Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 4. desember 2025 13:01 ÖBÍ réttindasamtök sendu borgarstjórn Reykjavíkur bréf í síðustu viku og vöktu athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármögnun samþykktra NPA samninga í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar. Með afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, sem samþykkt var í borgarstjórn í gær, var þessi ábending hundsuð þrátt fyrir að ÖBÍ hafi gert ítarlega grein fyrir því í bréfinu að borginni væri skylt samkvæmt lögum að fjármagna samþykkta NPA samninga. Sérstaka athygli vekur að í svarbréfi forseta borgarstjórnar, sem barst ÖBÍ réttindasamtökum fyrir helgi, kemur fram að forseti borgarstjórnar sé „sammála ÖBÍ að þjónusta skv. lögum nr. 38/2018 sé lögbundin þjónusta sem sveitarfélögum þessa lands ber að veita“. Þrátt fyrir þetta segir í bréfinu að ekki standi til að fjármagna þjónustuna. Samkvæmt fjárhagsáætluninni sem afgreidd var í gær verður það heldur ekki gert. Liggur þannig fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hefur vísvitandi tekið pólitíska ákvörðun um að neita fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir um aðstoð sem það hefur þörf fyrir og á rétt á lögum samkvæmt. Enginn vafi um ábyrgð á fjármögnun Lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr og ótvíræð um það hver ber ábyrgð á að fjármagna kostnað samkvæmt þeim. Í 5. gr. laganna, sem ber heitið „Ábyrgð og samvinna sveitarfélaga“, kemur fram að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og kostnaði vegna þjónustu samkvæmt lögunum nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Í 38. gr. laganna, sem ber heitið „Fjármögnun“, segir síðan orðrétt: „Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum.“ Þessari fjárhagslegu ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var ekki smyglað inn bakdyramegin eða lögfest án samráðs – eins og halda mætti miðað við málflutning margra fulltrúa sveitarfélaganna – heldur var samið um þessa ábyrgð milli ríkis og sveitarfélaga og þeir samningar lagðir til grundvallar við setningu laga nr. 38/2018 eins og nánar er farið yfir í fyrri grein höfundar. Sveitarfélögin eru því þegar búin að semja um fjárhagslega ábyrgð sína á málaflokknum og hafa fengið til sín tekjustofna vegna þess. Ábyrgð þeirra á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er þannig algjörlega skýr og ótvíræð. Mannréttindi fatlaðs fólks ekki háð geðþótta valdhafa Kjarni mannréttinda er vernd gegn geðþótta valdhafa. Alþingi hefur, í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú hefur verið lögfestur, kveðið með lögum á um rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Þessa aðstoð hefur Alþingi falið sveitarfélögum að veita og fjármagna. Lögbundnar skyldur sveitarfélaga í þessum efnum eru ekki valkvæðar eða háðar pólitískri afstöðu meirihluta sveitarstjórnar hverju sinni. Þetta eru lagaskyldur og mannréttindi sem hafa ekkert með pólitík að gera. Pólitísk ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að fjármagna ekki þá NPA-samninga sem þegar hafa verið samþykktir er að mati ÖBÍ réttindasamtaka ólögleg og felur í sér skýrt brot gegn mannréttindum hlutaðeigandi einstaklinga. Hið sama gildir um sambærilegar ákvarðanir í öðrum sveitarfélögum. Ljóst er að ÖBÍ réttindasamtök munu ekki sitja aðgerðalaus hjá meðan brotin eru mannréttindi á fötluðum einstaklingum með þessum hætti. Neiti sveitarfélög að virða lögbundin réttindi fatlaðs fólks munu samtökin leita viðeigandi leiða til að knýja þau fram. Hvað ætlar ráðherra að gera? Félags- og húsnæðisráðherra hefur lögbundið eftirlit með því að sveitarfélögin standi við skyldur sínar gagnvart fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 38/2018. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherra bréf þar sem óskað er upplýsinga um viðbrögð ráðuneytisins við áformum Reykjavíkurborgar um þau brot gegn réttindum fatlaðs fólks sem nú hafa raungerst. Í bréfinu er athygli ráðherra vakin á því að ef nýafstaðin lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna ætti að vera annað en orðin tóm yrði að gera þá kröfu að ráðherra rækti lögbundið eftirlitshlutverk sitt gagnvart sveitarfélögunum með virkum hætti. Þessu bréfi ekki verið svarað og engin viðbrögð hafa komið frá ráðherra við fréttum undanfarinna daga af alvarlegum brotum sveitarfélaganna gegn mannréttindum hóps fatlaðs fólks. ÖBÍ réttindasamtök bíða nú svara ráðherra með eftirvæntingu. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
ÖBÍ réttindasamtök sendu borgarstjórn Reykjavíkur bréf í síðustu viku og vöktu athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármögnun samþykktra NPA samninga í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar. Með afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, sem samþykkt var í borgarstjórn í gær, var þessi ábending hundsuð þrátt fyrir að ÖBÍ hafi gert ítarlega grein fyrir því í bréfinu að borginni væri skylt samkvæmt lögum að fjármagna samþykkta NPA samninga. Sérstaka athygli vekur að í svarbréfi forseta borgarstjórnar, sem barst ÖBÍ réttindasamtökum fyrir helgi, kemur fram að forseti borgarstjórnar sé „sammála ÖBÍ að þjónusta skv. lögum nr. 38/2018 sé lögbundin þjónusta sem sveitarfélögum þessa lands ber að veita“. Þrátt fyrir þetta segir í bréfinu að ekki standi til að fjármagna þjónustuna. Samkvæmt fjárhagsáætluninni sem afgreidd var í gær verður það heldur ekki gert. Liggur þannig fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hefur vísvitandi tekið pólitíska ákvörðun um að neita fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir um aðstoð sem það hefur þörf fyrir og á rétt á lögum samkvæmt. Enginn vafi um ábyrgð á fjármögnun Lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr og ótvíræð um það hver ber ábyrgð á að fjármagna kostnað samkvæmt þeim. Í 5. gr. laganna, sem ber heitið „Ábyrgð og samvinna sveitarfélaga“, kemur fram að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og kostnaði vegna þjónustu samkvæmt lögunum nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Í 38. gr. laganna, sem ber heitið „Fjármögnun“, segir síðan orðrétt: „Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum.“ Þessari fjárhagslegu ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var ekki smyglað inn bakdyramegin eða lögfest án samráðs – eins og halda mætti miðað við málflutning margra fulltrúa sveitarfélaganna – heldur var samið um þessa ábyrgð milli ríkis og sveitarfélaga og þeir samningar lagðir til grundvallar við setningu laga nr. 38/2018 eins og nánar er farið yfir í fyrri grein höfundar. Sveitarfélögin eru því þegar búin að semja um fjárhagslega ábyrgð sína á málaflokknum og hafa fengið til sín tekjustofna vegna þess. Ábyrgð þeirra á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er þannig algjörlega skýr og ótvíræð. Mannréttindi fatlaðs fólks ekki háð geðþótta valdhafa Kjarni mannréttinda er vernd gegn geðþótta valdhafa. Alþingi hefur, í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú hefur verið lögfestur, kveðið með lögum á um rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Þessa aðstoð hefur Alþingi falið sveitarfélögum að veita og fjármagna. Lögbundnar skyldur sveitarfélaga í þessum efnum eru ekki valkvæðar eða háðar pólitískri afstöðu meirihluta sveitarstjórnar hverju sinni. Þetta eru lagaskyldur og mannréttindi sem hafa ekkert með pólitík að gera. Pólitísk ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að fjármagna ekki þá NPA-samninga sem þegar hafa verið samþykktir er að mati ÖBÍ réttindasamtaka ólögleg og felur í sér skýrt brot gegn mannréttindum hlutaðeigandi einstaklinga. Hið sama gildir um sambærilegar ákvarðanir í öðrum sveitarfélögum. Ljóst er að ÖBÍ réttindasamtök munu ekki sitja aðgerðalaus hjá meðan brotin eru mannréttindi á fötluðum einstaklingum með þessum hætti. Neiti sveitarfélög að virða lögbundin réttindi fatlaðs fólks munu samtökin leita viðeigandi leiða til að knýja þau fram. Hvað ætlar ráðherra að gera? Félags- og húsnæðisráðherra hefur lögbundið eftirlit með því að sveitarfélögin standi við skyldur sínar gagnvart fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 38/2018. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherra bréf þar sem óskað er upplýsinga um viðbrögð ráðuneytisins við áformum Reykjavíkurborgar um þau brot gegn réttindum fatlaðs fólks sem nú hafa raungerst. Í bréfinu er athygli ráðherra vakin á því að ef nýafstaðin lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna ætti að vera annað en orðin tóm yrði að gera þá kröfu að ráðherra rækti lögbundið eftirlitshlutverk sitt gagnvart sveitarfélögunum með virkum hætti. Þessu bréfi ekki verið svarað og engin viðbrögð hafa komið frá ráðherra við fréttum undanfarinna daga af alvarlegum brotum sveitarfélaganna gegn mannréttindum hóps fatlaðs fólks. ÖBÍ réttindasamtök bíða nú svara ráðherra með eftirvæntingu. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun