Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar 11. desember 2025 12:00 Umræðan um svonefnt umönnunarbil, tímabilið frá lokum fæðingarorlofs þar til leikskóladvöl hefst, hefur verið áberandi undanfarin ár. Foreldrar lýsa álagi og óvissu og ný skýrsla Jafnréttisstofu sýnir að þær lausnir sem eiga að brúa bilið erum ósamræmdar og viðhalda sögulegum kynjahalla. Þjónusta sveitarfélaga, hvort sem hún birtist í formi heimgreiðslna, leikskólaumgjarðar eða dagforeldra, hefur víðast hvar bein áhrif á möguleika fjölskyldna til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, þ.e. brúa hið margumrædda umönnunarbil. Fjölbreyttar lausnir – og kynjaáhrifin gleymast Könnun á þjónustu sveitarfélaga, sem byggir á svörum 45 sveitarfélaga, dregur fram mikinn breytileika í útfærslu á þjónustu og gjaldskrám. Nítján sveitarfélög bjóða heimgreiðslur, flest án þess að fram fari lögbundið jafnréttismat. Greiðslurnar eru ætlaðar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, en tölur sýna að 80% viðtakenda eru mæður, þær nýta greiðslurnar í tæplega 11 mánuði að jafnaði, á meðan feður nýta þær í um 3,5 mánuði. Þannig festir kerfið hefðbundin kynjahlutverk í sessi og getur haft langtímaáhrif á tekjur, lífeyrisréttindi og starfsþróun kvenna. Innritunaraldur á leikskóla er víða 12–13 mánuðir, en stærstu sveitarfélögin eru þar undanskilin, þau taka flest inn börn síðar, allt að tveggja ára. Biðlistar eru algengir og gjaldskrár ósamræmdar. Meðaltalsgjald fyrir 8 klukkustunda dvöl er um 30.000 krónur, en hæsta gjald nær tæpum 47 þúsund krónum. Afsláttur af dvalargjöldum er misjafn milli sveitarfélaga og gjaldskrár í mörgum tilfellum óskýrar. Jafnan er ekki veittur afsláttur af fæðisgjöldum sem geta bætt við 10–15 þúsund krónum á mánuði. Svokallaðir skráningardagar eru fremur algengir meðal sveitarfélaga, allt að 20 á ári. Bleiugjöld, sektargjöld, 15 mínútna gjöld, hálftímagjöld, gjöld umfram samningstíma og föstudagsvistun eru dæmi um aukagjöld sem geta einnig hækkað kostnað foreldra verulega. Tíu sveitarfélög bjóða gjaldfrjálsa dvalartíma sem er enn einn valkosturinn sem foreldrar í þeim sveitarfélögum standa frammi fyrir. Þegar upp er staðið þurfa foreldrar í fjölmörgum tilfellum að stíga ákveðinn línudans til að keppast við klukkuna og krónurnar. Sá veruleiki skapar álag á fjölskyldur og hefur áhrif á tekjuöflun mæðra, lífeyrisréttindi og tækifæri á vinnumarkaði. Feður fjarlægjast á sama tíma hið hversdagslega líf fjölskyldunnar með fjölgun vinnustunda. Dagforeldraþjónustan, sem upphaflega var hugsuð sem tímabundið úrræði á áttunda áratugnum, er enn hluti af kerfinu. Hún er algengust í stærri sveitarfélögum og þar sem leikskólapláss vantar þurfa foreldrar í einhverjum tilfellum að velja milli dagforeldra eða heimgreiðslna og miðað við nýtingu eru það oftar mæður sem taka á sig tekjutap til að vera heima. Kynjakerfið lifir góðu lífi Núverandi kerfi virðist lítið ná að hrófla við sögulegri verkaskiptingu kynjanna, þar sem konur bera meginábyrgð á heimili og umönnun. Þótt konur hafi fengið aukið aðgengi að vinnumarkaði, eru þær enn í meirihluta í umönnunarstörfum og bera þungann af ólaunuðum heimilisverkum. Úrræði sem ætlað er að „auka val“ foreldra, eins og heimgreiðslur eða gjaldfrjálsir dvalartímar, geta í reynd styrkt hugmyndina um að móðir sé „betur til þess fallin“ að vera heima. Rannsóknir frá Norðurlöndum sýna að áhrifin bitna mest á konum með lágar tekjur, lágt menntunarstig eða innflytjendabakgrunn, hópar sem þegar eru viðkvæmir fyrir félagslegri einangrun og fátækt. Þegar konur taka lengri hlé frá vinnumarkaði veikjast tengsl þeirra við atvinnulíf, sem hefur áhrif á ævitekjur og lífeyri. Á sama tíma eykst kynbundinn launamunur og vinnumarkaðurinn missir mannauð. Vandamálið er því samfélagslegt en ekki síst efnahagslegt. Kerfisbreytingar án kynjasjónarmiða Sveitarfélög bera samkvæmt lögum skyldu til að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í ákvarðanatöku og stefnumótun. Ákvarðanir um breytingar á gjaldskrám eða innritunarreglum eru oft teknar með rökum um sveigjanleika eða mönnunarvanda án þess að áhrifin á kynjajafnrétti séu metin. Afleiðingin er kerfi sem viðheldur ójafnvægi og skapar félagslega innviðaskuld, skuld sem samfélagið greiðir síðar í formi minni atvinnuþátttöku, aukins ójafnaðar og verri lífsgæða. Hvað þarf að gera? Jafnréttisstofa leggur til að ríki og sveitarfélög vinni saman að heildstæðri stefnu sem tryggir samfellu milli fæðingarorlofs og leikskólastigs. Lögfesta þarf leikskólastigið sem fyrsta skólastig, samræma gjaldskrár, að því marki sem unnt er, og framkvæma jafnréttismat eins og skylt er við allar kerfisbreytingar. Kyngreind tölfræði er forsenda markvissrar ákvarðanatöku, þar sem metin eru áhrif á ólíka hópa samfélagsins. Aðgerðir sem virðast hlutlausar geta haft djúpstæð kynjaáhrif og án meðvitaðrar stefnumótunar verður umönnunarbilið áfram þrálátur þröskuldur í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðan um svonefnt umönnunarbil, tímabilið frá lokum fæðingarorlofs þar til leikskóladvöl hefst, hefur verið áberandi undanfarin ár. Foreldrar lýsa álagi og óvissu og ný skýrsla Jafnréttisstofu sýnir að þær lausnir sem eiga að brúa bilið erum ósamræmdar og viðhalda sögulegum kynjahalla. Þjónusta sveitarfélaga, hvort sem hún birtist í formi heimgreiðslna, leikskólaumgjarðar eða dagforeldra, hefur víðast hvar bein áhrif á möguleika fjölskyldna til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, þ.e. brúa hið margumrædda umönnunarbil. Fjölbreyttar lausnir – og kynjaáhrifin gleymast Könnun á þjónustu sveitarfélaga, sem byggir á svörum 45 sveitarfélaga, dregur fram mikinn breytileika í útfærslu á þjónustu og gjaldskrám. Nítján sveitarfélög bjóða heimgreiðslur, flest án þess að fram fari lögbundið jafnréttismat. Greiðslurnar eru ætlaðar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, en tölur sýna að 80% viðtakenda eru mæður, þær nýta greiðslurnar í tæplega 11 mánuði að jafnaði, á meðan feður nýta þær í um 3,5 mánuði. Þannig festir kerfið hefðbundin kynjahlutverk í sessi og getur haft langtímaáhrif á tekjur, lífeyrisréttindi og starfsþróun kvenna. Innritunaraldur á leikskóla er víða 12–13 mánuðir, en stærstu sveitarfélögin eru þar undanskilin, þau taka flest inn börn síðar, allt að tveggja ára. Biðlistar eru algengir og gjaldskrár ósamræmdar. Meðaltalsgjald fyrir 8 klukkustunda dvöl er um 30.000 krónur, en hæsta gjald nær tæpum 47 þúsund krónum. Afsláttur af dvalargjöldum er misjafn milli sveitarfélaga og gjaldskrár í mörgum tilfellum óskýrar. Jafnan er ekki veittur afsláttur af fæðisgjöldum sem geta bætt við 10–15 þúsund krónum á mánuði. Svokallaðir skráningardagar eru fremur algengir meðal sveitarfélaga, allt að 20 á ári. Bleiugjöld, sektargjöld, 15 mínútna gjöld, hálftímagjöld, gjöld umfram samningstíma og föstudagsvistun eru dæmi um aukagjöld sem geta einnig hækkað kostnað foreldra verulega. Tíu sveitarfélög bjóða gjaldfrjálsa dvalartíma sem er enn einn valkosturinn sem foreldrar í þeim sveitarfélögum standa frammi fyrir. Þegar upp er staðið þurfa foreldrar í fjölmörgum tilfellum að stíga ákveðinn línudans til að keppast við klukkuna og krónurnar. Sá veruleiki skapar álag á fjölskyldur og hefur áhrif á tekjuöflun mæðra, lífeyrisréttindi og tækifæri á vinnumarkaði. Feður fjarlægjast á sama tíma hið hversdagslega líf fjölskyldunnar með fjölgun vinnustunda. Dagforeldraþjónustan, sem upphaflega var hugsuð sem tímabundið úrræði á áttunda áratugnum, er enn hluti af kerfinu. Hún er algengust í stærri sveitarfélögum og þar sem leikskólapláss vantar þurfa foreldrar í einhverjum tilfellum að velja milli dagforeldra eða heimgreiðslna og miðað við nýtingu eru það oftar mæður sem taka á sig tekjutap til að vera heima. Kynjakerfið lifir góðu lífi Núverandi kerfi virðist lítið ná að hrófla við sögulegri verkaskiptingu kynjanna, þar sem konur bera meginábyrgð á heimili og umönnun. Þótt konur hafi fengið aukið aðgengi að vinnumarkaði, eru þær enn í meirihluta í umönnunarstörfum og bera þungann af ólaunuðum heimilisverkum. Úrræði sem ætlað er að „auka val“ foreldra, eins og heimgreiðslur eða gjaldfrjálsir dvalartímar, geta í reynd styrkt hugmyndina um að móðir sé „betur til þess fallin“ að vera heima. Rannsóknir frá Norðurlöndum sýna að áhrifin bitna mest á konum með lágar tekjur, lágt menntunarstig eða innflytjendabakgrunn, hópar sem þegar eru viðkvæmir fyrir félagslegri einangrun og fátækt. Þegar konur taka lengri hlé frá vinnumarkaði veikjast tengsl þeirra við atvinnulíf, sem hefur áhrif á ævitekjur og lífeyri. Á sama tíma eykst kynbundinn launamunur og vinnumarkaðurinn missir mannauð. Vandamálið er því samfélagslegt en ekki síst efnahagslegt. Kerfisbreytingar án kynjasjónarmiða Sveitarfélög bera samkvæmt lögum skyldu til að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í ákvarðanatöku og stefnumótun. Ákvarðanir um breytingar á gjaldskrám eða innritunarreglum eru oft teknar með rökum um sveigjanleika eða mönnunarvanda án þess að áhrifin á kynjajafnrétti séu metin. Afleiðingin er kerfi sem viðheldur ójafnvægi og skapar félagslega innviðaskuld, skuld sem samfélagið greiðir síðar í formi minni atvinnuþátttöku, aukins ójafnaðar og verri lífsgæða. Hvað þarf að gera? Jafnréttisstofa leggur til að ríki og sveitarfélög vinni saman að heildstæðri stefnu sem tryggir samfellu milli fæðingarorlofs og leikskólastigs. Lögfesta þarf leikskólastigið sem fyrsta skólastig, samræma gjaldskrár, að því marki sem unnt er, og framkvæma jafnréttismat eins og skylt er við allar kerfisbreytingar. Kyngreind tölfræði er forsenda markvissrar ákvarðanatöku, þar sem metin eru áhrif á ólíka hópa samfélagsins. Aðgerðir sem virðast hlutlausar geta haft djúpstæð kynjaáhrif og án meðvitaðrar stefnumótunar verður umönnunarbilið áfram þrálátur þröskuldur í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar