Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 21. nóvember 2025 15:30 Í gær var alþjóðlegur mannréttindadagur barna. Þetta er dagur sem gjarnan er nýttur til að fagna því að Ísland hafi lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og til að minna á að Ísland sé eitt besta land í heimi til að búa í. En fyrir þúsundir barna sem búa við skort, ofbeldi og kerfisbundið aðgerðaleysi eru yfirlýsingar sem þessar aðeins holur hljómur. Þessi börn eru skugginn í glansmyndinni. Þrátt fyrir að Ísland teljist eitt ríkasta samfélag heims er veruleiki fjölda barna allt annar. Þau upplifa daglega að brotið sé á grundvallarréttindum þeirra. Það er ekki nóg að stjórnvöld setji lög á blað því ef þeim er ekki fylgt eftir með markvissum aðgerðum og fjármagni þá líða börnin okkar fyrir það. Krafa dagsins er sú að stjórnvöld hætti að líta undan og horfi í eigin barm þegar kemur að velferð barna. Fátækt sem ofbeldi Barnasáttmálinn á að tryggja öllum börnum rétt til viðunandi lífsafkomu, tómstunda og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður er fátækt barna á Íslandi vaxandi vandamál, staðreynd sem vekur sérstaka athygli í norrænu samhengi þar sem Ísland sker sig úr vegna vaxandi ójöfnuðar. Fyrir barnið er fátækt ekki tölfræði í skýrslu. Hún birtist t.d. sem sár tilfinning þegar bekkjarfélagarnir segja frá sumarfríinu og hún er kvíðinn sem barnið skynjar frá foreldrum sínum við hver mánaðamót. Talið er að um 3.000 börn á Íslandi búi við sára fátækt. Afleiðingarnar eru djúpstæðar og geta fylgt börnunum fram á fullorðinsár. Þessi börn glíma frekar við heilsuleysi, námsörðugleika og félagslega einangrun. Foreldrar margra þessara barna eru fastir á leigumarkaði sem býður upp á mikið óöryggi. Tíðir flutningar leiða til þess að börn missa tengsl við vini og þurfa ítrekað að skipta um skóla. Það er erfitt fyrir barn að festa rætur þegar jarðvegurinn er stöðugt á hreyfingu. Þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda virðast almennu velferðarkerfin ekki grípa þessi börn með sama hætti og þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Mölbrotið varnarvirki Það er sorgleg staðreynd að þegar neyðin er stærst, bregst varnarvirkið sem á að veita börnum skjól. Barnaverndarkerfið hefur verið harðlega gagnrýnt og jafnvel sagt mölbrotið. Fyrir stóran hóp ungmenna, einkum þau sem glíma við þroska- eða geðvanda, eru einfaldlega engin viðeigandi úrræði í boði. Ein af afleiðingum þessa úrræðaleysis er að hópum barna, sem eiga enga samleið er blandað saman. Slík vistun býður hættunni heim og dæmi eru um að börn verði fyrir skaða af hálfu samvistarmanna sinna. Stofnanir, sem eiga að vera griðastaður og veita skjól, verða þannig vettvangur frekari áfalla. Þegar börn verða fyrir kynferðisofbeldi og stíga fram, mæta þau kerfi sem einkennist allt of oft af vantrú. Tölur úr Barnahúsi eru sláandi. Aðeins var ákært í 42% þeirra mála þar sem börn greindu frá ofbeldi en í 58% tilvika var málið látið niður falla. Þetta sendir börnum þau skelfilegu skilaboð að orð þeirra séu einskis virði, nema þau geti uppfyllt sönnunarkröfur sem sniðnar eru að heimi fullorðinna. Hóparnir sem kerfið gleymir Viðkvæmustu hópar barna standa hvað höllustum fæti. Rannsóknir sýna að fötluð börn eru í allt að fimmfaldri hættu á að verða fyrir ofbeldi miðað við önnur börn. Þau eru oftast útilokuð frá ákvörðunum sem varða þeirra eigið líf undir því yfirskini að fullorðnir viti betur hvað þeim er fyrir bestu. Vonandi verður betur komið til móts við réttindi þeirra og þau tryggð að fullu nú þegar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRF) hefur verið loksins verið lögfestur hér á landi. Þá má ekki gleyma börnum á flótta sem koma hingað í leit að öryggi en mæta kulda og skorti á mannúð af hálfu stjórnkerfisins. UNICEF og Rauði krossinn hafa ítrekað bent á að brotið sé á réttindum þeirra. Fylgdarlaus börn eru í sérstakri hættu á að verða mannsali að bráð vegna veikrar réttarstöðu á meðan umsóknarferlið dregst á langinn. Það er forkastanlegt að skýra verkferla og mannúð skuli vanta í málefnum þessa viðkvæma hóps. Fjárfesting í framtíðinni Mannréttindabrot gegn börnum eru einnig kerfislæg. Lög um farsæld barna frá 2022 voru mikilvægt skref en enn vantar heildstæða landsáætlun um innleiðingu Barnasáttmálans. Ísland hefur heldur ekki fullgilt Bókun 3 sem fylgir með sáttmálanum sem myndi veita börnum rétt til að kvarta beint til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna brota á réttindum þeirra hér á landi. Tregða stjórnvalda við að veita börnum þennan sjálfsagða rétt er áhyggjuefni. Að lokum verður að horfa á málið í réttu samhengi. Að veita börnum vernd, menntun og öryggi er fjárfesting sem skilar okkur betra og réttlátara samfélagi til framtíðar. Samfélagið ver nú þegar um 100 milljörðum króna árlega í að „laga“ afleiðingar þess að við hlúum ekki nægilega vel að börnum í tíma. Það er dýrt að byggja hús á fúnum grunni. Börn eiga réttmæta kröfu á að komið sé fram við þau á réttlátan hátt. Krafan er að orðin í Barnasáttmálanum verði að veruleika en séu ekki bara fallegar setningar á plakati uppi á vegg. Tryggja verður hverju barni, óháð uppruna eða getu, örugga og heilbrigða æsku. Það er kominn tími til að grípa til alvöru aðgerða. Framtíð þjóðarinnar er í húfi. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í gær var alþjóðlegur mannréttindadagur barna. Þetta er dagur sem gjarnan er nýttur til að fagna því að Ísland hafi lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og til að minna á að Ísland sé eitt besta land í heimi til að búa í. En fyrir þúsundir barna sem búa við skort, ofbeldi og kerfisbundið aðgerðaleysi eru yfirlýsingar sem þessar aðeins holur hljómur. Þessi börn eru skugginn í glansmyndinni. Þrátt fyrir að Ísland teljist eitt ríkasta samfélag heims er veruleiki fjölda barna allt annar. Þau upplifa daglega að brotið sé á grundvallarréttindum þeirra. Það er ekki nóg að stjórnvöld setji lög á blað því ef þeim er ekki fylgt eftir með markvissum aðgerðum og fjármagni þá líða börnin okkar fyrir það. Krafa dagsins er sú að stjórnvöld hætti að líta undan og horfi í eigin barm þegar kemur að velferð barna. Fátækt sem ofbeldi Barnasáttmálinn á að tryggja öllum börnum rétt til viðunandi lífsafkomu, tómstunda og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður er fátækt barna á Íslandi vaxandi vandamál, staðreynd sem vekur sérstaka athygli í norrænu samhengi þar sem Ísland sker sig úr vegna vaxandi ójöfnuðar. Fyrir barnið er fátækt ekki tölfræði í skýrslu. Hún birtist t.d. sem sár tilfinning þegar bekkjarfélagarnir segja frá sumarfríinu og hún er kvíðinn sem barnið skynjar frá foreldrum sínum við hver mánaðamót. Talið er að um 3.000 börn á Íslandi búi við sára fátækt. Afleiðingarnar eru djúpstæðar og geta fylgt börnunum fram á fullorðinsár. Þessi börn glíma frekar við heilsuleysi, námsörðugleika og félagslega einangrun. Foreldrar margra þessara barna eru fastir á leigumarkaði sem býður upp á mikið óöryggi. Tíðir flutningar leiða til þess að börn missa tengsl við vini og þurfa ítrekað að skipta um skóla. Það er erfitt fyrir barn að festa rætur þegar jarðvegurinn er stöðugt á hreyfingu. Þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda virðast almennu velferðarkerfin ekki grípa þessi börn með sama hætti og þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Mölbrotið varnarvirki Það er sorgleg staðreynd að þegar neyðin er stærst, bregst varnarvirkið sem á að veita börnum skjól. Barnaverndarkerfið hefur verið harðlega gagnrýnt og jafnvel sagt mölbrotið. Fyrir stóran hóp ungmenna, einkum þau sem glíma við þroska- eða geðvanda, eru einfaldlega engin viðeigandi úrræði í boði. Ein af afleiðingum þessa úrræðaleysis er að hópum barna, sem eiga enga samleið er blandað saman. Slík vistun býður hættunni heim og dæmi eru um að börn verði fyrir skaða af hálfu samvistarmanna sinna. Stofnanir, sem eiga að vera griðastaður og veita skjól, verða þannig vettvangur frekari áfalla. Þegar börn verða fyrir kynferðisofbeldi og stíga fram, mæta þau kerfi sem einkennist allt of oft af vantrú. Tölur úr Barnahúsi eru sláandi. Aðeins var ákært í 42% þeirra mála þar sem börn greindu frá ofbeldi en í 58% tilvika var málið látið niður falla. Þetta sendir börnum þau skelfilegu skilaboð að orð þeirra séu einskis virði, nema þau geti uppfyllt sönnunarkröfur sem sniðnar eru að heimi fullorðinna. Hóparnir sem kerfið gleymir Viðkvæmustu hópar barna standa hvað höllustum fæti. Rannsóknir sýna að fötluð börn eru í allt að fimmfaldri hættu á að verða fyrir ofbeldi miðað við önnur börn. Þau eru oftast útilokuð frá ákvörðunum sem varða þeirra eigið líf undir því yfirskini að fullorðnir viti betur hvað þeim er fyrir bestu. Vonandi verður betur komið til móts við réttindi þeirra og þau tryggð að fullu nú þegar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRF) hefur verið loksins verið lögfestur hér á landi. Þá má ekki gleyma börnum á flótta sem koma hingað í leit að öryggi en mæta kulda og skorti á mannúð af hálfu stjórnkerfisins. UNICEF og Rauði krossinn hafa ítrekað bent á að brotið sé á réttindum þeirra. Fylgdarlaus börn eru í sérstakri hættu á að verða mannsali að bráð vegna veikrar réttarstöðu á meðan umsóknarferlið dregst á langinn. Það er forkastanlegt að skýra verkferla og mannúð skuli vanta í málefnum þessa viðkvæma hóps. Fjárfesting í framtíðinni Mannréttindabrot gegn börnum eru einnig kerfislæg. Lög um farsæld barna frá 2022 voru mikilvægt skref en enn vantar heildstæða landsáætlun um innleiðingu Barnasáttmálans. Ísland hefur heldur ekki fullgilt Bókun 3 sem fylgir með sáttmálanum sem myndi veita börnum rétt til að kvarta beint til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna brota á réttindum þeirra hér á landi. Tregða stjórnvalda við að veita börnum þennan sjálfsagða rétt er áhyggjuefni. Að lokum verður að horfa á málið í réttu samhengi. Að veita börnum vernd, menntun og öryggi er fjárfesting sem skilar okkur betra og réttlátara samfélagi til framtíðar. Samfélagið ver nú þegar um 100 milljörðum króna árlega í að „laga“ afleiðingar þess að við hlúum ekki nægilega vel að börnum í tíma. Það er dýrt að byggja hús á fúnum grunni. Börn eiga réttmæta kröfu á að komið sé fram við þau á réttlátan hátt. Krafan er að orðin í Barnasáttmálanum verði að veruleika en séu ekki bara fallegar setningar á plakati uppi á vegg. Tryggja verður hverju barni, óháð uppruna eða getu, örugga og heilbrigða æsku. Það er kominn tími til að grípa til alvöru aðgerða. Framtíð þjóðarinnar er í húfi. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun