Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar 6. desember 2025 10:31 „Hvort breyta eigi stjórnarskránni eða skrifa alveg nýja er pólitísk ákvörðun sem á heima hjá þinginu. Nefndin hefur einnig ítrekað lagt áherzlu á það að samþykkt nýrrar og góðrar stjórnarskrár ætti að vera reist á sem víðtækastri samstöðu í samfélaginu og að „víðtæk og efnisleg umræða með þátttöku hinna ýmsu stjórnmálasamtaka, félagasamtaka og borgaralegra samtaka, fræðasamfélagsins og fjölmiðla sé mikilvæg forsenda fyrir því að samþykkja texta sem mögulegt er að viðhalda til lengri tíma, er ásættanlegur fyrir samfélagið í heild og í samræmi við lýðræðisleg viðmið.““ Með þessum hætti er komizt að orði í umsögn Feneyjanefndar Evrópuráðsins um fjórar tillögur að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins sem áform voru uppi um að gera árið 2020 en döguðu að lokum uppi. Einkum vegna þess að áðurnefnd víðtæk samstaða náðist ekki um þær. Tveir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu, sem barizt hefur fyrir því að skipta stjórnarskránni út fyrir aðra, rituðu grein á dögunum Vísi þar sem þeir héldu því meðal annars fram að engin þörf væri á því að breið sátt væri um stjórnarskrárbreytingar á meðal stjórnmálaflokka á Alþingi. Nefndin er ljóslega ósammála. Fyrir það fyrsta kemur eins og áður segir réttilega fram í umsögninni að ákvörðunarvaldið í þessum efnum liggi hjá hinu lýðræðislega kjörna Alþingi þar sem þingmenn stjórnmálaflokkanna sitja. Í annan stað er talað um sem víðtækasta samstöðu í samfélaginu og meðal annars skírskotað til stjórnmálasamtaka í þeim efnum. Í þriðja lagi kemur fram í umsögninni að mikilvæg forsenda fyrir stjórnarskrárbreytingum sé að um texta sé að ræða sem hægt sé að viðhalda til lengri tíma. Með öðrum orðum texta sem ekki sé hætta á að ítrekað verði breytt eftir því hvaða flokkar hafa þingmeirihluta. Vitanlega er Feneyjanefndin enginn úrskurðaraðili í þessum efnum heldur fyrst og fremst til ráðgjafar í stjórnarskrármálum. Hins vegar vitna áðurnefndir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu í grein sinni í önnur ummæli í umræddu áliti þar sem fram kemur að nefndin telji að ef horfið sé með verulegum hætti frá uppkasti stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá frá árinu 2012 ætti að útskýra fyrir almenningi ástæður þess. Annað hvort hafa umræddir einstaklingar ekki lesið álitið í heild eða þeir kjósa einfaldlega að velja það sem hentar pólitískt og tala um leið gegn því sem hentar þeim ekki. Hitt er svo annað mál, talandi um uppkast stjórnlagaráðs, að í umsögn Feneyjanefndarinnar um það frá 2013 var því fundið mjög margt til foráttu. Til dæmis að mörg ákvæði hennar væru óljós og of almennt orðuð sem skapað gæti alvarleg vandamál við túlkun og framkvæmd þeirra. Þar á meðal í tengslum við lagasetningu. Stofnanakerfið sem lagt væri til væri flókið og skorti samræmingu. Þar á meðal þegar kæmi að skiptingu valds á milli þingsins, rikisstjórnarinnar og forsetans. Hið sama ætti við um ákvæði um aðkomu almennings í þjóðaratkvæðagreiðslum. Það fyrirkomulag væri of flókið. „Horft á heildina telur Feneyjanefndin að ástæður séu til staðar til þess að ætla að hætta sé á pólitískum hindrunum og óstöðugleika sem kunni að grafa með alvarlegum hætti undan góðum stjórnarháttum í landinu. Hliðstæðum áhyggjum hefur verið komið á framfæri varðandi fyrirhugað kosningakerfi,“ segir enn fremur. Þetta er ekki sízt áhugavert í ljósi ummæla stjórnarmannanna um að stjórnarskrá lýðveldisins væri óskýr og hættuleg með vísan til ákvæða hennar um forsetann. Með uppkasti stjórnlagaráðs væri ljóslega farið úr öskunni í eldinn í þeim efnum og vel rúmlega það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvort breyta eigi stjórnarskránni eða skrifa alveg nýja er pólitísk ákvörðun sem á heima hjá þinginu. Nefndin hefur einnig ítrekað lagt áherzlu á það að samþykkt nýrrar og góðrar stjórnarskrár ætti að vera reist á sem víðtækastri samstöðu í samfélaginu og að „víðtæk og efnisleg umræða með þátttöku hinna ýmsu stjórnmálasamtaka, félagasamtaka og borgaralegra samtaka, fræðasamfélagsins og fjölmiðla sé mikilvæg forsenda fyrir því að samþykkja texta sem mögulegt er að viðhalda til lengri tíma, er ásættanlegur fyrir samfélagið í heild og í samræmi við lýðræðisleg viðmið.““ Með þessum hætti er komizt að orði í umsögn Feneyjanefndar Evrópuráðsins um fjórar tillögur að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins sem áform voru uppi um að gera árið 2020 en döguðu að lokum uppi. Einkum vegna þess að áðurnefnd víðtæk samstaða náðist ekki um þær. Tveir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu, sem barizt hefur fyrir því að skipta stjórnarskránni út fyrir aðra, rituðu grein á dögunum Vísi þar sem þeir héldu því meðal annars fram að engin þörf væri á því að breið sátt væri um stjórnarskrárbreytingar á meðal stjórnmálaflokka á Alþingi. Nefndin er ljóslega ósammála. Fyrir það fyrsta kemur eins og áður segir réttilega fram í umsögninni að ákvörðunarvaldið í þessum efnum liggi hjá hinu lýðræðislega kjörna Alþingi þar sem þingmenn stjórnmálaflokkanna sitja. Í annan stað er talað um sem víðtækasta samstöðu í samfélaginu og meðal annars skírskotað til stjórnmálasamtaka í þeim efnum. Í þriðja lagi kemur fram í umsögninni að mikilvæg forsenda fyrir stjórnarskrárbreytingum sé að um texta sé að ræða sem hægt sé að viðhalda til lengri tíma. Með öðrum orðum texta sem ekki sé hætta á að ítrekað verði breytt eftir því hvaða flokkar hafa þingmeirihluta. Vitanlega er Feneyjanefndin enginn úrskurðaraðili í þessum efnum heldur fyrst og fremst til ráðgjafar í stjórnarskrármálum. Hins vegar vitna áðurnefndir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu í grein sinni í önnur ummæli í umræddu áliti þar sem fram kemur að nefndin telji að ef horfið sé með verulegum hætti frá uppkasti stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá frá árinu 2012 ætti að útskýra fyrir almenningi ástæður þess. Annað hvort hafa umræddir einstaklingar ekki lesið álitið í heild eða þeir kjósa einfaldlega að velja það sem hentar pólitískt og tala um leið gegn því sem hentar þeim ekki. Hitt er svo annað mál, talandi um uppkast stjórnlagaráðs, að í umsögn Feneyjanefndarinnar um það frá 2013 var því fundið mjög margt til foráttu. Til dæmis að mörg ákvæði hennar væru óljós og of almennt orðuð sem skapað gæti alvarleg vandamál við túlkun og framkvæmd þeirra. Þar á meðal í tengslum við lagasetningu. Stofnanakerfið sem lagt væri til væri flókið og skorti samræmingu. Þar á meðal þegar kæmi að skiptingu valds á milli þingsins, rikisstjórnarinnar og forsetans. Hið sama ætti við um ákvæði um aðkomu almennings í þjóðaratkvæðagreiðslum. Það fyrirkomulag væri of flókið. „Horft á heildina telur Feneyjanefndin að ástæður séu til staðar til þess að ætla að hætta sé á pólitískum hindrunum og óstöðugleika sem kunni að grafa með alvarlegum hætti undan góðum stjórnarháttum í landinu. Hliðstæðum áhyggjum hefur verið komið á framfæri varðandi fyrirhugað kosningakerfi,“ segir enn fremur. Þetta er ekki sízt áhugavert í ljósi ummæla stjórnarmannanna um að stjórnarskrá lýðveldisins væri óskýr og hættuleg með vísan til ákvæða hennar um forsetann. Með uppkasti stjórnlagaráðs væri ljóslega farið úr öskunni í eldinn í þeim efnum og vel rúmlega það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun