Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar 12. desember 2025 14:02 Fjarðarheiðargöng eru vissulega dýr framkvæmd en það er dýrt að halda stóru vogskornu og fjöllóttu landi við ysta sæ í byggð. Staðreyndin er sú að við búum í borgríki þar sem tæp 80% landsmanna búa í innan við 100 km fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og skilningurinn á lífi þeirra sem búa í yfir 600 kílómetra fjarlægð fer minnkandi ár frá ári. Austurland er hins vegar gríðarlega mikilvægt í efnahagslegu tilliti fyrir Ísland allt. Hér verða til tæplega 25% vöruútflutningstekna þjóðarbúsins og hér er vara millilandaflugvöllur landsins og eina millilanda ferjuhöfnin. Satt er það að við erum fá eða aðeins 2,9% landsmanna en vilja Íslendingar að Austfirðingar verði enn lægra hlutfall landsmanna? Ég held ekki. En þá þurfum við að fjárfesta svolítið í innviðum hér og það er vel gerlegt. Ég studdi ákvörðun ríkisstjórnar þinnar að hækka veiðigjöld og taldi það sanngjarnt enda lofuðuð þið því að hækkunin myndi skila sér til innviðauppbyggingar út um landið. Áætluð árleg hækkun veiðigjalda á fyrirtæki á Austurlandi var um 3 milljarðar. U.þ.b. 34-35% rafmagns sem Landsvirkjun framleiðir kemur frá Kárahnjúkavirkjun sem er einmitt á hinu fámenna, vogskorna og fjöllótta Austurlandi. Arðgreiðslur Landsvirkjunar voru 25 milljarðar fyrir síðasta ár. Þó við vitum ekki verð til einstakra stórnotenda þá skulum við vona að verðið sé sæmilegt og reikna með að þriðjungur arðsins skapist hér fyrir austan eða 8,3 milljarðar. Svo þetta tvennt, hækkun veiðigjalds um 3 milljarða og þriðjungur arðgreiðslna Landsvirkjunar gera u.þ.b. 11,3 milljarðar á ári. Þetta er utan allra venjulegra skatta og gjalda sem fólk og fyrirtæki hér greiða glöð til samneyslunnar. Þessir tveir tekjustofnar geta hæglega greitt fyrir Fjarðarheiðagöng, Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng auk vegarins um Öxi og Suðurfjarðarveg á næstu árum. Það þykir góður gangur í gangagerð ef tekst að framkvæma fyrir 7 milljarða á ári svo við höfum þá 4,3 milljarða árlega í vegabæturnar. Vegagerðin hefur gefið út að Fjarðarheiðagöng kosti u.þ.b. 47 milljarða án vasks svo það tæki tæp 7 ár að gera þau miðað við gefnar forsendur og samanlagður kostnaður við hin tvö göngin er áætlaður 5 milljörðum minni, 42 milljarðar og tæki, með forsendunum sem við gáfum okkur 6 ár. Þú hefur gefið út að þið hyggist hefja gangnagerð á kjörtímabilinu svo við skulum gera ráð fyrir að þið getið hafið útboðsferlið snemma á næsta ári og framkvæmdir geta þá vonandi hafist snemma árs 2027. 2040 getum við svo klippt á borðann og hringtenging Austurlands er orðin að veruleika. Þessir 4.3 milljarðar árlega sem við eigum eftir duga til að gera veginn um Öxi og endurnýja Suðurfjarðarveg á nokkrum árum svo við gætum sennilega keypt okkur talsvert nammi fyrir afganginn eða farið í aðrar nauðsynlegar vegabætur eins og Hellisheiðargöng. Svo kæra Kristrún ekki segja að Fjarðarheiðagöng séu ekki fjárhagslega forsvaranleg heldur skaltu standa við stóru orðin og rjúfa þetta allt of langa jarðganga stopp strax. Ég sleppti viljandi öllum tilfinningarökum í þessum skrifum en þau eru þó sterkustu rökin í þessu máli. Með fyrirfram þökk Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Einn situr Geir Bakþankar Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Skattskrár og ofurlaun Fastir pennar Gera þarf betur Auðunn Arnórsson Fastir pennar Aldraðir á Landspítala Fastir pennar Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Fjarðarheiðargöng eru vissulega dýr framkvæmd en það er dýrt að halda stóru vogskornu og fjöllóttu landi við ysta sæ í byggð. Staðreyndin er sú að við búum í borgríki þar sem tæp 80% landsmanna búa í innan við 100 km fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og skilningurinn á lífi þeirra sem búa í yfir 600 kílómetra fjarlægð fer minnkandi ár frá ári. Austurland er hins vegar gríðarlega mikilvægt í efnahagslegu tilliti fyrir Ísland allt. Hér verða til tæplega 25% vöruútflutningstekna þjóðarbúsins og hér er vara millilandaflugvöllur landsins og eina millilanda ferjuhöfnin. Satt er það að við erum fá eða aðeins 2,9% landsmanna en vilja Íslendingar að Austfirðingar verði enn lægra hlutfall landsmanna? Ég held ekki. En þá þurfum við að fjárfesta svolítið í innviðum hér og það er vel gerlegt. Ég studdi ákvörðun ríkisstjórnar þinnar að hækka veiðigjöld og taldi það sanngjarnt enda lofuðuð þið því að hækkunin myndi skila sér til innviðauppbyggingar út um landið. Áætluð árleg hækkun veiðigjalda á fyrirtæki á Austurlandi var um 3 milljarðar. U.þ.b. 34-35% rafmagns sem Landsvirkjun framleiðir kemur frá Kárahnjúkavirkjun sem er einmitt á hinu fámenna, vogskorna og fjöllótta Austurlandi. Arðgreiðslur Landsvirkjunar voru 25 milljarðar fyrir síðasta ár. Þó við vitum ekki verð til einstakra stórnotenda þá skulum við vona að verðið sé sæmilegt og reikna með að þriðjungur arðsins skapist hér fyrir austan eða 8,3 milljarðar. Svo þetta tvennt, hækkun veiðigjalds um 3 milljarða og þriðjungur arðgreiðslna Landsvirkjunar gera u.þ.b. 11,3 milljarðar á ári. Þetta er utan allra venjulegra skatta og gjalda sem fólk og fyrirtæki hér greiða glöð til samneyslunnar. Þessir tveir tekjustofnar geta hæglega greitt fyrir Fjarðarheiðagöng, Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng auk vegarins um Öxi og Suðurfjarðarveg á næstu árum. Það þykir góður gangur í gangagerð ef tekst að framkvæma fyrir 7 milljarða á ári svo við höfum þá 4,3 milljarða árlega í vegabæturnar. Vegagerðin hefur gefið út að Fjarðarheiðagöng kosti u.þ.b. 47 milljarða án vasks svo það tæki tæp 7 ár að gera þau miðað við gefnar forsendur og samanlagður kostnaður við hin tvö göngin er áætlaður 5 milljörðum minni, 42 milljarðar og tæki, með forsendunum sem við gáfum okkur 6 ár. Þú hefur gefið út að þið hyggist hefja gangnagerð á kjörtímabilinu svo við skulum gera ráð fyrir að þið getið hafið útboðsferlið snemma á næsta ári og framkvæmdir geta þá vonandi hafist snemma árs 2027. 2040 getum við svo klippt á borðann og hringtenging Austurlands er orðin að veruleika. Þessir 4.3 milljarðar árlega sem við eigum eftir duga til að gera veginn um Öxi og endurnýja Suðurfjarðarveg á nokkrum árum svo við gætum sennilega keypt okkur talsvert nammi fyrir afganginn eða farið í aðrar nauðsynlegar vegabætur eins og Hellisheiðargöng. Svo kæra Kristrún ekki segja að Fjarðarheiðagöng séu ekki fjárhagslega forsvaranleg heldur skaltu standa við stóru orðin og rjúfa þetta allt of langa jarðganga stopp strax. Ég sleppti viljandi öllum tilfinningarökum í þessum skrifum en þau eru þó sterkustu rökin í þessu máli. Með fyrirfram þökk Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar