Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar 13. desember 2025 14:01 Mikil umræða hefur skapast á Alþingi og meðal almennings um kosti og galla EES-samningsins. Í þeirri umræðu hefur Viðreisn haldið því fram að segði Ísland upp EES-samningnum þyrftu um 50.000 Íslendingar að flytja heim, enda myndi búsetu- og atvinnuréttur þeirra falla úr gildi. Þessi fullyrðing er röng að stórum hluta og byggist á grundvallarmisskilningi á þeim samningum sem tryggja réttindi Íslendinga erlendis. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn fari rétt með staðreyndir þegar tekist er á um hagsmuni þjóðarinnar og fullveldi. Kjarninn í þessum misskilningi snýst um stöðu Íslendinga á Norðurlöndunum. Talið er að um 50.000 Íslendingar búi erlendis og að mati Viðreisnar standi og falli réttindi þeirra með EES. Tölur sýna að um 63% af þeim Íslendingum sem búsettir eru erlendis (um 31.500 manns) búa í Noregi, Danmörku, Svíþjóð eða Finnlandi. Réttindi Íslendinga til að búa, starfa og stunda nám á hinum Norðurlöndunum eru tryggð með norræna samstarfinu, sem felur í sér Norræna vegabréfasambandið og frjálsan vinnumarkað Norðurlanda. Þetta samstarf er sjálfstætt og óháð EES-samningnum. Úrsögn Íslands úr EES myndi því ekki ógna búsetu- eða atvinnuréttindum þessa stóra hóps. Réttindabreytingarnar sem Viðreisn varar við myndu því aðeins snerta þá 5.000 (10%) Íslendinga sem búa í öðrum löndum EES utan Norðurlanda. Þetta er vissulega umtalsverður hópur en er langt frá þeim 50.000 sem rætt hefur verið um. Hagsmunir þessarar tíundar eru mikilvægir, en þá hagsmuni verður að vega á móti þeim ávinningi og þeim kostnaði sem fylgir áframhaldandi þátttöku í EES. Fullveldi og innlimun nýrra kvaða Annar mikilvægur þáttur umræðunnar snýr að því sem snertir fullveldið og auðlindir Íslands. Þegar EES-samningurinn var gerður var forsenda þátttöku Íslands sú að samningurinn næði hvorki til sjávarútvegs, landbúnaðar né nýtingar náttúruauðlinda. Stjórnmálamenn fullyrtu að Ísland fengi „allt fyrir ekkert“ – aðgang að innri markaðnum án þess að afsala sér lykilyfirráðum. Undanfarin ár hefur hins vegar færst í aukana að íslensk stjórnvöld innlimi nýja löggjöf í EES-samninginn sem varla var hægt að ímynda sér í upphafi og sem talið var að stangaðist á við íslensku stjórnarskrána. Dæmi um þetta eru orkupakkarnir og bókun 35 (yfirþjóðlegt vald ESB yfir Íslandi í mörgum málum). Þessir pakkar, sem varða raforkumarkaðinn og orkumál, hafa vakið umræðu um það hversu djúpt Evrópureglur eiga að ná inn í yfirráð Íslendinga yfir innviðum. Þótt Ísland njóti undanþágu í sjávarútvegi er stöðugur þrýstingur, meðal annars í gegnum umhverfislöggjöf og sameiginlegan rannsóknarvettvang, sem getur haft óbein áhrif á stjórnun íslenskra auðlinda. Þetta hefur valdið óánægju og umræðu um fullveldisafsal í ljósi þeirra auknu kvaða sem hafa bæst við EES-samninginn. Þessi vaxandi innlimun virðist stangast á við þá meginreglu sem mótuð var í upphafi, að Ísland haldi öllum lykilyfirráðum yfir auðlindum sínum. Niðurstaða Það er lýðræðisleg skylda stjórnmálaflokka að leggja fram rök sín á grundvelli staðreynda. Fullyrðingar Viðreisnar um að 50.000 Íslendingar þurfi að flytja heim við úrsögn úr EES halda ekki vatni og flokkast undir upplýsingaóreiðu og falsfréttir. Staða langflestra Íslendinga erlendis er tryggð með öðrum samningum, sérstaklega á Norðurlöndum. Ísland þarf að móta skýrari stefnu um hvernig það ætlar að verja fullveldi sitt og auðlindir gagnvart kröfum um sífellt víðtækari innlimun ESB-löggjafar. Endurskoðun á EES þarf að byggja á upplýstri umræðu, ekki á hræðsluáróðri. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast á Alþingi og meðal almennings um kosti og galla EES-samningsins. Í þeirri umræðu hefur Viðreisn haldið því fram að segði Ísland upp EES-samningnum þyrftu um 50.000 Íslendingar að flytja heim, enda myndi búsetu- og atvinnuréttur þeirra falla úr gildi. Þessi fullyrðing er röng að stórum hluta og byggist á grundvallarmisskilningi á þeim samningum sem tryggja réttindi Íslendinga erlendis. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn fari rétt með staðreyndir þegar tekist er á um hagsmuni þjóðarinnar og fullveldi. Kjarninn í þessum misskilningi snýst um stöðu Íslendinga á Norðurlöndunum. Talið er að um 50.000 Íslendingar búi erlendis og að mati Viðreisnar standi og falli réttindi þeirra með EES. Tölur sýna að um 63% af þeim Íslendingum sem búsettir eru erlendis (um 31.500 manns) búa í Noregi, Danmörku, Svíþjóð eða Finnlandi. Réttindi Íslendinga til að búa, starfa og stunda nám á hinum Norðurlöndunum eru tryggð með norræna samstarfinu, sem felur í sér Norræna vegabréfasambandið og frjálsan vinnumarkað Norðurlanda. Þetta samstarf er sjálfstætt og óháð EES-samningnum. Úrsögn Íslands úr EES myndi því ekki ógna búsetu- eða atvinnuréttindum þessa stóra hóps. Réttindabreytingarnar sem Viðreisn varar við myndu því aðeins snerta þá 5.000 (10%) Íslendinga sem búa í öðrum löndum EES utan Norðurlanda. Þetta er vissulega umtalsverður hópur en er langt frá þeim 50.000 sem rætt hefur verið um. Hagsmunir þessarar tíundar eru mikilvægir, en þá hagsmuni verður að vega á móti þeim ávinningi og þeim kostnaði sem fylgir áframhaldandi þátttöku í EES. Fullveldi og innlimun nýrra kvaða Annar mikilvægur þáttur umræðunnar snýr að því sem snertir fullveldið og auðlindir Íslands. Þegar EES-samningurinn var gerður var forsenda þátttöku Íslands sú að samningurinn næði hvorki til sjávarútvegs, landbúnaðar né nýtingar náttúruauðlinda. Stjórnmálamenn fullyrtu að Ísland fengi „allt fyrir ekkert“ – aðgang að innri markaðnum án þess að afsala sér lykilyfirráðum. Undanfarin ár hefur hins vegar færst í aukana að íslensk stjórnvöld innlimi nýja löggjöf í EES-samninginn sem varla var hægt að ímynda sér í upphafi og sem talið var að stangaðist á við íslensku stjórnarskrána. Dæmi um þetta eru orkupakkarnir og bókun 35 (yfirþjóðlegt vald ESB yfir Íslandi í mörgum málum). Þessir pakkar, sem varða raforkumarkaðinn og orkumál, hafa vakið umræðu um það hversu djúpt Evrópureglur eiga að ná inn í yfirráð Íslendinga yfir innviðum. Þótt Ísland njóti undanþágu í sjávarútvegi er stöðugur þrýstingur, meðal annars í gegnum umhverfislöggjöf og sameiginlegan rannsóknarvettvang, sem getur haft óbein áhrif á stjórnun íslenskra auðlinda. Þetta hefur valdið óánægju og umræðu um fullveldisafsal í ljósi þeirra auknu kvaða sem hafa bæst við EES-samninginn. Þessi vaxandi innlimun virðist stangast á við þá meginreglu sem mótuð var í upphafi, að Ísland haldi öllum lykilyfirráðum yfir auðlindum sínum. Niðurstaða Það er lýðræðisleg skylda stjórnmálaflokka að leggja fram rök sín á grundvelli staðreynda. Fullyrðingar Viðreisnar um að 50.000 Íslendingar þurfi að flytja heim við úrsögn úr EES halda ekki vatni og flokkast undir upplýsingaóreiðu og falsfréttir. Staða langflestra Íslendinga erlendis er tryggð með öðrum samningum, sérstaklega á Norðurlöndum. Ísland þarf að móta skýrari stefnu um hvernig það ætlar að verja fullveldi sitt og auðlindir gagnvart kröfum um sífellt víðtækari innlimun ESB-löggjafar. Endurskoðun á EES þarf að byggja á upplýstri umræðu, ekki á hræðsluáróðri. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun