Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2025 08:01 Væri íslenskt samfélag bifreið þá er hún rándýr, ein besta sortin. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í vestrænu lýðræðissamfélagi. Ef við höldum áfram með samlíkinguna þá eru þeir fjórða hjólið undir bílnum þegar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eru hin þrjú. Það er fjölmiðladekkið sem er sprungið undir þeirri lúxuskerru sem íslenskt samfélag er þar sem þjóðartekjur á mann eru með þeim hæstu, velferð og velmegun meiri en víðast hvar og jafnrétti meira en nokkur staðar á jarðríki. Hættan er að ef við hugum ekki að sprungna dekkinu völdum við skemmdum, keyrum útaf og köstum á glæ því góða við okkar samfélag. Veikir fjölmiðlar – lítið aðhald Fjölmiðlar á Íslandi standa veikt. Um það er ekki deilt. Fréttamiðlum hefur fækkað og erlendir samfélagsmiðlar soga til sin fjármuni sem áður runnu til innlendra fjölmiðla. Afleiðingar þessarar þróunar verða æ sýnilegri. Opinber umræða er veik. Aftur og aftur koma á dagskrá í opinberri umræðu mál sem varða miklu um hagsmuni almennings og þarfnast umföllunar, greiningar og dýpri umræðu en fá það ekki. Almenningi gefst ekki tækifæri á að kynna sér mál sem hann varðar og því eru stjórnmála- og embættismenn eða aðrir forystumenn í samfélaginu án raunverulega aðhalds. Fjölmörg mál og málaflokkar hafa verið í deiglunni undirfarið án þess að fólk hafi fengið skýra mynd af því hvað snýr upp eða niður. Það virðist líka í mörgum dæmum vera þannig að ráðamenn séu ekki með dýpri skilning á því sjálfir. Húsnæðismál, orkumál, innflytjendamál, menntamál og heilbrigðismál hafa brunnið á almenningi í áraraðir án þess að fjölmiðlar hafi náð að draga fram heildstæð gögn og upplýsingar um einstaka þætti eða þá heildarmynd sem sýnir á hvað leið við erum. Umræður í fjölmiðlum eru oft miklar en einkennast helst að því að einni fullyrðingu er mætt með annarri. Athyglin beinist þá að þeim sem hæst hefur. Ráðamenn í sviðsljósi – almenningur í þoku Ráðamenn stíga síðan fram með yfirlýsingar og áform og njóta athygli en eftirfylgni og aðhald fjölmiðla skortir. Gott dæmi er samkomulag heilbrigðisráðherra og borgaryfirvalda árið 2021 um byggingu öldrunarheimila sem hefjast átti handa við innan fárra vikna og ekki eru nein merki að eigi að opna á næsta ári, né þá skýringar af hverju ekki. Önnur dæmi eru frumvarp um veiðigjöld sem var rætt og samþykkt án þess að nokkur gæti sagt til með vissu hverjar afleiðingar yrðu og síðan verður norska leiðin í innfytjendamálum skyndilega einhver töfralausn. Þetta eru örfá dæmi af mýmörgum. Við þessar aðstæður er almenningur skilinn eftir í þoku. Fjölmiðlar hafa ekki burði til að upplýsa og greina á milli staðreynda og staðhæfinga – þess sem er satt og þess sem sagt er og í sumum flóknari málum eru stórar hliðar og veigamiklar afleiðingar jafnvel ekkert skoðaðar eða ræddar. Um þessi mál fjallaði ég ítarlega nýverið á hlaðvarpinu Ein pæling. Eftir stendur almenningur í óvissu. Mikilvægum spurningum er ekki svarað. Eftir sem áður þurfum við sem samfélag að taka ákvarðanir. Þær eru ýmist teknar eða ekki teknar. Hvort sem er þá er óvissan og áhættan oft mikil. Á meðan svona er stefnum við útí skurð fyrr en seinna. Hvað geta 50-100 rannsóknarblaðamenn gert? Það er aðeins með öflugri og sjálfstæðri upplýsingamiðlun og fjölmiðlun sem almenningur nær stöðu til að veita stjórnvöldum, verkalýðsfélögum og stjórnendum stórfyrirtækja það aðhald sem er nauðsynlegt til að þróa okkar samfélag áfram. Fjölmiðlar eru okkar aðhaldstæki til betra samfélags, okkar allra sem greiða skatta og gjöld, þar með talið ráðamanna. Við þurfum að sameinast um að efla íslenska fjölmiðla. Við verðum að finna leiðir til þess. Hugsið þið ykkur í ljósi þeirra dæma sem okkar örfáu rannsóknarblaðamenn hafa dregið fram um brotalamir í okkar samfélagi á síðustu misserum hver staðan væri ef hér á landi væri starfandi aukalega 50-100 rannsóknarblaðamenn? Hvað myndu þeir kosta? Eru það háar upphæðir í samhengi hlutanna? Blaðamenn sem taka mál, frumvörp, ákvarðanir og ekki ákvarðanir og skoða frá öllum hliðum og koma með alvöru fréttaskýringar. Blaðamenn sem leita ekki bara að einhverjum skandölum heldur skoða ákvarðanir og aðgerðir, leita sjónarmiða, afla upplýsinga og deila þeim með almenningi. Þessir einstaklingar myndu ekki kosta okkur mikið en þeir gætu breytt mjög miklu til hins betra. Þegar upp er staðið er þetta aðeins spurning um að fá nýtt dekk og pumpa lofti í það svo bíllinn okkar haldist á götunni. Kristján Ra. Kristjánsson er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Ra. Kristjánsson Fjölmiðlar Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Væri íslenskt samfélag bifreið þá er hún rándýr, ein besta sortin. Fjölmiðlar eru fjórða valdið í vestrænu lýðræðissamfélagi. Ef við höldum áfram með samlíkinguna þá eru þeir fjórða hjólið undir bílnum þegar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eru hin þrjú. Það er fjölmiðladekkið sem er sprungið undir þeirri lúxuskerru sem íslenskt samfélag er þar sem þjóðartekjur á mann eru með þeim hæstu, velferð og velmegun meiri en víðast hvar og jafnrétti meira en nokkur staðar á jarðríki. Hættan er að ef við hugum ekki að sprungna dekkinu völdum við skemmdum, keyrum útaf og köstum á glæ því góða við okkar samfélag. Veikir fjölmiðlar – lítið aðhald Fjölmiðlar á Íslandi standa veikt. Um það er ekki deilt. Fréttamiðlum hefur fækkað og erlendir samfélagsmiðlar soga til sin fjármuni sem áður runnu til innlendra fjölmiðla. Afleiðingar þessarar þróunar verða æ sýnilegri. Opinber umræða er veik. Aftur og aftur koma á dagskrá í opinberri umræðu mál sem varða miklu um hagsmuni almennings og þarfnast umföllunar, greiningar og dýpri umræðu en fá það ekki. Almenningi gefst ekki tækifæri á að kynna sér mál sem hann varðar og því eru stjórnmála- og embættismenn eða aðrir forystumenn í samfélaginu án raunverulega aðhalds. Fjölmörg mál og málaflokkar hafa verið í deiglunni undirfarið án þess að fólk hafi fengið skýra mynd af því hvað snýr upp eða niður. Það virðist líka í mörgum dæmum vera þannig að ráðamenn séu ekki með dýpri skilning á því sjálfir. Húsnæðismál, orkumál, innflytjendamál, menntamál og heilbrigðismál hafa brunnið á almenningi í áraraðir án þess að fjölmiðlar hafi náð að draga fram heildstæð gögn og upplýsingar um einstaka þætti eða þá heildarmynd sem sýnir á hvað leið við erum. Umræður í fjölmiðlum eru oft miklar en einkennast helst að því að einni fullyrðingu er mætt með annarri. Athyglin beinist þá að þeim sem hæst hefur. Ráðamenn í sviðsljósi – almenningur í þoku Ráðamenn stíga síðan fram með yfirlýsingar og áform og njóta athygli en eftirfylgni og aðhald fjölmiðla skortir. Gott dæmi er samkomulag heilbrigðisráðherra og borgaryfirvalda árið 2021 um byggingu öldrunarheimila sem hefjast átti handa við innan fárra vikna og ekki eru nein merki að eigi að opna á næsta ári, né þá skýringar af hverju ekki. Önnur dæmi eru frumvarp um veiðigjöld sem var rætt og samþykkt án þess að nokkur gæti sagt til með vissu hverjar afleiðingar yrðu og síðan verður norska leiðin í innfytjendamálum skyndilega einhver töfralausn. Þetta eru örfá dæmi af mýmörgum. Við þessar aðstæður er almenningur skilinn eftir í þoku. Fjölmiðlar hafa ekki burði til að upplýsa og greina á milli staðreynda og staðhæfinga – þess sem er satt og þess sem sagt er og í sumum flóknari málum eru stórar hliðar og veigamiklar afleiðingar jafnvel ekkert skoðaðar eða ræddar. Um þessi mál fjallaði ég ítarlega nýverið á hlaðvarpinu Ein pæling. Eftir stendur almenningur í óvissu. Mikilvægum spurningum er ekki svarað. Eftir sem áður þurfum við sem samfélag að taka ákvarðanir. Þær eru ýmist teknar eða ekki teknar. Hvort sem er þá er óvissan og áhættan oft mikil. Á meðan svona er stefnum við útí skurð fyrr en seinna. Hvað geta 50-100 rannsóknarblaðamenn gert? Það er aðeins með öflugri og sjálfstæðri upplýsingamiðlun og fjölmiðlun sem almenningur nær stöðu til að veita stjórnvöldum, verkalýðsfélögum og stjórnendum stórfyrirtækja það aðhald sem er nauðsynlegt til að þróa okkar samfélag áfram. Fjölmiðlar eru okkar aðhaldstæki til betra samfélags, okkar allra sem greiða skatta og gjöld, þar með talið ráðamanna. Við þurfum að sameinast um að efla íslenska fjölmiðla. Við verðum að finna leiðir til þess. Hugsið þið ykkur í ljósi þeirra dæma sem okkar örfáu rannsóknarblaðamenn hafa dregið fram um brotalamir í okkar samfélagi á síðustu misserum hver staðan væri ef hér á landi væri starfandi aukalega 50-100 rannsóknarblaðamenn? Hvað myndu þeir kosta? Eru það háar upphæðir í samhengi hlutanna? Blaðamenn sem taka mál, frumvörp, ákvarðanir og ekki ákvarðanir og skoða frá öllum hliðum og koma með alvöru fréttaskýringar. Blaðamenn sem leita ekki bara að einhverjum skandölum heldur skoða ákvarðanir og aðgerðir, leita sjónarmiða, afla upplýsinga og deila þeim með almenningi. Þessir einstaklingar myndu ekki kosta okkur mikið en þeir gætu breytt mjög miklu til hins betra. Þegar upp er staðið er þetta aðeins spurning um að fá nýtt dekk og pumpa lofti í það svo bíllinn okkar haldist á götunni. Kristján Ra. Kristjánsson er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun