Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 08:01 Á tiltölulega skömmum starfstíma nýs meirihluta í borgarstjórn, hefur verið lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu nýrra íbúða til þess að mæta brýnni þörf fyrir hagkvæmt húsnæði. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir m.a.: „Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.“ Ný nálgun Með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir nokkrum vikum. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Áætlanirnar fela jafnframt í sér aðgerðir til að hækka stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga, einfalda byggingarreglugerð og bæta eftirlit. Þá verður innleitt stafrænt ferli fyrir byggingarleyfi sem eykur gagnsæi og flýtir málsmeðferð. Ný borgarhönnunarstefna Í fyrsta áfanga verða byggðar allt að 4.000 nýjar íbúðir af þeim 10.000 sem áætlað er að rísi í Úlfarsárdal á næstu árum. Allt skipulag svæðisins verður unnið í nánu samstarfi borgarinnar og innviðafélagsins - og byggt á skýrum samfélagslegum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda. Þótt um þétta byggð verði að ræða mun ný borgarhönnunarstefna tryggja að þéttleikinn verði ekki svo mikill að skuggavarp skerði birtu um of. Enn fremur verður lögð rík áhersla á góða hljóðvist og vistvænt og aðlaðandi umhverfi. Ný framtíðarsýn Með auknu framboði á hagkvæmu húsnæði ásamt hærri stofnframlögum og fjölgun hlutdeildarlána - eru að verða til ný viðmið hvað varðar uppbyggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir ríkisstjórnar og borgaryfirvalda hafa í raun mótað nýja og heildstæðari framtíðarsýn sem styður enn betur við þá sem hvað erfiðast hafa átt með að eignast eigið húsnæði. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á tiltölulega skömmum starfstíma nýs meirihluta í borgarstjórn, hefur verið lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu nýrra íbúða til þess að mæta brýnni þörf fyrir hagkvæmt húsnæði. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir m.a.: „Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.“ Ný nálgun Með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir nokkrum vikum. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Áætlanirnar fela jafnframt í sér aðgerðir til að hækka stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga, einfalda byggingarreglugerð og bæta eftirlit. Þá verður innleitt stafrænt ferli fyrir byggingarleyfi sem eykur gagnsæi og flýtir málsmeðferð. Ný borgarhönnunarstefna Í fyrsta áfanga verða byggðar allt að 4.000 nýjar íbúðir af þeim 10.000 sem áætlað er að rísi í Úlfarsárdal á næstu árum. Allt skipulag svæðisins verður unnið í nánu samstarfi borgarinnar og innviðafélagsins - og byggt á skýrum samfélagslegum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda. Þótt um þétta byggð verði að ræða mun ný borgarhönnunarstefna tryggja að þéttleikinn verði ekki svo mikill að skuggavarp skerði birtu um of. Enn fremur verður lögð rík áhersla á góða hljóðvist og vistvænt og aðlaðandi umhverfi. Ný framtíðarsýn Með auknu framboði á hagkvæmu húsnæði ásamt hærri stofnframlögum og fjölgun hlutdeildarlána - eru að verða til ný viðmið hvað varðar uppbyggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir ríkisstjórnar og borgaryfirvalda hafa í raun mótað nýja og heildstæðari framtíðarsýn sem styður enn betur við þá sem hvað erfiðast hafa átt með að eignast eigið húsnæði. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun