Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar 26. nóvember 2025 12:00 Eftir að farsóttin skók heiminn í upphafi þessa áratugar höfum við öll meira og minna litið inn á við. Horft í eigin barm, bæði sem einstaklingar og þjóð. Allt á að snúast um okkur sjálf, sér í lagi heilsuna. Allir miðlar, ekki síst samfélagsmiðlar, eru uppfullir af frásögnum um mikilvægi þess að rækta líkamann. Mataræðið hefur fengið tvíræða merkingu. Hrein, óunnin fæða í öll mál er markmiðið, kolvetnalaus að sjálfsögðu og ósykruð, nema hvað? Sumir ganga svo langt að fasta, svelta líkamann í einhverja daga. Og þetta er ekki gert í nafni megrunarkúra eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur eingöngu í þágu heilsunnar. Það dynja líka á okkur tillögur að hvers kyns líkamsrækt: æfingar við borðstofustól, teygjur í sófanum, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að kunna að anda rétt í köldum potti. Heilsuáróðurinn líkist dálítið nýjum trúarbrögðum, fullum af helgisiðum. Ef við náum ekki að halda okkur á beinu brautinni heyrum við játningar hins synduga: „Mér varð á að missa mig og fá mér köku,“ og samstundis stíga fram hempulausir prestar og setja ofan í við þá sem glapist hafa til að borða fransbrauð eða svíkjast um í ræktinni. Hvarvetna óma ný ráð frá sjálfskipuðum postulum í fræðum sem kennd eru við ketó og grænkera, „karnivor“ og allt þetta sem nú er í tísku. Margir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tala eins og þeir hafi doktorsgráðu í mannslíkamanum og skilji betur en vísindamenn eða læknar hvernig unnt sé að ná skjótum árangri. Snjalltæknin er alltumlykjandi í þessu fári. Úrið eða síminn segir okkur hvort við sofum nóg, hvort við séum taugaspennt og það er minnsta mál að kalla fram tölur um blóðþrýsting, efri og neðri mörk, hjartslátt og súrefnismettun. Á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum kjörþyngdar, ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Lífsstíll heilsunnar tekur líka í pyngjuna. Mörg heimili hafa fjárfest í dýrum líkamsræktartækjum, heitum og köldum pottum, sánuklefum, bæði þurrgufu og innrauðum, svo ekki sé minnst á fæðubótarefni, vítamíni, próteindrykki og lífrænt ræktaðar vörur. Að ógleymdum aðgangskortum að musterum átrúnaðarins: líkamsræktarstöðvunum. Svo það sé sagt: auðvitað er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Þegar hún er farin er flest farið sem gefur lífinu gildi. Við eigum að sjálfsögðu að temja okkur heilbrigðan lífsstíl, en þarf hann að fela í sér meinlætalifnað og öfgar? Það blasa við nokkrar þversagnir: þótt áróðurinn um heilsu hafi sjaldan verið meiri hafa líkast til aldrei fleiri verið jafn úrvinda eftir langan vinnudag, með langvinna streitu, svefnvana og ofan í kaupið með áhyggjur og samviskubit yfir því að hafa ekki staðið við markmið dagsins eða vikunnar um líkamsæfingar og heilsubót. Það er betur heima setið en af stað farið ef það sem á að gera okkur heilbrigð eykur á kvíða og þá óþægilegu tilfinningu að aldrei sé nóg að gert. Hver og einn verður að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og hann þarf að byggja á eigin ákvörðun um raunverulega vellíðan. Líkamleg heilsa er eitt, andleg heilsa annað. Best er að styrkja hvoru tveggja. Hlátur og notalegt spjall yfir kaffibolla og berlínarbollu, getur alveg jafnast á við fimmtán mínútur á hlaupabrettinu. Það þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að lifa lífinu. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Eftir að farsóttin skók heiminn í upphafi þessa áratugar höfum við öll meira og minna litið inn á við. Horft í eigin barm, bæði sem einstaklingar og þjóð. Allt á að snúast um okkur sjálf, sér í lagi heilsuna. Allir miðlar, ekki síst samfélagsmiðlar, eru uppfullir af frásögnum um mikilvægi þess að rækta líkamann. Mataræðið hefur fengið tvíræða merkingu. Hrein, óunnin fæða í öll mál er markmiðið, kolvetnalaus að sjálfsögðu og ósykruð, nema hvað? Sumir ganga svo langt að fasta, svelta líkamann í einhverja daga. Og þetta er ekki gert í nafni megrunarkúra eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur eingöngu í þágu heilsunnar. Það dynja líka á okkur tillögur að hvers kyns líkamsrækt: æfingar við borðstofustól, teygjur í sófanum, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að kunna að anda rétt í köldum potti. Heilsuáróðurinn líkist dálítið nýjum trúarbrögðum, fullum af helgisiðum. Ef við náum ekki að halda okkur á beinu brautinni heyrum við játningar hins synduga: „Mér varð á að missa mig og fá mér köku,“ og samstundis stíga fram hempulausir prestar og setja ofan í við þá sem glapist hafa til að borða fransbrauð eða svíkjast um í ræktinni. Hvarvetna óma ný ráð frá sjálfskipuðum postulum í fræðum sem kennd eru við ketó og grænkera, „karnivor“ og allt þetta sem nú er í tísku. Margir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tala eins og þeir hafi doktorsgráðu í mannslíkamanum og skilji betur en vísindamenn eða læknar hvernig unnt sé að ná skjótum árangri. Snjalltæknin er alltumlykjandi í þessu fári. Úrið eða síminn segir okkur hvort við sofum nóg, hvort við séum taugaspennt og það er minnsta mál að kalla fram tölur um blóðþrýsting, efri og neðri mörk, hjartslátt og súrefnismettun. Á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum kjörþyngdar, ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Lífsstíll heilsunnar tekur líka í pyngjuna. Mörg heimili hafa fjárfest í dýrum líkamsræktartækjum, heitum og köldum pottum, sánuklefum, bæði þurrgufu og innrauðum, svo ekki sé minnst á fæðubótarefni, vítamíni, próteindrykki og lífrænt ræktaðar vörur. Að ógleymdum aðgangskortum að musterum átrúnaðarins: líkamsræktarstöðvunum. Svo það sé sagt: auðvitað er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Þegar hún er farin er flest farið sem gefur lífinu gildi. Við eigum að sjálfsögðu að temja okkur heilbrigðan lífsstíl, en þarf hann að fela í sér meinlætalifnað og öfgar? Það blasa við nokkrar þversagnir: þótt áróðurinn um heilsu hafi sjaldan verið meiri hafa líkast til aldrei fleiri verið jafn úrvinda eftir langan vinnudag, með langvinna streitu, svefnvana og ofan í kaupið með áhyggjur og samviskubit yfir því að hafa ekki staðið við markmið dagsins eða vikunnar um líkamsæfingar og heilsubót. Það er betur heima setið en af stað farið ef það sem á að gera okkur heilbrigð eykur á kvíða og þá óþægilegu tilfinningu að aldrei sé nóg að gert. Hver og einn verður að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og hann þarf að byggja á eigin ákvörðun um raunverulega vellíðan. Líkamleg heilsa er eitt, andleg heilsa annað. Best er að styrkja hvoru tveggja. Hlátur og notalegt spjall yfir kaffibolla og berlínarbollu, getur alveg jafnast á við fimmtán mínútur á hlaupabrettinu. Það þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að lifa lífinu. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun