Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 11. desember 2025 16:01 Íslenska er ekki sjálfgefin á Íslandi. Skrýtið!? Enska er sjálfgefna málið í samskiptum Íslendinga og innflytjenda. Aðeins 18% innflytjenda telja sig kunna góða íslensku.En kannski er það ekki skrýtið ef „allir“ tala ensku við innflytjendur, líka þegar þeir, innflytjendur, kunna ekki ensku. Enska er meira að segja oft töluð við börn og þá ekki einu sinni börn sem hafa ensku að móðurmáli. Stóra spurningin er: Viljum við þetta? Viljum við skipta fólki í þá sem málið kunna og þá sem það ekki kunna? Ef svarið við þeirri spurningu er „já“ þá er íslenskt samfélag á hárréttri leið. Sé vilji til að snúa af þeirri braut er margt sem laga þarf, margt sem leysa þarf. Málið verður ekki leyst á einni nóttu. Málið verður heldur ekki leyst með frösum og innantómu gjálfri stjórnmálamanna núverandi og fyrrverandi. Það er margt sem þarf að koma til FRAMKVÆMDA. Einn þáttur sem er mjög vegamikill, kannski sá mikilvægasti og hann er sá að móðurmálshafi þarf að vera meðvitaður um að hann hafi ýmislegt til málanna að leggja, að hann geti haft áhrif. Hér koma því nokkrir punktar sem mætti spyrða saman við hugtakið almannakennari sem komið er frá Peter Weiss. Hann lagði átakinu Íslenskuvænt samfélag – við erum öll almannakennarar téð hugtak á sínum tíma. Punktunum er ekki ætlað að vera heilagur sannleikur heldur eitthvað sem vekur kannski til umhugsunar. Hér er enga töfralausn að finna en kannski hluti lausnar. -Þú þarft ekki að tala ensku þótt töluð sé enska við þig. Þér ber engin skylda til þess. Ef þú vilt ekki tala ensku þá er það í fínu lagi. Enginn ætti að krefjast þess af þér. Og ef fólk skilur ekki þegar þú talar íslensku þá er það örugglega stærra vandamál fyrir það en þig. Þitt hlutverk er að leita allra leiða til að fólk skilji þig og nota til þess „allskonar“ íslensku, einfalda, hægja á þér, endurorða, benda, stytta setningar … Skilji fólk ekki hvað þú segir ætti það að senda þau skilaboð að ef til vill ætti það að leggja harðar að sér við að ná tökum á málinu. Kurteisi og bros er æskilegt undir þessum kringumstæðum. Sé vilji til þess að íslenska verði sjálfgefna málið þarf að hafa fyrir því. Enginn lærir íslenska nema hún sé notuð, fáir telja sig þurfa að nota íslensku sé ekki ætlast til þess af þeim. -Það er besta mál að kvarta undan því þegar íslenska er ekki í boði. Rétt er þó að beina þeim umkvörtunum á réttan stað. Það er nefnilega sjaldnast starfsfólkið sem leggur línurnar. Það er atvinnurekandinn sem hefur meira um það að segja hvort íslenska sé í boði. Jú, og yfirvaldið líka. Samt er auðvitað enginn ástæða til að skipta yfir á ensku frekar en þú vilt. -Viðhorfið smá enska hér, smá enska þar skaðar ekki, hvort sem það er á matseðlum, skiltum eða í samskiptum er skaðlegt viðhorf. Það grefur undan íslenskunni smátt og smátt. Margt smátt gerir eitt stórt. -Enska leiðir saman en sundrar einnig. Hún skapar aðgreiningu: Þeir sem kunna málið og þeir sem kunna það ekki. Hverjir verða fremur ofan á í samfélaginu? Íslenskukunnátta jafnar möguleika fólks og setur það við sama borð. Það er gott að það hafa í huga. Við þessa punkta má svo spinna að vild. Það er vonandi að jólagjöf íslensks samfélags til sjálfs síns verði í formi þess að gera íslensku að sjálfgefna málinu á Íslandi. Höfundur er kennari í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og stofnandi verkefnisins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag innan Háskólaseturs Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Íslensk fræði Innflytjendamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Íslenska er ekki sjálfgefin á Íslandi. Skrýtið!? Enska er sjálfgefna málið í samskiptum Íslendinga og innflytjenda. Aðeins 18% innflytjenda telja sig kunna góða íslensku.En kannski er það ekki skrýtið ef „allir“ tala ensku við innflytjendur, líka þegar þeir, innflytjendur, kunna ekki ensku. Enska er meira að segja oft töluð við börn og þá ekki einu sinni börn sem hafa ensku að móðurmáli. Stóra spurningin er: Viljum við þetta? Viljum við skipta fólki í þá sem málið kunna og þá sem það ekki kunna? Ef svarið við þeirri spurningu er „já“ þá er íslenskt samfélag á hárréttri leið. Sé vilji til að snúa af þeirri braut er margt sem laga þarf, margt sem leysa þarf. Málið verður ekki leyst á einni nóttu. Málið verður heldur ekki leyst með frösum og innantómu gjálfri stjórnmálamanna núverandi og fyrrverandi. Það er margt sem þarf að koma til FRAMKVÆMDA. Einn þáttur sem er mjög vegamikill, kannski sá mikilvægasti og hann er sá að móðurmálshafi þarf að vera meðvitaður um að hann hafi ýmislegt til málanna að leggja, að hann geti haft áhrif. Hér koma því nokkrir punktar sem mætti spyrða saman við hugtakið almannakennari sem komið er frá Peter Weiss. Hann lagði átakinu Íslenskuvænt samfélag – við erum öll almannakennarar téð hugtak á sínum tíma. Punktunum er ekki ætlað að vera heilagur sannleikur heldur eitthvað sem vekur kannski til umhugsunar. Hér er enga töfralausn að finna en kannski hluti lausnar. -Þú þarft ekki að tala ensku þótt töluð sé enska við þig. Þér ber engin skylda til þess. Ef þú vilt ekki tala ensku þá er það í fínu lagi. Enginn ætti að krefjast þess af þér. Og ef fólk skilur ekki þegar þú talar íslensku þá er það örugglega stærra vandamál fyrir það en þig. Þitt hlutverk er að leita allra leiða til að fólk skilji þig og nota til þess „allskonar“ íslensku, einfalda, hægja á þér, endurorða, benda, stytta setningar … Skilji fólk ekki hvað þú segir ætti það að senda þau skilaboð að ef til vill ætti það að leggja harðar að sér við að ná tökum á málinu. Kurteisi og bros er æskilegt undir þessum kringumstæðum. Sé vilji til þess að íslenska verði sjálfgefna málið þarf að hafa fyrir því. Enginn lærir íslenska nema hún sé notuð, fáir telja sig þurfa að nota íslensku sé ekki ætlast til þess af þeim. -Það er besta mál að kvarta undan því þegar íslenska er ekki í boði. Rétt er þó að beina þeim umkvörtunum á réttan stað. Það er nefnilega sjaldnast starfsfólkið sem leggur línurnar. Það er atvinnurekandinn sem hefur meira um það að segja hvort íslenska sé í boði. Jú, og yfirvaldið líka. Samt er auðvitað enginn ástæða til að skipta yfir á ensku frekar en þú vilt. -Viðhorfið smá enska hér, smá enska þar skaðar ekki, hvort sem það er á matseðlum, skiltum eða í samskiptum er skaðlegt viðhorf. Það grefur undan íslenskunni smátt og smátt. Margt smátt gerir eitt stórt. -Enska leiðir saman en sundrar einnig. Hún skapar aðgreiningu: Þeir sem kunna málið og þeir sem kunna það ekki. Hverjir verða fremur ofan á í samfélaginu? Íslenskukunnátta jafnar möguleika fólks og setur það við sama borð. Það er gott að það hafa í huga. Við þessa punkta má svo spinna að vild. Það er vonandi að jólagjöf íslensks samfélags til sjálfs síns verði í formi þess að gera íslensku að sjálfgefna málinu á Íslandi. Höfundur er kennari í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og stofnandi verkefnisins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag innan Háskólaseturs Vestfjarða.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun