Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar 16. desember 2025 08:30 Það er liðið rúmt ár síðan talið var upp úr kjörkössum síðustu alþingiskosninga sem veitti ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokk fólksins undir forystu Kristrúnar Frostadóttur umboð til grundvallarbreytinga í stjórn ábyrgra efnahagsmála, með skýr félagsleg markmið að leiðarljósi undir formerkjum verðmætasköpunar. Árangurinn er áþreifanlegur – á þessu tímabili hafa vextir lækkað fimm sinnum, verðbólga hefur ekki verið lægri í fimm ár, halli ríkissjóðs hefur helmingast og skuldastaða ríkissjóðs hefur lækkað um 7,5% af landsframleiðslu. Til að setja málin í samhengi leiðir 1,75% vaxtalækkun það af sér að mánaðarleg greiðslubyrði 50 milljóna króna óverðtryggðs lán lækkar sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði. Það eru raunverulegar kjarabætur. Stöðugleiki kemur ekki til af sjálfu sér Til þess að eiga fyrir útgjöldum þarf ríkissjóður að afla tekna. Það hefur verið í meira lagi áhugavert að fylgjast með orðræðu af hægri væng stjórnmálanna sem langar að teikna upp hræðilega mynd af ábyrgri tekjuöflun í formi lokunar á skattaglufum og gjaldlagningar til þeirra sem nota vegainnviði og auðlindir landsmanna. Þá finnst þeim tímabært að selja ýmsar ríkiseignir og finnst þeim raunhæft að selja fasteignir í eigu ríkisins fyrir 53 milljarða króna. Ekki bara eru þetta óskynsamlegar hugmyndir, heldur er þetta uppskrift að vaxtahækkunum. Reyndar er rétt að taka fram að þessari ríkisstjórn tókst að ljúka sölu á Íslandsbanka. Henni hefur líka tekist að gera upp skuldir Íbúðalánasjóðs – hvort tveggja verkefni sem reyndust Sjálfstæðisflokknum í lok dags ofviða. Ríkisstjórnin hefur líka boðað raunhæfar hagræðingaraðgerðir í stjórnkerfinu og er ekki hrædd við að ganga til verka í aðhaldi ríkisútgjalda. Allar slíkar aðgerðir kalla hins vegar á hreinskilni og á stundum krefjandi samtöl – samtöl sem ekki er hægt að hræðast að eiga við almenning. Ekki allt fyrir alla – en við höldum áfram! Það næst árangur í efnahagsmálum þegar lagðar eru til raunhæfar leiðir – sem á sama tíma gera kröfur um hreinskiptin samtöl um að ekki sé hægt að gera allt fyrir alla. Þetta skilur fólk, og það vitum við því við hræðumst ekki að eiga í beinu samtali við almenning í landinu sem felst fyrst og fremst í að hlusta á fólk þar sem það er fyrir statt. Þannig skapast í lok dags skýrari mynd af okkar mikilvægustu verkefnum, hvort sem það er uppbygging hjúkrunarheimila, heildarendurskoðun í málefnum barna og ungmenna með fjölþættan vanda, atvinnustefna eða stofnun innviðafélags. Allt eru þetta samstilltar aðgerðir milli ríkis og sveitarfélaga í verkefnum sem hafa fengið að sitja á hakanum um árabil. Þjóðin gerir réttilega kröfur til stjórnvalda um að þessum verkefnum sé sinnt, en það er ekki að heyra á málflutningi stjórnarandstöðunnar að hún treysti sér til að standa frammi fyrir almenningi og segja: „Þessu höfum við ekki efni á.“ Í staðinn býður hún almenningi upp á tillögur að handahófskenndum niðurskurðartilburði hér og þar, og uppástungur að eignasölum sem vitað er að eru óraunhæfar og ábyrgðarlausar. Uppskrift að halla ríkissjóðs Þetta er uppskrift sem eldað hefur verið eftir í eldhúsi efnahagsstjórnar hægrimanna. Uppskrift sem biður um að hvorki ekki mega gera þarfar breytingar á auðlindagjöldum né að nýtt kerfi taki við af olíugjaldakerfinu sem skilar ekki lengur nægum tekjum í ríkissjóð. Fyrri ríkisstjórn kaus að horfa fram hjá gífurlegri innviðaskuld gagnvart viðhaldi vega og uppbyggingu samgönguinnviða, að ónefndum verkefnum í velferðarmálum. Þetta er líka uppskrift að halla ríkissjóðs sem raungerðist á síðasta kjörtímabili, vaxtahækkunum og kannski það sem verst er, vantrausti á stjórnmálafólk sem stóð aldrei við stóru orðin. Svona náum við árangri Á vakt þessarar ríkisstjórnar hefur náðst árangur. Árangur sem léttir byrðar fólks á sama tíma og pólitísk forgangsröðun verkefna er skýr. Lægri vextir leiða af sér lægri afborganir af lánum fyrir venjulegt fólk og heimilin í landinu, sem er hin stóra kjarabót fyrir heimilin. Vaxtalækkunarferlinu verður hins vegar ekki haldið áfram án umbóta á álagningu gjalda gagnvart þeim sem nota innviði og auðlindir, til að gera ríkissjóði kleift að halda innviðum við og byggja þá upp. Ekki síst er það metnaðarmál að stjórnmálin njóti trausts. Við finnum fyrir þessu trausti, en skorumst ekki undan ábyrgð og krefjandi samtölum sem við erum þakklát fyrir að eiga við almenning – enda á almenningur að gera kröfur til okkar. Ísland er á réttri leið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er liðið rúmt ár síðan talið var upp úr kjörkössum síðustu alþingiskosninga sem veitti ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokk fólksins undir forystu Kristrúnar Frostadóttur umboð til grundvallarbreytinga í stjórn ábyrgra efnahagsmála, með skýr félagsleg markmið að leiðarljósi undir formerkjum verðmætasköpunar. Árangurinn er áþreifanlegur – á þessu tímabili hafa vextir lækkað fimm sinnum, verðbólga hefur ekki verið lægri í fimm ár, halli ríkissjóðs hefur helmingast og skuldastaða ríkissjóðs hefur lækkað um 7,5% af landsframleiðslu. Til að setja málin í samhengi leiðir 1,75% vaxtalækkun það af sér að mánaðarleg greiðslubyrði 50 milljóna króna óverðtryggðs lán lækkar sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði. Það eru raunverulegar kjarabætur. Stöðugleiki kemur ekki til af sjálfu sér Til þess að eiga fyrir útgjöldum þarf ríkissjóður að afla tekna. Það hefur verið í meira lagi áhugavert að fylgjast með orðræðu af hægri væng stjórnmálanna sem langar að teikna upp hræðilega mynd af ábyrgri tekjuöflun í formi lokunar á skattaglufum og gjaldlagningar til þeirra sem nota vegainnviði og auðlindir landsmanna. Þá finnst þeim tímabært að selja ýmsar ríkiseignir og finnst þeim raunhæft að selja fasteignir í eigu ríkisins fyrir 53 milljarða króna. Ekki bara eru þetta óskynsamlegar hugmyndir, heldur er þetta uppskrift að vaxtahækkunum. Reyndar er rétt að taka fram að þessari ríkisstjórn tókst að ljúka sölu á Íslandsbanka. Henni hefur líka tekist að gera upp skuldir Íbúðalánasjóðs – hvort tveggja verkefni sem reyndust Sjálfstæðisflokknum í lok dags ofviða. Ríkisstjórnin hefur líka boðað raunhæfar hagræðingaraðgerðir í stjórnkerfinu og er ekki hrædd við að ganga til verka í aðhaldi ríkisútgjalda. Allar slíkar aðgerðir kalla hins vegar á hreinskilni og á stundum krefjandi samtöl – samtöl sem ekki er hægt að hræðast að eiga við almenning. Ekki allt fyrir alla – en við höldum áfram! Það næst árangur í efnahagsmálum þegar lagðar eru til raunhæfar leiðir – sem á sama tíma gera kröfur um hreinskiptin samtöl um að ekki sé hægt að gera allt fyrir alla. Þetta skilur fólk, og það vitum við því við hræðumst ekki að eiga í beinu samtali við almenning í landinu sem felst fyrst og fremst í að hlusta á fólk þar sem það er fyrir statt. Þannig skapast í lok dags skýrari mynd af okkar mikilvægustu verkefnum, hvort sem það er uppbygging hjúkrunarheimila, heildarendurskoðun í málefnum barna og ungmenna með fjölþættan vanda, atvinnustefna eða stofnun innviðafélags. Allt eru þetta samstilltar aðgerðir milli ríkis og sveitarfélaga í verkefnum sem hafa fengið að sitja á hakanum um árabil. Þjóðin gerir réttilega kröfur til stjórnvalda um að þessum verkefnum sé sinnt, en það er ekki að heyra á málflutningi stjórnarandstöðunnar að hún treysti sér til að standa frammi fyrir almenningi og segja: „Þessu höfum við ekki efni á.“ Í staðinn býður hún almenningi upp á tillögur að handahófskenndum niðurskurðartilburði hér og þar, og uppástungur að eignasölum sem vitað er að eru óraunhæfar og ábyrgðarlausar. Uppskrift að halla ríkissjóðs Þetta er uppskrift sem eldað hefur verið eftir í eldhúsi efnahagsstjórnar hægrimanna. Uppskrift sem biður um að hvorki ekki mega gera þarfar breytingar á auðlindagjöldum né að nýtt kerfi taki við af olíugjaldakerfinu sem skilar ekki lengur nægum tekjum í ríkissjóð. Fyrri ríkisstjórn kaus að horfa fram hjá gífurlegri innviðaskuld gagnvart viðhaldi vega og uppbyggingu samgönguinnviða, að ónefndum verkefnum í velferðarmálum. Þetta er líka uppskrift að halla ríkissjóðs sem raungerðist á síðasta kjörtímabili, vaxtahækkunum og kannski það sem verst er, vantrausti á stjórnmálafólk sem stóð aldrei við stóru orðin. Svona náum við árangri Á vakt þessarar ríkisstjórnar hefur náðst árangur. Árangur sem léttir byrðar fólks á sama tíma og pólitísk forgangsröðun verkefna er skýr. Lægri vextir leiða af sér lægri afborganir af lánum fyrir venjulegt fólk og heimilin í landinu, sem er hin stóra kjarabót fyrir heimilin. Vaxtalækkunarferlinu verður hins vegar ekki haldið áfram án umbóta á álagningu gjalda gagnvart þeim sem nota innviði og auðlindir, til að gera ríkissjóði kleift að halda innviðum við og byggja þá upp. Ekki síst er það metnaðarmál að stjórnmálin njóti trausts. Við finnum fyrir þessu trausti, en skorumst ekki undan ábyrgð og krefjandi samtölum sem við erum þakklát fyrir að eiga við almenning – enda á almenningur að gera kröfur til okkar. Ísland er á réttri leið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun