Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson og Örn Pálsson skrifa 5. desember 2025 14:45 Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Á seinasta aðalfundi tók Kjartan Sveinsson við kyndlinum frá þessum merka manni, vitandi það vel að hann væri ekki trillukarl í dag – frekar en nokkur annar – ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu Arthurs og Arnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 76 þúsund tonn sem skilaði 34,3 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. Hlutur smábáta í heildarafla þorsks var 23%, ýsuafli var 16% og steinbítur 23% heildarafla tegundarinnar. Hæst hefur afli smábáta farið í 95 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017. Þorskur er mikilvægasta fisktegund smábáta, um 68% heildaraflans. Aðrar tegundir sem mikilvægar eru fyrir smábáta eru ýsa, steinbítur, ufsi og grásleppa. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á þessum merku tímamótum væri hægt að minnast fjölmargra þátta sem starf LS hefur skilað félagsmönnum. Tvö þeirra skulu hér nefnd. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um að allir smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (950 alls). Aðrir smábátar (1.100 alls) fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta í þorski þar skipt yrði milli þeirra 2,18% leyfilegs afla í þorski. Aflahlutdeild þessa kerfis – krókaaflamark - til þorskveiðiheimilda nú er 17,5%. Landssamband smábátaeigenda var stofnað um þá kröfu að gefa handfæraveiðar frjálsar. Árið 2009 var komið á sérveiðileyfi til handfæraveiða – strandveiðar. Veiðikerfið var lögfest ári síðar. Til strandveiða á árinu 2025 voru ætluð 11.032 tonn af þorski – 5,2% leyfilegs heildarafla. Alls 806 bátar voru á bakvið þann afla. Plus ça change, plus c'est la même chose. Það er þó magnað að lesa fréttir frá stofnfundinum. Ræðan sem Sveinbjörn Jónsson hélt gæti verið haldin nú 40 árum síðar: "Tilgangur minn með þessari upptalningu var að reyna að sýna fram á, að það er útilokað að draga línur í gegnum þennan hóp og hver sá sem það reynir má vera viss um að hann hallar réttlætinu. Tilgangurinn var líka sá að reyna að koma í veg fyrir að við sem hér erum samankomnir frá hinum ýmsu stöðum með hinar ýmsu forsendur – eyddum tíma okkar í að karpa um áhersluatriði sem við kynnum aldrei að ná saman um. Heldur reyndum þess í stað að finna grundvöll til að berjast fyrir sameiginlegum rétti okkar allra. Réttinum til að stunda iðju okkar frjálsir þar sem það ógnar á engan hátt hagsmunum þessarar þjóðar eða öðrum þegnum hennar." Enn þann dag í dag berjumst við á móti þessum sömu öflum sem reyna af öllum mætti að grafa undan tilverurétti okkar. Þar sannast hið fornkveðna: því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir sami hluturinn. Smábátaeigendur! Innilegar hamingjuóskir með félagið ykkar. Standið vörð um það hér eftir sem hingað til. Kjartan Páll Sveinsson formaðurÖrn Pálsson framkvæmdastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Á seinasta aðalfundi tók Kjartan Sveinsson við kyndlinum frá þessum merka manni, vitandi það vel að hann væri ekki trillukarl í dag – frekar en nokkur annar – ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu Arthurs og Arnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 76 þúsund tonn sem skilaði 34,3 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. Hlutur smábáta í heildarafla þorsks var 23%, ýsuafli var 16% og steinbítur 23% heildarafla tegundarinnar. Hæst hefur afli smábáta farið í 95 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017. Þorskur er mikilvægasta fisktegund smábáta, um 68% heildaraflans. Aðrar tegundir sem mikilvægar eru fyrir smábáta eru ýsa, steinbítur, ufsi og grásleppa. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á þessum merku tímamótum væri hægt að minnast fjölmargra þátta sem starf LS hefur skilað félagsmönnum. Tvö þeirra skulu hér nefnd. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um að allir smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (950 alls). Aðrir smábátar (1.100 alls) fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta í þorski þar skipt yrði milli þeirra 2,18% leyfilegs afla í þorski. Aflahlutdeild þessa kerfis – krókaaflamark - til þorskveiðiheimilda nú er 17,5%. Landssamband smábátaeigenda var stofnað um þá kröfu að gefa handfæraveiðar frjálsar. Árið 2009 var komið á sérveiðileyfi til handfæraveiða – strandveiðar. Veiðikerfið var lögfest ári síðar. Til strandveiða á árinu 2025 voru ætluð 11.032 tonn af þorski – 5,2% leyfilegs heildarafla. Alls 806 bátar voru á bakvið þann afla. Plus ça change, plus c'est la même chose. Það er þó magnað að lesa fréttir frá stofnfundinum. Ræðan sem Sveinbjörn Jónsson hélt gæti verið haldin nú 40 árum síðar: "Tilgangur minn með þessari upptalningu var að reyna að sýna fram á, að það er útilokað að draga línur í gegnum þennan hóp og hver sá sem það reynir má vera viss um að hann hallar réttlætinu. Tilgangurinn var líka sá að reyna að koma í veg fyrir að við sem hér erum samankomnir frá hinum ýmsu stöðum með hinar ýmsu forsendur – eyddum tíma okkar í að karpa um áhersluatriði sem við kynnum aldrei að ná saman um. Heldur reyndum þess í stað að finna grundvöll til að berjast fyrir sameiginlegum rétti okkar allra. Réttinum til að stunda iðju okkar frjálsir þar sem það ógnar á engan hátt hagsmunum þessarar þjóðar eða öðrum þegnum hennar." Enn þann dag í dag berjumst við á móti þessum sömu öflum sem reyna af öllum mætti að grafa undan tilverurétti okkar. Þar sannast hið fornkveðna: því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir sami hluturinn. Smábátaeigendur! Innilegar hamingjuóskir með félagið ykkar. Standið vörð um það hér eftir sem hingað til. Kjartan Páll Sveinsson formaðurÖrn Pálsson framkvæmdastjóri
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar