Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar 25. nóvember 2025 12:03 Tími til kominn að gefa þessari perlu Reykjavíkur nýtt líf Viðey er ein af fallegustu náttúruperlum Reykjavíkur og um leið ein sú vannýttasta.Þangað fer lítið af fólki nema kanski einu sinni á ári þegar friðarsúlan er tendruð. Þá fyllist Viðeyjarferjan og eyjan iðar af lífi í nokkrar klukkustundir, en svo dettur hún aftur í kyrrð og einsemd. Aðrir gestir koma þangað yfir sumartímann, en ferjusiglingar eru háðar veðri og árstíðum og gera reglulega heimsókn að áskorun. Það er í raun sorglegt að sjá hve lítið Viðey er nýtt miðað við hvað hún hefur upp á að bjóða.Þessi staður, sem er aðeins nokkrar mínútur frá miðbænum, gæti verið eitt besta útivistarsvæði landsins (Central Park okkar Reykvíkinga) ef aðgengi væri tryggt allt árið um kring. Viðey verður aldrei byggingarland en hún getur orðið lífandi útivistasvæði Enginn vill sjá Viðey byggða. Saga eyjunnar, náttúran og andrúmsloftið eru hluti af Reykjavík. Hún þarf ekki að liggja ónotuð.Ef Sundabraut yrði lögð með viðkomu í Viðey gæti það breytt öllu. Með slíku mannvirki yrði eyjan loksins aðgengileg allan ársins hring, án þess að náttúrunni væri fórnað. Golf í Viðey samfélagsleg og vistvæn framtíðarsýn Golf er íþrótt sem sameinar hreyfingu, náttúru og samveru.Á Íslandi eru nú tugir þúsunda skráðra kylfingar og mikill fjöldi óskráðra, og fjöldinn eykst ár frá ári. Þúsundir borgarbúa eru á biðlistum eftir aðild að golfklúbbum. Það segir sitt um eftirspurnina eftir útivist og íþrótt sem höfðar til fólks á öllum aldri. Viðey býður upp á fullkomnar aðstæður til að skapa golfvöll sem væri einstakur í heiminum þar sem landslag, náttúra og saga myndu mætast í friðsamlegri sátt.Viðeyjarstofa gæti fengið nýtt hlutverk sem golfskáli og menningarhús í senn. Þar mætti bjóða upp á veitingar, sýningar og viðburði fyrir gesti, hvort sem þeir spila golf eða ekki. Golfvellir hafa sýnt að þeir geta lifað í sátt við náttúruna. Á Nesvelli á Seltjarnarnesi verpir krían og annað fuglalíf þrífst í nágrenni kylfinga um allt land. Þar hafa fuglar fundið sér skjólsælan stað í nærveru fólks.Þetta er góð áminning um að golf og náttúra geta farið hönd í hönd ef rétt er staðið að skipulagi. Hjólreiðar, gönguleiðir og fjölþætt útivist Golfið væri aðeins hluti af stærri framtíðarsýn.Viðey gæti orðið miðstöð gönguferða, hjólreiða og útivitarstaður þar sem borgarbúar og ferðamenn gætu notið kyrrðar, hreyfingar og náttúru, allt í hjarta borgarinnar. Tækifæri sem má ekki glata Ef stjórnvöld í Reykjavík sýndu framsýni gæti Viðey orðið ein helsta stolt borgarinnar og dæmi um hvernig náttúra, íþróttir, saga og nútímahugmyndir geta sameinast.Sundabraut með viðkomu í Viðey væri fyrsta skrefið að því að gefa þessari perlu nýtt líf, án þess að spilla því sem gerir hana einstaka. Viðey á skilið annað hlutskipti en að vera gleymd eyja sem sést aðeins úr fjarlægð.Tími er kominn til að tengja hana við líf borgarinnar í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er framkvæmdarstjóri Lionfish og áhugamaður um golf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golfvellir Reykjavík Sundabraut Skipulag Viðey Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Tími til kominn að gefa þessari perlu Reykjavíkur nýtt líf Viðey er ein af fallegustu náttúruperlum Reykjavíkur og um leið ein sú vannýttasta.Þangað fer lítið af fólki nema kanski einu sinni á ári þegar friðarsúlan er tendruð. Þá fyllist Viðeyjarferjan og eyjan iðar af lífi í nokkrar klukkustundir, en svo dettur hún aftur í kyrrð og einsemd. Aðrir gestir koma þangað yfir sumartímann, en ferjusiglingar eru háðar veðri og árstíðum og gera reglulega heimsókn að áskorun. Það er í raun sorglegt að sjá hve lítið Viðey er nýtt miðað við hvað hún hefur upp á að bjóða.Þessi staður, sem er aðeins nokkrar mínútur frá miðbænum, gæti verið eitt besta útivistarsvæði landsins (Central Park okkar Reykvíkinga) ef aðgengi væri tryggt allt árið um kring. Viðey verður aldrei byggingarland en hún getur orðið lífandi útivistasvæði Enginn vill sjá Viðey byggða. Saga eyjunnar, náttúran og andrúmsloftið eru hluti af Reykjavík. Hún þarf ekki að liggja ónotuð.Ef Sundabraut yrði lögð með viðkomu í Viðey gæti það breytt öllu. Með slíku mannvirki yrði eyjan loksins aðgengileg allan ársins hring, án þess að náttúrunni væri fórnað. Golf í Viðey samfélagsleg og vistvæn framtíðarsýn Golf er íþrótt sem sameinar hreyfingu, náttúru og samveru.Á Íslandi eru nú tugir þúsunda skráðra kylfingar og mikill fjöldi óskráðra, og fjöldinn eykst ár frá ári. Þúsundir borgarbúa eru á biðlistum eftir aðild að golfklúbbum. Það segir sitt um eftirspurnina eftir útivist og íþrótt sem höfðar til fólks á öllum aldri. Viðey býður upp á fullkomnar aðstæður til að skapa golfvöll sem væri einstakur í heiminum þar sem landslag, náttúra og saga myndu mætast í friðsamlegri sátt.Viðeyjarstofa gæti fengið nýtt hlutverk sem golfskáli og menningarhús í senn. Þar mætti bjóða upp á veitingar, sýningar og viðburði fyrir gesti, hvort sem þeir spila golf eða ekki. Golfvellir hafa sýnt að þeir geta lifað í sátt við náttúruna. Á Nesvelli á Seltjarnarnesi verpir krían og annað fuglalíf þrífst í nágrenni kylfinga um allt land. Þar hafa fuglar fundið sér skjólsælan stað í nærveru fólks.Þetta er góð áminning um að golf og náttúra geta farið hönd í hönd ef rétt er staðið að skipulagi. Hjólreiðar, gönguleiðir og fjölþætt útivist Golfið væri aðeins hluti af stærri framtíðarsýn.Viðey gæti orðið miðstöð gönguferða, hjólreiða og útivitarstaður þar sem borgarbúar og ferðamenn gætu notið kyrrðar, hreyfingar og náttúru, allt í hjarta borgarinnar. Tækifæri sem má ekki glata Ef stjórnvöld í Reykjavík sýndu framsýni gæti Viðey orðið ein helsta stolt borgarinnar og dæmi um hvernig náttúra, íþróttir, saga og nútímahugmyndir geta sameinast.Sundabraut með viðkomu í Viðey væri fyrsta skrefið að því að gefa þessari perlu nýtt líf, án þess að spilla því sem gerir hana einstaka. Viðey á skilið annað hlutskipti en að vera gleymd eyja sem sést aðeins úr fjarlægð.Tími er kominn til að tengja hana við líf borgarinnar í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er framkvæmdarstjóri Lionfish og áhugamaður um golf.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar