Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2025 08:01 Væri íslenskt samfélag bifreið þá er hún rándýr, ein besta sortin. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í vestrænu lýðræðissamfélagi. Ef við höldum áfram með samlíkinguna þá eru þeir fjórða hjólið undir bílnum þegar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eru hin þrjú. Það er fjölmiðladekkið sem er sprungið undir þeirri lúxuskerru sem íslenskt samfélag er þar sem þjóðartekjur á mann eru með þeim hæstu, velferð og velmegun meiri en víðast hvar og jafnrétti meira en nokkur staðar á jarðríki. Hættan er að ef við hugum ekki að sprungna dekkinu völdum við skemmdum, keyrum útaf og köstum á glæ því góða við okkar samfélag. Veikir fjölmiðlar – lítið aðhald Fjölmiðlar á Íslandi standa veikt. Um það er ekki deilt. Fréttamiðlum hefur fækkað og erlendir samfélagsmiðlar soga til sin fjármuni sem áður runnu til innlendra fjölmiðla. Afleiðingar þessarar þróunar verða æ sýnilegri. Opinber umræða er veik. Aftur og aftur koma á dagskrá í opinberri umræðu mál sem varða miklu um hagsmuni almennings og þarfnast umföllunar, greiningar og dýpri umræðu en fá það ekki. Almenningi gefst ekki tækifæri á að kynna sér mál sem hann varðar og því eru stjórnmála- og embættismenn eða aðrir forystumenn í samfélaginu án raunverulega aðhalds. Fjölmörg mál og málaflokkar hafa verið í deiglunni undirfarið án þess að fólk hafi fengið skýra mynd af því hvað snýr upp eða niður. Það virðist líka í mörgum dæmum vera þannig að ráðamenn séu ekki með dýpri skilning á því sjálfir. Húsnæðismál, orkumál, innflytjendamál, menntamál og heilbrigðismál hafa brunnið á almenningi í áraraðir án þess að fjölmiðlar hafi náð að draga fram heildstæð gögn og upplýsingar um einstaka þætti eða þá heildarmynd sem sýnir á hvað leið við erum. Umræður í fjölmiðlum eru oft miklar en einkennast helst að því að einni fullyrðingu er mætt með annarri. Athyglin beinist þá að þeim sem hæst hefur. Ráðamenn í sviðsljósi – almenningur í þoku Ráðamenn stíga síðan fram með yfirlýsingar og áform og njóta athygli en eftirfylgni og aðhald fjölmiðla skortir. Gott dæmi er samkomulag heilbrigðisráðherra og borgaryfirvalda árið 2021 um byggingu öldrunarheimila sem hefjast átti handa við innan fárra vikna og ekki eru nein merki að eigi að opna á næsta ári, né þá skýringar af hverju ekki. Önnur dæmi eru frumvarp um veiðigjöld sem var rætt og samþykkt án þess að nokkur gæti sagt til með vissu hverjar afleiðingar yrðu og síðan verður norska leiðin í innfytjendamálum skyndilega einhver töfralausn. Þetta eru örfá dæmi af mýmörgum. Við þessar aðstæður er almenningur skilinn eftir í þoku. Fjölmiðlar hafa ekki burði til að upplýsa og greina á milli staðreynda og staðhæfinga – þess sem er satt og þess sem sagt er og í sumum flóknari málum eru stórar hliðar og veigamiklar afleiðingar jafnvel ekkert skoðaðar eða ræddar. Um þessi mál fjallaði ég ítarlega nýverið á hlaðvarpinu Ein pæling. Eftir stendur almenningur í óvissu. Mikilvægum spurningum er ekki svarað. Eftir sem áður þurfum við sem samfélag að taka ákvarðanir. Þær eru ýmist teknar eða ekki teknar. Hvort sem er þá er óvissan og áhættan oft mikil. Á meðan svona er stefnum við útí skurð fyrr en seinna. Hvað geta 50-100 rannsóknarblaðamenn gert? Það er aðeins með öflugri og sjálfstæðri upplýsingamiðlun og fjölmiðlun sem almenningur nær stöðu til að veita stjórnvöldum, verkalýðsfélögum og stjórnendum stórfyrirtækja það aðhald sem er nauðsynlegt til að þróa okkar samfélag áfram. Fjölmiðlar eru okkar aðhaldstæki til betra samfélags, okkar allra sem greiða skatta og gjöld, þar með talið ráðamanna. Við þurfum að sameinast um að efla íslenska fjölmiðla. Við verðum að finna leiðir til þess. Hugsið þið ykkur í ljósi þeirra dæma sem okkar örfáu rannsóknarblaðamenn hafa dregið fram um brotalamir í okkar samfélagi á síðustu misserum hver staðan væri ef hér á landi væri starfandi aukalega 50-100 rannsóknarblaðamenn? Hvað myndu þeir kosta? Eru það háar upphæðir í samhengi hlutanna? Blaðamenn sem taka mál, frumvörp, ákvarðanir og ekki ákvarðanir og skoða frá öllum hliðum og koma með alvöru fréttaskýringar. Blaðamenn sem leita ekki bara að einhverjum skandölum heldur skoða ákvarðanir og aðgerðir, leita sjónarmiða, afla upplýsinga og deila þeim með almenningi. Þessir einstaklingar myndu ekki kosta okkur mikið en þeir gætu breytt mjög miklu til hins betra. Þegar upp er staðið er þetta aðeins spurning um að fá nýtt dekk og pumpa lofti í það svo bíllinn okkar haldist á götunni. Kristján Ra. Kristjánsson er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Ra. Kristjánsson Fjölmiðlar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Væri íslenskt samfélag bifreið þá er hún rándýr, ein besta sortin. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í vestrænu lýðræðissamfélagi. Ef við höldum áfram með samlíkinguna þá eru þeir fjórða hjólið undir bílnum þegar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eru hin þrjú. Það er fjölmiðladekkið sem er sprungið undir þeirri lúxuskerru sem íslenskt samfélag er þar sem þjóðartekjur á mann eru með þeim hæstu, velferð og velmegun meiri en víðast hvar og jafnrétti meira en nokkur staðar á jarðríki. Hættan er að ef við hugum ekki að sprungna dekkinu völdum við skemmdum, keyrum útaf og köstum á glæ því góða við okkar samfélag. Veikir fjölmiðlar – lítið aðhald Fjölmiðlar á Íslandi standa veikt. Um það er ekki deilt. Fréttamiðlum hefur fækkað og erlendir samfélagsmiðlar soga til sin fjármuni sem áður runnu til innlendra fjölmiðla. Afleiðingar þessarar þróunar verða æ sýnilegri. Opinber umræða er veik. Aftur og aftur koma á dagskrá í opinberri umræðu mál sem varða miklu um hagsmuni almennings og þarfnast umföllunar, greiningar og dýpri umræðu en fá það ekki. Almenningi gefst ekki tækifæri á að kynna sér mál sem hann varðar og því eru stjórnmála- og embættismenn eða aðrir forystumenn í samfélaginu án raunverulega aðhalds. Fjölmörg mál og málaflokkar hafa verið í deiglunni undirfarið án þess að fólk hafi fengið skýra mynd af því hvað snýr upp eða niður. Það virðist líka í mörgum dæmum vera þannig að ráðamenn séu ekki með dýpri skilning á því sjálfir. Húsnæðismál, orkumál, innflytjendamál, menntamál og heilbrigðismál hafa brunnið á almenningi í áraraðir án þess að fjölmiðlar hafi náð að draga fram heildstæð gögn og upplýsingar um einstaka þætti eða þá heildarmynd sem sýnir á hvað leið við erum. Umræður í fjölmiðlum eru oft miklar en einkennast helst að því að einni fullyrðingu er mætt með annarri. Athyglin beinist þá að þeim sem hæst hefur. Ráðamenn í sviðsljósi – almenningur í þoku Ráðamenn stíga síðan fram með yfirlýsingar og áform og njóta athygli en eftirfylgni og aðhald fjölmiðla skortir. Gott dæmi er samkomulag heilbrigðisráðherra og borgaryfirvalda árið 2021 um byggingu öldrunarheimila sem hefjast átti handa við innan fárra vikna og ekki eru nein merki að eigi að opna á næsta ári, né þá skýringar af hverju ekki. Önnur dæmi eru frumvarp um veiðigjöld sem var rætt og samþykkt án þess að nokkur gæti sagt til með vissu hverjar afleiðingar yrðu og síðan verður norska leiðin í innfytjendamálum skyndilega einhver töfralausn. Þetta eru örfá dæmi af mýmörgum. Við þessar aðstæður er almenningur skilinn eftir í þoku. Fjölmiðlar hafa ekki burði til að upplýsa og greina á milli staðreynda og staðhæfinga – þess sem er satt og þess sem sagt er og í sumum flóknari málum eru stórar hliðar og veigamiklar afleiðingar jafnvel ekkert skoðaðar eða ræddar. Um þessi mál fjallaði ég ítarlega nýverið á hlaðvarpinu Ein pæling. Eftir stendur almenningur í óvissu. Mikilvægum spurningum er ekki svarað. Eftir sem áður þurfum við sem samfélag að taka ákvarðanir. Þær eru ýmist teknar eða ekki teknar. Hvort sem er þá er óvissan og áhættan oft mikil. Á meðan svona er stefnum við útí skurð fyrr en seinna. Hvað geta 50-100 rannsóknarblaðamenn gert? Það er aðeins með öflugri og sjálfstæðri upplýsingamiðlun og fjölmiðlun sem almenningur nær stöðu til að veita stjórnvöldum, verkalýðsfélögum og stjórnendum stórfyrirtækja það aðhald sem er nauðsynlegt til að þróa okkar samfélag áfram. Fjölmiðlar eru okkar aðhaldstæki til betra samfélags, okkar allra sem greiða skatta og gjöld, þar með talið ráðamanna. Við þurfum að sameinast um að efla íslenska fjölmiðla. Við verðum að finna leiðir til þess. Hugsið þið ykkur í ljósi þeirra dæma sem okkar örfáu rannsóknarblaðamenn hafa dregið fram um brotalamir í okkar samfélagi á síðustu misserum hver staðan væri ef hér á landi væri starfandi aukalega 50-100 rannsóknarblaðamenn? Hvað myndu þeir kosta? Eru það háar upphæðir í samhengi hlutanna? Blaðamenn sem taka mál, frumvörp, ákvarðanir og ekki ákvarðanir og skoða frá öllum hliðum og koma með alvöru fréttaskýringar. Blaðamenn sem leita ekki bara að einhverjum skandölum heldur skoða ákvarðanir og aðgerðir, leita sjónarmiða, afla upplýsinga og deila þeim með almenningi. Þessir einstaklingar myndu ekki kosta okkur mikið en þeir gætu breytt mjög miklu til hins betra. Þegar upp er staðið er þetta aðeins spurning um að fá nýtt dekk og pumpa lofti í það svo bíllinn okkar haldist á götunni. Kristján Ra. Kristjánsson er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun