Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar 15. desember 2025 08:02 Í umræðu um loftslagsmál hefur sífellt oftar heyrst sú fullyrðing að Ísland sé svo lítið ríki og standi sig svo vel að frekari aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óþarfar og íþyngjandi. Þessu sjónarmiði er meðal annars haldið á lofti í bók Frosta Sigurjónssonar, Hitamál, þar sem vísað er til endurnýjanlegrar húshitunar og þeirrar staðreyndar að Ísland beri aðeins ábyrgð á um 0,02% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, á meðan Kína losi um þriðjung heildarinnar. Af þessu er dregin sú ályktun að íslenskar loftslagsaðgerðir skipti litlu máli en leggi þungar byrðar á samfélagið. Þessi röksemdafærsla er villandi. Endurnýjanleg orka er ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi Í fyrsta lagi er rétt að Ísland nýtur sérstöðu þegar kemur að raforku og húshitun. Nýting jarðhita er einn stærsti innviðasigur þjóðarinnar. En þessi árangur er ekki rök fyrir aðgerðarleysi í dag. Þvert á móti sýnir saga hitaveitunnar að stór kerfisleg skref eru möguleg þegar vilji og framsýni fara saman. Hitaveitan var ekki byggð vegna loftslagsmarkmiða heldur vegna hagkvæmni, lýðheilsu og orkuöryggis. Loftslagsávinningurinn kom síðar sem afar mikilvægur ávinningur. Að vísa í þennan árangur til að réttlæta aðgerðarleysi nú er því þversögn. Prósentur af heimslosun segja lítið Í öðru lagi er samanburður í prósentum af heimslosun lélegur mælikvarði á ábyrgð eða árangur ríkja. Mjög fá ríki í heiminum bera ábyrgð á meira en 1% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flest ríki, þar á meðal öll Norðurlöndin, eru langt undir einu prósenti. Ef þessi rök væru tekin gild mættu nær öll ríki heims hætta aðgerðum. Slík nálgun leiðir ekki til lausna heldur sameiginlegs aðgerðaleysis. Losun á hvern íbúa dregur fram slæma stöðu Íslands Mun skýrari mynd fæst þegar horft er til losunar á hvern íbúa. Þar stendur Ísland ekki framarlega. Losun Íslands, án landnotkunar, er um 12 tonn CO₂-ígilda á mann á ári. Til samanburðar er losun á mann um 7–8 tonn í Noregi, 6–7 tonn að meðaltali í Evrópusambandinu og um 9 tonn í Kína. Inni í þessum 12 tonnum er ekki öll losun vegna flugs og millilandasiglinga. Hvergi í heiminum er dælt jafn miklu af jarðefnaeldsneyti á flugvélar á hvern íbúa og á Íslandi. Á síðasta ári var hér dælt um 317 þúsund tonnum af þotueldsneyti, sem losar um 1 milljón tonna af CO₂, eða 2,5 tonn á íbúa. Millilandasiglingar bæta við um 0,8 tonnum á mann, án þess að tekið sé tillit til eldsneytis sem tekið er á í erlendum höfnum, til dæmis vegna skemmtiferðaskipa. Framræst votlendi er okkar stærsti vandi Þegar losun vegna landnotkunar er tekin með hækkar losun Íslands verulega, úr um 12 tonnum á mann upp í 25–30 tonn á mann, sem setur Ísland í hóp þeirra verstu á heimsvísu. Þetta gerist þrátt fyrir endurnýjanlega raforku. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarleg losun frá framræstu votlendi, sem losar meira en allir aðrir losunarflokkar til samans. Þetta er stærsta einstaka loftslagsáskorun Íslands. Loftslagsaðgerðir eru ekki byrði heldur fjárfesting Í bók Frosta eru loftslagsaðgerðir oft settar fram sem kostnaður eða skerðing á lífsgæðum. Sú framsetning stenst illa. Margar loftslagsaðgerðir skila samhliða ávinningi: minni loftmengun, betri lýðheilsu, auknu orkuöryggi og nýjum atvinnutækifærum. Þar að auki draga þær úr hættu á alvarlegum og óafturkræfum loftslagsbreytingum sem vísindin vara skýrt við. Smáríki bera einnig ábyrgð Ísland er ríkt samfélag með sterka innviði og gott aðgengi að lausnum. Því fylgir ábyrgð. Rökin um að Ísland sé „of lítið til að skipta máli“ standast hvorki fræðilega né siðferðilega skoðun. Lausn loftslagsvandans byggist á sameiginlegri ábyrgð ríkja, í hlutfalli við losun og getu. Ísland hefur burði til að gera meira. Fyrri árangur á ekki að vera afsökun fyrir aðgerðarleysi heldur áminning um að við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um loftslagsmál hefur sífellt oftar heyrst sú fullyrðing að Ísland sé svo lítið ríki og standi sig svo vel að frekari aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óþarfar og íþyngjandi. Þessu sjónarmiði er meðal annars haldið á lofti í bók Frosta Sigurjónssonar, Hitamál, þar sem vísað er til endurnýjanlegrar húshitunar og þeirrar staðreyndar að Ísland beri aðeins ábyrgð á um 0,02% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, á meðan Kína losi um þriðjung heildarinnar. Af þessu er dregin sú ályktun að íslenskar loftslagsaðgerðir skipti litlu máli en leggi þungar byrðar á samfélagið. Þessi röksemdafærsla er villandi. Endurnýjanleg orka er ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi Í fyrsta lagi er rétt að Ísland nýtur sérstöðu þegar kemur að raforku og húshitun. Nýting jarðhita er einn stærsti innviðasigur þjóðarinnar. En þessi árangur er ekki rök fyrir aðgerðarleysi í dag. Þvert á móti sýnir saga hitaveitunnar að stór kerfisleg skref eru möguleg þegar vilji og framsýni fara saman. Hitaveitan var ekki byggð vegna loftslagsmarkmiða heldur vegna hagkvæmni, lýðheilsu og orkuöryggis. Loftslagsávinningurinn kom síðar sem afar mikilvægur ávinningur. Að vísa í þennan árangur til að réttlæta aðgerðarleysi nú er því þversögn. Prósentur af heimslosun segja lítið Í öðru lagi er samanburður í prósentum af heimslosun lélegur mælikvarði á ábyrgð eða árangur ríkja. Mjög fá ríki í heiminum bera ábyrgð á meira en 1% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flest ríki, þar á meðal öll Norðurlöndin, eru langt undir einu prósenti. Ef þessi rök væru tekin gild mættu nær öll ríki heims hætta aðgerðum. Slík nálgun leiðir ekki til lausna heldur sameiginlegs aðgerðaleysis. Losun á hvern íbúa dregur fram slæma stöðu Íslands Mun skýrari mynd fæst þegar horft er til losunar á hvern íbúa. Þar stendur Ísland ekki framarlega. Losun Íslands, án landnotkunar, er um 12 tonn CO₂-ígilda á mann á ári. Til samanburðar er losun á mann um 7–8 tonn í Noregi, 6–7 tonn að meðaltali í Evrópusambandinu og um 9 tonn í Kína. Inni í þessum 12 tonnum er ekki öll losun vegna flugs og millilandasiglinga. Hvergi í heiminum er dælt jafn miklu af jarðefnaeldsneyti á flugvélar á hvern íbúa og á Íslandi. Á síðasta ári var hér dælt um 317 þúsund tonnum af þotueldsneyti, sem losar um 1 milljón tonna af CO₂, eða 2,5 tonn á íbúa. Millilandasiglingar bæta við um 0,8 tonnum á mann, án þess að tekið sé tillit til eldsneytis sem tekið er á í erlendum höfnum, til dæmis vegna skemmtiferðaskipa. Framræst votlendi er okkar stærsti vandi Þegar losun vegna landnotkunar er tekin með hækkar losun Íslands verulega, úr um 12 tonnum á mann upp í 25–30 tonn á mann, sem setur Ísland í hóp þeirra verstu á heimsvísu. Þetta gerist þrátt fyrir endurnýjanlega raforku. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarleg losun frá framræstu votlendi, sem losar meira en allir aðrir losunarflokkar til samans. Þetta er stærsta einstaka loftslagsáskorun Íslands. Loftslagsaðgerðir eru ekki byrði heldur fjárfesting Í bók Frosta eru loftslagsaðgerðir oft settar fram sem kostnaður eða skerðing á lífsgæðum. Sú framsetning stenst illa. Margar loftslagsaðgerðir skila samhliða ávinningi: minni loftmengun, betri lýðheilsu, auknu orkuöryggi og nýjum atvinnutækifærum. Þar að auki draga þær úr hættu á alvarlegum og óafturkræfum loftslagsbreytingum sem vísindin vara skýrt við. Smáríki bera einnig ábyrgð Ísland er ríkt samfélag með sterka innviði og gott aðgengi að lausnum. Því fylgir ábyrgð. Rökin um að Ísland sé „of lítið til að skipta máli“ standast hvorki fræðilega né siðferðilega skoðun. Lausn loftslagsvandans byggist á sameiginlegri ábyrgð ríkja, í hlutfalli við losun og getu. Ísland hefur burði til að gera meira. Fyrri árangur á ekki að vera afsökun fyrir aðgerðarleysi heldur áminning um að við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun