Þarf að græja pössun Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2025 13:32 Sandra Erlingsdóttir er stolt af því að leiða íslenska liðið á komandi móti. Vísir „Maður er orðinn mjög spenntur að komast út og byrja þetta,“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta sem hefur keppni á HM í næstu viku. Liðið hélt utan til Færeyja í dag. Sandra segir æfingar liðsins hafa gengið nokkuð vel þó veikindi og meiðsli hafi einhver áhrif haft á undirbúning. Valskonurnar Thea Imani Sturludóttir og Hafdís Renötudóttir hafa verið veikar og meiðsli aftra Andreu Jacobsen og Elísu Elíasdóttur. Breytingar hafa orðið á leikmannahópi Íslands þar sem reynsluboltar sem hjálpuðu liðinu að komast á mótið eru hættir. Óreyndara lið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í forkeppni EM í vetur, fyrir Færeyjum og Portúgal. „Ég vona að þeir leikir hafi gefið okkur reynslu. Það er alltaf erfitt að spila þessa fyrstu landsleiki, fyrir þessar nýju. Vonandi er það farið núna. Það vantaði smá baráttu í okkur og einhverjar sem höfðu aldrei spilað saman í vörninni hafa þá núna spilað tveimur fleiri leikjum en áður. Vonandi kemur þetta hægt og rólega,“ segir Sandra. Sandra fékk fyrirliðabandið og mun leiða Ísland á mótið. Finnur hún til aukinnar ábyrgðar í nýju hlutverki? „Já, klárlega. Hvort sem það væri með fyrirliðabandið eða án þess þá er maður kominn í eldri hlutann þó maður sé bara 27 ára. Því fylgir ósjálfrátt ákveðin ábyrgð, sérstaklega hjá þeim sem hafa farið á HM áður, að miðla reynslu til hinna og minna þær á að hafa gaman og skemmta sér,“ segir Sandra. Ertu mjög meðvituð um að vera með bandið og er nálgunin eitthvað öðruvísi? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera að fara. Ég fór síðast áður en ég varð ólétt og var svo ekki með á EM. Ég er ótrúlega spennt og þakklát að vera á leiðinni aftur á stórmót,“ segir Sandra sem fór á HM 2023 en missti af EM í fyrra vegna barneigna. „Maður þarf að minna sig á það líka hvað maður var svekktur fyrir EM og taka það með sér núna þegar maður fer á HM. Svo eru þetta praktískir hlutir núna, hver á að passa og svona, sem maður er núna að spá í,“ segir Sandra. Fleira kemur fram í viðtalinu við Söndru sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Aukin ábyrgð í nýju hlutverki HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Sandra segir æfingar liðsins hafa gengið nokkuð vel þó veikindi og meiðsli hafi einhver áhrif haft á undirbúning. Valskonurnar Thea Imani Sturludóttir og Hafdís Renötudóttir hafa verið veikar og meiðsli aftra Andreu Jacobsen og Elísu Elíasdóttur. Breytingar hafa orðið á leikmannahópi Íslands þar sem reynsluboltar sem hjálpuðu liðinu að komast á mótið eru hættir. Óreyndara lið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í forkeppni EM í vetur, fyrir Færeyjum og Portúgal. „Ég vona að þeir leikir hafi gefið okkur reynslu. Það er alltaf erfitt að spila þessa fyrstu landsleiki, fyrir þessar nýju. Vonandi er það farið núna. Það vantaði smá baráttu í okkur og einhverjar sem höfðu aldrei spilað saman í vörninni hafa þá núna spilað tveimur fleiri leikjum en áður. Vonandi kemur þetta hægt og rólega,“ segir Sandra. Sandra fékk fyrirliðabandið og mun leiða Ísland á mótið. Finnur hún til aukinnar ábyrgðar í nýju hlutverki? „Já, klárlega. Hvort sem það væri með fyrirliðabandið eða án þess þá er maður kominn í eldri hlutann þó maður sé bara 27 ára. Því fylgir ósjálfrátt ákveðin ábyrgð, sérstaklega hjá þeim sem hafa farið á HM áður, að miðla reynslu til hinna og minna þær á að hafa gaman og skemmta sér,“ segir Sandra. Ertu mjög meðvituð um að vera með bandið og er nálgunin eitthvað öðruvísi? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera að fara. Ég fór síðast áður en ég varð ólétt og var svo ekki með á EM. Ég er ótrúlega spennt og þakklát að vera á leiðinni aftur á stórmót,“ segir Sandra sem fór á HM 2023 en missti af EM í fyrra vegna barneigna. „Maður þarf að minna sig á það líka hvað maður var svekktur fyrir EM og taka það með sér núna þegar maður fer á HM. Svo eru þetta praktískir hlutir núna, hver á að passa og svona, sem maður er núna að spá í,“ segir Sandra. Fleira kemur fram í viðtalinu við Söndru sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Aukin ábyrgð í nýju hlutverki
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira