Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar 21. nóvember 2025 13:00 Nýlega var samþykkt þingsályktun um borgarstefnu á Alþingi. Er um töluverð tíðindi að ræða en fyrir utan að fjallað er um Reykjavíkurborg hefur Akureyrabær fengið skilgreiningu sem svæðisborg. Á meðan að samþykktin fangar ágætlega heildarumræðu um borgir þá er minna fjallað um smærri grunneiningar þeirra og er þá vísað til nærsamfélags íbúa í hverfum og borgarhlutum. Er þessi grein hugsuð sem viðbótarinnlegg inn í þá umræðu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, er orðatiltæki sem þeir skilja sem misst hafa nærsamfélag sitt eins og Grindvíkingar upplifðu margir í nýafstöðnum náttúruhamförum og sýnir skýrt hversu mikilvægt er að eiga samfélag og tilheyra því, að eiga einhvers staðar heima. Það að tilheyra er ein af grunn þörfum mannsins og eru tengsl innan samfélaga mikilvægur hluti þeirra. Saga hverfa í borgarþróun endurspeglar þessa þörf og er í raun saga samfélagsþróunar þar sem finna má hjartslátt borganna og uppsprettu svo margs. Borgin er ekki fyrirtæki heldur samfélag þeirra sem hana byggja og hverfin eru staðbundin smækkuð útgáfa þar sem mögulegt er að vera öruggur, fá umönnun, læra og þroskast. Skipulag íbúðahverfa og sjálfstæðra borgarhluta hefur verið meðal helstu viðfangsefna skipulagsfræðinga og arkitekta og með vísan í heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna þá er mikil áhersla lögð á sjálfbærni og þar gegna nærsamfélög fólks mikilvægu hlutverki. Í aðalskipulagi Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 er að finna lykilmarkmið sem vísa til hverfanna: Þróun samfélags þar sem heildstæðar einingar eru skapaðar, hindranir fjarlægðar og hvatt verði til jákvæðra samskipta á milli mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Að hverfi borgarinnar myndi umgjörð um lifandi og aðlaðandi staði sem ýta undir aukin og gagnkvæm samskipti fólks og umhverfis. Samgöngur þróist þar sem verslun og þjónusta sé í göngu- og hjólafjarlægð frá öllum íbúum viðkomandi borgarhluta og hverfiseininga og stundum verið útfært sem 15 mínútna hverfi. Markmiðið er að efla samfélag fólks í viðráðanlegri stærð eða það sem Jan Gehl arkitekt hefur kallað að skipuleggja og þróa húsnæði og hverfi á mannlegum skala. Meðal aðgerða Reykjavíkurborgar til þess að fylgja þessu eftir er gerð hverfisskipulags. Þar kemur fram mikilvægi þess að efla hverfisandann, hverfisvitund og þar með staðbundna þróun hverfa í borg sem tekur stöðugum breytingum. Í skipulaginu er lagður grunnurinn að því að styðja það sem gerist í daglegu lífi borgarbúa og skapa hvata fyrir jákvæða samfélagsþróun. Í skipulaginu eru kynnt framsækin áform sem gera þörfum fólks og samfélags hátt undir höfði og draga fram mikilvægi þess að tengja saman skipulag, rými til tengsla, athafna og hvernig margvísleg starfsemi fer fram í hverfum borgarinnar eins og skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta, heilbrigðisþjónusta, íþrótta- og menningarstarfsemi og margvísleg önnur nærþjónusta eins og matvöruverslun. Hefur þróun hverfa einnig verið nátengt þróun velferðarsamfélagins. Má sjá þetta í skipulagi á þjónustu borgarinnar hjá velferðasviði og skóla- og frístundasviði með starfrækslu staðbundinna miðstöðva í hverfum borgarinnar um samstarf vegna farsældar barna, hjá menningar- og íþróttasviði með áherslur á að menning og listir verði sýnilegar í öllum hverfum borgarinnar. Miðstöðvar hverfanna gegna lykilhlutverki í þróun þjónustu skólahverfa og borgarhluta, skapa umhverfi fyrir þverfaglegt og þverstofnanalegt samstarf og skapa möguleika á tengslaneti fyrir öflugt samfélag. Stærðarhagkvæmni og þjónusta Stærsti hluti þjónusta við borgarbúa fer fram í nærumhverfi þeirra, í skóla, inná heimilum eða í hverfinu í gegnum menntun og velferð. Önnur þjónusta og starf borga er veitt í stærri skipulagsheildum þar sem möguleiki er á stærðarhagkvæmni. Í nýlegri rannsókn frá rannsóknarsetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum kemur fram að stærðarhagkvæmni megi ná í þjónustu þar sem er minni mannaflsþörf á borð við sorphirðu og samgöngumál en takmörk séu á því þegar kemur að mannaflsfrekari þjónustu eins og skóla- og velferðarþjónustu. Vísað er í alþjóðlegar rannsóknir og hagfræðigreiningar sem draga línuna við 25000 íbúa en eftir það geti stærðarhagkvæmni farið að snúast við með stærri einingum og orsakað aukinn kostnað t.d. við yfirstjórn. Þegar horft er á höfuðborgarsvæðið þá má sjá að hverfi eða borgarhlutar Reykjavíkurborgar eru svipuð stór og nágrannabæir eins og Kópavogur og Hafnarfjörður. Þannig mætti sjá fyrir sér samlegðaráhrif fyrir höfuðborgarsvæðið, til dæmis möguleika á enn meiri samþættingu á starfsemi bæja og borgar sem myndu skila stærðarhagkvæmni þar sem það ætti við og á móti mætti nýta enn betur hverfalíkanið fyrir allt höfuðborgarsvæðið vegna mannaflsfrekrar þjónustu eins og í skólum, velferðarþjónustu og félagslegu starfi. Með því að reka þjónustu í hverfaskiptu skipulagi sem heyri beint undir borgarstjórn þá tekst að að brúa það bil sem getur myndast til dæmis milli íbúa og borgarstjórna. Þetta bil birtist einnig í dvínandi þátttöku borgaranna í lýðræðislegu samhengi t.d. kosningaþátttöku og lýðræðisverkefnum sem byggja á þátttöku. Rannsóknir á staðbundnum áhrifum á lýðræði hafa bent á að sýna þarf starfi sem fer fram í ólíkum samfélögum innan borga meiri athygli. Til að stuðla að aukinni virkni borgaranna og inngildingu, t.d. innflytjenda, þá þurfi að skoða betur starf í hverfum og í öðrum samfélagsvíddum eins og ólíkum mál- og menningarhópum. Fjallað er um þetta í 10. kafla sveitarstjórnarlaga og kallar á frekari skoðun. Annar þáttur sem kallar á staðbundið starf birtist í forvörnum og lýðheilsumálum. Samstarf í nærumhverfi barna skiptir hér miklu máli og birtist í samstarfi íbúa, foreldra og hlutaðeigandi aðila eins og skóla, frístundastarfsemi, lögreglu og miðstöðva hverfanna. Hægt er að finna margvíslegar lausnir í þjónustu með samstarfi við þá fjölmörgu aðila sem starfa í hverfum, eins og með íþróttafélögum, trúfélögum og grasrótarstarf sjálfboðaliða svo nokkur dæmi séu tekin. Virkni íbúa tengist við þann félagsauður sem býr í samfélagi fólks og mælist út frá tengslum sem myndast og í því trausti sem verður til sem afleiðing af þeim tengslum. Því meiri sem félagsauður er því betur vegnar íbúum þess hverfis og hefur slíkt líka jákvæð áhrif á fjárhag borga. Er þessi nálgun líka hluti af íslenska forvarnarlíkaninu sem er til eftirbreytni fyrir aðrar borgir víða um heim og verið hluti af þróun hverfa og miðstöðva í Reykjavík síðastliðin 30 ár. Stafræna byltingin hefur skilað okkur miklum ávinningum og gert fagfólki kleift að einbeita sér enn betur að faglegum verkefnum á meðan að tæknilausnir opna fyrir aukna sjálfsafgreiðslu, umsóknir og samskipti á netinu og samhæft betur margvíslega þjónustu. Þannig styðja stafrænar lausnir staðbundna þverfaglega þjónustu og þjóna fólki í nærumhverfi sínu. Til að borgir þróist og dafni þá er mikilvægt að taka hlutverk hverfa og virkni í nærsamfélaginu alvarlega með markvissum hætti og samflétta þróun borgarfræða og fyrirliggjandi ályktun um borgarstefnu. Á tímum áskorana í umhverfismálum, inngildingu og öryggi þá felst hluti af svarinu við áskorunum á hnattrænum skala í samstöðu og samvinnu fólks á mannlegum skala, þ.e. í nærsamfélagi þeirra og hverfum borga þessa heims. Höfundur er með MPA í stjórnsýslu. Heimildir Tillaga til ályktunar um borgarstefnu. https://www.althingi.is/altext/156/s/0164.html Gehl, J. (2010). Cities for people, Island press. Hambleton, H. (2020). Cities and communities beyond covid-19. How local leadership can change our future for the better, University Press. Dagur B. Eggertsson. (2021). Nýja Reykjavík. Umbreyting í ungri borg. Veröld. Óskar Dýrmundur Ólafsson; Hervör Alma Árnadóttir. (2024). Staðbundin nálgun og nýsköpun í hverfum Reykjavíkurborgar. Tímarit stjórnmála og stjórnsýslu. Vífill Karlsson, Stefán Kalmanson (2024). Stærðarhagkvæmni í rekstri íslenskra sveitarfélaga greind eftir málaflokkum þeirra, Tímarit um viðskipti og efnahagsmál. https://reykjavik.is/hverfisskipulag https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011138.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýlega var samþykkt þingsályktun um borgarstefnu á Alþingi. Er um töluverð tíðindi að ræða en fyrir utan að fjallað er um Reykjavíkurborg hefur Akureyrabær fengið skilgreiningu sem svæðisborg. Á meðan að samþykktin fangar ágætlega heildarumræðu um borgir þá er minna fjallað um smærri grunneiningar þeirra og er þá vísað til nærsamfélags íbúa í hverfum og borgarhlutum. Er þessi grein hugsuð sem viðbótarinnlegg inn í þá umræðu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, er orðatiltæki sem þeir skilja sem misst hafa nærsamfélag sitt eins og Grindvíkingar upplifðu margir í nýafstöðnum náttúruhamförum og sýnir skýrt hversu mikilvægt er að eiga samfélag og tilheyra því, að eiga einhvers staðar heima. Það að tilheyra er ein af grunn þörfum mannsins og eru tengsl innan samfélaga mikilvægur hluti þeirra. Saga hverfa í borgarþróun endurspeglar þessa þörf og er í raun saga samfélagsþróunar þar sem finna má hjartslátt borganna og uppsprettu svo margs. Borgin er ekki fyrirtæki heldur samfélag þeirra sem hana byggja og hverfin eru staðbundin smækkuð útgáfa þar sem mögulegt er að vera öruggur, fá umönnun, læra og þroskast. Skipulag íbúðahverfa og sjálfstæðra borgarhluta hefur verið meðal helstu viðfangsefna skipulagsfræðinga og arkitekta og með vísan í heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna þá er mikil áhersla lögð á sjálfbærni og þar gegna nærsamfélög fólks mikilvægu hlutverki. Í aðalskipulagi Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 er að finna lykilmarkmið sem vísa til hverfanna: Þróun samfélags þar sem heildstæðar einingar eru skapaðar, hindranir fjarlægðar og hvatt verði til jákvæðra samskipta á milli mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Að hverfi borgarinnar myndi umgjörð um lifandi og aðlaðandi staði sem ýta undir aukin og gagnkvæm samskipti fólks og umhverfis. Samgöngur þróist þar sem verslun og þjónusta sé í göngu- og hjólafjarlægð frá öllum íbúum viðkomandi borgarhluta og hverfiseininga og stundum verið útfært sem 15 mínútna hverfi. Markmiðið er að efla samfélag fólks í viðráðanlegri stærð eða það sem Jan Gehl arkitekt hefur kallað að skipuleggja og þróa húsnæði og hverfi á mannlegum skala. Meðal aðgerða Reykjavíkurborgar til þess að fylgja þessu eftir er gerð hverfisskipulags. Þar kemur fram mikilvægi þess að efla hverfisandann, hverfisvitund og þar með staðbundna þróun hverfa í borg sem tekur stöðugum breytingum. Í skipulaginu er lagður grunnurinn að því að styðja það sem gerist í daglegu lífi borgarbúa og skapa hvata fyrir jákvæða samfélagsþróun. Í skipulaginu eru kynnt framsækin áform sem gera þörfum fólks og samfélags hátt undir höfði og draga fram mikilvægi þess að tengja saman skipulag, rými til tengsla, athafna og hvernig margvísleg starfsemi fer fram í hverfum borgarinnar eins og skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta, heilbrigðisþjónusta, íþrótta- og menningarstarfsemi og margvísleg önnur nærþjónusta eins og matvöruverslun. Hefur þróun hverfa einnig verið nátengt þróun velferðarsamfélagins. Má sjá þetta í skipulagi á þjónustu borgarinnar hjá velferðasviði og skóla- og frístundasviði með starfrækslu staðbundinna miðstöðva í hverfum borgarinnar um samstarf vegna farsældar barna, hjá menningar- og íþróttasviði með áherslur á að menning og listir verði sýnilegar í öllum hverfum borgarinnar. Miðstöðvar hverfanna gegna lykilhlutverki í þróun þjónustu skólahverfa og borgarhluta, skapa umhverfi fyrir þverfaglegt og þverstofnanalegt samstarf og skapa möguleika á tengslaneti fyrir öflugt samfélag. Stærðarhagkvæmni og þjónusta Stærsti hluti þjónusta við borgarbúa fer fram í nærumhverfi þeirra, í skóla, inná heimilum eða í hverfinu í gegnum menntun og velferð. Önnur þjónusta og starf borga er veitt í stærri skipulagsheildum þar sem möguleiki er á stærðarhagkvæmni. Í nýlegri rannsókn frá rannsóknarsetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum kemur fram að stærðarhagkvæmni megi ná í þjónustu þar sem er minni mannaflsþörf á borð við sorphirðu og samgöngumál en takmörk séu á því þegar kemur að mannaflsfrekari þjónustu eins og skóla- og velferðarþjónustu. Vísað er í alþjóðlegar rannsóknir og hagfræðigreiningar sem draga línuna við 25000 íbúa en eftir það geti stærðarhagkvæmni farið að snúast við með stærri einingum og orsakað aukinn kostnað t.d. við yfirstjórn. Þegar horft er á höfuðborgarsvæðið þá má sjá að hverfi eða borgarhlutar Reykjavíkurborgar eru svipuð stór og nágrannabæir eins og Kópavogur og Hafnarfjörður. Þannig mætti sjá fyrir sér samlegðaráhrif fyrir höfuðborgarsvæðið, til dæmis möguleika á enn meiri samþættingu á starfsemi bæja og borgar sem myndu skila stærðarhagkvæmni þar sem það ætti við og á móti mætti nýta enn betur hverfalíkanið fyrir allt höfuðborgarsvæðið vegna mannaflsfrekrar þjónustu eins og í skólum, velferðarþjónustu og félagslegu starfi. Með því að reka þjónustu í hverfaskiptu skipulagi sem heyri beint undir borgarstjórn þá tekst að að brúa það bil sem getur myndast til dæmis milli íbúa og borgarstjórna. Þetta bil birtist einnig í dvínandi þátttöku borgaranna í lýðræðislegu samhengi t.d. kosningaþátttöku og lýðræðisverkefnum sem byggja á þátttöku. Rannsóknir á staðbundnum áhrifum á lýðræði hafa bent á að sýna þarf starfi sem fer fram í ólíkum samfélögum innan borga meiri athygli. Til að stuðla að aukinni virkni borgaranna og inngildingu, t.d. innflytjenda, þá þurfi að skoða betur starf í hverfum og í öðrum samfélagsvíddum eins og ólíkum mál- og menningarhópum. Fjallað er um þetta í 10. kafla sveitarstjórnarlaga og kallar á frekari skoðun. Annar þáttur sem kallar á staðbundið starf birtist í forvörnum og lýðheilsumálum. Samstarf í nærumhverfi barna skiptir hér miklu máli og birtist í samstarfi íbúa, foreldra og hlutaðeigandi aðila eins og skóla, frístundastarfsemi, lögreglu og miðstöðva hverfanna. Hægt er að finna margvíslegar lausnir í þjónustu með samstarfi við þá fjölmörgu aðila sem starfa í hverfum, eins og með íþróttafélögum, trúfélögum og grasrótarstarf sjálfboðaliða svo nokkur dæmi séu tekin. Virkni íbúa tengist við þann félagsauður sem býr í samfélagi fólks og mælist út frá tengslum sem myndast og í því trausti sem verður til sem afleiðing af þeim tengslum. Því meiri sem félagsauður er því betur vegnar íbúum þess hverfis og hefur slíkt líka jákvæð áhrif á fjárhag borga. Er þessi nálgun líka hluti af íslenska forvarnarlíkaninu sem er til eftirbreytni fyrir aðrar borgir víða um heim og verið hluti af þróun hverfa og miðstöðva í Reykjavík síðastliðin 30 ár. Stafræna byltingin hefur skilað okkur miklum ávinningum og gert fagfólki kleift að einbeita sér enn betur að faglegum verkefnum á meðan að tæknilausnir opna fyrir aukna sjálfsafgreiðslu, umsóknir og samskipti á netinu og samhæft betur margvíslega þjónustu. Þannig styðja stafrænar lausnir staðbundna þverfaglega þjónustu og þjóna fólki í nærumhverfi sínu. Til að borgir þróist og dafni þá er mikilvægt að taka hlutverk hverfa og virkni í nærsamfélaginu alvarlega með markvissum hætti og samflétta þróun borgarfræða og fyrirliggjandi ályktun um borgarstefnu. Á tímum áskorana í umhverfismálum, inngildingu og öryggi þá felst hluti af svarinu við áskorunum á hnattrænum skala í samstöðu og samvinnu fólks á mannlegum skala, þ.e. í nærsamfélagi þeirra og hverfum borga þessa heims. Höfundur er með MPA í stjórnsýslu. Heimildir Tillaga til ályktunar um borgarstefnu. https://www.althingi.is/altext/156/s/0164.html Gehl, J. (2010). Cities for people, Island press. Hambleton, H. (2020). Cities and communities beyond covid-19. How local leadership can change our future for the better, University Press. Dagur B. Eggertsson. (2021). Nýja Reykjavík. Umbreyting í ungri borg. Veröld. Óskar Dýrmundur Ólafsson; Hervör Alma Árnadóttir. (2024). Staðbundin nálgun og nýsköpun í hverfum Reykjavíkurborgar. Tímarit stjórnmála og stjórnsýslu. Vífill Karlsson, Stefán Kalmanson (2024). Stærðarhagkvæmni í rekstri íslenskra sveitarfélaga greind eftir málaflokkum þeirra, Tímarit um viðskipti og efnahagsmál. https://reykjavik.is/hverfisskipulag https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011138.html
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun