Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Elva Rakel Jónsdóttir skrifa 15. desember 2025 07:01 Á hverjum degi er unnin ómæld vinna sem heldur samfélaginu gangandi: foreldrar sem ala upp börn, fólk sem annast aldraða og fatlaða ættingja, aðstoðar vini, sinna sjálfboðastörfum og viðheldur tengslum sem skapa traust og félagslegt öryggi. Þetta er vinna sem heldur hjólum samfélagsins í gangi en hún er ósýnileg í þjóðhagsreikningum, ólaunuð og því oft vanmetin. Samkvæmt OECD jafngildir ólaunuð umönnunarvinna 10 - 40% af vergri landsframleiðslu (VLF) í löndum aðildarríkja. Á Íslandi hefur Hagstofa Íslands metið að konur verji að meðaltali tæplega tvöfalt meiri tíma í slíka vinnu enkarlar. Þetta vinnuframlag, sem nýtur hvorki launa né lífeyrisréttinda, er þó forsenda þess að allt annað efnahagslíf virki. Þegar störf sem áður voru unnin inni á heimilum færast yfir á almenna vinnumarkaðinn, til dæmis í leikskóla, menntakerfi, öldrunarþjónustu og heilbrigðiskerfi, verður þessi vinna sjáanleg og fær verðmæti í krónum. En það er enn stór hluti umönnunar, tilfinningalegs stuðnings og samfélagslegrar samheldni sem fellur utan hins formlega hagkerfis. Efnahagskerfi sem metur umönnunarvinnu Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur bent á að umönnunarstörf, launuð sem ólaunuð, séu meðal þeirra sem vaxa hraðast í heiminum, en séu jafnframt verst launuð og bæði líkamlega og andlega krefjandi. Alþjóðavinnumálastofnunin hefur varað við því að því vanmat á umönnunarstörfum feli í sér bæði hagfræðilega og samfélagslega áhættu. Ef þessi störf væru metin til fjár myndi það ekki aðeins breyta þjóðhagsreikningum heldur einnig forgangsröðun í opinberri stefnumótun. Með því að gera umönnunarvinnu sýnilega og metna sem fjárhagslega verðmæta starfsemi, breytist skilningur okkar á því hvað „hagvöxtur“ raunverulega merkir. Þrjú skref að réttlátara hagkerfi – að viðurkenna, minnka og endurúthluta umönnunarvinnu Hugmyndin um að umbreyta gildum efnahagskerfisins með því að viðurkenna virði umönnunarvinnu á rætur sínar að rekja til hagfræðingsins Diane Elson, sem fyrst setti fram aðgerðarramma í riti Sameinuðu þjóðanna um þróunarmál (UNDP) árið 2000 og síðar í skýrslu UN Women árið 2014. Þessi nálgun, sem þekkt er sem „R-in þrjú“ – Recognise (viðurkenna), Reduce (minnka), Redistribute (endurúthluta), hefur síðan verið tekin upp af alþjóðastofnunum á borð við OECD, Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og World Bank, sem möguleg framþróun á sviði jafnréttismála og sjálfbærrar efnahagsþróunar. Að viðurkenna merkir að gera umönnunarvinnu sýnilega í hagstjórn og stefnumótun, þannig að hún verði hluti af mælikvörðum á framleiðni og velferð.Samkvæmt OECD (2019) nemur virði ólaunaðrar umönnunarvinnu að meðaltali 13% af vergri landsframleiðslu aðildarríkja ef hún væri metin til fjár. Með því að viðurkenna þessa vinnu í opinberri stefnumótun væri hægt að endurspegla raunverulegt framlag heimila og samfélaga til hagkerfisins og þar með mæla verðmætasköpun á raunhæfari hátt. Að minnka vísar til þess að draga úr ójafnvægi í ábyrgð á umönnun, meðal annars með fjárfestingu í leikskólum, öldrunarþjónustu og sveigjanlegu vinnuumhverfi. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO, 2018) hefur bent á að slík fjárfesting auki bæði atvinnuþátttöku og skatttekjur ríkja. Samkvæmt greiningu stofnunarinnar myndu tvöfalt meiri útgjöld til umönnunarstarfa skila allt að 10% aukningu í heildar atvinnuþátttöku til lengri tíma og stuðla að stöðugum hagvexti. Að endurúthluta snýst um að skipta umönnunarvinnu á réttlátari hátt á milli kynja og á milli einkalífs og samfélags. Það kallar á endurskipulagningu vinnumarkaðarins. Rannsóknir UN Women (2021) sýna að jafnari dreifing umönnunarstarfa eykur ekki aðeins jöfnuð heldur bætir líðan, heilsu og framleiðni kynja. Ef þessi vinna væri launuð eða formlega viðurkennd í stefnumótun og fjárlögum, myndi það ekki aðeins bæta jöfnuð heldur einnig efla atvinnuþátttöku, heilsu og félagslegan stöðugleika. Þetta er í takt við nýjustu rannsóknir World Bank (2022) sem sýna að fjárhagsleg viðurkenning og samfélagsleg uppbygging í umönnunar geiranum skili sér í hærri framleiðni, minni fátækt og auknu trausti innan samfélaga. Framsækin ríki í þróun velsældarhagkerfa Framsæknustu ríkin í þróun velsældarhagkerfa viðurkenna ólaunaða umönnunarvinnu sem efnahagslega verðmæta starfsemi. Þau vinna að því að fella velsæld og jafnrétti inn í fjárlög og hagstjórn. Á þann veg móta þau nýja tegund hagkerfis, þar sem umhyggja, jöfnuður og lífsgæði eru orðin að mælanlegum verðmætum og hluta af sjálfbærri efnahagsstefnu til lengri tíma litið.. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er sú mesta meðal 38 aðildarríkja OECD og skýrist af öflugu velferðar- og jafnréttiskerfi sem felst meðal annars í niðurgreiddri leikskólagæslu og fæðingarorlofskerfi sem auðveldar foreldrum að vera á vinnumarkaði. Hátt menntunarstig kvenna og viðhorf samfélagsins til jafnréttismála hafa einnig ýtt undir þessa þróun. Þrátt fyrir þessa miklu þátttöku þá fellur ólaunuð ummönnun enn að stórum hluta á konur og enn er til staðar visst vanmat á hefðbundin kvennastörf hér á landi. Ísland er hins vegar eitt fárra ríkja sem hefur tekið fyrstu skrefin í að mæla velsæld og félagslegt jafnrétti í fjárlagagerð. Forsætisráðuneytið leiddi vinnu þverpólitískrar nefndar sem þróaði Velsældarvísa árið 2019 sem meta lífsgæði út frá félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum ekki einungis vergri landsframleiðslu. Hagstofa Íslands heldur utan um velsældarvísana en þeim er ætlað að veita dýpri mynd af velsæld en hefðbundnir hagvísar og skapa ramma fyrir umræðu um fjárlagagerð og langtímastefnu stjórnvalda. Velsældaráherslurnar eru: Andlegt heilbrigði, öryggi í húsnæðismálum, virkni í námi og starfi, kolefnishlutlaus framtíð, gróska í nýsköpun og betri samskipti við almenning. Nýja-Sjáland kynnti árið 2019 svokallað „Wellbeing Budget“, þar sem fjárlagagerð ríkisins byggir á velsældarmælikvörðum sem líta ekki lengur eingöngu til hagvaxtar heldur einnig til lífsgæða, heilsu og félagslegrar velsældar. Ríkisstjórnin styðst nú við mælikvarða sem meta meðal annars fjölskylduábyrgð, heilsu, jafnrétti kynja og samfélagsleg tengsl. Í fjárlögum 2024 var sérstakur kafli um „Care and Community Wellbeing“, þar sem aukin fjárfesting fór í leikskóla, geðheilbrigðisþjónustu og stuðning við ólaunaða umönnun. Svíþjóð hefur um áratugaskeið byggt vinnumarkaðs- og fjölskyldustefnu sína á kerfi þar sem kynin bera saman ábyrgð á atvinnuþátttöku og umönnun. Þar er einnig eitt sveigjanlegasta foreldraorlofskerfi Evrópu: samtals 480 dagar, þar af 90 sérstaklega ætlaðir hvoru foreldri. Skoska ríkisstjórnin vinnur jafnframt að því að verðmeta ólaunaða umönnunarvinnu í þjóðhagsreikningum og þróa mælikvarða sem sýna raunverulegt framlag umönnunarstarfa til efnahagslífsins. Í fjárlögum Skotlands 2025 er jafnframt gerð sérstök fjárfesting í Childcare Expansion Programme og í styrktarkerfum fyrir umönnunaraðila. Þegar hagkerfið þróast á þann hátt að tími, umhyggja og sveigjanleiki eru metin til jafns við framleiðni og arðsemi, skapast heilbrigðara jafnvægi milli vinnu og lífs. Það er sú umbreyting sem leggur grunninn að raunverulegri velsæld, hagkerfi sem þjónar fólki, ekki öfugt. Höfundar eru Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu embættis landlæknis, Soffía S. Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Langbrókar, og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu. Heimildir: ●OECD (2019). Unpaid Care Work – The Missing Link in the Analysis of Gender Gaps in Labour Outcomes. ●ILO (2018). Care Work and Care Jobs for the Future of Decent Work. ●UN Women (2021). Progress of the World’s Women – Families in a Changing World. ●World Bank (2022). Investing in Care: A Global Imperative for Productivity and Growth. ●Elson, D. (2000). Progress of the World’s Women 2000 – UNDP/UNIFEM. ●Elson, D. (2014). UN Women Policy Brief No. 5: The Three Rs for Care Work. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi er unnin ómæld vinna sem heldur samfélaginu gangandi: foreldrar sem ala upp börn, fólk sem annast aldraða og fatlaða ættingja, aðstoðar vini, sinna sjálfboðastörfum og viðheldur tengslum sem skapa traust og félagslegt öryggi. Þetta er vinna sem heldur hjólum samfélagsins í gangi en hún er ósýnileg í þjóðhagsreikningum, ólaunuð og því oft vanmetin. Samkvæmt OECD jafngildir ólaunuð umönnunarvinna 10 - 40% af vergri landsframleiðslu (VLF) í löndum aðildarríkja. Á Íslandi hefur Hagstofa Íslands metið að konur verji að meðaltali tæplega tvöfalt meiri tíma í slíka vinnu enkarlar. Þetta vinnuframlag, sem nýtur hvorki launa né lífeyrisréttinda, er þó forsenda þess að allt annað efnahagslíf virki. Þegar störf sem áður voru unnin inni á heimilum færast yfir á almenna vinnumarkaðinn, til dæmis í leikskóla, menntakerfi, öldrunarþjónustu og heilbrigðiskerfi, verður þessi vinna sjáanleg og fær verðmæti í krónum. En það er enn stór hluti umönnunar, tilfinningalegs stuðnings og samfélagslegrar samheldni sem fellur utan hins formlega hagkerfis. Efnahagskerfi sem metur umönnunarvinnu Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur bent á að umönnunarstörf, launuð sem ólaunuð, séu meðal þeirra sem vaxa hraðast í heiminum, en séu jafnframt verst launuð og bæði líkamlega og andlega krefjandi. Alþjóðavinnumálastofnunin hefur varað við því að því vanmat á umönnunarstörfum feli í sér bæði hagfræðilega og samfélagslega áhættu. Ef þessi störf væru metin til fjár myndi það ekki aðeins breyta þjóðhagsreikningum heldur einnig forgangsröðun í opinberri stefnumótun. Með því að gera umönnunarvinnu sýnilega og metna sem fjárhagslega verðmæta starfsemi, breytist skilningur okkar á því hvað „hagvöxtur“ raunverulega merkir. Þrjú skref að réttlátara hagkerfi – að viðurkenna, minnka og endurúthluta umönnunarvinnu Hugmyndin um að umbreyta gildum efnahagskerfisins með því að viðurkenna virði umönnunarvinnu á rætur sínar að rekja til hagfræðingsins Diane Elson, sem fyrst setti fram aðgerðarramma í riti Sameinuðu þjóðanna um þróunarmál (UNDP) árið 2000 og síðar í skýrslu UN Women árið 2014. Þessi nálgun, sem þekkt er sem „R-in þrjú“ – Recognise (viðurkenna), Reduce (minnka), Redistribute (endurúthluta), hefur síðan verið tekin upp af alþjóðastofnunum á borð við OECD, Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og World Bank, sem möguleg framþróun á sviði jafnréttismála og sjálfbærrar efnahagsþróunar. Að viðurkenna merkir að gera umönnunarvinnu sýnilega í hagstjórn og stefnumótun, þannig að hún verði hluti af mælikvörðum á framleiðni og velferð.Samkvæmt OECD (2019) nemur virði ólaunaðrar umönnunarvinnu að meðaltali 13% af vergri landsframleiðslu aðildarríkja ef hún væri metin til fjár. Með því að viðurkenna þessa vinnu í opinberri stefnumótun væri hægt að endurspegla raunverulegt framlag heimila og samfélaga til hagkerfisins og þar með mæla verðmætasköpun á raunhæfari hátt. Að minnka vísar til þess að draga úr ójafnvægi í ábyrgð á umönnun, meðal annars með fjárfestingu í leikskólum, öldrunarþjónustu og sveigjanlegu vinnuumhverfi. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO, 2018) hefur bent á að slík fjárfesting auki bæði atvinnuþátttöku og skatttekjur ríkja. Samkvæmt greiningu stofnunarinnar myndu tvöfalt meiri útgjöld til umönnunarstarfa skila allt að 10% aukningu í heildar atvinnuþátttöku til lengri tíma og stuðla að stöðugum hagvexti. Að endurúthluta snýst um að skipta umönnunarvinnu á réttlátari hátt á milli kynja og á milli einkalífs og samfélags. Það kallar á endurskipulagningu vinnumarkaðarins. Rannsóknir UN Women (2021) sýna að jafnari dreifing umönnunarstarfa eykur ekki aðeins jöfnuð heldur bætir líðan, heilsu og framleiðni kynja. Ef þessi vinna væri launuð eða formlega viðurkennd í stefnumótun og fjárlögum, myndi það ekki aðeins bæta jöfnuð heldur einnig efla atvinnuþátttöku, heilsu og félagslegan stöðugleika. Þetta er í takt við nýjustu rannsóknir World Bank (2022) sem sýna að fjárhagsleg viðurkenning og samfélagsleg uppbygging í umönnunar geiranum skili sér í hærri framleiðni, minni fátækt og auknu trausti innan samfélaga. Framsækin ríki í þróun velsældarhagkerfa Framsæknustu ríkin í þróun velsældarhagkerfa viðurkenna ólaunaða umönnunarvinnu sem efnahagslega verðmæta starfsemi. Þau vinna að því að fella velsæld og jafnrétti inn í fjárlög og hagstjórn. Á þann veg móta þau nýja tegund hagkerfis, þar sem umhyggja, jöfnuður og lífsgæði eru orðin að mælanlegum verðmætum og hluta af sjálfbærri efnahagsstefnu til lengri tíma litið.. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er sú mesta meðal 38 aðildarríkja OECD og skýrist af öflugu velferðar- og jafnréttiskerfi sem felst meðal annars í niðurgreiddri leikskólagæslu og fæðingarorlofskerfi sem auðveldar foreldrum að vera á vinnumarkaði. Hátt menntunarstig kvenna og viðhorf samfélagsins til jafnréttismála hafa einnig ýtt undir þessa þróun. Þrátt fyrir þessa miklu þátttöku þá fellur ólaunuð ummönnun enn að stórum hluta á konur og enn er til staðar visst vanmat á hefðbundin kvennastörf hér á landi. Ísland er hins vegar eitt fárra ríkja sem hefur tekið fyrstu skrefin í að mæla velsæld og félagslegt jafnrétti í fjárlagagerð. Forsætisráðuneytið leiddi vinnu þverpólitískrar nefndar sem þróaði Velsældarvísa árið 2019 sem meta lífsgæði út frá félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum ekki einungis vergri landsframleiðslu. Hagstofa Íslands heldur utan um velsældarvísana en þeim er ætlað að veita dýpri mynd af velsæld en hefðbundnir hagvísar og skapa ramma fyrir umræðu um fjárlagagerð og langtímastefnu stjórnvalda. Velsældaráherslurnar eru: Andlegt heilbrigði, öryggi í húsnæðismálum, virkni í námi og starfi, kolefnishlutlaus framtíð, gróska í nýsköpun og betri samskipti við almenning. Nýja-Sjáland kynnti árið 2019 svokallað „Wellbeing Budget“, þar sem fjárlagagerð ríkisins byggir á velsældarmælikvörðum sem líta ekki lengur eingöngu til hagvaxtar heldur einnig til lífsgæða, heilsu og félagslegrar velsældar. Ríkisstjórnin styðst nú við mælikvarða sem meta meðal annars fjölskylduábyrgð, heilsu, jafnrétti kynja og samfélagsleg tengsl. Í fjárlögum 2024 var sérstakur kafli um „Care and Community Wellbeing“, þar sem aukin fjárfesting fór í leikskóla, geðheilbrigðisþjónustu og stuðning við ólaunaða umönnun. Svíþjóð hefur um áratugaskeið byggt vinnumarkaðs- og fjölskyldustefnu sína á kerfi þar sem kynin bera saman ábyrgð á atvinnuþátttöku og umönnun. Þar er einnig eitt sveigjanlegasta foreldraorlofskerfi Evrópu: samtals 480 dagar, þar af 90 sérstaklega ætlaðir hvoru foreldri. Skoska ríkisstjórnin vinnur jafnframt að því að verðmeta ólaunaða umönnunarvinnu í þjóðhagsreikningum og þróa mælikvarða sem sýna raunverulegt framlag umönnunarstarfa til efnahagslífsins. Í fjárlögum Skotlands 2025 er jafnframt gerð sérstök fjárfesting í Childcare Expansion Programme og í styrktarkerfum fyrir umönnunaraðila. Þegar hagkerfið þróast á þann hátt að tími, umhyggja og sveigjanleiki eru metin til jafns við framleiðni og arðsemi, skapast heilbrigðara jafnvægi milli vinnu og lífs. Það er sú umbreyting sem leggur grunninn að raunverulegri velsæld, hagkerfi sem þjónar fólki, ekki öfugt. Höfundar eru Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu embættis landlæknis, Soffía S. Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Langbrókar, og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu. Heimildir: ●OECD (2019). Unpaid Care Work – The Missing Link in the Analysis of Gender Gaps in Labour Outcomes. ●ILO (2018). Care Work and Care Jobs for the Future of Decent Work. ●UN Women (2021). Progress of the World’s Women – Families in a Changing World. ●World Bank (2022). Investing in Care: A Global Imperative for Productivity and Growth. ●Elson, D. (2000). Progress of the World’s Women 2000 – UNDP/UNIFEM. ●Elson, D. (2014). UN Women Policy Brief No. 5: The Three Rs for Care Work.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun