Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2025 21:20 Dwayne Lautier skoraði grimmt gegn Ármanni, alls 32 stig. vísir/anton Njarðvík vann sinn annan sigur í röð í Bónus deild karla þegar liðið lagði Ármann að velli, 99-75, í heldur rislitlum leik í IceMar-höllinni í kvöld. Ármenningar eru áfram án stiga á botni deildarinnar. Þetta var fyrsti leikur Njarðvíkur eftir að Mario Matasovic sleit krossband í hné gegn KR. Fjarvera hans kom ekki að sök í kvöld en þeir grænu munu eflaust sakna hans gegn sterkari andstæðingum. Eins og í helmingi leikja sinna í vetur spilaði Ármann án Bandaríkjamanns. Þeir áttu ágætis kafla í kvöld en sem fyrr á tímabilinu var það ekki nóg. Dwayne Lautier fór mikinn í liði Njarðvíkur og bar af á vellinum í kvöld. Hann skoraði 32 stig og var með 39 framlagsstig. Ármann hefur átt í erfiðleikum undir körfunni í vetur og stóru mennirnir hjá Njarðvík, Dominykas Milka og Julio de Assis, fóru mikinn í upphafi leiks. Sóknarleikur Ármenninga var fremur bitlaus og þeir hittu illa. Ef ekki hefði verið fyrir framlag Lagios Grantsaan hefði forysta Njarðvíkinga verið enn meiri. Njarðvík var sex stigum yfir eftir 1. leikhluta, 21-15, og með Dwayne í broddi fylkingar bættu heimamenn við forystuna. Þeir náðu samt aldrei að hrista gestina af sér og eftir sex stig í röð frá Braga Guðmundssyni, 36-30, tók Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, leikhlé. Hans menn komu sterkir út úr því og unnu síðustu fjóra og hálfa mínútu fyrri hálfleiks, 15-9, og leiddu með tólf stigum í hálfleik, 51-39. Ármenningar mættu beittir til leiks eftir hálfleikshléið, skoruðu fyrstu átta stig seinni hálfleiks og önduðu ofan í hálsmálið á Njarðvíkingum. Heimamenn tóku sig fljótlega taki, þéttu vörnina og bættu við forskot sitt. Dwayne fór mikinn og hann sá til þess að Njarðvíkingar leiddu með ellefu stigum fyrir lokaleikhlutann, 75-64, þegar hann setti niður þrist undir lok þess þriðja. Njarðvík gekk svo frá leiknum með góðri byrjun á 4. leikhluta. Þeir grænu skoruðu tíu af fyrstu tólf stigum hans og náðu þægilegu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvík vann 4. leikhlutann 24-11 og leikinn með 24 stigum, 99-75. Atvik leiksins Þristurinn hjá Dwayne undir lok 3. leikhluta var stór. Með honum komust Njarðvíkingar ellefu stigum yfir og sköpuðu sér andrými fyrir lokaleikhlutann. Ármenningar létu Njarðvíkinga svitna í 3. leikhluta en innistæðan fyrir öðru áhlaupi var ekki til staðar og gestirnir voru bensínlausir í 4. leikhlutanum. Stjörnur og skúrkar Dwayne naut sín vel í kvöld, fékk mörg tækifæri til að keyra á körfuna í hraðaupphlaupum og setti skotin sín fyrir utan niður. Hann skoraði 32 stig, tók ellefu fráköst, gaf fimm stoðsendingar og var langbesti maður vallarins. Hann hitti úr þrettán af nítján skotum sínum í leiknum. Milka naut sín vel og skilaði nítján stigum og tíu fráköstum. Brandon Averette var rólegur framan af en lauk leik með nítján stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar. Julio skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst. Lagio skoraði átján stig fyrir Ármann, langflest í fyrri hálfleik, og Daniel Love sautján. Marek Dolezaj átti svo fínan leik með fjórtán stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar. Bragi skoraði tólf stig en hitti bara úr þremur af ellefu skotum sínum. Umgjörð og stemmning Oft hefur verið betur mætt í IceMar-höllina og afar fáir voru Ármannsmegin í stúkunni. Dómararnir Þeir Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson og Federick Alfred Capellan dæmdu leikinn og fórst það vel úr hendi. Oft hefur þó reynt meira á þá en í kvöld. Viðtöl Bónus-deild karla UMF Njarðvík Ármann
Njarðvík vann sinn annan sigur í röð í Bónus deild karla þegar liðið lagði Ármann að velli, 99-75, í heldur rislitlum leik í IceMar-höllinni í kvöld. Ármenningar eru áfram án stiga á botni deildarinnar. Þetta var fyrsti leikur Njarðvíkur eftir að Mario Matasovic sleit krossband í hné gegn KR. Fjarvera hans kom ekki að sök í kvöld en þeir grænu munu eflaust sakna hans gegn sterkari andstæðingum. Eins og í helmingi leikja sinna í vetur spilaði Ármann án Bandaríkjamanns. Þeir áttu ágætis kafla í kvöld en sem fyrr á tímabilinu var það ekki nóg. Dwayne Lautier fór mikinn í liði Njarðvíkur og bar af á vellinum í kvöld. Hann skoraði 32 stig og var með 39 framlagsstig. Ármann hefur átt í erfiðleikum undir körfunni í vetur og stóru mennirnir hjá Njarðvík, Dominykas Milka og Julio de Assis, fóru mikinn í upphafi leiks. Sóknarleikur Ármenninga var fremur bitlaus og þeir hittu illa. Ef ekki hefði verið fyrir framlag Lagios Grantsaan hefði forysta Njarðvíkinga verið enn meiri. Njarðvík var sex stigum yfir eftir 1. leikhluta, 21-15, og með Dwayne í broddi fylkingar bættu heimamenn við forystuna. Þeir náðu samt aldrei að hrista gestina af sér og eftir sex stig í röð frá Braga Guðmundssyni, 36-30, tók Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, leikhlé. Hans menn komu sterkir út úr því og unnu síðustu fjóra og hálfa mínútu fyrri hálfleiks, 15-9, og leiddu með tólf stigum í hálfleik, 51-39. Ármenningar mættu beittir til leiks eftir hálfleikshléið, skoruðu fyrstu átta stig seinni hálfleiks og önduðu ofan í hálsmálið á Njarðvíkingum. Heimamenn tóku sig fljótlega taki, þéttu vörnina og bættu við forskot sitt. Dwayne fór mikinn og hann sá til þess að Njarðvíkingar leiddu með ellefu stigum fyrir lokaleikhlutann, 75-64, þegar hann setti niður þrist undir lok þess þriðja. Njarðvík gekk svo frá leiknum með góðri byrjun á 4. leikhluta. Þeir grænu skoruðu tíu af fyrstu tólf stigum hans og náðu þægilegu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvík vann 4. leikhlutann 24-11 og leikinn með 24 stigum, 99-75. Atvik leiksins Þristurinn hjá Dwayne undir lok 3. leikhluta var stór. Með honum komust Njarðvíkingar ellefu stigum yfir og sköpuðu sér andrými fyrir lokaleikhlutann. Ármenningar létu Njarðvíkinga svitna í 3. leikhluta en innistæðan fyrir öðru áhlaupi var ekki til staðar og gestirnir voru bensínlausir í 4. leikhlutanum. Stjörnur og skúrkar Dwayne naut sín vel í kvöld, fékk mörg tækifæri til að keyra á körfuna í hraðaupphlaupum og setti skotin sín fyrir utan niður. Hann skoraði 32 stig, tók ellefu fráköst, gaf fimm stoðsendingar og var langbesti maður vallarins. Hann hitti úr þrettán af nítján skotum sínum í leiknum. Milka naut sín vel og skilaði nítján stigum og tíu fráköstum. Brandon Averette var rólegur framan af en lauk leik með nítján stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar. Julio skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst. Lagio skoraði átján stig fyrir Ármann, langflest í fyrri hálfleik, og Daniel Love sautján. Marek Dolezaj átti svo fínan leik með fjórtán stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar. Bragi skoraði tólf stig en hitti bara úr þremur af ellefu skotum sínum. Umgjörð og stemmning Oft hefur verið betur mætt í IceMar-höllina og afar fáir voru Ármannsmegin í stúkunni. Dómararnir Þeir Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson og Federick Alfred Capellan dæmdu leikinn og fórst það vel úr hendi. Oft hefur þó reynt meira á þá en í kvöld. Viðtöl