Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar 20. nóvember 2025 11:15 EES-samningurinn var gagnlegur á sínum tíma, en hann er orðinn fjötrar sem halda aftur af nýjum veruleika í hátækniiðnaði. Umræðan á Íslandi um Evrópumál hefur um árabil snúist um ávinning EES-samningsins. Hann var grundvöllur efnahagslegs stöðugleika en efnahagslífið hefur tekið stakkaskiptum þar sem heimurinn er að taka enn eitt stökkið fram á við á sviði gervigreindar (AI), stafrænna viðskipta og grænnar tækni. EES-samningurinn hefur breyst úr ávinningi í fjötra sem hindra efnahagslegan vöxt og sjálfstæða stefnumótun. Nú er kominn tími til að stíga djarft skref, segja upp EES-samningnum og skapa lagalegt sjálfstæði til að nýta grænu orkuna okkar í nýjum hátækniiðnaði. Úrsögn úr EES þýðir ekki einangrun eða rof á mikilvægu samstarfi. Fríverslunarsamningurinn frá 1972 heldur gildi sínu óbreyttu og tryggir áfram tollfrelsi á flestum íslenskum iðnaðarvörum til Evrópu. Samningar Norðurlandanna um gagnkvæm réttindi varðandi nám og vinnu halda gildi sínu, sem tryggir Íslendingum áfram greiðan aðgang að námi og starfi á Norðurlöndunum. Þetta dregur verulega úr þeirri óvissu og kostnaði sem getur fylgt úrsögn, og sýnir fram á að Ísland hefur sterkan lagalegan grunn til að standa á. Strax við úrsögn er mikilvægasta pólitíska og lagalega aðgerðin sú að Alþingi samþykkti lög sem tryggja að allar EES-gerðir sem þegar hafa verið innleiddar í íslenskt regluverk haldi gildi sínu, þar til Alþingi ákveður annað. Þetta þýðir að úrsögn skapar ekki neitt lagalegt tómarúm. Öll lög um banka, fjármál, öryggi, staðla og neytendavernd halda gildi sínu. Frjálst Ísland getur ákveðið að taka upp reglugerðir ESB ef það þjónar íslenskum hagsmunum, en þarf ekki að gera það nauðugt undir hótunum um lögsókn. Við getum valið að taka upp þau lög sem auka stöðugleika og hafna þeim sem draga úr samkeppnishæfni. Lagalegt sjálfstæði er nauðsynlegt vegna þess að ESB-regluverkið er orðið dragbítur fyrir þá atvinnugrein sem skiptir mestu máli. Við erum að missa af gríðarlegum tekjum vegna þess að við erum bundin af GDPR og AI Act. Þessi lög eru flókin, dýr í fylgni og hamla þróun. Fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem eru leiðandi í gervigreind, sjá sér ekki fært að starfa á Íslandi þar sem lagaramminn er óhagstæður, ólíkt því sem gerist í frjálsum ríkjum utan EES. Við erum þannig niðurnjörfuð eftir geðþótta ESB og látin sitja eftir í gervigreindarkapphlaupinu. Með lagalegu frelsi getur Ísland stefnt á nýjar slóðir velferðar. Við getum sett eigin lög um gervigreind sem eru sniðin að íslenskum veruleika og laða að erlenda fjárfesta með frjálsum gagnastraumum og traustri hugverkavernd (IPR). Frjálst Ísland getur gert fríverslunarsamninga við Bandaríkin sem fella niður refsitolla á sjávarafurðum okkar og tryggja fjárfestingavernd í gervigreindargeiranum. Við getum tekið þátt í velmegun hátæknisamfélaga án þess að vera niðurnjörfuð af geðþótta ESB. Að segja upp EES er ekki skref aftur á bak í einangrun, heldur lagaleg forsenda fyrir aukinni velmegun til framtíðar. Með því að tryggja að núverandi lög haldi gildi sínu og treysta á gömlu samningana, getur Ísland tekið forræði yfir eigin lagasetningu og tryggt hagsmuni og velferð þjóðarinnar í nýju tæknisamfélagi til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
EES-samningurinn var gagnlegur á sínum tíma, en hann er orðinn fjötrar sem halda aftur af nýjum veruleika í hátækniiðnaði. Umræðan á Íslandi um Evrópumál hefur um árabil snúist um ávinning EES-samningsins. Hann var grundvöllur efnahagslegs stöðugleika en efnahagslífið hefur tekið stakkaskiptum þar sem heimurinn er að taka enn eitt stökkið fram á við á sviði gervigreindar (AI), stafrænna viðskipta og grænnar tækni. EES-samningurinn hefur breyst úr ávinningi í fjötra sem hindra efnahagslegan vöxt og sjálfstæða stefnumótun. Nú er kominn tími til að stíga djarft skref, segja upp EES-samningnum og skapa lagalegt sjálfstæði til að nýta grænu orkuna okkar í nýjum hátækniiðnaði. Úrsögn úr EES þýðir ekki einangrun eða rof á mikilvægu samstarfi. Fríverslunarsamningurinn frá 1972 heldur gildi sínu óbreyttu og tryggir áfram tollfrelsi á flestum íslenskum iðnaðarvörum til Evrópu. Samningar Norðurlandanna um gagnkvæm réttindi varðandi nám og vinnu halda gildi sínu, sem tryggir Íslendingum áfram greiðan aðgang að námi og starfi á Norðurlöndunum. Þetta dregur verulega úr þeirri óvissu og kostnaði sem getur fylgt úrsögn, og sýnir fram á að Ísland hefur sterkan lagalegan grunn til að standa á. Strax við úrsögn er mikilvægasta pólitíska og lagalega aðgerðin sú að Alþingi samþykkti lög sem tryggja að allar EES-gerðir sem þegar hafa verið innleiddar í íslenskt regluverk haldi gildi sínu, þar til Alþingi ákveður annað. Þetta þýðir að úrsögn skapar ekki neitt lagalegt tómarúm. Öll lög um banka, fjármál, öryggi, staðla og neytendavernd halda gildi sínu. Frjálst Ísland getur ákveðið að taka upp reglugerðir ESB ef það þjónar íslenskum hagsmunum, en þarf ekki að gera það nauðugt undir hótunum um lögsókn. Við getum valið að taka upp þau lög sem auka stöðugleika og hafna þeim sem draga úr samkeppnishæfni. Lagalegt sjálfstæði er nauðsynlegt vegna þess að ESB-regluverkið er orðið dragbítur fyrir þá atvinnugrein sem skiptir mestu máli. Við erum að missa af gríðarlegum tekjum vegna þess að við erum bundin af GDPR og AI Act. Þessi lög eru flókin, dýr í fylgni og hamla þróun. Fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem eru leiðandi í gervigreind, sjá sér ekki fært að starfa á Íslandi þar sem lagaramminn er óhagstæður, ólíkt því sem gerist í frjálsum ríkjum utan EES. Við erum þannig niðurnjörfuð eftir geðþótta ESB og látin sitja eftir í gervigreindarkapphlaupinu. Með lagalegu frelsi getur Ísland stefnt á nýjar slóðir velferðar. Við getum sett eigin lög um gervigreind sem eru sniðin að íslenskum veruleika og laða að erlenda fjárfesta með frjálsum gagnastraumum og traustri hugverkavernd (IPR). Frjálst Ísland getur gert fríverslunarsamninga við Bandaríkin sem fella niður refsitolla á sjávarafurðum okkar og tryggja fjárfestingavernd í gervigreindargeiranum. Við getum tekið þátt í velmegun hátæknisamfélaga án þess að vera niðurnjörfuð af geðþótta ESB. Að segja upp EES er ekki skref aftur á bak í einangrun, heldur lagaleg forsenda fyrir aukinni velmegun til framtíðar. Með því að tryggja að núverandi lög haldi gildi sínu og treysta á gömlu samningana, getur Ísland tekið forræði yfir eigin lagasetningu og tryggt hagsmuni og velferð þjóðarinnar í nýju tæknisamfélagi til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun