Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. desember 2025 07:46 Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún þannig í þættinum. Hins vegar hefur hún, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi í gær. Hvernig er það að treysta þjóðinni í málinu að segja það mikla málamiðlun af hálfu Viðreisnar að fram fari þjóðaratkvæði um það? Vitanlega gengur það ekki upp. Ef Þorgerður og flokkurinn hennar treysta þjóðinni í raun þarf varla málamiðlun af hálfu hans í þeim efnum? Það er raunar aðeins ein ástæða fyrir því að umrætt þjóðaratkvæði er fyrirhugað. Tilgangurinn með því er að reyna að koma hreyfingu á málið fyrst ekki er þingmeirihluti fyrir því á Alþingi, kosinn af íslenzkum kjósendum. Væri slíkur þingmeirihluti fyrir hendi er þannig alveg ljóst að ekkert þjóðaratkvæði væri á dagskrá um málið. Markmiðið er að reyna að setja pólitískan þrýsting á þingið verði niðurstaða þjóðaratkvæðisins hagstæð fyrir Viðreisn fyrst kjósendur hafa ekki kosið meirihluta fyrir því að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá í þingkosningum. Flokkurinn lagði ekki einu sinni í það að gera þjóðaratkvæði um það að hluta af kosningastefnu sinni. Það er ástæða fyrir því. Sumarið 2024 lét Evrópuhreyfingin Maskínu gera skoðanakönnun fyrir sig þar sem kannað var hvort áherzla á þjóðaratkvæði um málið væri til þess fallið að skila flokkum auknu fylgi eða ekki. Niðurstöður könnunarinnar voru aldrei birtar. Fulltrúar Viðreisnar ræddu Evrópusambandsmálið síðan varla í aðdraganda kosninganna nema að frumkvæði fjölmiðlamanna og kjósenda. Þá var slegið í og úr hvort um skilyrði yrði að ræða fyrir stjórnarsamstarfi. Sú reyndist síðan auðvitað raunin strax eftir kosningarnar þegar ekki þurfti lengur að hafa áhyggjur af kjósendum. Nú síðast kom fram í nýsamþykktri skýrslu þings Evrópusambandsins um norðurslóðir að sambandið hefði í hyggju í samstarfi við ríkisstjórnina að reka einhliða áróður fyrir þjóðaratkvæðið um ætlaða kosti inngöngu í það. Einmitt. Viðreisn treystir kjósendum. Einmitt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún þannig í þættinum. Hins vegar hefur hún, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi í gær. Hvernig er það að treysta þjóðinni í málinu að segja það mikla málamiðlun af hálfu Viðreisnar að fram fari þjóðaratkvæði um það? Vitanlega gengur það ekki upp. Ef Þorgerður og flokkurinn hennar treysta þjóðinni í raun þarf varla málamiðlun af hálfu hans í þeim efnum? Það er raunar aðeins ein ástæða fyrir því að umrætt þjóðaratkvæði er fyrirhugað. Tilgangurinn með því er að reyna að koma hreyfingu á málið fyrst ekki er þingmeirihluti fyrir því á Alþingi, kosinn af íslenzkum kjósendum. Væri slíkur þingmeirihluti fyrir hendi er þannig alveg ljóst að ekkert þjóðaratkvæði væri á dagskrá um málið. Markmiðið er að reyna að setja pólitískan þrýsting á þingið verði niðurstaða þjóðaratkvæðisins hagstæð fyrir Viðreisn fyrst kjósendur hafa ekki kosið meirihluta fyrir því að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá í þingkosningum. Flokkurinn lagði ekki einu sinni í það að gera þjóðaratkvæði um það að hluta af kosningastefnu sinni. Það er ástæða fyrir því. Sumarið 2024 lét Evrópuhreyfingin Maskínu gera skoðanakönnun fyrir sig þar sem kannað var hvort áherzla á þjóðaratkvæði um málið væri til þess fallið að skila flokkum auknu fylgi eða ekki. Niðurstöður könnunarinnar voru aldrei birtar. Fulltrúar Viðreisnar ræddu Evrópusambandsmálið síðan varla í aðdraganda kosninganna nema að frumkvæði fjölmiðlamanna og kjósenda. Þá var slegið í og úr hvort um skilyrði yrði að ræða fyrir stjórnarsamstarfi. Sú reyndist síðan auðvitað raunin strax eftir kosningarnar þegar ekki þurfti lengur að hafa áhyggjur af kjósendum. Nú síðast kom fram í nýsamþykktri skýrslu þings Evrópusambandsins um norðurslóðir að sambandið hefði í hyggju í samstarfi við ríkisstjórnina að reka einhliða áróður fyrir þjóðaratkvæðið um ætlaða kosti inngöngu í það. Einmitt. Viðreisn treystir kjósendum. Einmitt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun