Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar 30. nóvember 2025 07:02 Stafrænt ofbeldi rænir þolendur öryggi — hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara. Gerendur ofbeldis leita stöðugt nýrra leiða til að ganga lengra í stjórn og hrellingum, og stafrænar tæknilausnir hafa opnað áður óþekkt tækifæri til að beita ofbeldi og eftirliti. Nauðungarstjórnun (coercive control) er kerfisbundið, endurtekið og stýrandi ofbeldi þar sem gerandinn nýtir ýmsar leiðir til að taka yfir líf þolandans. Vegna stöðugrar hræðslu við afleiðingarnar forgangsraða þolendur oft þörfum og kröfum gerandans fram yfir eigið öryggi — stundum án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Í Bjarkarhlíð sjáum við allt of oft að þolendur geta ekki mætt í viðtöl á eigin bíl eða þurfa að skilja síma eftir á „samþykktum“ stöðum, eins og heima eða á vinnustað — þeim stöðum þar sem gerandi samykkir. Þannig stuðlar gerandinn að einangrun og bjargarleysi. Þolendur greina frá því að þeir þori hvorki að hringja né senda skilaboð til aðila sem gætu stutt þá, af ótta við að gerandinn sjái samskiptin og refsi þeim. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Gerendur geta afritað síma, fylgst með staðsetningu, hlerað símtöl, skilaboð og tölvupósta, og jafnvel sent skilaboð eða birt efni í nafni þolandans. Þeir nýta einnig viðkvæmar myndir eða myndefni — raunverulegt eða falsað — til að ala á ótta og viðhalda stjórn. Þróun stafræna lausna felur í sér bæði tækifæri og hættu. Hún getur umbreytt lífum og hagkerfum, en á sama tíma styrkt neikvæða hegðun gerenda og skert öryggi þolenda, sérstaklega kvenna og stúlkna, og þannig styrkt úrelt og rótgróin valdakerfi. Aukin útbreiðsla internetsins, hröð dreifing upplýsinga og samfélagsmiðlar hafa gert stafrænt ofbeldi að alvarlegu alþjóðlegu vandamáli með bæði samfélagslegum og oft efnahagslegum afleiðingum fyrir þolendur. Rannsóknir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og talið er að ein af hverjum tíu konum hafi upplifað stafrænt ofbeldi allt frá 15 ára aldri. Þar sem netaðgangur er orðinn grunnforsenda bæði tækifæra og mannréttinda er brýnt að stafrænt rými sé öruggt og valdeflandi fyrir alla — þar á meðal konur og stúlkur. Tæknin hefur einnig áhrif á hvernig við upplifum kynverund okkar. Kynlífstengd samskipti í stafrænu rými hafa aukist og mörkin á milli samþykktra og ósamþykktra samskipta geta verið óljós. Þetta skapar hættu á þrýstingi, áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2024 var bent á niðurstöður Dr. Jane Monckton Smith um þrjá áhættuþætti sem geta bent til lífshættulegrar stigmögnunar í ofbeldissamböndum: kyrkingartök, kynferðislegt ofbeldi og eltihrellihegðun. Úttekt Bjarkarhlíðar sýndi að 35 einstaklingar, eða 4,7% þeirra sem leituðu til okkar, höfðu orðið fyrir öllum þessum þremur tegundum ofbeldis samtímis — og eltihrellihegðun birtist sífellt oftar í stafrænu formi. Auk þess greindu 22% þjónustunotenda frá stafrænu ofbeldi. Slíkar aðstæður takmarka líf þolenda mjög: margir upplifa sig stöðugt undir eftirliti, geta ekki slakað á og tæki sem venjulega auka öryggi umbreytast í ógnartól. Snjalltæki eru stundum hökkuð, staðsetningarbúnaður settur upp og gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að hafa samband eða valda skaða — jafnvel eftir sambandslit. Dæmi eru um að gerendur opni bílrúður að næturlagi til að rigni eða fenni inn í bíla þolenda, eða sendi skilaboð með smágreiðslum í forritum eins og Aur þegar aðrir samskiptamiðlar hafa verið lokaðir. Hræðsla er algeng og eðlileg tilfinning eftir að ofbeldissambandi lýkur. Óttinn við að ofbeldið versni er raunverulegur, og oft er hættulegasti tíminn þegar þolandi fer frá gerandanum. Hótanir, ótti um börn og fjölskyldu og stöðug árvekni yfir því hvað gerandinn gæti gert fylgir mörgum löngu eftir sambandsslitið. Óttinn birtist í svefni, samskiptum, líkamlegum viðbrögðum þar sem þolandinn þarf að vera í sífelldri árvekni og í því að líta um öxl. Kvíði verður bæði sálrænt og líkamlegt ástand sem fylgir einstaklingum eins og skuggi. Það er heldur ekki óalgengt að þolendur kenni sjálfum sér um ofbeldið, upplifi sjálfsásökun og sektarkennd. Gerendur nýta sér þetta og ýta undir þessar hugsanir með því að varpa ábyrgð yfir á þolandann og kenna honum um ofbeldið sem hann verður fyrir. Okkar hlutverk sem samfélags er að bregðast við þessari ógn og senda skýr skilaboð um að ofbeldi — stafrænt eða annars konar — sé aldrei liðið. Höfundur er teymisstýra Bjarkarhlíðar Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Kynbundið ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi rænir þolendur öryggi — hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara. Gerendur ofbeldis leita stöðugt nýrra leiða til að ganga lengra í stjórn og hrellingum, og stafrænar tæknilausnir hafa opnað áður óþekkt tækifæri til að beita ofbeldi og eftirliti. Nauðungarstjórnun (coercive control) er kerfisbundið, endurtekið og stýrandi ofbeldi þar sem gerandinn nýtir ýmsar leiðir til að taka yfir líf þolandans. Vegna stöðugrar hræðslu við afleiðingarnar forgangsraða þolendur oft þörfum og kröfum gerandans fram yfir eigið öryggi — stundum án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Í Bjarkarhlíð sjáum við allt of oft að þolendur geta ekki mætt í viðtöl á eigin bíl eða þurfa að skilja síma eftir á „samþykktum“ stöðum, eins og heima eða á vinnustað — þeim stöðum þar sem gerandi samykkir. Þannig stuðlar gerandinn að einangrun og bjargarleysi. Þolendur greina frá því að þeir þori hvorki að hringja né senda skilaboð til aðila sem gætu stutt þá, af ótta við að gerandinn sjái samskiptin og refsi þeim. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Gerendur geta afritað síma, fylgst með staðsetningu, hlerað símtöl, skilaboð og tölvupósta, og jafnvel sent skilaboð eða birt efni í nafni þolandans. Þeir nýta einnig viðkvæmar myndir eða myndefni — raunverulegt eða falsað — til að ala á ótta og viðhalda stjórn. Þróun stafræna lausna felur í sér bæði tækifæri og hættu. Hún getur umbreytt lífum og hagkerfum, en á sama tíma styrkt neikvæða hegðun gerenda og skert öryggi þolenda, sérstaklega kvenna og stúlkna, og þannig styrkt úrelt og rótgróin valdakerfi. Aukin útbreiðsla internetsins, hröð dreifing upplýsinga og samfélagsmiðlar hafa gert stafrænt ofbeldi að alvarlegu alþjóðlegu vandamáli með bæði samfélagslegum og oft efnahagslegum afleiðingum fyrir þolendur. Rannsóknir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og talið er að ein af hverjum tíu konum hafi upplifað stafrænt ofbeldi allt frá 15 ára aldri. Þar sem netaðgangur er orðinn grunnforsenda bæði tækifæra og mannréttinda er brýnt að stafrænt rými sé öruggt og valdeflandi fyrir alla — þar á meðal konur og stúlkur. Tæknin hefur einnig áhrif á hvernig við upplifum kynverund okkar. Kynlífstengd samskipti í stafrænu rými hafa aukist og mörkin á milli samþykktra og ósamþykktra samskipta geta verið óljós. Þetta skapar hættu á þrýstingi, áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2024 var bent á niðurstöður Dr. Jane Monckton Smith um þrjá áhættuþætti sem geta bent til lífshættulegrar stigmögnunar í ofbeldissamböndum: kyrkingartök, kynferðislegt ofbeldi og eltihrellihegðun. Úttekt Bjarkarhlíðar sýndi að 35 einstaklingar, eða 4,7% þeirra sem leituðu til okkar, höfðu orðið fyrir öllum þessum þremur tegundum ofbeldis samtímis — og eltihrellihegðun birtist sífellt oftar í stafrænu formi. Auk þess greindu 22% þjónustunotenda frá stafrænu ofbeldi. Slíkar aðstæður takmarka líf þolenda mjög: margir upplifa sig stöðugt undir eftirliti, geta ekki slakað á og tæki sem venjulega auka öryggi umbreytast í ógnartól. Snjalltæki eru stundum hökkuð, staðsetningarbúnaður settur upp og gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að hafa samband eða valda skaða — jafnvel eftir sambandslit. Dæmi eru um að gerendur opni bílrúður að næturlagi til að rigni eða fenni inn í bíla þolenda, eða sendi skilaboð með smágreiðslum í forritum eins og Aur þegar aðrir samskiptamiðlar hafa verið lokaðir. Hræðsla er algeng og eðlileg tilfinning eftir að ofbeldissambandi lýkur. Óttinn við að ofbeldið versni er raunverulegur, og oft er hættulegasti tíminn þegar þolandi fer frá gerandanum. Hótanir, ótti um börn og fjölskyldu og stöðug árvekni yfir því hvað gerandinn gæti gert fylgir mörgum löngu eftir sambandsslitið. Óttinn birtist í svefni, samskiptum, líkamlegum viðbrögðum þar sem þolandinn þarf að vera í sífelldri árvekni og í því að líta um öxl. Kvíði verður bæði sálrænt og líkamlegt ástand sem fylgir einstaklingum eins og skuggi. Það er heldur ekki óalgengt að þolendur kenni sjálfum sér um ofbeldið, upplifi sjálfsásökun og sektarkennd. Gerendur nýta sér þetta og ýta undir þessar hugsanir með því að varpa ábyrgð yfir á þolandann og kenna honum um ofbeldið sem hann verður fyrir. Okkar hlutverk sem samfélags er að bregðast við þessari ógn og senda skýr skilaboð um að ofbeldi — stafrænt eða annars konar — sé aldrei liðið. Höfundur er teymisstýra Bjarkarhlíðar Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun