Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar 27. nóvember 2025 13:31 Andri heiti ég og ég er 40 ára fatlaður Reykvíkingur, ég er með NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og er ég einnig vondi kallinn sem gæti mögulega skert lífsgæði ykkar hinna samkvæmt Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra Reykjavíkur. Þó að ég sé vondi kallinn að þá hef ég samt voða lítið gert til að verðskulda þann titil. Það eina sem ég hef krafist er að réttindi mín séu virt jafnt við ykkar réttindi. Áður en ég fékk NPA samning 2018 hafði ég beðið í 10 ár eftir þjónustu til að lifa sjálfstæðu lífi, en þjónustan sem ég var með tryggði mér ekki þá aðstoð sem ég þurfti til að stunda það nám eða vinnu sem ég vildi. Lífið mitt gjörbreyttist þegar ég fékk NPA sem ég þurfti til að lifa sjálfstæðu lífi. Í dag er ég með menntun, ég er í fullri vinnu, ég á eiginkonu og ég rek mitt eigið heimili, sem væri allt ómögulegt án þjónustu eins og NPA. Í dag eru 42 einstaklingar á biðlista eftir að fá NPA samning eða stækkun frá Reykjavíkurborg. Samningar sem munu án efa hafa sömu áhrif og minn samningurinn gerði. Samningar sem gefa fólki jafnt tækifæri og okkur hinum til að lifa sjálfstæðu lífi, sem mun gjörbreyta lífi fólks til hins betra. Fatlað fólk er oft notað í pólitískum útspilum stjórnmálafólks sem oftast tengjast peningum. Oft er fötluðu fólki stillt upp við vegg og heyrum við setningar eins og „Þjónusta fatlaðra kostar X mikinn pening“ og „Þetta gæti haft áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita aðra þjónustu“ en aldrei hef ég heyrt eins taktlausa og smekklausa setningu og Heiða Björg sagði þegar hún hótar skertum lífsgæðum í samfélaginu láti ríkið ekki undan kröfum sveitarfélaganna um aukið fjármagn í málefnaflokk fatlaðra. Aldrei hef ég heyrt borgarstjóra tala svona um aðra málaflokka borgarinnar og því velti ég því mjög oft fyrir mér af hverju það er í lagi að tala svona um fatlað fólk. Við erum ekki eingöngu tölur á blaði. Við erum fólk, við erum samborgarar. Við erum ekki vondi kallinn! NPA hefur verið í lögum frá árinu 2018 og frá árinu 2016 hafa sveitarfélögin verið að undirbúa lögfestingu NPA með því að samþykkja örfáa samninga. Málaflokkurinn um málefni fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga 2011. Það er því ekki hægt að segja að þessi málaflokkur sé nýr af nálinni og alls ekki hægt að kenna hinum ný-lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks um slæma stöðu sveitarfélaganna. Ég vil vekja athygli á þessari ömurlegu orðanotkun stjórnmálafólks og ég vil að það hætti að tala um hversu dýr þessi málaflokkur er. Allir málaflokkar eru dýrir og ekki talið þið svona um aðra málaflokka. Höfundur er NPA verkstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Andri heiti ég og ég er 40 ára fatlaður Reykvíkingur, ég er með NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og er ég einnig vondi kallinn sem gæti mögulega skert lífsgæði ykkar hinna samkvæmt Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra Reykjavíkur. Þó að ég sé vondi kallinn að þá hef ég samt voða lítið gert til að verðskulda þann titil. Það eina sem ég hef krafist er að réttindi mín séu virt jafnt við ykkar réttindi. Áður en ég fékk NPA samning 2018 hafði ég beðið í 10 ár eftir þjónustu til að lifa sjálfstæðu lífi, en þjónustan sem ég var með tryggði mér ekki þá aðstoð sem ég þurfti til að stunda það nám eða vinnu sem ég vildi. Lífið mitt gjörbreyttist þegar ég fékk NPA sem ég þurfti til að lifa sjálfstæðu lífi. Í dag er ég með menntun, ég er í fullri vinnu, ég á eiginkonu og ég rek mitt eigið heimili, sem væri allt ómögulegt án þjónustu eins og NPA. Í dag eru 42 einstaklingar á biðlista eftir að fá NPA samning eða stækkun frá Reykjavíkurborg. Samningar sem munu án efa hafa sömu áhrif og minn samningurinn gerði. Samningar sem gefa fólki jafnt tækifæri og okkur hinum til að lifa sjálfstæðu lífi, sem mun gjörbreyta lífi fólks til hins betra. Fatlað fólk er oft notað í pólitískum útspilum stjórnmálafólks sem oftast tengjast peningum. Oft er fötluðu fólki stillt upp við vegg og heyrum við setningar eins og „Þjónusta fatlaðra kostar X mikinn pening“ og „Þetta gæti haft áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita aðra þjónustu“ en aldrei hef ég heyrt eins taktlausa og smekklausa setningu og Heiða Björg sagði þegar hún hótar skertum lífsgæðum í samfélaginu láti ríkið ekki undan kröfum sveitarfélaganna um aukið fjármagn í málefnaflokk fatlaðra. Aldrei hef ég heyrt borgarstjóra tala svona um aðra málaflokka borgarinnar og því velti ég því mjög oft fyrir mér af hverju það er í lagi að tala svona um fatlað fólk. Við erum ekki eingöngu tölur á blaði. Við erum fólk, við erum samborgarar. Við erum ekki vondi kallinn! NPA hefur verið í lögum frá árinu 2018 og frá árinu 2016 hafa sveitarfélögin verið að undirbúa lögfestingu NPA með því að samþykkja örfáa samninga. Málaflokkurinn um málefni fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga 2011. Það er því ekki hægt að segja að þessi málaflokkur sé nýr af nálinni og alls ekki hægt að kenna hinum ný-lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks um slæma stöðu sveitarfélaganna. Ég vil vekja athygli á þessari ömurlegu orðanotkun stjórnmálafólks og ég vil að það hætti að tala um hversu dýr þessi málaflokkur er. Allir málaflokkar eru dýrir og ekki talið þið svona um aðra málaflokka. Höfundur er NPA verkstjórnandi.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar