Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar 14. nóvember 2025 07:03 Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Greinarhöfundur lætur einnig hjá líða að geta þess grundvallarmunar sem er á þeim ágreiningi sem nú er uppi og þeim aðstæðum sem ríktu þegar Síminn var rétthafi að enska boltanum á árunum 2019-2025. Heimild Sýnar til endursölu Enska boltans fékkst með miklum eftirgangsmunum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er þessi aðdragandi rakinn. Þar segir skýrt að þegar Síminn hóf að bjóða enska boltann vorið 2019 hafi keppinautar ekki átt kost á að kaupa þjónustuna í heildsölu. Fyrst í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti Símanum frummat sumarið 2019 þar sem fram kom að synjun Símans á heildsöluaðgangi bæri einkenni ólögmætrar sölusynjunar hóf Síminn að bjóða heildsölusamninga. Afstaða Símans breyttist því aðeins eftir að Samkeppniseftirlitið hafði komist að frumniðurstöðu um alvarlegt samkeppnislagabrot. Í núverandi deilu er staðan gjörólík. Samkeppniseftirlitið hefur þegar vísað frá kröfu Símans um bráðabirgðaákvörðun. Orðrétt sagði um þetta í bréfi Samkeppniseftirlitsins dags. 3. júlí 2025 […er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki liggi fyrir formleg synjun Sýnar um heildsölu og afhendingu útsendinga Enska boltans til Símans, ólíkt fyrri samkeppnismálum og stjórnsýsluframkvæmd eins og t.d. í máli vegna synjunar Símans gagnvart Nova árið 2023.” Engin sölusynjun á sér stað af hálfu Sýnar. Þvert á móti hefur Sýn boðið Símanum og öllum öðrum fjarskiptafyrirtækjum að endurselja ekki aðeins enska boltann, heldur allt sitt sjónvarpsefni, bæði línulegt og ólínulegt. Ætlunin var að dreifingin færi fram með tæknilega hlutlausri og nútímalegri lausn, þ.e. um app sem allir þekkja, hafa aðgang að og virkar á hvaða nettengingu sem er. Nova gekk að tilboðinu en Síminn ekki. Með þessu telur Sýn sig uppfylla að fullu skilyrði 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga um að veita fjarskiptafyrirtækjum rétt til að flytja sjónvarpsútsendingar „á stafrænu fjarskiptaneti sínu“. Internetið er sannarlega stafrænt fjarskiptanet, sem rösklega 99% landsmanna hafa aðgang að. Fjarskiptastofa féllst ekki á þetta sjónarmið og líkur standa til að málið verði að endingu útkljáð fyrir dómstólum. Krafa Símans snýst því ekki um að fá aðgang efninu, heldur um að þvinga Sýn til að viðhalda og styðja við lokað dreifikerfi Símans (IPTV), markaðsráðandi keppinauts, á kostnað nýsköpunar og framþróunar. Dæmi svo hver fyrir sig um víðsýni þeirrar háttsemi. Höfundur er lögmaður og aðallögfræðingur Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Greinarhöfundur lætur einnig hjá líða að geta þess grundvallarmunar sem er á þeim ágreiningi sem nú er uppi og þeim aðstæðum sem ríktu þegar Síminn var rétthafi að enska boltanum á árunum 2019-2025. Heimild Sýnar til endursölu Enska boltans fékkst með miklum eftirgangsmunum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er þessi aðdragandi rakinn. Þar segir skýrt að þegar Síminn hóf að bjóða enska boltann vorið 2019 hafi keppinautar ekki átt kost á að kaupa þjónustuna í heildsölu. Fyrst í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti Símanum frummat sumarið 2019 þar sem fram kom að synjun Símans á heildsöluaðgangi bæri einkenni ólögmætrar sölusynjunar hóf Síminn að bjóða heildsölusamninga. Afstaða Símans breyttist því aðeins eftir að Samkeppniseftirlitið hafði komist að frumniðurstöðu um alvarlegt samkeppnislagabrot. Í núverandi deilu er staðan gjörólík. Samkeppniseftirlitið hefur þegar vísað frá kröfu Símans um bráðabirgðaákvörðun. Orðrétt sagði um þetta í bréfi Samkeppniseftirlitsins dags. 3. júlí 2025 […er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki liggi fyrir formleg synjun Sýnar um heildsölu og afhendingu útsendinga Enska boltans til Símans, ólíkt fyrri samkeppnismálum og stjórnsýsluframkvæmd eins og t.d. í máli vegna synjunar Símans gagnvart Nova árið 2023.” Engin sölusynjun á sér stað af hálfu Sýnar. Þvert á móti hefur Sýn boðið Símanum og öllum öðrum fjarskiptafyrirtækjum að endurselja ekki aðeins enska boltann, heldur allt sitt sjónvarpsefni, bæði línulegt og ólínulegt. Ætlunin var að dreifingin færi fram með tæknilega hlutlausri og nútímalegri lausn, þ.e. um app sem allir þekkja, hafa aðgang að og virkar á hvaða nettengingu sem er. Nova gekk að tilboðinu en Síminn ekki. Með þessu telur Sýn sig uppfylla að fullu skilyrði 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga um að veita fjarskiptafyrirtækjum rétt til að flytja sjónvarpsútsendingar „á stafrænu fjarskiptaneti sínu“. Internetið er sannarlega stafrænt fjarskiptanet, sem rösklega 99% landsmanna hafa aðgang að. Fjarskiptastofa féllst ekki á þetta sjónarmið og líkur standa til að málið verði að endingu útkljáð fyrir dómstólum. Krafa Símans snýst því ekki um að fá aðgang efninu, heldur um að þvinga Sýn til að viðhalda og styðja við lokað dreifikerfi Símans (IPTV), markaðsráðandi keppinauts, á kostnað nýsköpunar og framþróunar. Dæmi svo hver fyrir sig um víðsýni þeirrar háttsemi. Höfundur er lögmaður og aðallögfræðingur Sýnar hf.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun