Handbolti

„Ekki sama leik­gleði og hefur verið“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfa Brá Hagalín átti fína innkomu í íslensku vörnina, en liðið var þó langt frá sínu besta.
Alfa Brá Hagalín átti fína innkomu í íslensku vörnina, en liðið var þó langt frá sínu besta. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images

Alfa Brá Hagalín, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var með nokkuð einfalda skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis hjá liðinu í stóru tapi gegn Svartfjallalandi í kvöld.

„Við vorum bara ekki nógu góðar,“ sagði Alfa Brá í viðtali í leikslok.

„Ekki í sókn og ekki í vörn. Við vorum bara ólíkar sjálfum okkur og mér fannst við ekki vera á fullum krafti og vorum ekki að leggja okkur hundrað prósent fram fannst mér.“

Hún hafði þó ekki skýringar á því hvers vegna.

„Ég veit það ekki. Við mætum bara ekki til leiks og það er ekki sama leikgleði og hefur verið. Mér fannst við bara smá dautt yfir okkur.“

„Vörnin gekk allt í lagi á köflum og ég get alveg verið ánægð með mína frammistöðu, þannig séð. En við töpuðum samt stórt.“

Þá reyndi hún einnig að útskýra mál sitt hvað varðar skort á leikgleði íslenska liðsins í leik kvöldsins.

„Það er alveg leikgleði, en það kannski bara geislaði ekki alveg jafn mikið af okkur og það var ekki sama stemningin. Það var bara smá dautt yfir okkur. Við vorum alveg að hvetja og allt það, en við vorum samt ekki líkar sjálfum okkur, fannst mér,“ sagði Alfa Brá að lokum.

Klippa: Alfa Brá eftir tapið gegn Svartfjallalandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×