Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2025 15:02 Nýleg ákvörðun KSÍ um að segja upp markaðsstjóra og ráða engan í staðinn í sparnaðarskyni hefur vakið athygli mína. Það er auðvelt að skilja að sambandið þurfi að hagræða – íslenskur fótbolti stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum, bæði fjárhagslegum og skipulagslegum. En þegar skera á niður, þá skiptir máli hvar byrjað er. Og að mínu mati er verið að byrja á röngum enda. Það sem gerir stöðuna enn sérkennilegri er að engin opinber tilkynning hefur komið frá KSÍ um þessa breytingu. Hér er verið að leggja niður lykilstarf sem snertir tekjur, ímynd og samskipti við þjóðina, fyrirtæki og félög – án þess að sambandið telji ástæðu til að upplýsa um það opinberlega. Í nútímasamfélagi, þar sem íþróttahreyfingar eru metnar eftir gegnsæi, fagmennsku og trausti, verður slík þögn þung. Markaðs- og samskiptamál eru ekki aukaatriði. Þau eru burðarstoðir tekjuöflunar, vörumerkjastjórnunar og upplifunar í kringum landsliðin – og ef eitthvað er, þá er þetta svið sem ætti að efla, ekki veikja. Þetta eru verkefnin sem halda utan um ímynd, sýnileika og samskipti við þá sem fjármagna stóran hluta starfseminnar: fyrirtækin, stuðningsfólkið og samfélagið í kringum fótboltann. Þar liggja tekjurnar – og tækifæri til enn meiri tekna. Í mörgum öðrum löndum hefur þróunin verið þveröfug. Þar er verið að efla markaðsstarf, bæta fagmennsku og tryggja að ímynd og vara sambandsins sé sterk, nútímaleg og aðlaðandi fyrir samstarfsaðila. Samkeppnin um athygli og styrktaraðila er gríðarleg og hún einfaldlega bíður ekki eftir þeim sem ákveða að leggja lykilstöðu niður. Það er aðeins hægt að spara upp að vissu marki – en á endanum þarf einhver að sækja tekjurnar. Að skera niður í markaðsmálum í von um sparnað er svolítið eins og að slökkva ljósin í búðinni til að spara rafmagn. Jú, kostnaðurinn lækkar aðeins – en enginn kemur inn í búðina - og án tekna er fátt sem heldur rekstrinum gangandi til lengri tíma. Við verðum líka að spyrja: Hver á nú að vinna að því að styrkja vörumerki íslensku landsliðanna? Hver á að leiða samningaviðræður, miðla verðmætum og tryggja áframhaldandi stuðning fyrirtækja? Hver á að sækja nýjar tekjur? Og hver ber ábyrgð á því að sambandið byggi upp þá jákvæðu ímynd sem það hefur lýst yfir að það vilji endurheimta? Ef það á að færa þessi verkefni innanhúss – þá væri allavega góð byrjun á að setja þá tilkynningu í loftið, því slík verkefni fara ekki í sjálfstýringu, þau krefjast sérhæfingar, reynslu og stefnumótandi hugsunar. Fótboltinn er eitt sterkasta sameiningarafl sem við eigum - og ef við viljum efla íslenskan fótbolta, þá verðum við að gæta þess að ekki sé skorið niður þar sem verðmætin verða til. Höfundur er markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg ákvörðun KSÍ um að segja upp markaðsstjóra og ráða engan í staðinn í sparnaðarskyni hefur vakið athygli mína. Það er auðvelt að skilja að sambandið þurfi að hagræða – íslenskur fótbolti stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum, bæði fjárhagslegum og skipulagslegum. En þegar skera á niður, þá skiptir máli hvar byrjað er. Og að mínu mati er verið að byrja á röngum enda. Það sem gerir stöðuna enn sérkennilegri er að engin opinber tilkynning hefur komið frá KSÍ um þessa breytingu. Hér er verið að leggja niður lykilstarf sem snertir tekjur, ímynd og samskipti við þjóðina, fyrirtæki og félög – án þess að sambandið telji ástæðu til að upplýsa um það opinberlega. Í nútímasamfélagi, þar sem íþróttahreyfingar eru metnar eftir gegnsæi, fagmennsku og trausti, verður slík þögn þung. Markaðs- og samskiptamál eru ekki aukaatriði. Þau eru burðarstoðir tekjuöflunar, vörumerkjastjórnunar og upplifunar í kringum landsliðin – og ef eitthvað er, þá er þetta svið sem ætti að efla, ekki veikja. Þetta eru verkefnin sem halda utan um ímynd, sýnileika og samskipti við þá sem fjármagna stóran hluta starfseminnar: fyrirtækin, stuðningsfólkið og samfélagið í kringum fótboltann. Þar liggja tekjurnar – og tækifæri til enn meiri tekna. Í mörgum öðrum löndum hefur þróunin verið þveröfug. Þar er verið að efla markaðsstarf, bæta fagmennsku og tryggja að ímynd og vara sambandsins sé sterk, nútímaleg og aðlaðandi fyrir samstarfsaðila. Samkeppnin um athygli og styrktaraðila er gríðarleg og hún einfaldlega bíður ekki eftir þeim sem ákveða að leggja lykilstöðu niður. Það er aðeins hægt að spara upp að vissu marki – en á endanum þarf einhver að sækja tekjurnar. Að skera niður í markaðsmálum í von um sparnað er svolítið eins og að slökkva ljósin í búðinni til að spara rafmagn. Jú, kostnaðurinn lækkar aðeins – en enginn kemur inn í búðina - og án tekna er fátt sem heldur rekstrinum gangandi til lengri tíma. Við verðum líka að spyrja: Hver á nú að vinna að því að styrkja vörumerki íslensku landsliðanna? Hver á að leiða samningaviðræður, miðla verðmætum og tryggja áframhaldandi stuðning fyrirtækja? Hver á að sækja nýjar tekjur? Og hver ber ábyrgð á því að sambandið byggi upp þá jákvæðu ímynd sem það hefur lýst yfir að það vilji endurheimta? Ef það á að færa þessi verkefni innanhúss – þá væri allavega góð byrjun á að setja þá tilkynningu í loftið, því slík verkefni fara ekki í sjálfstýringu, þau krefjast sérhæfingar, reynslu og stefnumótandi hugsunar. Fótboltinn er eitt sterkasta sameiningarafl sem við eigum - og ef við viljum efla íslenskan fótbolta, þá verðum við að gæta þess að ekki sé skorið niður þar sem verðmætin verða til. Höfundur er markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun