Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 6. desember 2025 11:00 Nú í vikunni lagði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fram fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar í bæjarstjórn. Þetta er síðasta fjárhagsáætlun núverandi meirihluta sem ber öll einkenni um að það er kosningarár framundan. Frítt í strætó fyrir 18 ára og yngri Við umræðu fjárhagsáætlunar lögðum við jafnaðarfólk fram all margar tillögur, t.d. að létta undir með fjölskyldum og draga úr álögum með því að vera með ókeypis í strætó fyrir öll börn 18 ára og yngri og hækkun frístundastyrks. Við lögðum til bættar samgöngur og að ráðist verði í brýnar vegbætur við Reykjanesbraut til að leysa úr umferðarhnútum. Einnig fjölgun félagslegra íbúða, átak í uppbyggingu húsnæðis m.a. í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, heildarstefnumótun í málefnum barna, bættu aðgengi og greiða niður skuldir. Tillögur sem eru að fullu fjármagnaðar og miða að því að stuðla að velferð og jöfnuði. Þeim var öllum hafnað. Svikin loforð Loforðalistinn er ekki langur sem birtist í málefnsamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá árinu 2022. Nú á að reyna að bjarga því fyrir horn sem hægt er að bjarga. Hjúkrunarheimili er ekki enn risið og hjúkrunarrýmum ekki fjölgað á kjörtímabilinu, engin heilsugæsla er komin á Vellina og ekkert verður af stækkun tónlistarskólans sem er löngu sprunginn eða að koma upp aðstöðu fyrir leikhús. Meirihlutinn lofaði að koma með áætlun um íþróttahús við grunnskóla þar sem ekki er íþróttahús en ekkert hefur sést til þeirrar vinnu á kjörtímabilinu. Þetta eru aðeins fá dæmi af mörgum sem lýsir verkleysi núverandi meirihluta í stórum sem smáum málum. Ef loforðum fylgir ekki fjármagn, þá gera þau lítið annað en að ýta undir væntingar, en hafa því miður lítið með raunveruleikann að gera. Skuldir aukast Niðurstaðan fjárhagsáætlunar er að heildarskuldir hækka milli ára og framkvæmdir eru fjármagnaðar með lántöku. Skuldir á hvern íbúa hækka á milli ára. Vaxtakostnaður og afborganir lána hafa aukist og áfram er gert ráð fyrir aukinni skuldsetningu bæjarins. Þetta gerist þrátt fyrir kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um að lækka skuldir bæjarins. Ofáætlun í lóðasölu Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir hagnaði árið 2026 af rekstri bæjarins. Þegar nánar er að gáð þá er reksturinn ekki sjálfbær því gert er ráð fyrir að sala eigna stendur undir hagnaðinum. Áætlað er að sala byggingarréttar og gatnagerðargjöld verði 5.7 milljarðar. Þessi upphæð er með því hæsta sem sést hefur í áætlunum á kjörtímabilinu. Á sama tíma er árangur meirihlutans af sölu lóða töluvert undir væntingum. Á þessu ári sem er að líða hafa t.d. aðeins verið seldur innan við helmingur byggingarréttar miðað við áætlun ársins 2025. Ef sama niðurstaða verður á næsta ári þá verður tap á rekstri bæjarins. Hæg fjölgun lóða Til að selja lóðir verða lóðir að vera til í skipulaginu. Staðan er hins vegar sú að árið 2023 fækkaði meirihlutinn lóðum í skipulagi þegar sérbýlishúsalóðir voru settar inn í skipulag Áslands 4 á kostnað fjölbýla. Við þá breytingu fækkaði íbúðum um 100. Fá deiliskipulög á þéttingarreitum hafa verið samþykkt, þó að þar séu tækifærin mikil. Lóðarhafar á þéttingarreitum kvarta yfir samráðsleysi og litlum samningsvilja bæjaryfirvalda, enda þokast lítið í uppbyggingu á þeim svæðum. Áætlanir gera ráð fyrir nýjum hverfum á Þorlákstúni og Vatnshlíð, en það tekur tíma og óljóst hvort það komi til framkvæmdar á þessu kjörtímabili. Það er ljóst að ef selja á byggingarrétt og reka bæinn með hagnaði þarf að koma til algjör stefnubreyting hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Skortur á framtíðarsýn Skuldir hafa hækkað milli ára, skuldir á hvern íbúa hafa hækkað, vaxtakostnaður og afborganir lána aukast og lítið þokast í stórum málum. Rekstur bæjarins stendur ekki undir fjárfestingum og hagnaður bæjarins stendur og fellur með sölu byggingarréttar og tekjum af gatnagerðargjöldum sem er háð sveiflukenndum markaði. Fyrirheitin eru mörg, fjármagn sett í hitt og þetta, ekkert er að fullu klárað, engin kraftur og alger skortur á framtíðarsýn. Á sama tíma hafa aðstæður breyst til hins betra með lækkun verðbólgu og vaxta með aðgerðum ríkisstjórnarinnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur. Nýjir tímar Í vinnu við fjárhagsáætlunina hefur ekki staðið á okkur jafnaðarfólki. Við erum fús til að styðja góð mál og verkefni sem stuðla að betri bæ, jöfnuði og aukinni velferð íbúanna. Tillögur okkar í fjárhagsáætlun miða að því. Við munum áfram halda á þeirri vegferð á næstu mánuðum og þegar nýr meirihluti Samfylkingarinnar tekur við eftir kosningarnar 16. maí n.k. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú í vikunni lagði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fram fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar í bæjarstjórn. Þetta er síðasta fjárhagsáætlun núverandi meirihluta sem ber öll einkenni um að það er kosningarár framundan. Frítt í strætó fyrir 18 ára og yngri Við umræðu fjárhagsáætlunar lögðum við jafnaðarfólk fram all margar tillögur, t.d. að létta undir með fjölskyldum og draga úr álögum með því að vera með ókeypis í strætó fyrir öll börn 18 ára og yngri og hækkun frístundastyrks. Við lögðum til bættar samgöngur og að ráðist verði í brýnar vegbætur við Reykjanesbraut til að leysa úr umferðarhnútum. Einnig fjölgun félagslegra íbúða, átak í uppbyggingu húsnæðis m.a. í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög, heildarstefnumótun í málefnum barna, bættu aðgengi og greiða niður skuldir. Tillögur sem eru að fullu fjármagnaðar og miða að því að stuðla að velferð og jöfnuði. Þeim var öllum hafnað. Svikin loforð Loforðalistinn er ekki langur sem birtist í málefnsamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá árinu 2022. Nú á að reyna að bjarga því fyrir horn sem hægt er að bjarga. Hjúkrunarheimili er ekki enn risið og hjúkrunarrýmum ekki fjölgað á kjörtímabilinu, engin heilsugæsla er komin á Vellina og ekkert verður af stækkun tónlistarskólans sem er löngu sprunginn eða að koma upp aðstöðu fyrir leikhús. Meirihlutinn lofaði að koma með áætlun um íþróttahús við grunnskóla þar sem ekki er íþróttahús en ekkert hefur sést til þeirrar vinnu á kjörtímabilinu. Þetta eru aðeins fá dæmi af mörgum sem lýsir verkleysi núverandi meirihluta í stórum sem smáum málum. Ef loforðum fylgir ekki fjármagn, þá gera þau lítið annað en að ýta undir væntingar, en hafa því miður lítið með raunveruleikann að gera. Skuldir aukast Niðurstaðan fjárhagsáætlunar er að heildarskuldir hækka milli ára og framkvæmdir eru fjármagnaðar með lántöku. Skuldir á hvern íbúa hækka á milli ára. Vaxtakostnaður og afborganir lána hafa aukist og áfram er gert ráð fyrir aukinni skuldsetningu bæjarins. Þetta gerist þrátt fyrir kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um að lækka skuldir bæjarins. Ofáætlun í lóðasölu Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir hagnaði árið 2026 af rekstri bæjarins. Þegar nánar er að gáð þá er reksturinn ekki sjálfbær því gert er ráð fyrir að sala eigna stendur undir hagnaðinum. Áætlað er að sala byggingarréttar og gatnagerðargjöld verði 5.7 milljarðar. Þessi upphæð er með því hæsta sem sést hefur í áætlunum á kjörtímabilinu. Á sama tíma er árangur meirihlutans af sölu lóða töluvert undir væntingum. Á þessu ári sem er að líða hafa t.d. aðeins verið seldur innan við helmingur byggingarréttar miðað við áætlun ársins 2025. Ef sama niðurstaða verður á næsta ári þá verður tap á rekstri bæjarins. Hæg fjölgun lóða Til að selja lóðir verða lóðir að vera til í skipulaginu. Staðan er hins vegar sú að árið 2023 fækkaði meirihlutinn lóðum í skipulagi þegar sérbýlishúsalóðir voru settar inn í skipulag Áslands 4 á kostnað fjölbýla. Við þá breytingu fækkaði íbúðum um 100. Fá deiliskipulög á þéttingarreitum hafa verið samþykkt, þó að þar séu tækifærin mikil. Lóðarhafar á þéttingarreitum kvarta yfir samráðsleysi og litlum samningsvilja bæjaryfirvalda, enda þokast lítið í uppbyggingu á þeim svæðum. Áætlanir gera ráð fyrir nýjum hverfum á Þorlákstúni og Vatnshlíð, en það tekur tíma og óljóst hvort það komi til framkvæmdar á þessu kjörtímabili. Það er ljóst að ef selja á byggingarrétt og reka bæinn með hagnaði þarf að koma til algjör stefnubreyting hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Skortur á framtíðarsýn Skuldir hafa hækkað milli ára, skuldir á hvern íbúa hafa hækkað, vaxtakostnaður og afborganir lána aukast og lítið þokast í stórum málum. Rekstur bæjarins stendur ekki undir fjárfestingum og hagnaður bæjarins stendur og fellur með sölu byggingarréttar og tekjum af gatnagerðargjöldum sem er háð sveiflukenndum markaði. Fyrirheitin eru mörg, fjármagn sett í hitt og þetta, ekkert er að fullu klárað, engin kraftur og alger skortur á framtíðarsýn. Á sama tíma hafa aðstæður breyst til hins betra með lækkun verðbólgu og vaxta með aðgerðum ríkisstjórnarinnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur. Nýjir tímar Í vinnu við fjárhagsáætlunina hefur ekki staðið á okkur jafnaðarfólki. Við erum fús til að styðja góð mál og verkefni sem stuðla að betri bæ, jöfnuði og aukinni velferð íbúanna. Tillögur okkar í fjárhagsáætlun miða að því. Við munum áfram halda á þeirri vegferð á næstu mánuðum og þegar nýr meirihluti Samfylkingarinnar tekur við eftir kosningarnar 16. maí n.k. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun