Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar 26. nóvember 2025 16:02 Dagur sjúkraliða er í dag. Því ber að fagna og ég óska sjúkraliðum til hamingju með daginn og jafnframt öllum sem á einhverjum tíma þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, því þá er næsta víst að sjúkraliðar komi að þjónustunni. Sjúkraliðar eru burðarstoð í heilbrigðiskerfinu við umönnun og aðhlynningu á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þeir eru sú heilbrigðisstétt sem ver hvað mestum tíma með sjúklingum. Í því felst að fylgjast með líðan sjúklinga, tryggja öryggi þeirra og sinna umönnun af næmni, nærgætni, alúð og fagmennsku en þar starfa súkraliðar og hjúkrunarfræðingar þétt saman.. Árangursrík og örugg heilbrigðisþjónusta veltur um margt á samstarfi þessara stétta. Dagur sjúkraliða er haldinn að frumkvæði European Council of Practical Nurses (EPN), sem eru Evrópusamtök sjúkraliða. Markmið þeirra er að efla samstarf sjúkraliða í Evrópu, styrkja faglega sjálfsmynd og þróun færni, vinna að sameiginlegum markmiðum um menntun og faglega staðla og vernda félagslega og faglega hagsmuni félagsmanna. Sjúkraliðafélag Íslands stendur nú fyrir átaki undir yfirskriftinni Vertu í liðinu og ég sem heilbrigðisráðherra vil gjarna vera með í því liði. Eins og Sandra B. Franks formaður félagsins segir í grein í tilefni dagsins, þá snýst átakið ekki um að hlaupa í skarðið fyrir kerfi í neyð, heldur að vera hluti af öflugu fagteymi sem byggir upp heilbrigðisþjónustu til framtíðar, með menntun, faglegri ábyrgð og áhrifum. Það er heilbrigðiskerfinu brýn nauðsyn að fjölga menntuðum sjúkraliðum, tryggja nýliðun í stéttinni og starfsumhverfi sem er áhugavert, hvetjandi og krefjandi þannig að sjúkraliðar haldist í starfi. Aðstæður sem gera sjúkraliðum kleift að nýta hæfileika sína, þekkingu og færni og þróast í starfi, - sem hluti af liðsheild, - sem burðarás í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir stórum áskorunum samfara margvíslegum lýðfræðilegum breytingum, öldrun þjóðar og aukinni sjúkdómsbyrði vegna ýmissa langvinnra sjúkdóma. Margvíslegar nýjungar tengdar velferðartækni, stafrænum lausnum, nýjum lyfjum og meðferðarmöguleikum hjálpa okkur að takast á við vaxandi verkefni. Eftir sem áður verður það þó alltaf mannauðurinn sem er grundvöllur heilbrigðiskerfisins. Þetta verða stjórnvöld, stjórnendur innan heilbrigðiskerfisins og einnig menntakerfið að taka mjög alvarlega og byggja inn í alla sína stefnumótun og framtíðarsýn til skemmri og lengri tíma. Haustið 2021 hófst við Háskólann á Akureyri fagnám sjúkraliða til diplómaprófs. Námið er tveggja ára fagnám á sviði öldrunar- og heimahjúkrunar og einnig á sviði samfélagsgeðhjúkrunar. Sjúkraliðar hafa tekið þessu námi fagnandi, aðsókn verið góð og í sumar útskrifaðist þriðji hópur sjúkraliða með diplóma frá háskólanum. Þetta er alls ekki sjálfsagt, því það krefst mikils að stunda krefjandi nám samhliða vinnu og margvíslegum öðrum skyldum daglegs lífs. Ásóknin í námið sýnir glöggt að sjúkraliðar vilja vaxa, þroskast og leggja enn meira af mörkum til heilbrigðisþjónustunnar. Þetta er öflugt fólk sem hefur mikið fram að færa og sem er mikil þörf fyrir til að gera heilbrigðiskerfið enn betra. Þetta þarf að viðurkenna, ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði þegar litið er til verkefna, starfsábyrgðar og launa. Það er meðal verkefna okkar til skemmri og lengri tíma. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dagur sjúkraliða er í dag. Því ber að fagna og ég óska sjúkraliðum til hamingju með daginn og jafnframt öllum sem á einhverjum tíma þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, því þá er næsta víst að sjúkraliðar komi að þjónustunni. Sjúkraliðar eru burðarstoð í heilbrigðiskerfinu við umönnun og aðhlynningu á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þeir eru sú heilbrigðisstétt sem ver hvað mestum tíma með sjúklingum. Í því felst að fylgjast með líðan sjúklinga, tryggja öryggi þeirra og sinna umönnun af næmni, nærgætni, alúð og fagmennsku en þar starfa súkraliðar og hjúkrunarfræðingar þétt saman.. Árangursrík og örugg heilbrigðisþjónusta veltur um margt á samstarfi þessara stétta. Dagur sjúkraliða er haldinn að frumkvæði European Council of Practical Nurses (EPN), sem eru Evrópusamtök sjúkraliða. Markmið þeirra er að efla samstarf sjúkraliða í Evrópu, styrkja faglega sjálfsmynd og þróun færni, vinna að sameiginlegum markmiðum um menntun og faglega staðla og vernda félagslega og faglega hagsmuni félagsmanna. Sjúkraliðafélag Íslands stendur nú fyrir átaki undir yfirskriftinni Vertu í liðinu og ég sem heilbrigðisráðherra vil gjarna vera með í því liði. Eins og Sandra B. Franks formaður félagsins segir í grein í tilefni dagsins, þá snýst átakið ekki um að hlaupa í skarðið fyrir kerfi í neyð, heldur að vera hluti af öflugu fagteymi sem byggir upp heilbrigðisþjónustu til framtíðar, með menntun, faglegri ábyrgð og áhrifum. Það er heilbrigðiskerfinu brýn nauðsyn að fjölga menntuðum sjúkraliðum, tryggja nýliðun í stéttinni og starfsumhverfi sem er áhugavert, hvetjandi og krefjandi þannig að sjúkraliðar haldist í starfi. Aðstæður sem gera sjúkraliðum kleift að nýta hæfileika sína, þekkingu og færni og þróast í starfi, - sem hluti af liðsheild, - sem burðarás í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir stórum áskorunum samfara margvíslegum lýðfræðilegum breytingum, öldrun þjóðar og aukinni sjúkdómsbyrði vegna ýmissa langvinnra sjúkdóma. Margvíslegar nýjungar tengdar velferðartækni, stafrænum lausnum, nýjum lyfjum og meðferðarmöguleikum hjálpa okkur að takast á við vaxandi verkefni. Eftir sem áður verður það þó alltaf mannauðurinn sem er grundvöllur heilbrigðiskerfisins. Þetta verða stjórnvöld, stjórnendur innan heilbrigðiskerfisins og einnig menntakerfið að taka mjög alvarlega og byggja inn í alla sína stefnumótun og framtíðarsýn til skemmri og lengri tíma. Haustið 2021 hófst við Háskólann á Akureyri fagnám sjúkraliða til diplómaprófs. Námið er tveggja ára fagnám á sviði öldrunar- og heimahjúkrunar og einnig á sviði samfélagsgeðhjúkrunar. Sjúkraliðar hafa tekið þessu námi fagnandi, aðsókn verið góð og í sumar útskrifaðist þriðji hópur sjúkraliða með diplóma frá háskólanum. Þetta er alls ekki sjálfsagt, því það krefst mikils að stunda krefjandi nám samhliða vinnu og margvíslegum öðrum skyldum daglegs lífs. Ásóknin í námið sýnir glöggt að sjúkraliðar vilja vaxa, þroskast og leggja enn meira af mörkum til heilbrigðisþjónustunnar. Þetta er öflugt fólk sem hefur mikið fram að færa og sem er mikil þörf fyrir til að gera heilbrigðiskerfið enn betra. Þetta þarf að viðurkenna, ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði þegar litið er til verkefna, starfsábyrgðar og launa. Það er meðal verkefna okkar til skemmri og lengri tíma. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun