Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson skrifa 3. desember 2025 08:31 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur með samþykkt sinni frá 26. nóvember síðastliðnum ekki aðeins byggt stjórnsýslu sína á rangri fullyrðingu, heldur hefur hún einnig brotið gegn grundvallarskyldum sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum með því að neita að afgreiða lögbundin erindi varðandi frístundabyggðir, nema gerðar verði lagabreytingar á Alþingi. Þetta eru stjórnsýsluleg afglöp. Það er ótrúlegt að lesa fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 26. nóvember síðastliðnum og sjá hversu langt sveitarfélag er tilbúið til að ganga í að hafna eigin skyldum. Sveitarstjórnin byggir samþykkt sína á þeirri fullyrðingu að Þjóðskrá Íslands starfi „í trássi við fyrirmæli laga“ með því að skrá fólk sem hefur fasta búsetu í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili í sveitarfélaginu. Þessi fullyrðing er einfaldlega röng og hefur sveitarstjórn verið gerð afturreka í tvígang með hana. Fyrst með niðurstöðu Þjóðskrár og síðar með úrskurði dómsmálaráðuneytis. Enn fremur hefur sveitarstjórnin borið það fyrir sig að skráning fólks í ótilgreint lögheimili, skapi slíka óvissu um skipulagsvald sveitarfélagsins og um réttindi og skyldur þeirra sem þannig eru skráðir, að nauðsynlegt sé að synja öllum nýjum erindum er varða frístundabyggðir. En það er engin óvissa og því algerlega ónauðsynlegt að grípa til þessara harkalegu og ólögmætu aðgerða. Þetta kemur ekki aðeins niður á íbúum sem eiga heimili í frístundahúsum heldur öllum öðrum eigendum frístundahúsa í sveitarfélaginu. Þessi samþykkt sveitastjórnar er alvarlegt brot á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, sem leggja sveitarfélögum eftirfarandi skyldur á herðar: að afgreiða erindi, að sinna lögbundnum verkefnum, að veita þjónustu, að vinna úr skipulags- og stjórnsýslumálum, að haga störfum sínum eftir gildandi lögum — ekki væntingum um mögulegar lagasetningar í framtíðinni. Að synja erindum vegna mögulegrar lagasetningar í framtíð er ólögmætt og brot á grundvallarreglum stjórnsýsluréttar Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga ber sveitarfélögum skylda til að sinna erindum sem þeim berast. Engin heimild er í lögum til þess að: frysta heila málaflokka, hafna öllum erindum í einu lagi, eða skilyrða afgreiðslu við óvissa atburði í framtíð eins og lagabreytingar á Alþingi. Þetta er ólögmæti á nokkrum sviðum: Brot á þjónustuskyldu – 7. gr. sveitarstjórnarlaga Sveitarfélag verður að sinna erindum. Það má ekki bíða eftir einhverjum óljósum framtíðar lagasetningum. Brot á lögmætisreglu –sem sækir stoð sína meðal annars í 2. gr. stjórnarskrárinnar og meginreglur réttarríkisins.Að hafna afgreiðslu á grundvelli hugsanlegra framtíðar lagabreytinga- eða setninga er ekki lögmæt stjórnsýsla.Stjórnvöld verða að byggja ákvarðanir á gildandi lögum, ekki þeim lögum sem þau óska sér. Brot á 9. og 10. gr. stjórnsýslulaga – málsmeðferð og rannsókn Stjórnvöldum ber að taka mál til meðferðar og rannsaka þau.Að hafna því alfarið er óheimilt. Brot á 11. gr. stjórnsýslulaga – jafnræði Þjónustan sem íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu fá má ekki velta á því hvort þau eigi heimili í frístundabyggð eða íbúðarhúsnæði. Brot á 12. gr. stjórnsýslulaga – meðalhófsreglu Að stöðva afgreiðslu á heilum málaflokki er ólögmætt og gengur gegn meðalhófi. Þetta er ekki skipulagsmál — þetta er stjórnsýslubrot Sveitarstjórnin reynir að gera málið að skipulagsdeilu. En skipulagið er aðeins afleiðing. Það sem er miklu alvarlegra er þetta: Sveitarfélagið er að neita að sinna lögbundinni stjórnsýslu með vísan til laga sem það vill að verði breytt og sendir ábyrgðina á ráðuneyti og Alþingi. Í lýðræðisríki virkar stjórnsýsla ekki þannig. Sveitarfélög lúta lögum sem Alþingi setur, ekki öfugt. Sveitarfélög hafa stjórnsýsluvald innan marka laga — ekki lagasetningarvald. Þess vegna er þessi samþykkt ekki bara ranglát, hún er ómálefnaleg og ólögmæt. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þarf nú að: Fella samþykktina frá 26. nóvember úr gildi, Viðurkenna lögmæti skráningar Þjóðskrár og leiðrétta rangfærslur, Hefja aftur vinnu við lögbundna stjórnsýslu, Hætta að skilyrða afgreiðslur við ófyrirséðar og óákveðnar lagabreytingar, Veita öllum íbúum—líka þeim sem eru með lögheimili skráð ótilgreint, jafna þjónustu á við aðra íbúa, Starfa í samræmi við gildandi lög, en ekki eigin túlkun sem hnekkt hefur verið opinberlega á tveimur stjórnsýslustigum. Þetta er ekki spurning um pólitíska afstöðu. Þetta er krafa um að sveitarstjórn fari að lögum. Landslög gilda líka í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveitarstjórn getur ekki hagað stjórnsýslu sinni í „í trássi við fyrirmæli laga“. Höfundar eru í stjórn Búseturfrelsis - samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur með samþykkt sinni frá 26. nóvember síðastliðnum ekki aðeins byggt stjórnsýslu sína á rangri fullyrðingu, heldur hefur hún einnig brotið gegn grundvallarskyldum sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum með því að neita að afgreiða lögbundin erindi varðandi frístundabyggðir, nema gerðar verði lagabreytingar á Alþingi. Þetta eru stjórnsýsluleg afglöp. Það er ótrúlegt að lesa fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 26. nóvember síðastliðnum og sjá hversu langt sveitarfélag er tilbúið til að ganga í að hafna eigin skyldum. Sveitarstjórnin byggir samþykkt sína á þeirri fullyrðingu að Þjóðskrá Íslands starfi „í trássi við fyrirmæli laga“ með því að skrá fólk sem hefur fasta búsetu í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili í sveitarfélaginu. Þessi fullyrðing er einfaldlega röng og hefur sveitarstjórn verið gerð afturreka í tvígang með hana. Fyrst með niðurstöðu Þjóðskrár og síðar með úrskurði dómsmálaráðuneytis. Enn fremur hefur sveitarstjórnin borið það fyrir sig að skráning fólks í ótilgreint lögheimili, skapi slíka óvissu um skipulagsvald sveitarfélagsins og um réttindi og skyldur þeirra sem þannig eru skráðir, að nauðsynlegt sé að synja öllum nýjum erindum er varða frístundabyggðir. En það er engin óvissa og því algerlega ónauðsynlegt að grípa til þessara harkalegu og ólögmætu aðgerða. Þetta kemur ekki aðeins niður á íbúum sem eiga heimili í frístundahúsum heldur öllum öðrum eigendum frístundahúsa í sveitarfélaginu. Þessi samþykkt sveitastjórnar er alvarlegt brot á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, sem leggja sveitarfélögum eftirfarandi skyldur á herðar: að afgreiða erindi, að sinna lögbundnum verkefnum, að veita þjónustu, að vinna úr skipulags- og stjórnsýslumálum, að haga störfum sínum eftir gildandi lögum — ekki væntingum um mögulegar lagasetningar í framtíðinni. Að synja erindum vegna mögulegrar lagasetningar í framtíð er ólögmætt og brot á grundvallarreglum stjórnsýsluréttar Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga ber sveitarfélögum skylda til að sinna erindum sem þeim berast. Engin heimild er í lögum til þess að: frysta heila málaflokka, hafna öllum erindum í einu lagi, eða skilyrða afgreiðslu við óvissa atburði í framtíð eins og lagabreytingar á Alþingi. Þetta er ólögmæti á nokkrum sviðum: Brot á þjónustuskyldu – 7. gr. sveitarstjórnarlaga Sveitarfélag verður að sinna erindum. Það má ekki bíða eftir einhverjum óljósum framtíðar lagasetningum. Brot á lögmætisreglu –sem sækir stoð sína meðal annars í 2. gr. stjórnarskrárinnar og meginreglur réttarríkisins.Að hafna afgreiðslu á grundvelli hugsanlegra framtíðar lagabreytinga- eða setninga er ekki lögmæt stjórnsýsla.Stjórnvöld verða að byggja ákvarðanir á gildandi lögum, ekki þeim lögum sem þau óska sér. Brot á 9. og 10. gr. stjórnsýslulaga – málsmeðferð og rannsókn Stjórnvöldum ber að taka mál til meðferðar og rannsaka þau.Að hafna því alfarið er óheimilt. Brot á 11. gr. stjórnsýslulaga – jafnræði Þjónustan sem íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu fá má ekki velta á því hvort þau eigi heimili í frístundabyggð eða íbúðarhúsnæði. Brot á 12. gr. stjórnsýslulaga – meðalhófsreglu Að stöðva afgreiðslu á heilum málaflokki er ólögmætt og gengur gegn meðalhófi. Þetta er ekki skipulagsmál — þetta er stjórnsýslubrot Sveitarstjórnin reynir að gera málið að skipulagsdeilu. En skipulagið er aðeins afleiðing. Það sem er miklu alvarlegra er þetta: Sveitarfélagið er að neita að sinna lögbundinni stjórnsýslu með vísan til laga sem það vill að verði breytt og sendir ábyrgðina á ráðuneyti og Alþingi. Í lýðræðisríki virkar stjórnsýsla ekki þannig. Sveitarfélög lúta lögum sem Alþingi setur, ekki öfugt. Sveitarfélög hafa stjórnsýsluvald innan marka laga — ekki lagasetningarvald. Þess vegna er þessi samþykkt ekki bara ranglát, hún er ómálefnaleg og ólögmæt. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þarf nú að: Fella samþykktina frá 26. nóvember úr gildi, Viðurkenna lögmæti skráningar Þjóðskrár og leiðrétta rangfærslur, Hefja aftur vinnu við lögbundna stjórnsýslu, Hætta að skilyrða afgreiðslur við ófyrirséðar og óákveðnar lagabreytingar, Veita öllum íbúum—líka þeim sem eru með lögheimili skráð ótilgreint, jafna þjónustu á við aðra íbúa, Starfa í samræmi við gildandi lög, en ekki eigin túlkun sem hnekkt hefur verið opinberlega á tveimur stjórnsýslustigum. Þetta er ekki spurning um pólitíska afstöðu. Þetta er krafa um að sveitarstjórn fari að lögum. Landslög gilda líka í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveitarstjórn getur ekki hagað stjórnsýslu sinni í „í trássi við fyrirmæli laga“. Höfundar eru í stjórn Búseturfrelsis - samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun