á hillunni og starir á börn á þann hátt að það ætti í raun að vera barnaverndarmál. Grílusögur sem eru hvorki jólalegar né huggulegar, en samt lesnar eins og þær séu bara enn einn jólasiðurinn. Við kyngjum öllu þessu með brosi. En um leið veit sál okkar að þetta allt saman er gervi. Gríma… Skraut án sársauka. Bros án sannleika. Samt er þessi undarlega löngun eftir einhverju stærra, dýpra og heilagra leynd undir öllu saman. Löngunin eftir sögunni sem jólin raunverulega segja. Og kannski er það einmitt ástæðan fyrir því að jólasagan þagnar aldrei. Því sönnum jólamyndum er ekki hægt að slökkva. Þær eru of stórar, of góðar og of rökfræðilega yfirnáttúrulegar. Jólin byrja ekki í Betlehem – þau springa út þar Flestir tengja jólin við barn, jötu, engla, hirða, vitringa og stjörnu. Samt eru jólin stundum eins og stór afmælisveisla sem við höldum án þess að bjóða afmælisbarninu. En þú getur ekki skilið neitt af þessu nema þú skiljir loforðin sem komu á undan. Þegar engillinn birtist Maríu (Lúk 1), þegar hirðar heyrðu himneskan söng (Lúk 2), þegar vitringar lögðu fram gjafir sínar (Matt 2), þá var það ekki ný saga – heldur hápunktur þeirrar gömlu. Saga jóla hefst í Fyrstu Mósebók 3:15. Hún rís með Abraham (1Mós 12), dýpkar í Davíð (2Sam 7), brennur í spámannahljómi (Jes 7, Jes 9, Mík 5), grætur útlending í Jeremía (Jer 31), og speglast í öllum fórnum, hátíðum og táknum Gamla testamentisins. Sem síðan birtist eins og “directors cut” í Hebreabréfinu. Þegar Gamla testamentið endar virðist allt tapað: Ísrael er undir hæl Sesars, musterisdýrðin er farin og þögnin hrópar spurninguna sem enginn þorir að orða: „Hefur Drottinn gefist upp á okkur?“ Svarið kemur úr jötu. Þar springur saga Guðs opinskátt inn í mannkynið. Jólin eru því ekki blaðsíða eitt – þau eru sprengipunkturinn. En til að sjá þessa sprengingu þarftu bókina sem segir söguna. Og það er þar sem allt verður hættulegt. Af hverju varð Guð maður? Hebreabréfið leyfir okkur ekki að vera yfirborðskennd með jólin. Það dregur burt skrautið, mýturnar og tilfinningarnar – og spyr spurningar sem enginn kemst hjá: Af hverju varð Guð maður? Ekki: Af hverju fæddist barn. Heldur: Af hverju gekk Guð sjálfur inn í hold og blóð? Svarið hefst ekki í Betlehem – heldur í himneskri yfirsýn Guðs yfir manninn. „Því ekki lagði hann undir engla hinn komandi heim, sem vér tölum um.“ (Hebr 2:5) Hinn komandi heimur var aldrei ætlaður englunum. Hann var ætlaður manninum. Og þar kemur þessi óþægilega, djúpa spurning sem hljómar í gegnum alla sögu mannkynsins: „…Hvað er maður, að þú minnist hans? Eða mannssonur, að þú vitjir hans?“ (Hebr 2:6) Þetta er ekki ljóðræn spurning. Þetta er spurning um tilgang. Maðurinn var skapaður til dýrðar. Skamma stund lægri en englar – en krýndur vegsemd og heiðri. „Þú hefur krýnt hann vegsemd og heiðri. Og þú hefur skipað hann yfir verk handa þinna.“ (Hebr 2:7) Allt var lagt undir fætur mannsins. „Allt hefur þú lagt undir fætur hans.“ (Hebr 2:8) En svo kemur setningin sem slær raunveruleikann í gegn: „Ennþá sjáum vér ekki, að allir hlutir séu undir hann lagðir.“ Þarna stöndum við. Krýnd – en fallin. Kölluð – en bundin. Sköpuð til dýrðar – en undir dauða. Og þá koma jólin ekki sem hughreysting, heldur sem lausn. „En vér sjáum, að Jesús, sem skamma stund var gjörður englunum lægri, er krýndur vegsemd og heiðri vegna dauðans sem hann þoldi.“ (Hebr 2:9) Jesús varð það sem maðurinn var – til að gera það sem maðurinn gat ekki. Hann varð maður til að deyja. Ekki til að kenna fyrst og fremst. Ekki bara til að sýna fordæmi. Heldur til að deyja. „Af Guðs náð skyldi hann deyja fyrir alla.“ Þetta er hjarta jólanna. Guð í holdi – til dauða. Og samt endar sagan ekki þar. „Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.“ (Hebr 2:10, Gal 4:3-6) Jólin stefna ekki að jötunni. Þau stefna að dýrð. Ekki einstaklingsdýrð. Heldur fjölskyldudýrð. „Þess vegna telur hann sér eigi vanvirðu að kalla þá bræður.“ (Hebr 2:11) Guð skammast sín ekki fyrir að kalla mannfólkið bræður sína. (Bræður á grísku er adelphos komið af δελφύς delphus sem þýðir móðurlíf. Þ.e. fæddir eða fædd frá sama móðurlífi.) „Ég mun kunnugt gjöra nafn þitt bræðrum mínum, ég mun syngja þér lof mitt í söfnuðinum.“ (Hebr 2:12) Jólin færa Guð ekki bara nær manninum – þau færa manninn inn í fjölskyldu Guðs. En svo verður sagan alvarlegri. Raunverulegri. Hættulegri. „Þar sem nú börnin eru af holdi og blóði, þá hefur hann og sjálfur fengið hlutdeild í mannlegu eðli á sama hátt.“ (Hebr 2:14) Guð varð maður – ekki ímyndaður maður. Ekki leikrænn. Heldur af holdi og blóði. Af hverju? „Til þess að hann með dauða sínum gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn.“ Jólin eru ekki rómantík. Þau eru stríðsyfirlýsing. Og afleiðingin er frelsi: „Og frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælkun seldir alla sína ævi.“ (Hebr 2:15) Óttin við dauðann er stærsta fjötrun mannkynsins. Sá sem óttast ekki dauðann er ekki lengur í ánauð. Og þetta var ekki gert fyrir engla: „Því að víst er um það, að ekki tekur hann að sér englana, en hann tekur að sér afsprengi Abrahams.“ (Hebr 2:16) Guð gekk inn í mannkynið – ekki til að horfa á okkur, heldur til að standa í okkar stað. „Því var það, að hann í öllum greinum átti að verða líkur bræðrum sínum, svo að hann yrði miskunnsamur og trúr æðsti prestur í þjónustu fyrir Guði.“ (Hebr 2:17) Ekki fjarlægur Guð. Ekki þögull Guð. Heldur miskunnsamur og trúr. „Til þess að friðþægja fyrir syndir lýðsins.“ Og loks: „Sjálfur hefur hann þjáðst og hans verið freistað. Þess vegna er hann fær um að hjálpa þeim, er verða fyrir freistingu.“ (Hebr 2:18) Guð hjálpar ekki úr fjarlægð. Hann hjálpar í sárum og ánauð. Þetta eru jólin samkvæmt Hebreabréfinu. Ekki mýta. Ekki bara stemning. Heldur rökfræðilega yfirnáttúruleg innrás Guðs í sögu mannsins – Til dauða, frelsis og dýrðar. Ef jólin væru bara falleg saga um barn í jötu, hefði enginn þurft að deyja. Ef þau væru aðeins hefð, menning eða tilfinning, hefði enginn verið kyrktur, brenndur eða hálshöggvinn fyrir að þýða sögu jólanna. En jólin samkvæmt Hebreabréfinu eru eitthvað annað. Þau eru yfirlýsing um hver maðurinn er. Um hvað synd er. Um hver Guð er. Og um hvað dauðinn hefur – og hefur ekki – vald yfir. Slík saga er ekki skaðlaus. Þess vegna varð hún hættuleg. Þess vegna varð hún bönnuð. Þess vegna varð hún þýdd í felum. Þess vegna dóu menn til að hún kæmist á tungumál fólksins. Og þegar við spyrjum hvers vegna Tyndale stóð í eldi, hvers vegna Oddur faldi sig í fjósi, hvers vegna samviska manna risu gegn heimsveldum, þá er svarið ekki sögulegt. Það er guðfræðilegt. Þeir dóu ekki bara fyrir bók. Þeir dóu fyrir þessa jólasögu. Bókin sem menn dóu fyrir Við erum svo vön að hafa Biblíuna innan seilingar – í símanum, hillum, rafrænt, hljóðbókum að við gleymum því að það að hún sé á okkar tungumáli er kraftaverk sem kostaði líf. Biblían er hjálpræðissaga Guðs. Og sagan er full af blóði svita og tárum… full af óttalausri samvisku. Og í miðju sögunnar stendur maður sem varð brennandi vitnisburður. Tyndale – maðurinn sem var hengdur og brenndur fyrir að gefa fólki jólin 1536. Belgía, þangað sem hann hafði flúið ofsóknir í Bretlandi. Hann er þarna á hnjánum í moldinni, svikinn, dæmdur, hálf horfinn í dimmu sem virtist gleypa vonina. William Tyndale, maðurinn sem taldi að allir ættu að lesa Orð Guðs, ekki bara prestarnir, var kyrktur og brenndur fyrir það eitt að þýða Biblíuna á ensku. Honum fannst ólíðandi að fólk gæti ekki séð jólin í heildarmynd fagnaðarerindisins – samhengi loforða, spádóma, tákna og hinnar ævafornu sögubókar Guðs. Reipið hertist. Eldur kviknaði. Og með síðustu orðunum sínum hrópaði hann: „Drottinn, opnaðu augu Englandskonungs!“ Það er fátt jafn hrollvekjandi og að hugsa til þess að maður sem dó í fátækt og niðurlægingu tryggði að jólin gætu verið skilin – ekki sem skraut, heldur sem lausnarverkið sjálft. En áður en Tyndale stóð á þessum moldarfleti hafði annar maður orðsins komið fram. Lúther – maðurinn sem batt samviskuna við Orð Guðs Árið 1521 stendur meistari Martin Lúther frammi fyrir heimsveldi. Keisari, páfi, ráðamenn – allir bíða þess að hann bakki. Að hann beygi sig fyrir elítunni. Að hann segi: „Ég hafði rangt fyrir mér.“ En Lúther hefur ekki fræðilegan möguleika á að segja slíkt. Hann stendur með sjálfan sig og Biblíuna – ekkert annað. Og hann segir orð sem hafa upplýst samviskur í 500 ár: „Samviska mín er bundin Orði Guðs. Hér stend ég. Ég get ekki annað. Svo hjálpi mér Guð“ Þessi lína er hjartsláttur yfir allri Siðbóta-sögunni. Þessi lína er hjartað í hvers vegna Tyndale dó. Hvers vegna Oddur þýddi Nýja testamentið í fjósi. Hvers vegna Guðbrandur kláraði verkið 1584. Samviskan var bundin Orði Guðs – ekki tíðarandanum. Lúther þýddi Nýja testamentið á þýsku árið 1522 og alla Biblíuna 1534. Og þessi þýðing kveikti keðjuverkun sem jók ljós á norðurleið, allt til Íslands. Þar varð fjósið helgidómur. Ísland – fjósið sem varð kyndill Árin 1534–1540 situr Oddur Gottskálksson í fjósi í Skálholti. Kertaljós. Heylykt. Beljur sem blaka eyrum. Og í þessum, ekki ákjósanlegasta helgidómi þýðir hann Nýja testamentið á íslensku. Hann er hræddur – eðlilega. Því að þýða Ritninguna á íslensku þýddi að ögra valdi. Hann hafði engu líkara en tímasprengju í höndunum. En hann heldur áfram. Vers fyrir vers. Dag eftir dag. Árið 1540 kemur fyrsta prentaða íslenska bókin út. Það var ekki smásaga – heldur lifandi, djúpt andardráttarlíf jóla, komið á tungumál fólksins. Jón Arason – fall sem varð fræ Eftir Odd byrjaði Jón Arason, kaþólski biskupinn, að þýða Gamla testamentið. Ekki eins og fólk hefði búist við af manni sem barðist gegn Lúther. En það var eitthvað í loftinu sem hann gat ekki hunsað. Hann náði ekki að ljúka verkinu. 1550 er hann hálshöggvinn. En arfleifðin lifir – og varð hluti af því sem síðar var gert. Guðbrandur – maðurinn sem batt saman jólin á íslensku 1584. Guðbrandsbiblía kemur út eftir margra ára þrotlausa vinnu Guðbrands Þorlákssonar. Hann sameinar verk Odds, brot úr þýðingu Jóns Arasonar, latneskar útgáfur og norræna texta og prentar Biblíu sem mótar tungumál og trú þjóðar okkar í aldir. Þetta var ekki bara bók. Þetta var plottvist jóla, sett í orð, rammað inn og gefið þjóð sem hafði hungrað eftir sannleikanum. Að vera endurfæddur – jólin innra með manni Það er rangt að hugsa um kristni sem nýtt lífstílsverkefni. Kristni er endurfæðing (Jóh 3:3). Innri maður verður ný sköpun (2Kor 5:17) með því að trúa og taka við fagnaðarerindinu um Jesú (Jóh 1:12). Setja traust sitt á fullnaðarverk Jesú á krossinum... m.ö.o. að TRÚA. Hjartað fær getu til að elska Guð. Hugurinn fær ljós til að skilja sannleikann. Viljinn fær styrk til að velja rétt. Umbreytingin sem hefst við endurfæðingu heldur aðeins áfram ef við nærumst á Orði Guðs (1Pét 2:2). Það þýðir að glæpur þessa tíma er ekki bara að lesa ekki Biblíuna – heldur að svelta nýja sköpun Guðs innra með sér. Og svo kemur þessi harmleikur: Við erum fyrsta kynslóðin í sögunni sem hefur fullan aðgang að Ritningunni – Og fyrsta kynslóðin sem segist ekki hafa tíma til að lesa hana. Við höfum tíma til að skrolla klukkustundum saman. Tíma til að horfa á innantóm myndbrot á TikTok eða YouTube. Tíma til að meta furðulegar vörur sem auglýsendur vilja selja okkur. En ekki tíma til að lesa eina bók sem menn dóu fyrir að þýða. Þetta er ekki tímaproblem. Þetta er hjartavandi. Samviska án Orðs Guðs verður bundin tíðarandanum Lúther sagði: „Samviska mín er bundin Orði Guðs.“ En hvað gerist þegar samviska manns er ekki lengur bundin Orði Guðs? Hún bindst einhverju öðru. Og allt sem er ekki bundið Orði Guðs endar bundið tíðarandanum. Og nú lifum við í landi þar sem Lúthersk kirkja auglýsir nýja vefsíðu þar sem fólk er hvatt til að „fylla inn eigin gildi í krossinn“: Ég trúi á virðingu. Ég trúi á góðvild. Ég trúi á samkennd. En krossinn er ekki form til að setja okkar gildi í. Krossinn er staðurinn þar sem okkar gildi krossfestast – og ávöxtur Andans fæðist (Gal 5:22). Við erum ekki kölluð til að lýsa Kristi með eigin tilraunum. Við erum kölluð til að vera fullkomin birtingarmynd hans vegna endurfæðingar og anda, ekki menningar. „Ég trúi á miskunn“ er ekki boðskapur krossins. „Kristur er miskunn mín“ er hið rétta. Þegar kirkja prédikar Jesú án Orðs Guðs er hún ekki að prédika Jesú – heldur eigin menningarlega spegilmynd. Tíminn kallar á iðrun Það er ekki nóg að segja: „Ég veit að ég ætti að lesa meira.“ Guð kallar ekki eftir afsökunum. Hann kallar eftir iðrun (Post 17:30). Iðrun er að snúa við. Að krossfesta afþreyingarfíknina (Kól 3:5). Að ganga burt frá postmódernum þokuheimum. Að brjóta niður skurðgoð sem búa í símum okkar og hjörtum. Iðrun er að lifa aftur sem endurfædd manneskja, ekki sem þreyttur neytandi. Loka spurningin sem ekkert hjarta kemst undan Menn voru kyrktir, brenndir, hálshöggnir, útskúfaðir og niðurlægðir svo þú mættir lesa þessa sömu bók. Tyndale stóð í eldi. Oddur faldi sig í fjósi. Jón Arason missti höfuðið. Guðbrandur brenndi upp ævi sinni í prentsmiðju. Allt svo þú mættir ganga að jötunni í Betlehem með opin augu – og sjá sögusnúning jóla, rökfræðilega yfirnáttúruleg og sannfæring sem allt hangir á. Bókin bíður. Ljósin bíða. Það sem jólin boða bíður. Og spurningin sem stendur eftir er þessi: Hvenær opnaðir þú Biblíuna síðast? Höfundur er guðfræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun