Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar 19. nóvember 2025 08:16 Vika íslenskrar tungu er nýliðin en í tilefni hennar hefur Almannarómur ýtt úr vör átakinu „Þín íslenska er málið“. Um er að ræða víðtæka söfnun margvíslegra heimilda sem sýna hvers konar íslenska er í raun og veru notuð í íslensku atvinnulífi. Átakið er samstarfsverkefni Almannaróms og Árnastofnunar og miðar að því að stækka risamálheildina svokölluðu, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, og tryggja íslenskunni þannig blómlega framtíð í heimi tækninnar. Heimildasöfnun Við í stjórn Almannaróms leitum nú til hins öfluga atvinnulífs þjóðarinnar í von um að fyrirtæki og stofnanir leggi hönd á plóg og hjálpi okkur að efla og bæta risamálheildina. Heimildasöfnunin snýr að óviðkvæmum gögnum fyrirtækja sem endurspegla daglegt starf og ferla þeirra; starfsmannahandbókum, innri verklagsreglum og leiðbeiningum, almennum samningsformum ef við á, árs-og uppgjörsskýrslum eða rekstraryfirlitum, og öðrum textum sem fyrirtæki eru tilbúin til að deila með okkur. Þannig fáum við inn í Risamálheildina marktæka mynd af lifandi íslensku atvinnulífsins, sem stuðlar svo aftur að enn nákvæmari tæknilausnum. Fjölbreytt orðasöfn úr ólíkum atvinnugreinum færa okkur skrefinu nær því að tæknin verði reiprennandi í þinni íslensku. Þín íslenska er málið Á sama tíma hvetjum við fólk til þess að nota íslenskuna, þar sem þín íslenska er málið. Íslenskan er ekki aðeins tungumál, heldur einnig hugsunarháttur. Málið sameinar okkur og gerir okkur einstök. Íslenskan er mikilvæg því að hún er okkar, fólksins sem notar hana. Hvert og eitt okkar verður að nota sína íslensku svo að málið haldi áfram að endurspegla bæði menningu okkar og veruleika. Tækifærin fleiri en áskoranirnar Mikill árangur hefur þegar náðst. Við eigum orðið öflugan máltæknigrunn sem íslensk og erlend fyrirtæki geta byggt á við innleiðingu íslenskunnar í sínar lausnir. Þá höfum við átt farsælt samstarf við erlend stórfyrirtæki og má sem dæmi nefna þann ótrúlega árangur sem náðist þegar íslenska varð annað tungumálið sem mállíkanið ChatGPT frá OpenAI var þjálfað á. Sambærilegar sögur mætti segja af bæði Google og Microsoft þar sem allflestar lausnir tala íslensku. Nú eygjum við á enn eitt sóknarfærið fyrir íslenskuna og höldum ótrauð áfram. Með samstilltu sóknarátaki, sem miðar að því að nota íslenskuna á öllum sviðum, skjótum við styrkum stoðum undir tungumálið okkar. Tækifærin sem felast í tækninni eru margfalt fleiri en áskoranirnar. Með því að búa íslenskunni örugga framtíð í tækni tryggjum við aðgang þjóðarinnar að þeim tækifærum. Höfundar sitja í stjórn Almannaróms en hana skipa; Halldór Benjamín Þorbergsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Páll Ásgeir Guðmundsson, Sverrir Norland, Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson og Kristinn Rúnar Þórisson (hina tvo síðastnefndu vantar á myndina). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vika íslenskrar tungu er nýliðin en í tilefni hennar hefur Almannarómur ýtt úr vör átakinu „Þín íslenska er málið“. Um er að ræða víðtæka söfnun margvíslegra heimilda sem sýna hvers konar íslenska er í raun og veru notuð í íslensku atvinnulífi. Átakið er samstarfsverkefni Almannaróms og Árnastofnunar og miðar að því að stækka risamálheildina svokölluðu, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, og tryggja íslenskunni þannig blómlega framtíð í heimi tækninnar. Heimildasöfnun Við í stjórn Almannaróms leitum nú til hins öfluga atvinnulífs þjóðarinnar í von um að fyrirtæki og stofnanir leggi hönd á plóg og hjálpi okkur að efla og bæta risamálheildina. Heimildasöfnunin snýr að óviðkvæmum gögnum fyrirtækja sem endurspegla daglegt starf og ferla þeirra; starfsmannahandbókum, innri verklagsreglum og leiðbeiningum, almennum samningsformum ef við á, árs-og uppgjörsskýrslum eða rekstraryfirlitum, og öðrum textum sem fyrirtæki eru tilbúin til að deila með okkur. Þannig fáum við inn í Risamálheildina marktæka mynd af lifandi íslensku atvinnulífsins, sem stuðlar svo aftur að enn nákvæmari tæknilausnum. Fjölbreytt orðasöfn úr ólíkum atvinnugreinum færa okkur skrefinu nær því að tæknin verði reiprennandi í þinni íslensku. Þín íslenska er málið Á sama tíma hvetjum við fólk til þess að nota íslenskuna, þar sem þín íslenska er málið. Íslenskan er ekki aðeins tungumál, heldur einnig hugsunarháttur. Málið sameinar okkur og gerir okkur einstök. Íslenskan er mikilvæg því að hún er okkar, fólksins sem notar hana. Hvert og eitt okkar verður að nota sína íslensku svo að málið haldi áfram að endurspegla bæði menningu okkar og veruleika. Tækifærin fleiri en áskoranirnar Mikill árangur hefur þegar náðst. Við eigum orðið öflugan máltæknigrunn sem íslensk og erlend fyrirtæki geta byggt á við innleiðingu íslenskunnar í sínar lausnir. Þá höfum við átt farsælt samstarf við erlend stórfyrirtæki og má sem dæmi nefna þann ótrúlega árangur sem náðist þegar íslenska varð annað tungumálið sem mállíkanið ChatGPT frá OpenAI var þjálfað á. Sambærilegar sögur mætti segja af bæði Google og Microsoft þar sem allflestar lausnir tala íslensku. Nú eygjum við á enn eitt sóknarfærið fyrir íslenskuna og höldum ótrauð áfram. Með samstilltu sóknarátaki, sem miðar að því að nota íslenskuna á öllum sviðum, skjótum við styrkum stoðum undir tungumálið okkar. Tækifærin sem felast í tækninni eru margfalt fleiri en áskoranirnar. Með því að búa íslenskunni örugga framtíð í tækni tryggjum við aðgang þjóðarinnar að þeim tækifærum. Höfundar sitja í stjórn Almannaróms en hana skipa; Halldór Benjamín Þorbergsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Páll Ásgeir Guðmundsson, Sverrir Norland, Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson og Kristinn Rúnar Þórisson (hina tvo síðastnefndu vantar á myndina).
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun