Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2025 09:32 Frá miðri 20. öld hafa forvarnir á Íslandi tekið miklum breytingum. Fyrri nálganir einkenndust af einfaldri fræðslu og varnaðarorðum, þar sem áherslan var á hættuna við áfengis- og vímuefnaneyslu. Starfandi voru áfengisvarnarráð í bæjarfélögum frá árinu 1935-1989 sem auk leyfisveitinga sáu um fræðslustarf. Ungtemplarar IOGT, Ungmennafélagshreyfingin UMFÍ og íþróttahreyfingin gegndu og gegna enn mikilvægu hlutverki. Um 1960 er ástand ekki gott varðandi áfengisneyslu ungmenna. Unglingasamkomur um Hvítasunnu, sem oft var fyrsta útileguhelgi ársins, fara úr böndunum sökum áfengisneyslu. Um 1970 er ástandið ekki heldur gott. Skólaskemmtanir fóru úr skorðum vegna drykkjuláta barna í 8 og 9. bekkjum í grunnskóla, sem voru efstu árgangar á þeim tíma. „Forvarnir“ fólust í því að banna lifandi tónlist á slíkum samkomum eins og það væri rót vandans. Æskulýðs- og félags- og skólamályfirvöld hefja óformlegt samstarf upp úr 1975 sem jókst hægt og sígandi með árunum og formgerist síðar. Um 1990 var áfengisneysla ungmenna á Íslandi orðin svo mikil að hún var fréttaefni víða um heim. Stjórnvöld þess tíma sjá að ekki verður við þetta búið, skýrslan Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000 - Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða sem kom út árið 1992 var merkilegt plagg. Skýrslan var gerð að frumkvæði þáverandi heilbrigðisráðherra. Hún fjallar m.a. um að stjórnkerfið í heild þurfi að bregðast við þessum vanda með samræmdum aðgerðum, hvert á sinn hátt, sem varð raunin. Vettvangurinn og stjórnsýslan vinna saman og síðar verða skil þegar að fræðasamfélagið kemur til liðs í forvarnarmálunum og þá má segja og forsendur fyrir því sem nefnist í daglegu tali íslenska forvarnarmódelið hafi orðið til. Með tilkomu merkra æskulýðsrannsókna Þórólfs Þórlindsonar o.fl ,í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar og síðar með tilkomu R&G (Rannsókn og greining) og enn síðar Planet Youth, auk alþjóðlegra kannana eins og ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) og HBSC (Health Behaviour in School-aged Children), varð til gagnreynd nálgun eða aðferð hérlendis sem lagði áherslu á félagslegt samhengi, félagsmótun og tilveru ungmenna í víðu samhengi. Verndandi og fyrirbyggjandi þættir í lífi ungmenna voru lykilatriði Á grunni þessarar þekkingar hvílir það sem síðar er kallað íslenska módelið í forvörnum. Íslenska módelið Síðustu áratugi hefur íslenska forvarnarmódelið verið öflugt verkfæri í baráttunni gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Módelið er kjölfesta þess að við náðum utan upp það ófremdarástand sem ríkti og tókst að kveða niður hægt og bítandi næstu áratugina á eftir. Módelið byggir á víðtækri samfélagslegri sátt, samstarfi allra helstu stofnana og virkri þátttöku foreldra, skóla, félagsmiðstöðva, félagasamtaka, íþróttahreyfingarinnar og ungmenna sjálfra. Módelið byggir á gagnreyndri þekkingu. Um það hefur verið ritað og rætt um víða veröld. Margar vísindagreinar R&G (Rannsókn og greining), Planet Youth o.fl. benda á að með því að auka og efla verndandi þætti í umhverfi barna og ungmenna þá náist árangur í forvörnum. Grunnforsendur módelsins byggja á einföldum en öflugum þáttum eins og: Nánum tengslum unglinga við foreldra og skýrum mörkum. Virkri þátttöku ungmenna í skipulögðu félags-, frístunda- og íþróttastarfi Skýrum útivistarreglum og virku foreldraeftirliti. Góðum tengslum barna og ungmenna við skóla og jákvæðri menningu í nærumhverfinu. Heftu aðgengi ungmenna að áfengi og vímuefnum, vörn gagnvart áfengisáróðri, sbr. bann við áfengisauglýsingum. Samfélagslegri sátt þar sem ríki, sveitarfélög, félagsmiðstöðvar, félagasamtök, skólar og fjölmiðlar vinna að sama markmiði. Þetta samspil, þessi samfélagssáttmáli, skilaði verulegum árangri í forvörnum, eins og áður sagði. Svo góðum að hann vakti athygli um víða veröld sem íslenska módelið og er öðrum samfélögum fyrirmynd og til eftirbreytni. Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna dróst hratt saman hérlendis á fyrstu árum aldarinnar og Ísland varð fyrirmynd annarra þjóða í forvarnarmálum. Nú má heyra brak og bresti víða Nú blasir annað við. Margar stoðir módelsins eru við það að bresta, eins og vikið verður að hér síðar. Við höfum einfaldlega sofið að verðinum. Góður árangur í forvörnum er ekki sjálfgefinn. Okkur hefur að einhverju leyti mistekist, samfellan, þ.e. að gildi einnar kynslóðar færist til þeirrar næstu, virðist ekki vera raunin. Foreldrar ungmenna dagsins í dag bjuggu við gott ástand á sínum unglingárum og ganga mörg hver að því sem gefnu að svo sé og svo verði ávallt. Mín kynslóð, afarnir og ömmurnar, muna tímanna tvenna og vita að ekkert er sjálfgefið. Enda svo komið að sterkar vísbendingar eru um aukna áfengisneyslu barna og ungmenna. Ef marka má niðurstöður úr könnun sem undirritaður gerði í september sl. meðal forsvarsfólks félagsmiðstöðva þá er fyllsta ástæða til þess að staldra við. Af 122 félagmiðstöðvum innan Samfés bárust svör frá 69 aðilum. Skert þjónusta við ungmenni hefur afleiðingar. Þegar starfsemi í félagsmiðstöðvum er ekki fyrir hendi þá safnast unglingarnir saman annars staðar. Þau hverfa ekki eins og einhverjir reiknimeistarar borgar og bæjarfélaga virðast halda. Aðstöðuleysi gerir það að verkum að til verður afar ótryggt umhverfi barna og ungmenna þar sem margt óæskilegt kemur upp. Þegar spurt var hvort vart hafi verið við hópamyndun ungmenna í hverfinu (bænum ef það átti frekar við) s.l. 6-18 mánuði? Þá kemur fram og svo er í miklum mæli. Þegar spurt var um mat á áfengisneyslu unglinga sl. tvö ár kemur fram að 71% telja að hún hafi aukist og þar af 18,8% sem telja að hún hafi aukist verulega. Spurningin „Eru margir unglingar í þínu umhverfi sem þú myndir telja að væru í mikilli áhættuhegðun (áfengi/vímuefni)?“ Undirstrikar mat á því hve þau sem vinna í nánasta umhverfi barna og ungmenna meta stöðuna alvarlega. Aðgengi barna og unglinga að áfengi er afar auðvelt. Spurt var hvort viðkomandi hafi heyrt um eða orðið vör við á hvern hátt unglingar afli sér áfengis. Hægt var að nefna fleiri möguleika. „Hjá aðilum sem mæta í umhverfi unglinganna“ nefndu 49%. „Í gegnum netsölufyrirtæki“ nefndu 36%. „Hjá eldri systkinum / ættingjum“ nefndu 65%. „Í gegnum samfélagsmiðla“ nefndu 56%. Margir af grundvallarþáttum módelsins eru veikburða eða brostnir Samdráttur í fjárveitingum til æskulýðs- og forvarnarstarfs hefur dregið úr getu grasrótarinnar til að sinna hlutverki sínu. Félagsmiðstöðvar og frístundastarf – hafa minnkað þjónustu við börn og ungmenni, sífellt takmarkaðri opnunartími og skert starfsemi. Áfengissala íþróttafélaga vinnur beinlínis á móti öllum grundvallarmarkmiðum módelsins og sýnir algert ábyrgðarleysi Foreldrafélög og samstaða foreldra er ekki af sama styrk og áður. Fjölmiðlar og áhrifavaldar eru margir hverjir í beinni eða óbeinni þjónustu áfengisiðnaðarins. Minnkandi áhersla stjórnvalda á forvarnir sem m.a. birtist í lækkuðum fjárframlögum. Þar með hafa margar helstu stoðir módelsins veikst eða brostið. „Einhver“ á að sjá um þetta og þar sem þetta hefur gegnið vel þá er allt í lagi að slaka á og jafnvel „stimpla sig út“ eins og íþróttahreyfingin (að hluta til) er að gera og „aðrir“ sjá um þetta. Forvarnir eru ferskvara Það er ekki gott. Það eru sífellt nýjar áskoranir, ungmenni í breyttu samfélagi, því stafræna, tengjast í auknum mæli í gegnum skjái fremur en á vettvangi. Samvera fjölskyldna hefur breyst, sjálfsmynd ungmenna mótast í auknum mæli af áhrifum netmenningar sem er utan seilingar foreldra og forráðafólks. Forvarnir verða að taka mið af þessum nýja veruleika, þessum samfélagsbreytingum sem ná út fyrir heimili og skóla, inn á vettvang stafrænnar menningar þar sem markaðsöfl, áfengis- og tóbaksiðnaðurinn o.fl. keppa um athygli barna og ungmenna og freista þess í krafti gríðarlegra fjármuna að hafa áhrif á sjálfsmynd þeirra og afstöðu. Börn og ungmenni setja sér ekki mörk sem þau vita ekki hver eru. Ef við setjum þau ekki þá gera það bara einhverjir aðrir. Í þeim efnum er áfengisiðnaðurinn, þessi boðflenna í lífi barna og ungmenna, ávallt reiðubúinn. Það er því ekki í boði að vera „stikkfrí“ þvert á móti það þarf stöðugt að mæta nýjum áskorunum. Íslenska módelið var á sínum tíma byltingarkennt. Það virkar og til þess að svo verði áfram þá þurfum við öll að leggjast á árarnar. Grunnþættir módelsins eru góð verkfæri og gott stýrikerfi til þess að mæta sífellt breytilegu samfélagi og takast á við margbreytilegar áskoranir þess. Forvarnir eru ferskvara, þeim þarf að sinna alltaf en ekki bara þegar á móti blæs. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Helstu heimildir: Alþingi. (án.d.). Áfengislöggjöf á Íslandi. Sótt af https://www.althingi.is Árni Einarsson. (2025, október). Viðtal við Árna Einarsson um þróun forvarna á Íslandi. Tekið af : Árni Guðmundsson. Óútgefið efni. Árni Guðmundsson. (2025, september). Könnun meðal forsvarsfólks félagsmiðstöðva á Íslandi.* Óbirt gögn. Árni Guðmundsson. (2007) Saga félagsmiðstöðva í Reykjavík 1942-1992. Bók European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD). (2019). ESPAD Report 2019: Results from the European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs. Luxembourg: Publications Office of the European Union. https://www.espad.org/report/home/ Frontiers in Public Health. (2023). *Preliminary impact of the adoption of the Icelandic Prevention Model on substance use among youth.* *Frontiers in Public Health*, 11, Article 1117857. https://doi.org/10.3389/fpubh.2023.1117857 Heilbrigðisráðuneytið (1992) Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Hrafn F. o.fl Íslenska æskulýðsrannsóknin. (n.d.). Niðurstöður og gögn úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Sótt af https://islenskaaesku.is Mead, G. H. (1934). Mind, self, and society from the standpoint of a social behaviorist. Chicago: University of Chicago Press. Planet Youth. (n.d.). The Icelandic Prevention Model (IPM) and how it works. Sótt af https://planetyouth.org/the-method/ Rannsóknir & greining (R&G). (2022). Ungt fólk 2022: 8.–10. bekkur. Reykjavík: Rannsóknir & greining. https://rannsoknir.is/skyrslur Heimasíður: https://rannsoknir.is/skyrslur/ https://www.espad.org/ https://www.hbsc.org/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Frá miðri 20. öld hafa forvarnir á Íslandi tekið miklum breytingum. Fyrri nálganir einkenndust af einfaldri fræðslu og varnaðarorðum, þar sem áherslan var á hættuna við áfengis- og vímuefnaneyslu. Starfandi voru áfengisvarnarráð í bæjarfélögum frá árinu 1935-1989 sem auk leyfisveitinga sáu um fræðslustarf. Ungtemplarar IOGT, Ungmennafélagshreyfingin UMFÍ og íþróttahreyfingin gegndu og gegna enn mikilvægu hlutverki. Um 1960 er ástand ekki gott varðandi áfengisneyslu ungmenna. Unglingasamkomur um Hvítasunnu, sem oft var fyrsta útileguhelgi ársins, fara úr böndunum sökum áfengisneyslu. Um 1970 er ástandið ekki heldur gott. Skólaskemmtanir fóru úr skorðum vegna drykkjuláta barna í 8 og 9. bekkjum í grunnskóla, sem voru efstu árgangar á þeim tíma. „Forvarnir“ fólust í því að banna lifandi tónlist á slíkum samkomum eins og það væri rót vandans. Æskulýðs- og félags- og skólamályfirvöld hefja óformlegt samstarf upp úr 1975 sem jókst hægt og sígandi með árunum og formgerist síðar. Um 1990 var áfengisneysla ungmenna á Íslandi orðin svo mikil að hún var fréttaefni víða um heim. Stjórnvöld þess tíma sjá að ekki verður við þetta búið, skýrslan Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000 - Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða sem kom út árið 1992 var merkilegt plagg. Skýrslan var gerð að frumkvæði þáverandi heilbrigðisráðherra. Hún fjallar m.a. um að stjórnkerfið í heild þurfi að bregðast við þessum vanda með samræmdum aðgerðum, hvert á sinn hátt, sem varð raunin. Vettvangurinn og stjórnsýslan vinna saman og síðar verða skil þegar að fræðasamfélagið kemur til liðs í forvarnarmálunum og þá má segja og forsendur fyrir því sem nefnist í daglegu tali íslenska forvarnarmódelið hafi orðið til. Með tilkomu merkra æskulýðsrannsókna Þórólfs Þórlindsonar o.fl ,í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar og síðar með tilkomu R&G (Rannsókn og greining) og enn síðar Planet Youth, auk alþjóðlegra kannana eins og ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) og HBSC (Health Behaviour in School-aged Children), varð til gagnreynd nálgun eða aðferð hérlendis sem lagði áherslu á félagslegt samhengi, félagsmótun og tilveru ungmenna í víðu samhengi. Verndandi og fyrirbyggjandi þættir í lífi ungmenna voru lykilatriði Á grunni þessarar þekkingar hvílir það sem síðar er kallað íslenska módelið í forvörnum. Íslenska módelið Síðustu áratugi hefur íslenska forvarnarmódelið verið öflugt verkfæri í baráttunni gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Módelið er kjölfesta þess að við náðum utan upp það ófremdarástand sem ríkti og tókst að kveða niður hægt og bítandi næstu áratugina á eftir. Módelið byggir á víðtækri samfélagslegri sátt, samstarfi allra helstu stofnana og virkri þátttöku foreldra, skóla, félagsmiðstöðva, félagasamtaka, íþróttahreyfingarinnar og ungmenna sjálfra. Módelið byggir á gagnreyndri þekkingu. Um það hefur verið ritað og rætt um víða veröld. Margar vísindagreinar R&G (Rannsókn og greining), Planet Youth o.fl. benda á að með því að auka og efla verndandi þætti í umhverfi barna og ungmenna þá náist árangur í forvörnum. Grunnforsendur módelsins byggja á einföldum en öflugum þáttum eins og: Nánum tengslum unglinga við foreldra og skýrum mörkum. Virkri þátttöku ungmenna í skipulögðu félags-, frístunda- og íþróttastarfi Skýrum útivistarreglum og virku foreldraeftirliti. Góðum tengslum barna og ungmenna við skóla og jákvæðri menningu í nærumhverfinu. Heftu aðgengi ungmenna að áfengi og vímuefnum, vörn gagnvart áfengisáróðri, sbr. bann við áfengisauglýsingum. Samfélagslegri sátt þar sem ríki, sveitarfélög, félagsmiðstöðvar, félagasamtök, skólar og fjölmiðlar vinna að sama markmiði. Þetta samspil, þessi samfélagssáttmáli, skilaði verulegum árangri í forvörnum, eins og áður sagði. Svo góðum að hann vakti athygli um víða veröld sem íslenska módelið og er öðrum samfélögum fyrirmynd og til eftirbreytni. Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna dróst hratt saman hérlendis á fyrstu árum aldarinnar og Ísland varð fyrirmynd annarra þjóða í forvarnarmálum. Nú má heyra brak og bresti víða Nú blasir annað við. Margar stoðir módelsins eru við það að bresta, eins og vikið verður að hér síðar. Við höfum einfaldlega sofið að verðinum. Góður árangur í forvörnum er ekki sjálfgefinn. Okkur hefur að einhverju leyti mistekist, samfellan, þ.e. að gildi einnar kynslóðar færist til þeirrar næstu, virðist ekki vera raunin. Foreldrar ungmenna dagsins í dag bjuggu við gott ástand á sínum unglingárum og ganga mörg hver að því sem gefnu að svo sé og svo verði ávallt. Mín kynslóð, afarnir og ömmurnar, muna tímanna tvenna og vita að ekkert er sjálfgefið. Enda svo komið að sterkar vísbendingar eru um aukna áfengisneyslu barna og ungmenna. Ef marka má niðurstöður úr könnun sem undirritaður gerði í september sl. meðal forsvarsfólks félagsmiðstöðva þá er fyllsta ástæða til þess að staldra við. Af 122 félagmiðstöðvum innan Samfés bárust svör frá 69 aðilum. Skert þjónusta við ungmenni hefur afleiðingar. Þegar starfsemi í félagsmiðstöðvum er ekki fyrir hendi þá safnast unglingarnir saman annars staðar. Þau hverfa ekki eins og einhverjir reiknimeistarar borgar og bæjarfélaga virðast halda. Aðstöðuleysi gerir það að verkum að til verður afar ótryggt umhverfi barna og ungmenna þar sem margt óæskilegt kemur upp. Þegar spurt var hvort vart hafi verið við hópamyndun ungmenna í hverfinu (bænum ef það átti frekar við) s.l. 6-18 mánuði? Þá kemur fram og svo er í miklum mæli. Þegar spurt var um mat á áfengisneyslu unglinga sl. tvö ár kemur fram að 71% telja að hún hafi aukist og þar af 18,8% sem telja að hún hafi aukist verulega. Spurningin „Eru margir unglingar í þínu umhverfi sem þú myndir telja að væru í mikilli áhættuhegðun (áfengi/vímuefni)?“ Undirstrikar mat á því hve þau sem vinna í nánasta umhverfi barna og ungmenna meta stöðuna alvarlega. Aðgengi barna og unglinga að áfengi er afar auðvelt. Spurt var hvort viðkomandi hafi heyrt um eða orðið vör við á hvern hátt unglingar afli sér áfengis. Hægt var að nefna fleiri möguleika. „Hjá aðilum sem mæta í umhverfi unglinganna“ nefndu 49%. „Í gegnum netsölufyrirtæki“ nefndu 36%. „Hjá eldri systkinum / ættingjum“ nefndu 65%. „Í gegnum samfélagsmiðla“ nefndu 56%. Margir af grundvallarþáttum módelsins eru veikburða eða brostnir Samdráttur í fjárveitingum til æskulýðs- og forvarnarstarfs hefur dregið úr getu grasrótarinnar til að sinna hlutverki sínu. Félagsmiðstöðvar og frístundastarf – hafa minnkað þjónustu við börn og ungmenni, sífellt takmarkaðri opnunartími og skert starfsemi. Áfengissala íþróttafélaga vinnur beinlínis á móti öllum grundvallarmarkmiðum módelsins og sýnir algert ábyrgðarleysi Foreldrafélög og samstaða foreldra er ekki af sama styrk og áður. Fjölmiðlar og áhrifavaldar eru margir hverjir í beinni eða óbeinni þjónustu áfengisiðnaðarins. Minnkandi áhersla stjórnvalda á forvarnir sem m.a. birtist í lækkuðum fjárframlögum. Þar með hafa margar helstu stoðir módelsins veikst eða brostið. „Einhver“ á að sjá um þetta og þar sem þetta hefur gegnið vel þá er allt í lagi að slaka á og jafnvel „stimpla sig út“ eins og íþróttahreyfingin (að hluta til) er að gera og „aðrir“ sjá um þetta. Forvarnir eru ferskvara Það er ekki gott. Það eru sífellt nýjar áskoranir, ungmenni í breyttu samfélagi, því stafræna, tengjast í auknum mæli í gegnum skjái fremur en á vettvangi. Samvera fjölskyldna hefur breyst, sjálfsmynd ungmenna mótast í auknum mæli af áhrifum netmenningar sem er utan seilingar foreldra og forráðafólks. Forvarnir verða að taka mið af þessum nýja veruleika, þessum samfélagsbreytingum sem ná út fyrir heimili og skóla, inn á vettvang stafrænnar menningar þar sem markaðsöfl, áfengis- og tóbaksiðnaðurinn o.fl. keppa um athygli barna og ungmenna og freista þess í krafti gríðarlegra fjármuna að hafa áhrif á sjálfsmynd þeirra og afstöðu. Börn og ungmenni setja sér ekki mörk sem þau vita ekki hver eru. Ef við setjum þau ekki þá gera það bara einhverjir aðrir. Í þeim efnum er áfengisiðnaðurinn, þessi boðflenna í lífi barna og ungmenna, ávallt reiðubúinn. Það er því ekki í boði að vera „stikkfrí“ þvert á móti það þarf stöðugt að mæta nýjum áskorunum. Íslenska módelið var á sínum tíma byltingarkennt. Það virkar og til þess að svo verði áfram þá þurfum við öll að leggjast á árarnar. Grunnþættir módelsins eru góð verkfæri og gott stýrikerfi til þess að mæta sífellt breytilegu samfélagi og takast á við margbreytilegar áskoranir þess. Forvarnir eru ferskvara, þeim þarf að sinna alltaf en ekki bara þegar á móti blæs. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Helstu heimildir: Alþingi. (án.d.). Áfengislöggjöf á Íslandi. Sótt af https://www.althingi.is Árni Einarsson. (2025, október). Viðtal við Árna Einarsson um þróun forvarna á Íslandi. Tekið af : Árni Guðmundsson. Óútgefið efni. Árni Guðmundsson. (2025, september). Könnun meðal forsvarsfólks félagsmiðstöðva á Íslandi.* Óbirt gögn. Árni Guðmundsson. (2007) Saga félagsmiðstöðva í Reykjavík 1942-1992. Bók European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD). (2019). ESPAD Report 2019: Results from the European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs. Luxembourg: Publications Office of the European Union. https://www.espad.org/report/home/ Frontiers in Public Health. (2023). *Preliminary impact of the adoption of the Icelandic Prevention Model on substance use among youth.* *Frontiers in Public Health*, 11, Article 1117857. https://doi.org/10.3389/fpubh.2023.1117857 Heilbrigðisráðuneytið (1992) Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Hrafn F. o.fl Íslenska æskulýðsrannsóknin. (n.d.). Niðurstöður og gögn úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Sótt af https://islenskaaesku.is Mead, G. H. (1934). Mind, self, and society from the standpoint of a social behaviorist. Chicago: University of Chicago Press. Planet Youth. (n.d.). The Icelandic Prevention Model (IPM) and how it works. Sótt af https://planetyouth.org/the-method/ Rannsóknir & greining (R&G). (2022). Ungt fólk 2022: 8.–10. bekkur. Reykjavík: Rannsóknir & greining. https://rannsoknir.is/skyrslur Heimasíður: https://rannsoknir.is/skyrslur/ https://www.espad.org/ https://www.hbsc.org/
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar