Viðskipti

WestJet flýgur líka til Winnipeg og Edmonton

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hægt verður að fljúga til þriggja áfangastaða í Alberta-fylki næsta sumar.
Hægt verður að fljúga til þriggja áfangastaða í Alberta-fylki næsta sumar. WestJet

Kanadíska flugfélagið WestJet hefur bætt við tveimur nýjum kanadískum áfangastöðum við áætlun sína til Keflavíkurflugvallar sumarið 2026. Flogið verður einu sinni í viku frá Edmonton og Winnipeg frá 28. júní.

Í tilkynningu kemur fram að áður hafi WestJet tilkynnt að flogið yrði aftur milli Keflavíkur og Calgary fjórum til sex sinnum í viku frá 17. maí til 14. október næsta sumar.

WestJet flýgur á Boeing 737MAX vélum samkvæmt tilkynningu. John Weatherill, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá WestJet segir að með því að bæta við beinni flugtengingu á milli Edmonton og Íslands staðfesti félagið þá skuldbindingu að viðhalda sterkum alþjóðatengingum fyrir íbúa Alberta-fylkis. Þá gegni Winnipeg einnig mikilvægu hlutverki fyrir WestJet.

„Eins og Winnipeg hefur gegnt mikilvægu hlutverki í sögu WestJet hefur þessi flugleið sérstaka þýðingu fyrir hið fjölmenna íslenska samfélag í Manitoba.“

„Það er sannarlega spennandi að sjá WestJet efla viðveru sína á Íslandi með því að hefja beint flug milli Keflavíkur og tveggja nýrra áfangastaða, Edmonton og Winnipeg,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×