„Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2025 06:31 Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði frá því í á Facebook-síðu sinni í gær að hún hafi rætt við Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseta framkvæmdastjórnar þess), sem hafi sagt að verndartollarnir á Ísland fælu í sér sértækt tilvik sem væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir sambandsins. Einungis hefði verið um að ræða hliðarspor. Með öðrum orðum voru skilaboðin: „Við lofum að gera þetta ekki aftur.“ Hins vegar hefur von der Leyen og aðrir forystumenn Evrópusambandsins á sama tíma ítrekað lýst því yfir að þeir telji sig ekki hafa gert neitt rangt og að aðgerðirnar hafi rúmast innan EES-samningsins. Með öðrum orðum að sambandið hafi verið í fullum rétti til þess. Hvernig er þá hægt að treysta orðum von der Leyen? Fordæmið er til staðar hvað sem hún segir. Spurningin er einungis hvort því verði fylgt í framtíðinni. Það vitum við ekkert um og á einfaldlega eftir að koma í ljós. Veruleikinn er eftir sem áður sá að staðan er gerbreytt hvað sem líður orðum von der Leyens. Við töldum okkur áður geta treyst því að svona lagað gerðist ekki nema við einhvers konar neyðaraðstæður líkt og sköpuðust hér á landi í kjölfar bankahrunsins. Með það fyrir augum var ákvæðið í EES-samningnum sem Evrópusambandið vísar til sett. Þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi innan sambandsins varðandi kísiljárn geta hæglega skapast reglulega á komandi árum. Traustið í þeim efnum er farið. Þar til og ef það traust verður endurheimt ríkir mikil óvissa hvað það varðar. Fyrirsjáanleikinn fyrir atvinnulífið sem talinn var vera til staðar er það ekki lengur. Komið hefur fram að hagsmunir Evrópusambandsins varðandi kísiljárn séu takmarkaðir, varði aðeins tæplega 2.000 störf á um 200.000 manna vinnumarkaði. Við höfum því miður enga tryggingu fyrir því að sambandið endurtaki ekki leikinn varðandi aðrar og enn mikilvægari útflutningsvörur. Kristrún sagði okkur Íslendinga áfram geta reitt okkur á greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn en hinn nöturlegi veruleiki er hins vegar sá að við vitum það ekki. Við vitum hins vegar að við munum áfram standa frammi fyrir sífellt meira íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá sambandinu í gegnum samninginn sem og vaxandi kröfum um framsal valds yfir okkar málum. Með nútímalegum víðtækum fríverzlunarsamningi þyrfti þess ekki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði frá því í á Facebook-síðu sinni í gær að hún hafi rætt við Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseta framkvæmdastjórnar þess), sem hafi sagt að verndartollarnir á Ísland fælu í sér sértækt tilvik sem væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir sambandsins. Einungis hefði verið um að ræða hliðarspor. Með öðrum orðum voru skilaboðin: „Við lofum að gera þetta ekki aftur.“ Hins vegar hefur von der Leyen og aðrir forystumenn Evrópusambandsins á sama tíma ítrekað lýst því yfir að þeir telji sig ekki hafa gert neitt rangt og að aðgerðirnar hafi rúmast innan EES-samningsins. Með öðrum orðum að sambandið hafi verið í fullum rétti til þess. Hvernig er þá hægt að treysta orðum von der Leyen? Fordæmið er til staðar hvað sem hún segir. Spurningin er einungis hvort því verði fylgt í framtíðinni. Það vitum við ekkert um og á einfaldlega eftir að koma í ljós. Veruleikinn er eftir sem áður sá að staðan er gerbreytt hvað sem líður orðum von der Leyens. Við töldum okkur áður geta treyst því að svona lagað gerðist ekki nema við einhvers konar neyðaraðstæður líkt og sköpuðust hér á landi í kjölfar bankahrunsins. Með það fyrir augum var ákvæðið í EES-samningnum sem Evrópusambandið vísar til sett. Þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi innan sambandsins varðandi kísiljárn geta hæglega skapast reglulega á komandi árum. Traustið í þeim efnum er farið. Þar til og ef það traust verður endurheimt ríkir mikil óvissa hvað það varðar. Fyrirsjáanleikinn fyrir atvinnulífið sem talinn var vera til staðar er það ekki lengur. Komið hefur fram að hagsmunir Evrópusambandsins varðandi kísiljárn séu takmarkaðir, varði aðeins tæplega 2.000 störf á um 200.000 manna vinnumarkaði. Við höfum því miður enga tryggingu fyrir því að sambandið endurtaki ekki leikinn varðandi aðrar og enn mikilvægari útflutningsvörur. Kristrún sagði okkur Íslendinga áfram geta reitt okkur á greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn en hinn nöturlegi veruleiki er hins vegar sá að við vitum það ekki. Við vitum hins vegar að við munum áfram standa frammi fyrir sífellt meira íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá sambandinu í gegnum samninginn sem og vaxandi kröfum um framsal valds yfir okkar málum. Með nútímalegum víðtækum fríverzlunarsamningi þyrfti þess ekki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar