Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Siggeir Ævarsson skrifar 17. desember 2025 21:00 Amandie Toi var öflug fyrir Hauka í kvöld og skoraði sjö sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna. Vísir/Diego Grindvíkingar tóku á móti Hauka í kvöld í síðasta leik liðanna fyrir jólafrí í Bónus-deild kvenna. Gengi Íslandsmeistara Hauka hefur verið rysjótt framan af tímabili og Emil Barja, þjálfari liðsins, viðurkenndi fúslega í viðtali fyrir leik að sigur í kvöld yrði hin fullkomna jólagjöf og honum varð að lokum að ósk sinni. Haukar mættu vel stemmdir til leiks meðan Grindvíkingar voru frekar mjúkir í sínum aðgerðum, þá sérstaklega varnarlega. Þær Amandine Justine Toi og Tinna Alexandersdóttir fengu ítrekað opna þrista sem rötuðu flestir rétta leið en Haukar leiddu 22-25 eftir fyrsta leikhlutann. Grindvíkingar voru öllu líflegri næstu tíu mínútur og fóru að sækja meira inn í teiginn en Isabella Ósk lét þar vel sín til taka og var stigahæst Grindvíkinga í hálfleik. Góður kafli hjá heimakonum um miðjan annan leikhluta kom muninum upp í tíu stig og þær leiddu svo með fjórum í hálfleik 48-44. Grindvíkingar komust í 66-57 en þá kom 13-0 áhlaup frá Haukum en Grindavíkurkonur voru algjörlega heillum horfnar á þessum kafla. Justine Toi hélt áfram að láta þristunum rigna og var komin með 22 stig í lok leikhlutans en hún var hársbreidd frá 25 þegar síðasta skot leikhlutans geigaði. Staðan 71-73 fyrir lokaátökin. Lokaleikhlutinn var afar spennandi þar sem liðin skiptust á að leiða en varnarleikur Grindvíkinga var þeirra helsti dragbítur meðan að Haukarnir gengu hart fram og gerðu Grindvíkingum erfitt fyrir sóknarmegin. Þá má líka setja spurningamerki við ákvarðanatöku Grindvíkinga undir lokin. Þær voru mikið að flýta sér og sættu sig við erfið skot. Leikurinn endaði hnífjafn en slök lokasókn Grindvíkinga skilaði þeim lélegu skoti sem klikkaði og Haukar fögnuðu að lokum tæpum sigri. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld. Bónus-deild karla Grindavík Haukar Körfubolti
Grindvíkingar tóku á móti Hauka í kvöld í síðasta leik liðanna fyrir jólafrí í Bónus-deild kvenna. Gengi Íslandsmeistara Hauka hefur verið rysjótt framan af tímabili og Emil Barja, þjálfari liðsins, viðurkenndi fúslega í viðtali fyrir leik að sigur í kvöld yrði hin fullkomna jólagjöf og honum varð að lokum að ósk sinni. Haukar mættu vel stemmdir til leiks meðan Grindvíkingar voru frekar mjúkir í sínum aðgerðum, þá sérstaklega varnarlega. Þær Amandine Justine Toi og Tinna Alexandersdóttir fengu ítrekað opna þrista sem rötuðu flestir rétta leið en Haukar leiddu 22-25 eftir fyrsta leikhlutann. Grindvíkingar voru öllu líflegri næstu tíu mínútur og fóru að sækja meira inn í teiginn en Isabella Ósk lét þar vel sín til taka og var stigahæst Grindvíkinga í hálfleik. Góður kafli hjá heimakonum um miðjan annan leikhluta kom muninum upp í tíu stig og þær leiddu svo með fjórum í hálfleik 48-44. Grindvíkingar komust í 66-57 en þá kom 13-0 áhlaup frá Haukum en Grindavíkurkonur voru algjörlega heillum horfnar á þessum kafla. Justine Toi hélt áfram að láta þristunum rigna og var komin með 22 stig í lok leikhlutans en hún var hársbreidd frá 25 þegar síðasta skot leikhlutans geigaði. Staðan 71-73 fyrir lokaátökin. Lokaleikhlutinn var afar spennandi þar sem liðin skiptust á að leiða en varnarleikur Grindvíkinga var þeirra helsti dragbítur meðan að Haukarnir gengu hart fram og gerðu Grindvíkingum erfitt fyrir sóknarmegin. Þá má líka setja spurningamerki við ákvarðanatöku Grindvíkinga undir lokin. Þær voru mikið að flýta sér og sættu sig við erfið skot. Leikurinn endaði hnífjafn en slök lokasókn Grindvíkinga skilaði þeim lélegu skoti sem klikkaði og Haukar fögnuðu að lokum tæpum sigri. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld.