Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Aron Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2025 09:01 Guðmundur þjálfaði lið Fredericia með góðum árangri, gerði liðið gildandi í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar og kom því í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögunni. Nú íhugar hann næstu skref á sínum ferli. EPA/Claus Fisker Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson, hleður nú batteríin hér heima á Íslandi og íhugar næstu skref á sínum ferli. Hann lokar ekki á neitt og segir það líka koma til greina að gera eitthvað allt annað en að þjálfa handbolta. Leiðir Guðmundar og danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia skildu í september síðastliðnum en undir stjórn Íslendingsins hafði liðið unnið verðlaun í fyrsta sinn í 43 ár, farið alla leið í oddaleik í úrslitum dönsku deildarinnar og spilað í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Forráðamenn félagsins töldu hins vegar að kominn væri tími á nýjan mann í brúnna þar sem byggt væri á þeim góða grunn sem byggður hafði verið undanfarin ár og því skildu leiðir. Loksins kominn aftur heim Guðmundur nýtur þess nú að vera kominn heim til Íslands þar sem að hann hleður batteríin þessa dagana og skoðar framhaldið í rólegheitum eftir dvöl erlendis síðan árið 2009. „Undanfarin sextán ár hefur mér liðið eins og ég sé gestur í mínu eigin heimalandi. Ég hef verið að koma hingað í stuttan tíma yfir jólin og fer svo aftur. Yfir sumartímann hafa verið mislöng fríin, allt niður í þrjár vikur. Þá er maður að reyna gera allt mögulegt á stuttum tíma og hefur aldrei liðið eins og maður sé heima. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem mér líður eins og ég sé kominn heim.“ Guðmundur Guðmundsson hefur komið víða við á sínum ferli, meðal annars í þýsku úrvalsdeildinni eins og hér.Mynd/Nordic Photos/Bongarts „Það er frábær tilfinning, þannig lagað séð líður mér vel með það. Engu að síður hefur það verið ótrúlega góður tími að þjálfa í mismunandi löndum, mismunandi lið og stundum stórkostleg lið. Það eru forréttindi að hafa fengið að þjálfa þessi lið, er mjög þakklátur fyrir það. Þess vegna líður mér mjög vel með að vera kominn heim og ætla að skoða það mjög vel hver möguleg næstu skref verða. Þau gætu verið á handboltasviðinu en það getur líka vel verið að ég geri eitthvað allt annað.“ „Hefur staðið eins og klettur við bakið á mér“ Það fer þó ekki fram hjá manni að Guðmundi líður einkar vel með að vera kominn aftur heim til Íslands þar sem að gefst tími til þess að verja meiri tíma með fjölskyldunni. „Dóttir mín var flutt til Íslands sautján ára og við satt best að segja höfðum áhyggjur af því að hún væri hér ein og svo á ég þrjá syni líka sem ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna heldur undanfarin sextán ár. Það er líka gott að vera nær þeim. Ég er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið erlendis en það eru líka fórnir sem maður færir þegar að maður er ekki með sínum nánustu nema konu og dóttur í mínu tilviki. Það er margt sem spilar inn í þetta, ákveðnar fórnir sem maður færir en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notað þennan tíma í þetta. Fjóla Ósland Hermannsdóttir, eiginkona mín, hefur staðið eins og klettur við bakið á mér allan tímann í þessu.“ Neistinn mun seint slokkna Guðmundur hefur komið víða við á sínum ferli, þjálfað á stærstu sviðum handboltans bæði með félags- og landsliðum. Ef svo færi að hann tæki að sér annað verkefni í þjálfun passar hann sig að loka ekki á neitt. Guðmundur á góðri stundu sem landsliðsþjálfari Íslands.Getty/Jörg Schüler „Maður forðast að svara eitthvað afdráttarlaust varðandi framtíðina því það getur ýmislegt gerst. Ég horfi frekar til þess að taka að mér þjálfun landsliðs mögulega. Það helgast kannski af því að maður á því meiri möguleika á því að vera hér heima á Íslandi. Það held ég að muni spila inn í. Ég er þó opinn fyrir hverju sem er þannig séð. Neistinn gagnvart því að halda áfram í þjálfun er þó enn til staðar. „Ég held að þessi neisti muni seint slokkna. Það er nú kannski það sem stundum hefur verið minn Akkilesarhæll í þessari þjálfun, ég vil svo mikið, geri svo miklar kröfur. Fyrst til sjálfs míns og svo til leikmanna. Það er svo mikil ástríða þarna, stundum hefur hún aðeins verið of mikil. Fjóla, eiginkona mín, er alltaf að taka mig í gegn. Minna mig á að ég þurfi aðeins að slaka á. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir mig.“ Handbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Leiðir Guðmundar og danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia skildu í september síðastliðnum en undir stjórn Íslendingsins hafði liðið unnið verðlaun í fyrsta sinn í 43 ár, farið alla leið í oddaleik í úrslitum dönsku deildarinnar og spilað í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Forráðamenn félagsins töldu hins vegar að kominn væri tími á nýjan mann í brúnna þar sem byggt væri á þeim góða grunn sem byggður hafði verið undanfarin ár og því skildu leiðir. Loksins kominn aftur heim Guðmundur nýtur þess nú að vera kominn heim til Íslands þar sem að hann hleður batteríin þessa dagana og skoðar framhaldið í rólegheitum eftir dvöl erlendis síðan árið 2009. „Undanfarin sextán ár hefur mér liðið eins og ég sé gestur í mínu eigin heimalandi. Ég hef verið að koma hingað í stuttan tíma yfir jólin og fer svo aftur. Yfir sumartímann hafa verið mislöng fríin, allt niður í þrjár vikur. Þá er maður að reyna gera allt mögulegt á stuttum tíma og hefur aldrei liðið eins og maður sé heima. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem mér líður eins og ég sé kominn heim.“ Guðmundur Guðmundsson hefur komið víða við á sínum ferli, meðal annars í þýsku úrvalsdeildinni eins og hér.Mynd/Nordic Photos/Bongarts „Það er frábær tilfinning, þannig lagað séð líður mér vel með það. Engu að síður hefur það verið ótrúlega góður tími að þjálfa í mismunandi löndum, mismunandi lið og stundum stórkostleg lið. Það eru forréttindi að hafa fengið að þjálfa þessi lið, er mjög þakklátur fyrir það. Þess vegna líður mér mjög vel með að vera kominn heim og ætla að skoða það mjög vel hver möguleg næstu skref verða. Þau gætu verið á handboltasviðinu en það getur líka vel verið að ég geri eitthvað allt annað.“ „Hefur staðið eins og klettur við bakið á mér“ Það fer þó ekki fram hjá manni að Guðmundi líður einkar vel með að vera kominn aftur heim til Íslands þar sem að gefst tími til þess að verja meiri tíma með fjölskyldunni. „Dóttir mín var flutt til Íslands sautján ára og við satt best að segja höfðum áhyggjur af því að hún væri hér ein og svo á ég þrjá syni líka sem ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna heldur undanfarin sextán ár. Það er líka gott að vera nær þeim. Ég er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið erlendis en það eru líka fórnir sem maður færir þegar að maður er ekki með sínum nánustu nema konu og dóttur í mínu tilviki. Það er margt sem spilar inn í þetta, ákveðnar fórnir sem maður færir en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notað þennan tíma í þetta. Fjóla Ósland Hermannsdóttir, eiginkona mín, hefur staðið eins og klettur við bakið á mér allan tímann í þessu.“ Neistinn mun seint slokkna Guðmundur hefur komið víða við á sínum ferli, þjálfað á stærstu sviðum handboltans bæði með félags- og landsliðum. Ef svo færi að hann tæki að sér annað verkefni í þjálfun passar hann sig að loka ekki á neitt. Guðmundur á góðri stundu sem landsliðsþjálfari Íslands.Getty/Jörg Schüler „Maður forðast að svara eitthvað afdráttarlaust varðandi framtíðina því það getur ýmislegt gerst. Ég horfi frekar til þess að taka að mér þjálfun landsliðs mögulega. Það helgast kannski af því að maður á því meiri möguleika á því að vera hér heima á Íslandi. Það held ég að muni spila inn í. Ég er þó opinn fyrir hverju sem er þannig séð. Neistinn gagnvart því að halda áfram í þjálfun er þó enn til staðar. „Ég held að þessi neisti muni seint slokkna. Það er nú kannski það sem stundum hefur verið minn Akkilesarhæll í þessari þjálfun, ég vil svo mikið, geri svo miklar kröfur. Fyrst til sjálfs míns og svo til leikmanna. Það er svo mikil ástríða þarna, stundum hefur hún aðeins verið of mikil. Fjóla, eiginkona mín, er alltaf að taka mig í gegn. Minna mig á að ég þurfi aðeins að slaka á. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir mig.“
Handbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira