Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar 29. nóvember 2025 09:00 Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Af þeim sem komu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra voru 30 konur sem komu gagngert vegna stafræns kynferðisofbeldis. Að auki getur slíkt ofbeldi verið hluti af annars konar ofbeldi. Okkar stafræni heimur getur veitt okkur gleði, hamingju og ást en kynbundið og kynferðislegt ofbeldið þrífst þar líka eins og í raunheimum. Og það hefur jafn alvarlegar afleiðingar og annað ofbeldi en stafrænt ofbeldi hefur þann eiginleika að geta máð út stað og stund og haldið áfram óendanlega þar sem myndir, hljóð og myndskeið geta lifað áfram í stafrænum heimi án þess að brotaþoli hafi nokkra stjórn á því. Í fyrra vöknuðum við upp við vondan draum þar sem maður á sextugsaldri nauðgaði stúlkum án þess að snerta þær. Hann vélaði þær inn í aðstæður sem þær áttu erfitt með að komast útúr og neyddi þær til að skaða sjálfar sig, taka myndir af því og senda. Hæstiréttur snupraði löggjafann í dómi sínum þar sem lögin okkar ná ekki yfir nauðganir sem framkvæmdar eru stafrænt. Hæstiréttur taldi löggjafann ekki hafa rækt „ótvíræðar skyldur að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“. Lögunum hefur enn ekki verið breytt og því fanga þau ekki þann raunveruleika sem brotaþolar stafræns ofbeldis geta orðið fyrir. Tæling Oftast er orðið tæling notað þegar fullorðið fólk tælir börn og beitir það kynferðisofbeldi, en svipaðar aðferðir eru notaðar þegar ofbeldismenn tæla þolendur í kynferðislegar athafnir á netinu eða í klám, vændi og mansal. Þótt það sé ekki algilt að einstaklingar feli hverjir þeir eru í raun og veru þá er internetið vettvangur sem gefur færi á því. Þeir geta verið að beita marga brotaþola í einu ofbeldi, fundið samfélag annarra níðinga og það eru minni líkur en ella að aðrir geti gripið inní og stöðvað ofbeldið. Tælingin hefst oft á því að brotaþoli er ausinn lofi fyrir útlit og persónueinkenni, talað um „sameiginleg“ áhugamál, jafnvel verið að bjóða peninga og gjafir, sem sagt byggt upp traust og trúnaður. Brotaþoli finnur til væntumþykju og ábyrgðar og þannig er hægt að byrja að brjóta á viðkomandi sem festist svo meira í netinu eftir því sem á líður og finnur ekki útleið. Gerendur tælinga, eins og aðrir kynferðisbrotamenn, eiga það til að einangra brotaþola sína, láta þá draga upplifanir sínar í efa og sannfæra þá um að algjört traust og trúnaður ríki. Þegar annað fólk bendir á ósamræmi innan sambandsins, valdaójafnvægi eða lýsir áhyggjum er ekki óalgengt að brotaþoli grípi til réttlætinga gerandans eða jafnvel sinna eigin réttlætinga. Þetta er stefið í nær öllum ofbeldissamböndum. Birtingamyndir Birtingamyndir stafræns kynferðisofbeldi geta verið mjög margar og geta falið í sér óumbeðnar myndsendingar til brotaþola af til dæmis kynfærum, dreifingu kynferðislegra mynda í óþökk þeirra sem myndin er af eða að nota einhverskonar suð, þvingun, hótun, þrýsting eða annað ofbeldi til að fá kynferðislegar myndir. Það getur líka verið um að ræða myndatökur án samþykkis, þvingun til að horfa á klám eða greiðslur fyrir kynferðislegar myndir. Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Á Íslandi ríkja svokölluð samþykkislög sem eru þannig að kynferðisbrot er staðreynd ef samþykki liggur ekki fyrir. Hvenær sem er er hægt að afturkalla samþykki og setja mörk, ef það er ekki virt er um kynferðisbrot að ræða. Sömu reglur um mörk og samþykki eiga að gilda í hinum stafræna heimi en það hefur reynst erfitt að heimfæra raunheima uppá þá stafrænu í lagasetningu og viðbrögðum. Afleiðingar Afleiðingar kynferðisbrota eru alvarlegar. Þær algengustu eru kvíði, skömm, svipmyndir (backlash), depurð, léleg sjálfsmynd, sektarkennd, ótti o.s.frv.. Sjálfskaðandi hegðun er líka algeng meðal þeirra þolenda sem koma til Stígamóta. Það er fátt í lífinu sem hefur jafn alvarlegar afleiðingar og að verða fyrir kynferðisbroti og hafa rannsakendur líkt því við afleiðingar af náttúruhamförum eða styrjöldum. Brotið er á rétti þínum til friðar, friðhelgist og yfirráða yfir eigin líkama. Sumir brotaþolar lifa ekki af afleiðingarnar þó þeir lifi af brotið sjálft. Afleiðingar þeirra brotaþola sem koma til Stígamóta og hafa verið í vændi eru jafnvel alvarlegri en annarra brotaþola, sjálfsvígshætta meiri, frekari sjálfsásakanir, aukinn sjálfsskaði o.s.frv.. Þetta getur líka átt við um stafrænt vændi, þar sem greitt er fyrir ákveðnar athafnir og sífellt þrýst á um að færa mörkin til. Hvað er til ráða Það þarf að efla forvarnarstarf gagnvart ungu fólki í gegnum kynjafræði og upplýsingar á samfélagmiðlum um mörk og samþykki og viðbrögð við óheilbrigðum samskiptum á netinu. Það þarf að koma í veg fyrir að börn hafi óheft aðgengi að klámi en þar er að finna mjög skakka mynd af raunveruleikanum, rasisma, kvenfyrirlitningu og ofbeldi í kynferðislegum samskiptum sem má ekki vera fræðslan sem ungt fólk fær um náin samskipti. Það þarf að uppfæra löggjöfina til að hún fangi kynferðisbrot í hinum stafræna heimi og taka því alvarlega þegar fólk fremur brot utan raunheima. Foreldrar þurfa að fylgjast með samskiptum og fræða börn sín um að allt sé ekki sem sýnist en fræðsla til foreldra um þann veruleika sem börn þeirra lifa í hefur kannski aldrei verið jafn mikilvæg. Síðast en ekki síst þurfum við öll að átta okkur á því að stafrænt ofbeldi í öllum myndum er alveg jafn alvarlegt og hættulegt og ofbeldi í raunheimum. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Af þeim sem komu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra voru 30 konur sem komu gagngert vegna stafræns kynferðisofbeldis. Að auki getur slíkt ofbeldi verið hluti af annars konar ofbeldi. Okkar stafræni heimur getur veitt okkur gleði, hamingju og ást en kynbundið og kynferðislegt ofbeldið þrífst þar líka eins og í raunheimum. Og það hefur jafn alvarlegar afleiðingar og annað ofbeldi en stafrænt ofbeldi hefur þann eiginleika að geta máð út stað og stund og haldið áfram óendanlega þar sem myndir, hljóð og myndskeið geta lifað áfram í stafrænum heimi án þess að brotaþoli hafi nokkra stjórn á því. Í fyrra vöknuðum við upp við vondan draum þar sem maður á sextugsaldri nauðgaði stúlkum án þess að snerta þær. Hann vélaði þær inn í aðstæður sem þær áttu erfitt með að komast útúr og neyddi þær til að skaða sjálfar sig, taka myndir af því og senda. Hæstiréttur snupraði löggjafann í dómi sínum þar sem lögin okkar ná ekki yfir nauðganir sem framkvæmdar eru stafrænt. Hæstiréttur taldi löggjafann ekki hafa rækt „ótvíræðar skyldur að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“. Lögunum hefur enn ekki verið breytt og því fanga þau ekki þann raunveruleika sem brotaþolar stafræns ofbeldis geta orðið fyrir. Tæling Oftast er orðið tæling notað þegar fullorðið fólk tælir börn og beitir það kynferðisofbeldi, en svipaðar aðferðir eru notaðar þegar ofbeldismenn tæla þolendur í kynferðislegar athafnir á netinu eða í klám, vændi og mansal. Þótt það sé ekki algilt að einstaklingar feli hverjir þeir eru í raun og veru þá er internetið vettvangur sem gefur færi á því. Þeir geta verið að beita marga brotaþola í einu ofbeldi, fundið samfélag annarra níðinga og það eru minni líkur en ella að aðrir geti gripið inní og stöðvað ofbeldið. Tælingin hefst oft á því að brotaþoli er ausinn lofi fyrir útlit og persónueinkenni, talað um „sameiginleg“ áhugamál, jafnvel verið að bjóða peninga og gjafir, sem sagt byggt upp traust og trúnaður. Brotaþoli finnur til væntumþykju og ábyrgðar og þannig er hægt að byrja að brjóta á viðkomandi sem festist svo meira í netinu eftir því sem á líður og finnur ekki útleið. Gerendur tælinga, eins og aðrir kynferðisbrotamenn, eiga það til að einangra brotaþola sína, láta þá draga upplifanir sínar í efa og sannfæra þá um að algjört traust og trúnaður ríki. Þegar annað fólk bendir á ósamræmi innan sambandsins, valdaójafnvægi eða lýsir áhyggjum er ekki óalgengt að brotaþoli grípi til réttlætinga gerandans eða jafnvel sinna eigin réttlætinga. Þetta er stefið í nær öllum ofbeldissamböndum. Birtingamyndir Birtingamyndir stafræns kynferðisofbeldi geta verið mjög margar og geta falið í sér óumbeðnar myndsendingar til brotaþola af til dæmis kynfærum, dreifingu kynferðislegra mynda í óþökk þeirra sem myndin er af eða að nota einhverskonar suð, þvingun, hótun, þrýsting eða annað ofbeldi til að fá kynferðislegar myndir. Það getur líka verið um að ræða myndatökur án samþykkis, þvingun til að horfa á klám eða greiðslur fyrir kynferðislegar myndir. Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Á Íslandi ríkja svokölluð samþykkislög sem eru þannig að kynferðisbrot er staðreynd ef samþykki liggur ekki fyrir. Hvenær sem er er hægt að afturkalla samþykki og setja mörk, ef það er ekki virt er um kynferðisbrot að ræða. Sömu reglur um mörk og samþykki eiga að gilda í hinum stafræna heimi en það hefur reynst erfitt að heimfæra raunheima uppá þá stafrænu í lagasetningu og viðbrögðum. Afleiðingar Afleiðingar kynferðisbrota eru alvarlegar. Þær algengustu eru kvíði, skömm, svipmyndir (backlash), depurð, léleg sjálfsmynd, sektarkennd, ótti o.s.frv.. Sjálfskaðandi hegðun er líka algeng meðal þeirra þolenda sem koma til Stígamóta. Það er fátt í lífinu sem hefur jafn alvarlegar afleiðingar og að verða fyrir kynferðisbroti og hafa rannsakendur líkt því við afleiðingar af náttúruhamförum eða styrjöldum. Brotið er á rétti þínum til friðar, friðhelgist og yfirráða yfir eigin líkama. Sumir brotaþolar lifa ekki af afleiðingarnar þó þeir lifi af brotið sjálft. Afleiðingar þeirra brotaþola sem koma til Stígamóta og hafa verið í vændi eru jafnvel alvarlegri en annarra brotaþola, sjálfsvígshætta meiri, frekari sjálfsásakanir, aukinn sjálfsskaði o.s.frv.. Þetta getur líka átt við um stafrænt vændi, þar sem greitt er fyrir ákveðnar athafnir og sífellt þrýst á um að færa mörkin til. Hvað er til ráða Það þarf að efla forvarnarstarf gagnvart ungu fólki í gegnum kynjafræði og upplýsingar á samfélagmiðlum um mörk og samþykki og viðbrögð við óheilbrigðum samskiptum á netinu. Það þarf að koma í veg fyrir að börn hafi óheft aðgengi að klámi en þar er að finna mjög skakka mynd af raunveruleikanum, rasisma, kvenfyrirlitningu og ofbeldi í kynferðislegum samskiptum sem má ekki vera fræðslan sem ungt fólk fær um náin samskipti. Það þarf að uppfæra löggjöfina til að hún fangi kynferðisbrot í hinum stafræna heimi og taka því alvarlega þegar fólk fremur brot utan raunheima. Foreldrar þurfa að fylgjast með samskiptum og fræða börn sín um að allt sé ekki sem sýnist en fræðsla til foreldra um þann veruleika sem börn þeirra lifa í hefur kannski aldrei verið jafn mikilvæg. Síðast en ekki síst þurfum við öll að átta okkur á því að stafrænt ofbeldi í öllum myndum er alveg jafn alvarlegt og hættulegt og ofbeldi í raunheimum. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun