Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 10:31 Hið svokallaða ETS-kerfi er viðskiptakerfi með kolefniseiningar; verkfæri í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Kerfinu er m.a. ætlað að þrýsta á iðnað í Evrópu að draga eins og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvert tonn af koltvísýringsígildum sem losnar vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem undir kerfið fellur, fær þannig verðmiða. Þannig geta einingarnar gengið kaupum og sölum, fyrirtæki sem eykur losun þarf að kaupa heimildir og fyrirtæki sem tekst að draga úr sinni losun getur þannig selt umfram heimildir[1], það kostar að menga, þú sparar á að menga minna. Þeim fjármunum sem renna í opinbera sjóði vegna kerfisins er ætlað, samkvæmt reglugerðinni, að styðja við rannsóknir og þróun sem og fjárfestingar í tækni sem skilar okkur hraðar í átt að kolefnishlutleysi. Þessi skylda hvílir á ESB ríkjunum en fyrir Ísland er þetta valfrjálst þar sem Ísland tekur kerfið upp á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk álframleiðsla hefur lægst kolefnisspor í heimi Á Íslandi er ál framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og er því losun vegna álframleiðslu á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum öllum. Sá koltvísýringur sem verður til við álframleiðsluna á Íslandi er því til kominn vegna efnahvarfs súráls við kolaskaut í kerskálum álveranna. Íslensku álverin falla undir ETS-kerfið og greiða þannig verulega kolefnisskatta. En reyndin er sú að miðað við þá tækni sem er aðgengileg til iðnaðar í dag er ekki hægt að draga meira úr kolefnisspori álframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt. Hversu langt er í kolefnishlutleysi ræðst af fjármagni Í þróun eru sem betur fer einkum tvær leiðir, annars vegar að framleiða ál með svokölluðum eðalrafskautum sem losa engan koltvísýring og svo hins vegar tækni til að fanga koltvísýring úr útblæstri álveranna og í framhaldinu binda varanlega.Þessar tvær leiðir eru þær einu í sjónmáli sem geta gert álframleiðslu á Íslandi kolefnishlutlausa. Þótt mikilvæg skref hafi verið stigin í þróun þessarar tækni er enn talsvert langt í land með að hún verði nýtanleg í framleiðsluferlum álveranna. Tímalengdin ræðst af því fjármagni sem er lagt í rannsóknir og þróun á þessari tækni. Núllið næst með auknum tækniþroska Og þá komum við að kjarnanum í þessu öllu saman: Kolefnissköttum á, samkvæmt þeim reglugerðum sem þeir hvíla á, að verja í rannsóknir og þróun á tækni sem lækkar kolefnisspor í iðnaði. Það er eina leiðin til árangurs, en áætlað þarf að lágmarki um 33 milljarða evra fjárfestingar í tækni sem gerir álframleiðslu kolefnishlutausa fyrir árið 2050[2]. Á Íslandi rennur einungis lítið brot þessara skatta til rannsókna og þróunar á kolefnisvænni lausnum. Íslensku álverin hafa enga möguleika á því að lækka „kolefnisreikninga sína“ fyrr en með auknum tækniþroska. Sem fyrr segir er langt í land og þangað til er þessi skattlagning án innistæðu hérlendis. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á mánudaginn undir yfirskriftinni „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Hann er öllum opinn sem skrá sig. Þar verður meðal annars fjallað um samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í samhengi við umhverfisskatta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Fyrirtæki fá úthlutað heimildum endurgjaldslaust upp að ákveðnu marki en greiða árlega fyrir allar umframheimildir [2] CLEAN INDUSTRIAL DEAL STATE AID FRAMEWORK. European Aluminium, 2025 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Hið svokallaða ETS-kerfi er viðskiptakerfi með kolefniseiningar; verkfæri í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Kerfinu er m.a. ætlað að þrýsta á iðnað í Evrópu að draga eins og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvert tonn af koltvísýringsígildum sem losnar vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem undir kerfið fellur, fær þannig verðmiða. Þannig geta einingarnar gengið kaupum og sölum, fyrirtæki sem eykur losun þarf að kaupa heimildir og fyrirtæki sem tekst að draga úr sinni losun getur þannig selt umfram heimildir[1], það kostar að menga, þú sparar á að menga minna. Þeim fjármunum sem renna í opinbera sjóði vegna kerfisins er ætlað, samkvæmt reglugerðinni, að styðja við rannsóknir og þróun sem og fjárfestingar í tækni sem skilar okkur hraðar í átt að kolefnishlutleysi. Þessi skylda hvílir á ESB ríkjunum en fyrir Ísland er þetta valfrjálst þar sem Ísland tekur kerfið upp á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk álframleiðsla hefur lægst kolefnisspor í heimi Á Íslandi er ál framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og er því losun vegna álframleiðslu á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum öllum. Sá koltvísýringur sem verður til við álframleiðsluna á Íslandi er því til kominn vegna efnahvarfs súráls við kolaskaut í kerskálum álveranna. Íslensku álverin falla undir ETS-kerfið og greiða þannig verulega kolefnisskatta. En reyndin er sú að miðað við þá tækni sem er aðgengileg til iðnaðar í dag er ekki hægt að draga meira úr kolefnisspori álframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt. Hversu langt er í kolefnishlutleysi ræðst af fjármagni Í þróun eru sem betur fer einkum tvær leiðir, annars vegar að framleiða ál með svokölluðum eðalrafskautum sem losa engan koltvísýring og svo hins vegar tækni til að fanga koltvísýring úr útblæstri álveranna og í framhaldinu binda varanlega.Þessar tvær leiðir eru þær einu í sjónmáli sem geta gert álframleiðslu á Íslandi kolefnishlutlausa. Þótt mikilvæg skref hafi verið stigin í þróun þessarar tækni er enn talsvert langt í land með að hún verði nýtanleg í framleiðsluferlum álveranna. Tímalengdin ræðst af því fjármagni sem er lagt í rannsóknir og þróun á þessari tækni. Núllið næst með auknum tækniþroska Og þá komum við að kjarnanum í þessu öllu saman: Kolefnissköttum á, samkvæmt þeim reglugerðum sem þeir hvíla á, að verja í rannsóknir og þróun á tækni sem lækkar kolefnisspor í iðnaði. Það er eina leiðin til árangurs, en áætlað þarf að lágmarki um 33 milljarða evra fjárfestingar í tækni sem gerir álframleiðslu kolefnishlutausa fyrir árið 2050[2]. Á Íslandi rennur einungis lítið brot þessara skatta til rannsókna og þróunar á kolefnisvænni lausnum. Íslensku álverin hafa enga möguleika á því að lækka „kolefnisreikninga sína“ fyrr en með auknum tækniþroska. Sem fyrr segir er langt í land og þangað til er þessi skattlagning án innistæðu hérlendis. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á mánudaginn undir yfirskriftinni „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Hann er öllum opinn sem skrá sig. Þar verður meðal annars fjallað um samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í samhengi við umhverfisskatta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Fyrirtæki fá úthlutað heimildum endurgjaldslaust upp að ákveðnu marki en greiða árlega fyrir allar umframheimildir [2] CLEAN INDUSTRIAL DEAL STATE AID FRAMEWORK. European Aluminium, 2025
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun