D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar 28. nóvember 2025 10:01 Um daginn komu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í heimsókn í skólann minn, Borgarholtsskóla. Meðal þeirra var Jón Pétur Zimsen sem ég lenti í samtali með. Hann var frekar peppaður og virtist hafa gaman á því að spjalla við nemendur, enda eru menntamál efst á huga hjá honum. Þessi samræða var áhugaverð og smá eftirminnanleg. Eitt sem sat hjá mér er hvernig hann talar um einkunnargjöf í grunnskólum. Hann spurði mig hvað mér fyndist um einkunnakerfið. Ég persónulega hef ekki mikla skoðun á því hvort að ég fæ, B, 7 eða grænt í einkunn, þannig ég benti honum á að þetta skipti mér ekki miklu máli og mér fyndist að þetta ætti ekki að vera efst á lista yfir því hvað þurfi að leggja mestu áherslu á þegar það kemur að menntakerfinu, hann var ósammála. Gamaldags pælingar Sjálfstæðismenn hafa miklar skoðanir á menntakerfinu en á sama tíma finnst mér þeir ekki hafa neina raunverulega lausn, allavega ekki sem þau leggja áherslu á. Þeir tala endalaust um að kerfið sé að bregðast og að stjórnvöld þurfi að gera betur, sem ég er vissulega sammála, en það sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að boða er að horfa til baka til fortíðar og með íhaldssemina í framsætinu. Eina raunverulega „lausnin“ sem ég hef séð frá þeim er að einkunnargjöf þurfi að breytast. Þessi breyting myndi samt ekki breyta neinu í raun og veru fyrir nemenduna. Vandinn er miklu stærri en það og þótt nemandi fengi D, 3 eða rautt í verkefni þá getur hver sem er séð að hann þurfi meiri hjálp. Þar er vandinn. Það þarf heildar endurskoðun á kerfinu, hvað virkar og hvað virkar ekki? Ég er ekki með lausnina á því hvernig er hægt að laga menntakerfið en ég veit allavega hver mín reynsla er innan kerfisins. Mér finnst rosalega mikilvægt að horfa á aukin vanlíðan barna og unglinga til dæmis, þar finnst mér mesta áherslan eigi að vera. Skólar eiga að vera vettfangur þar sem nemendur blómstra á sínum forsendum, þar sem kerfið aðlagast þeim en ekki öfugt. Kennarar þurfa líka meiri stuðning þar sem að starfsumhverfið er orðið flóknara og álagið hefur aukist verulega á seinustu árum, þá í leið fá ekki allir nemendur sú athygli eða hjálp sem þau þurfa. Þetta að mínu mati eiga að vera áherslunar í stefnumótun menntakerfisins. Það þarf samt heildar endurskoðun á menntakerfinu. Frá toppi til táar, frá leikskóla og upp, hvað virkar og hvað virkar ekki? Höfundur er nemandi í Borgarholtsskóla og stjórnarmeðlimur í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Um daginn komu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í heimsókn í skólann minn, Borgarholtsskóla. Meðal þeirra var Jón Pétur Zimsen sem ég lenti í samtali með. Hann var frekar peppaður og virtist hafa gaman á því að spjalla við nemendur, enda eru menntamál efst á huga hjá honum. Þessi samræða var áhugaverð og smá eftirminnanleg. Eitt sem sat hjá mér er hvernig hann talar um einkunnargjöf í grunnskólum. Hann spurði mig hvað mér fyndist um einkunnakerfið. Ég persónulega hef ekki mikla skoðun á því hvort að ég fæ, B, 7 eða grænt í einkunn, þannig ég benti honum á að þetta skipti mér ekki miklu máli og mér fyndist að þetta ætti ekki að vera efst á lista yfir því hvað þurfi að leggja mestu áherslu á þegar það kemur að menntakerfinu, hann var ósammála. Gamaldags pælingar Sjálfstæðismenn hafa miklar skoðanir á menntakerfinu en á sama tíma finnst mér þeir ekki hafa neina raunverulega lausn, allavega ekki sem þau leggja áherslu á. Þeir tala endalaust um að kerfið sé að bregðast og að stjórnvöld þurfi að gera betur, sem ég er vissulega sammála, en það sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að boða er að horfa til baka til fortíðar og með íhaldssemina í framsætinu. Eina raunverulega „lausnin“ sem ég hef séð frá þeim er að einkunnargjöf þurfi að breytast. Þessi breyting myndi samt ekki breyta neinu í raun og veru fyrir nemenduna. Vandinn er miklu stærri en það og þótt nemandi fengi D, 3 eða rautt í verkefni þá getur hver sem er séð að hann þurfi meiri hjálp. Þar er vandinn. Það þarf heildar endurskoðun á kerfinu, hvað virkar og hvað virkar ekki? Ég er ekki með lausnina á því hvernig er hægt að laga menntakerfið en ég veit allavega hver mín reynsla er innan kerfisins. Mér finnst rosalega mikilvægt að horfa á aukin vanlíðan barna og unglinga til dæmis, þar finnst mér mesta áherslan eigi að vera. Skólar eiga að vera vettfangur þar sem nemendur blómstra á sínum forsendum, þar sem kerfið aðlagast þeim en ekki öfugt. Kennarar þurfa líka meiri stuðning þar sem að starfsumhverfið er orðið flóknara og álagið hefur aukist verulega á seinustu árum, þá í leið fá ekki allir nemendur sú athygli eða hjálp sem þau þurfa. Þetta að mínu mati eiga að vera áherslunar í stefnumótun menntakerfisins. Það þarf samt heildar endurskoðun á menntakerfinu. Frá toppi til táar, frá leikskóla og upp, hvað virkar og hvað virkar ekki? Höfundur er nemandi í Borgarholtsskóla og stjórnarmeðlimur í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun