Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar 3. desember 2025 09:00 Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Nú er á Reykjalundi rekin almenn endurhæfingarþjónusta sem hjálpað hefur 50 þúsund manns út í lífið eftir sjúkdóma eða slys og í flestum fjölskyldum á Íslandi er einhver sem hefur notið góðs af þjónustunni þar. Flestir Íslendingar þekkja líka Happdrætti SÍBS sem hefur verið bakhjarl Reykjalundar síðan happdrættið hóf starfsemi árið 1950. Í dag er happdrættið eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því ríkið greiðir enga leigu fyrir afnot af húsnæðinu, öfugt við húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Viðhald á úreltum húsakosti Húsnæði Reykjalundar er að miklu leyti úr sér gengið og svarar illa nútímakröfum til heilbrigðisþjónustu enda flest 50–80 ára gamalt. SÍBS hefur varið um 50 milljónum króna árlega síðustu ár í lágmarksviðhald húsnæðisins. Þetta er fórnarkostnaður þess að burðast með úr sér gengnar byggingar og betra hefði verið að geta notað þetta fé í nýbyggingu. Í heildarúttekt verkfræðistofu árið 2023 voru allra brýnustu endurbætur metnar á tvo milljarða króna. Ljóst er að það myndi engan veginn borga sig að leggja upp í slíka óvissuferð með húsnæði sem svarar ekki kalli tímans. Beðið eftir stefnu stjórnvalda Að byggja nýtt húsnæði yfir Reykjalund er eina raunhæfa leiðin til að tryggja starfsemina til framtíðar. Með þetta fyrir augum hefur SÍBS verið að leita fjármagns til að mynda sjóð sem gæti staðið undir eiginfjárframlagi á móti framkvæmdalánum. Skilyrði fyrir að slík fjármögnun gangi upp er leigusamningur við ríkið um nýja húsnæðið líkt og tíðkast með húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva. Happdrættið er að leggja fé í slíkan sjóð en meginhluti fjármögnunarinnar mun þó að líkindum koma gegnum sölu byggingarréttar á landi í eigu SÍBS. Á fundi með heilbrigðisráðherra í febrúar 2025 var stjórnendum SÍBS og Reykjalundar tjáð að endurhæfingarþjónusta yrði tekin til heildarendurskoðunar. Ráðherra mælti þá með að SÍBS og Reykjalundur tækju engar stórar ákvarðanir í húsnæðismálum fyrr en stefna ríkisins í málaflokknum lægi fyrir Nú bíðum við eftir hvítbók og í kjölfar hennar stefnumótunarvinnu sem vonandi klárast á næsta ári. Lítið er hægt að aðhafast í húsnæðismálum fyrr en við vitum hvaða endurhæfingu ríkið ætlar að fjármagna og hvaða ekki. Samfélagsleg grunnstoð Reykjalundur er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu sem nær ekki að lifa af nema ríkið axli ábyrgð og tryggi að endurhæfing sé fjármögnuð á sama hátt og önnur heilbrigðisþjónusta. Reykjalundur hefur bætt lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þúsunda einstaklinga. Við rekum ómissandi grunnþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi og erum leiðandi stofnun á sviði endurhæfingar. Nú þarf ríkið að stíga inn með skýrum skuldbindingum svo að bygging nýs húsnæðis verði að veruleika. Rekstur endurhæfingar á ekki að vera happdrætti heldur fagleg þjónusta sem byggir á skýrri langtímastefnu stjórnvalda. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga á Reykjalundi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Nú er á Reykjalundi rekin almenn endurhæfingarþjónusta sem hjálpað hefur 50 þúsund manns út í lífið eftir sjúkdóma eða slys og í flestum fjölskyldum á Íslandi er einhver sem hefur notið góðs af þjónustunni þar. Flestir Íslendingar þekkja líka Happdrætti SÍBS sem hefur verið bakhjarl Reykjalundar síðan happdrættið hóf starfsemi árið 1950. Í dag er happdrættið eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því ríkið greiðir enga leigu fyrir afnot af húsnæðinu, öfugt við húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Viðhald á úreltum húsakosti Húsnæði Reykjalundar er að miklu leyti úr sér gengið og svarar illa nútímakröfum til heilbrigðisþjónustu enda flest 50–80 ára gamalt. SÍBS hefur varið um 50 milljónum króna árlega síðustu ár í lágmarksviðhald húsnæðisins. Þetta er fórnarkostnaður þess að burðast með úr sér gengnar byggingar og betra hefði verið að geta notað þetta fé í nýbyggingu. Í heildarúttekt verkfræðistofu árið 2023 voru allra brýnustu endurbætur metnar á tvo milljarða króna. Ljóst er að það myndi engan veginn borga sig að leggja upp í slíka óvissuferð með húsnæði sem svarar ekki kalli tímans. Beðið eftir stefnu stjórnvalda Að byggja nýtt húsnæði yfir Reykjalund er eina raunhæfa leiðin til að tryggja starfsemina til framtíðar. Með þetta fyrir augum hefur SÍBS verið að leita fjármagns til að mynda sjóð sem gæti staðið undir eiginfjárframlagi á móti framkvæmdalánum. Skilyrði fyrir að slík fjármögnun gangi upp er leigusamningur við ríkið um nýja húsnæðið líkt og tíðkast með húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva. Happdrættið er að leggja fé í slíkan sjóð en meginhluti fjármögnunarinnar mun þó að líkindum koma gegnum sölu byggingarréttar á landi í eigu SÍBS. Á fundi með heilbrigðisráðherra í febrúar 2025 var stjórnendum SÍBS og Reykjalundar tjáð að endurhæfingarþjónusta yrði tekin til heildarendurskoðunar. Ráðherra mælti þá með að SÍBS og Reykjalundur tækju engar stórar ákvarðanir í húsnæðismálum fyrr en stefna ríkisins í málaflokknum lægi fyrir Nú bíðum við eftir hvítbók og í kjölfar hennar stefnumótunarvinnu sem vonandi klárast á næsta ári. Lítið er hægt að aðhafast í húsnæðismálum fyrr en við vitum hvaða endurhæfingu ríkið ætlar að fjármagna og hvaða ekki. Samfélagsleg grunnstoð Reykjalundur er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu sem nær ekki að lifa af nema ríkið axli ábyrgð og tryggi að endurhæfing sé fjármögnuð á sama hátt og önnur heilbrigðisþjónusta. Reykjalundur hefur bætt lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þúsunda einstaklinga. Við rekum ómissandi grunnþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi og erum leiðandi stofnun á sviði endurhæfingar. Nú þarf ríkið að stíga inn með skýrum skuldbindingum svo að bygging nýs húsnæðis verði að veruleika. Rekstur endurhæfingar á ekki að vera happdrætti heldur fagleg þjónusta sem byggir á skýrri langtímastefnu stjórnvalda. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun