Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 09:02 Viola Leuchter og stöllur í þýska liðinu ætla sér langt á HM. Getty/Marco Wolf Þýska kvennalandsliðið í handbolta byrjar HM á heimavelli, með leik við Ísland í Stuttgart í dag, en ætlar sér langt í mótinu og horfir til þess að keppa um efstu sætin í Rotterdam í lok þess. Þýska liðið er talið mun sigurstranglegra en það íslenska í dag og það mun reyna á stelpurnar okkar fyrir framan fulla höll í Stuttgart, í leiknum sem hefst klukkan 17 í dag. „Við erum mjög afslappaðar og andinn góður, jafnvel þó að við vitum að það eru bara nokkrir klukkutímar í að þetta hefjist. Við erum mjög spenntar fyrir mótinu og viljum sýna hvað við getum,“ segir Viola Leuchter, skytta þýska liðsins, við DPA fréttaveituna. „Við viljum senda skýr skilaboð og sýna úr hverju við erum gerðar, til að fá stuðningsmennina með okkur frá byrjun,“ sagði Leuchter. Varar við ástríðunni í íslenska liðinu Þjálfarinn Markus Gaugisch varar við því að íslenska liðið muni mæta til leiks af miklum krafti: „Við erum með lið þar sem að allar leggja allt í sölurnar. Það veitir manni góða tilfinningu. Íslenska liðið spilar af mikilli ástríðu og við verðum að gera það líka.“ Þýskaland hefur ekki unnið til verðlauna á stórmóti síðan árið 2007 og ljóst að markmiðið er að bæta úr því í ár. Segir bónusgreiðslur senda sterk skilaboð Þýska handknattleikssambandið hefur gert það enn eftirsóknarverðara fyrir leikmenn með því að bjóða upp á peningabónus, og munu leikmenn skipta á milli sín yfir sextíu milljónum króna ef þeim tekst að landa heimsmeistaratitlinum. Liðið fær nefnilega 425.000 evrur fyrir sigur, 300.000 evrur fyrir silfur og 200.000 evrur fyrir brons. Þá eru einnig í boði 100.000 evrur fyrir að ná í undanúrslit og 50.000 evrur fyrir að komast í 8-liða úrslit. „Okkur finnst við metnar að verðleikum. Eftir að dagpeningarnir voru jafnaðir í byrjun þessa árs þá senda þessar bónusgreiðslur einnig sterk skilaboð. Við leggjum allt í sölurnar til að láta drauma okkar rætast á mótinu,“ segir Antje Döll, fyrirliði liðsins. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan fimm í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og mun fylgja landsliðinu vel eftir á meðan mótinu stendur. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Þýska liðið er talið mun sigurstranglegra en það íslenska í dag og það mun reyna á stelpurnar okkar fyrir framan fulla höll í Stuttgart, í leiknum sem hefst klukkan 17 í dag. „Við erum mjög afslappaðar og andinn góður, jafnvel þó að við vitum að það eru bara nokkrir klukkutímar í að þetta hefjist. Við erum mjög spenntar fyrir mótinu og viljum sýna hvað við getum,“ segir Viola Leuchter, skytta þýska liðsins, við DPA fréttaveituna. „Við viljum senda skýr skilaboð og sýna úr hverju við erum gerðar, til að fá stuðningsmennina með okkur frá byrjun,“ sagði Leuchter. Varar við ástríðunni í íslenska liðinu Þjálfarinn Markus Gaugisch varar við því að íslenska liðið muni mæta til leiks af miklum krafti: „Við erum með lið þar sem að allar leggja allt í sölurnar. Það veitir manni góða tilfinningu. Íslenska liðið spilar af mikilli ástríðu og við verðum að gera það líka.“ Þýskaland hefur ekki unnið til verðlauna á stórmóti síðan árið 2007 og ljóst að markmiðið er að bæta úr því í ár. Segir bónusgreiðslur senda sterk skilaboð Þýska handknattleikssambandið hefur gert það enn eftirsóknarverðara fyrir leikmenn með því að bjóða upp á peningabónus, og munu leikmenn skipta á milli sín yfir sextíu milljónum króna ef þeim tekst að landa heimsmeistaratitlinum. Liðið fær nefnilega 425.000 evrur fyrir sigur, 300.000 evrur fyrir silfur og 200.000 evrur fyrir brons. Þá eru einnig í boði 100.000 evrur fyrir að ná í undanúrslit og 50.000 evrur fyrir að komast í 8-liða úrslit. „Okkur finnst við metnar að verðleikum. Eftir að dagpeningarnir voru jafnaðir í byrjun þessa árs þá senda þessar bónusgreiðslur einnig sterk skilaboð. Við leggjum allt í sölurnar til að láta drauma okkar rætast á mótinu,“ segir Antje Döll, fyrirliði liðsins. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan fimm í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og mun fylgja landsliðinu vel eftir á meðan mótinu stendur.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira