Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir, Stefanía Hulda Marteinsdóttir, Þuríður Sverrisdóttir og Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifa 17. desember 2025 10:02 Undanfarið hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar stigið fram með sterk orð um bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, varð nýlega heitt í hamsi í ræðu á Alþingi þar sem hann lýsti því hvernig börn bíða mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu og sagði að mörg þeirra líði „vítiskvalir“ á meðan. María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifaði greinina „Bið, endalaus bið“ í Morgunblaðið 15. desember þar sem hún kallar eftir snemmtækri íhlutun og varanlegum lausnum í málefnum barna á biðlistum. Þetta er þó ekki ný umræða. Í október ræddi Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sama vanda á Alþingi og notaði hugtakið „svarthol biðlistanna“ um stöðu barna sem bíða eftir þjónustu. Í aðdraganda kosninga gáfu stjórnmálaflokkar loforð um forgangsröðun, snemmtæka íhlutun og raunverulegar aðgerðir til að stytta bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Foreldrar hlustuðu. Foreldrar kusu. Foreldrar bíða enn. Samhljómurinn er enn til staðar. Aðgerðirnar ekki. Þegar allir eru sammála en ekkert gerist, blasir forystuleysi við. Þá hlýtur að vakna spurningin: til hvers er sífellt talað um vandann ef ekkert á að gera? Þegar orð eru endurtekin án þess að aðgerðir fylgi, verður umræðan að sýndarsamkennd sem breytir engu fyrir börnin sem bíða. Þegar þingmenn úr ólíkum flokkum lýsa sama vanda með sömu orðum er ljóst að samstaða er um málið en forystu vantar. Samfylkingin og Viðreisn eru í ríkisstjórn. Sama gildir um Flokk fólksins, sem ber ábyrgð á stærstum hluta málaflokksins í gegnum félagsmálaráðuneytið. Einmitt þaðan hefur þögnin verið hvað mest áberandi. Ráðherra Flokks fólksins, Inga Sæland, hefur ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hennar ráðuneyti bregðist hratt við aðkallandi málum. Hún býður í kaffi, reddar reglugerðum með einu pennastriki og lýsir ráðuneytinu sem megnugu. En þegar kemur að biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu, þeim börnum sem ættu einmitt að vera tekin upp á arma samfélagsins, ríkir þögn og aðgerðaleysi. Á sama tíma hafa borist fregnir af því að Viðreisn hafi boðið áhrifavaldi í fjármálaráðuneytið til fundar við ráðherra. Það er kannski saklaust í sjálfu sér en það dregur upp skýra mynd af forgangsröðun þegar foreldrar barna á biðlistum fá hvorki fundi né svör. Við vitum þetta allt saman. Við vitum að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, að gluggar lokast og að aðgerðaleysi kostar samfélagið margfalt meira síðar, bæði mannlega og fjárhagslega. Þessi þekking er ekki ný. Verkefnið Biðlisti.is varð ekki til vegna skorts á umræðu heldur vegna skorts á aðgerðum og það mun ekki hverfa bara af því að þingmenn flytji fleiri ræður sem allir eru sammála um. Þetta sást einnig þegar María Rut Kristinsdóttir, fyrrnefnd þingkonu Viðreisnar, fjallaði um málið á TikTok. Þegar henni var bent á að hún væri nú þingmaður í ríkisstjórn og spurð hvað yrði gert til að stytta biðlista fatlaðra barna, svaraði hún með upptalningu á aðgerðum sem snúa að öðrum málaflokkum. Þær aðgerðir kunna vissulega að vera gildar í sínu samhengi, en þær svara ekki biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu. Við gerum ekki lítið úr öðrum aðgerðum. Við biðjum einfaldlega um að rætt sé af hreinskilni um biðlista barnanna okkar. Að spurningum okkar verði svarað, en ekki einhverjum öðrum. Að ryki verði ekki slegið í augu foreldra með því að tala um eitthvað allt annað. Á sama tíma og þingmenn lýsa alvarleika biðlista barna hefur dagskrá Alþingis einkennst af allt öðrum málum. Forsætisráðherra hefur sýnt reiði í þingsal, þingforsetinn sjálf gripið til blótsyrða og langvarandi málþóf farið fram um kílómetragjald. Umræðan er hávær og átökin mikil, en málefni barna á biðlistum hverfa aftur og aftur út úr dagskránni. Reynslan sýnir að án raunverulegs aðhalds breytist lítið. Bið barna eftir lögbundinni þjónustu hverfur ekki af sjálfu sér. Hún krefst pólitískrar ákvörðunar, varanlegrar fjármögnunar og ábyrgðar sem hægt er að fylgja eftir. Biðlisti.is og Einhverfusamtökin munu halda áfram að þrýsta á, kalla eftir svörum og minna stjórnvöld á loforð sín. Kannski vonuðust einhverjir til að þetta myndi fjara út, að mæður sem stigu fram myndu þreytast og hætta að gera kröfur. Sú von mun ekki rætast. Þess vegna segjum við þetta skýrt: Við hættum ekki. Í áðurnefndri ræðu sinni sagði Sigmundur Ernir að Alþingi talaði mikið, fram á kvöld, nótt og rauðamorgun en spurði hvort þingið væri í raun að fjalla um mikilvægustu málin í samfélaginu. Þeirri spurningu er enn ósvarað, því þrátt fyrir samhljóm í orðum virðist Alþingi á hverjum degi ræða eitthvað allt annað en börnin sem bíða og foreldrana sem bíða með þeim. Eða eins og eitt sinn var sagt, þá virðist það álíka viðeigandi og að raða sólstólum á Titanic. Hlekkur á undirskriftarlista Höfundar standa að Biðlisti.is, grasrótarverkefni foreldra sem berjast gegn biðlistum fatlaðra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar stigið fram með sterk orð um bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, varð nýlega heitt í hamsi í ræðu á Alþingi þar sem hann lýsti því hvernig börn bíða mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu og sagði að mörg þeirra líði „vítiskvalir“ á meðan. María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifaði greinina „Bið, endalaus bið“ í Morgunblaðið 15. desember þar sem hún kallar eftir snemmtækri íhlutun og varanlegum lausnum í málefnum barna á biðlistum. Þetta er þó ekki ný umræða. Í október ræddi Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sama vanda á Alþingi og notaði hugtakið „svarthol biðlistanna“ um stöðu barna sem bíða eftir þjónustu. Í aðdraganda kosninga gáfu stjórnmálaflokkar loforð um forgangsröðun, snemmtæka íhlutun og raunverulegar aðgerðir til að stytta bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Foreldrar hlustuðu. Foreldrar kusu. Foreldrar bíða enn. Samhljómurinn er enn til staðar. Aðgerðirnar ekki. Þegar allir eru sammála en ekkert gerist, blasir forystuleysi við. Þá hlýtur að vakna spurningin: til hvers er sífellt talað um vandann ef ekkert á að gera? Þegar orð eru endurtekin án þess að aðgerðir fylgi, verður umræðan að sýndarsamkennd sem breytir engu fyrir börnin sem bíða. Þegar þingmenn úr ólíkum flokkum lýsa sama vanda með sömu orðum er ljóst að samstaða er um málið en forystu vantar. Samfylkingin og Viðreisn eru í ríkisstjórn. Sama gildir um Flokk fólksins, sem ber ábyrgð á stærstum hluta málaflokksins í gegnum félagsmálaráðuneytið. Einmitt þaðan hefur þögnin verið hvað mest áberandi. Ráðherra Flokks fólksins, Inga Sæland, hefur ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hennar ráðuneyti bregðist hratt við aðkallandi málum. Hún býður í kaffi, reddar reglugerðum með einu pennastriki og lýsir ráðuneytinu sem megnugu. En þegar kemur að biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu, þeim börnum sem ættu einmitt að vera tekin upp á arma samfélagsins, ríkir þögn og aðgerðaleysi. Á sama tíma hafa borist fregnir af því að Viðreisn hafi boðið áhrifavaldi í fjármálaráðuneytið til fundar við ráðherra. Það er kannski saklaust í sjálfu sér en það dregur upp skýra mynd af forgangsröðun þegar foreldrar barna á biðlistum fá hvorki fundi né svör. Við vitum þetta allt saman. Við vitum að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, að gluggar lokast og að aðgerðaleysi kostar samfélagið margfalt meira síðar, bæði mannlega og fjárhagslega. Þessi þekking er ekki ný. Verkefnið Biðlisti.is varð ekki til vegna skorts á umræðu heldur vegna skorts á aðgerðum og það mun ekki hverfa bara af því að þingmenn flytji fleiri ræður sem allir eru sammála um. Þetta sást einnig þegar María Rut Kristinsdóttir, fyrrnefnd þingkonu Viðreisnar, fjallaði um málið á TikTok. Þegar henni var bent á að hún væri nú þingmaður í ríkisstjórn og spurð hvað yrði gert til að stytta biðlista fatlaðra barna, svaraði hún með upptalningu á aðgerðum sem snúa að öðrum málaflokkum. Þær aðgerðir kunna vissulega að vera gildar í sínu samhengi, en þær svara ekki biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu. Við gerum ekki lítið úr öðrum aðgerðum. Við biðjum einfaldlega um að rætt sé af hreinskilni um biðlista barnanna okkar. Að spurningum okkar verði svarað, en ekki einhverjum öðrum. Að ryki verði ekki slegið í augu foreldra með því að tala um eitthvað allt annað. Á sama tíma og þingmenn lýsa alvarleika biðlista barna hefur dagskrá Alþingis einkennst af allt öðrum málum. Forsætisráðherra hefur sýnt reiði í þingsal, þingforsetinn sjálf gripið til blótsyrða og langvarandi málþóf farið fram um kílómetragjald. Umræðan er hávær og átökin mikil, en málefni barna á biðlistum hverfa aftur og aftur út úr dagskránni. Reynslan sýnir að án raunverulegs aðhalds breytist lítið. Bið barna eftir lögbundinni þjónustu hverfur ekki af sjálfu sér. Hún krefst pólitískrar ákvörðunar, varanlegrar fjármögnunar og ábyrgðar sem hægt er að fylgja eftir. Biðlisti.is og Einhverfusamtökin munu halda áfram að þrýsta á, kalla eftir svörum og minna stjórnvöld á loforð sín. Kannski vonuðust einhverjir til að þetta myndi fjara út, að mæður sem stigu fram myndu þreytast og hætta að gera kröfur. Sú von mun ekki rætast. Þess vegna segjum við þetta skýrt: Við hættum ekki. Í áðurnefndri ræðu sinni sagði Sigmundur Ernir að Alþingi talaði mikið, fram á kvöld, nótt og rauðamorgun en spurði hvort þingið væri í raun að fjalla um mikilvægustu málin í samfélaginu. Þeirri spurningu er enn ósvarað, því þrátt fyrir samhljóm í orðum virðist Alþingi á hverjum degi ræða eitthvað allt annað en börnin sem bíða og foreldrana sem bíða með þeim. Eða eins og eitt sinn var sagt, þá virðist það álíka viðeigandi og að raða sólstólum á Titanic. Hlekkur á undirskriftarlista Höfundar standa að Biðlisti.is, grasrótarverkefni foreldra sem berjast gegn biðlistum fatlaðra barna.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar