Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar 12. desember 2025 07:32 Vafalaust kannast ýmsir við troðfulla skápa í eldhúsinu. Samt virðist ekkert til! Það er misjafnt milli heimila hvaða vörur fylla búrskápana. Ég þekki einn sem fann 7 sósujafnara í skápatiltekt í fyrra! Í mínu tilfelli er það frystivara, hnetur, fræ og allskonar krukkumatur sem á það til að safnast upp. Við fjölskyldan höfum vanið okkur á að taka kaupstopp í eina viku í desember áður en hátíðarmatarinnkaupin hefjast. Smá áskorun þar sem við förum eins langt og við getum í að nýta og njóta. Ávinningurinn er að eftir átakið er nóg pláss í skápunum fyrir jólamatinn, smákökurnar og konfektið. Auk þess fer mun minna af mat í ruslið og við spörum okkur pening sem getur komið sér vel fyrir jólin! Svo er algjör bónus að til verða óvæntar en ljúffengar uppskriftir sem stundum verða hluti af endurteknum uppskriftum í hversdeginum. Hvernig gerum við þetta? Við byrjum á að kortleggja allt sem er til í búrskápum, frysti og ísskáp. Síðan hefst hugmyndavinnan. Hvað er hægt að matreiða úr þessu? Þegar við erum búin að tæma okkar hugmyndabrunn er líka hægt að nýta gervigreindina. Hvað ætli þetta dugi í margar máltíðir? Hér kviknar oft á keppnisskapinu með að búa til sem flestar og sem frumlegastar máltíðir úr lagernum. Niðurstaðan eru allskonar nýjar súpuuppskriftir, hristingar, fræbrauð, eftirréttir og hvað eina. Hér má nefna að mínar frægustu smákökur, Tobbur, urðu einmitt til svona. Þar sæki ég innblástur í klassísku kornflexkökuna en nýti öll þessi fræ, hnetur og þurrkuðu ávexti sem safnast upp hjá mér í stað kornflexins. Kaupstoppið kemur sér svo vel yfir hátíðirnar, við erum með betri yfirsýn yfir hvað er til, og höfum pláss til að geyma afgangana. Þá er fullkomið að vera búin að gera ráð fyrir afgangamáltíðum inn í jóladagskránni. Til dæmis Pálínuboð á jóladag þar sem allir bjóða upp á sína jólaafganga . Eða hin fullkomna jólasamloka í hádeginu á annan í jólum þar sem við nýtum það sem til er og gæðum okkur á yfir jólabókalestrinum. Ég skora á ykkur að nýta keppnisskapið í eldhúsinu, vera nýtin, skapandi, segja frá ykkar reynslu á samfélagsmiðlum og jafnvel tagga #samangegnsoun. Njótið, nýtið og upplifið eitthvað alveg nýtt í leiðinni! Höfundur er teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Vafalaust kannast ýmsir við troðfulla skápa í eldhúsinu. Samt virðist ekkert til! Það er misjafnt milli heimila hvaða vörur fylla búrskápana. Ég þekki einn sem fann 7 sósujafnara í skápatiltekt í fyrra! Í mínu tilfelli er það frystivara, hnetur, fræ og allskonar krukkumatur sem á það til að safnast upp. Við fjölskyldan höfum vanið okkur á að taka kaupstopp í eina viku í desember áður en hátíðarmatarinnkaupin hefjast. Smá áskorun þar sem við förum eins langt og við getum í að nýta og njóta. Ávinningurinn er að eftir átakið er nóg pláss í skápunum fyrir jólamatinn, smákökurnar og konfektið. Auk þess fer mun minna af mat í ruslið og við spörum okkur pening sem getur komið sér vel fyrir jólin! Svo er algjör bónus að til verða óvæntar en ljúffengar uppskriftir sem stundum verða hluti af endurteknum uppskriftum í hversdeginum. Hvernig gerum við þetta? Við byrjum á að kortleggja allt sem er til í búrskápum, frysti og ísskáp. Síðan hefst hugmyndavinnan. Hvað er hægt að matreiða úr þessu? Þegar við erum búin að tæma okkar hugmyndabrunn er líka hægt að nýta gervigreindina. Hvað ætli þetta dugi í margar máltíðir? Hér kviknar oft á keppnisskapinu með að búa til sem flestar og sem frumlegastar máltíðir úr lagernum. Niðurstaðan eru allskonar nýjar súpuuppskriftir, hristingar, fræbrauð, eftirréttir og hvað eina. Hér má nefna að mínar frægustu smákökur, Tobbur, urðu einmitt til svona. Þar sæki ég innblástur í klassísku kornflexkökuna en nýti öll þessi fræ, hnetur og þurrkuðu ávexti sem safnast upp hjá mér í stað kornflexins. Kaupstoppið kemur sér svo vel yfir hátíðirnar, við erum með betri yfirsýn yfir hvað er til, og höfum pláss til að geyma afgangana. Þá er fullkomið að vera búin að gera ráð fyrir afgangamáltíðum inn í jóladagskránni. Til dæmis Pálínuboð á jóladag þar sem allir bjóða upp á sína jólaafganga . Eða hin fullkomna jólasamloka í hádeginu á annan í jólum þar sem við nýtum það sem til er og gæðum okkur á yfir jólabókalestrinum. Ég skora á ykkur að nýta keppnisskapið í eldhúsinu, vera nýtin, skapandi, segja frá ykkar reynslu á samfélagsmiðlum og jafnvel tagga #samangegnsoun. Njótið, nýtið og upplifið eitthvað alveg nýtt í leiðinni! Höfundur er teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar