Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar 26. nóvember 2025 12:00 Eftir að farsóttin skók heiminn í upphafi þessa áratugar höfum við öll meira og minna litið inn á við. Horft í eigin barm, bæði sem einstaklingar og þjóð. Allt á að snúast um okkur sjálf, sér í lagi heilsuna. Allir miðlar, ekki síst samfélagsmiðlar, eru uppfullir af frásögnum um mikilvægi þess að rækta líkamann. Mataræðið hefur fengið tvíræða merkingu. Hrein, óunnin fæða í öll mál er markmiðið, kolvetnalaus að sjálfsögðu og ósykruð, nema hvað? Sumir ganga svo langt að fasta, svelta líkamann í einhverja daga. Og þetta er ekki gert í nafni megrunarkúra eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur eingöngu í þágu heilsunnar. Það dynja líka á okkur tillögur að hvers kyns líkamsrækt: æfingar við borðstofustól, teygjur í sófanum, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að kunna að anda rétt í köldum potti. Heilsuáróðurinn líkist dálítið nýjum trúarbrögðum, fullum af helgisiðum. Ef við náum ekki að halda okkur á beinu brautinni heyrum við játningar hins synduga: „Mér varð á að missa mig og fá mér köku,“ og samstundis stíga fram hempulausir prestar og setja ofan í við þá sem glapist hafa til að borða fransbrauð eða svíkjast um í ræktinni. Hvarvetna óma ný ráð frá sjálfskipuðum postulum í fræðum sem kennd eru við ketó og grænkera, „karnivor“ og allt þetta sem nú er í tísku. Margir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tala eins og þeir hafi doktorsgráðu í mannslíkamanum og skilji betur en vísindamenn eða læknar hvernig unnt sé að ná skjótum árangri. Snjalltæknin er alltumlykjandi í þessu fári. Úrið eða síminn segir okkur hvort við sofum nóg, hvort við séum taugaspennt og það er minnsta mál að kalla fram tölur um blóðþrýsting, efri og neðri mörk, hjartslátt og súrefnismettun. Á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum kjörþyngdar, ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Lífsstíll heilsunnar tekur líka í pyngjuna. Mörg heimili hafa fjárfest í dýrum líkamsræktartækjum, heitum og köldum pottum, sánuklefum, bæði þurrgufu og innrauðum, svo ekki sé minnst á fæðubótarefni, vítamíni, próteindrykki og lífrænt ræktaðar vörur. Að ógleymdum aðgangskortum að musterum átrúnaðarins: líkamsræktarstöðvunum. Svo það sé sagt: auðvitað er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Þegar hún er farin er flest farið sem gefur lífinu gildi. Við eigum að sjálfsögðu að temja okkur heilbrigðan lífsstíl, en þarf hann að fela í sér meinlætalifnað og öfgar? Það blasa við nokkrar þversagnir: þótt áróðurinn um heilsu hafi sjaldan verið meiri hafa líkast til aldrei fleiri verið jafn úrvinda eftir langan vinnudag, með langvinna streitu, svefnvana og ofan í kaupið með áhyggjur og samviskubit yfir því að hafa ekki staðið við markmið dagsins eða vikunnar um líkamsæfingar og heilsubót. Það er betur heima setið en af stað farið ef það sem á að gera okkur heilbrigð eykur á kvíða og þá óþægilegu tilfinningu að aldrei sé nóg að gert. Hver og einn verður að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og hann þarf að byggja á eigin ákvörðun um raunverulega vellíðan. Líkamleg heilsa er eitt, andleg heilsa annað. Best er að styrkja hvoru tveggja. Hlátur og notalegt spjall yfir kaffibolla og berlínarbollu, getur alveg jafnast á við fimmtán mínútur á hlaupabrettinu. Það þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að lifa lífinu. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir að farsóttin skók heiminn í upphafi þessa áratugar höfum við öll meira og minna litið inn á við. Horft í eigin barm, bæði sem einstaklingar og þjóð. Allt á að snúast um okkur sjálf, sér í lagi heilsuna. Allir miðlar, ekki síst samfélagsmiðlar, eru uppfullir af frásögnum um mikilvægi þess að rækta líkamann. Mataræðið hefur fengið tvíræða merkingu. Hrein, óunnin fæða í öll mál er markmiðið, kolvetnalaus að sjálfsögðu og ósykruð, nema hvað? Sumir ganga svo langt að fasta, svelta líkamann í einhverja daga. Og þetta er ekki gert í nafni megrunarkúra eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur eingöngu í þágu heilsunnar. Það dynja líka á okkur tillögur að hvers kyns líkamsrækt: æfingar við borðstofustól, teygjur í sófanum, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að kunna að anda rétt í köldum potti. Heilsuáróðurinn líkist dálítið nýjum trúarbrögðum, fullum af helgisiðum. Ef við náum ekki að halda okkur á beinu brautinni heyrum við játningar hins synduga: „Mér varð á að missa mig og fá mér köku,“ og samstundis stíga fram hempulausir prestar og setja ofan í við þá sem glapist hafa til að borða fransbrauð eða svíkjast um í ræktinni. Hvarvetna óma ný ráð frá sjálfskipuðum postulum í fræðum sem kennd eru við ketó og grænkera, „karnivor“ og allt þetta sem nú er í tísku. Margir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tala eins og þeir hafi doktorsgráðu í mannslíkamanum og skilji betur en vísindamenn eða læknar hvernig unnt sé að ná skjótum árangri. Snjalltæknin er alltumlykjandi í þessu fári. Úrið eða síminn segir okkur hvort við sofum nóg, hvort við séum taugaspennt og það er minnsta mál að kalla fram tölur um blóðþrýsting, efri og neðri mörk, hjartslátt og súrefnismettun. Á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum kjörþyngdar, ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Lífsstíll heilsunnar tekur líka í pyngjuna. Mörg heimili hafa fjárfest í dýrum líkamsræktartækjum, heitum og köldum pottum, sánuklefum, bæði þurrgufu og innrauðum, svo ekki sé minnst á fæðubótarefni, vítamíni, próteindrykki og lífrænt ræktaðar vörur. Að ógleymdum aðgangskortum að musterum átrúnaðarins: líkamsræktarstöðvunum. Svo það sé sagt: auðvitað er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Þegar hún er farin er flest farið sem gefur lífinu gildi. Við eigum að sjálfsögðu að temja okkur heilbrigðan lífsstíl, en þarf hann að fela í sér meinlætalifnað og öfgar? Það blasa við nokkrar þversagnir: þótt áróðurinn um heilsu hafi sjaldan verið meiri hafa líkast til aldrei fleiri verið jafn úrvinda eftir langan vinnudag, með langvinna streitu, svefnvana og ofan í kaupið með áhyggjur og samviskubit yfir því að hafa ekki staðið við markmið dagsins eða vikunnar um líkamsæfingar og heilsubót. Það er betur heima setið en af stað farið ef það sem á að gera okkur heilbrigð eykur á kvíða og þá óþægilegu tilfinningu að aldrei sé nóg að gert. Hver og einn verður að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og hann þarf að byggja á eigin ákvörðun um raunverulega vellíðan. Líkamleg heilsa er eitt, andleg heilsa annað. Best er að styrkja hvoru tveggja. Hlátur og notalegt spjall yfir kaffibolla og berlínarbollu, getur alveg jafnast á við fimmtán mínútur á hlaupabrettinu. Það þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að lifa lífinu. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun