Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, Jón Ingvar Kjaran og Susan Elizabeth Gollifer skrifa 12. nóvember 2025 22:20 Nýlegar fullyrðingar sem komið hafa fram víða í fréttum um að erlendir nemar misnoti háskólakerfið geta grafið undan trúverðugleika og gæðum íslenskra háskóla. Enn fremur geta slíkar fullyrðingar, sem sérstaklega beinast að nemendum frá tilteknum löndum aukið á fordóma í garð ákveðinna hópa. Hér að neðan viljum við því draga fram nokkrar staðreyndir sem tengjast málinu til að andæfa þeim rangfærslum sem hafa verið settar fram og stuðla að mannúðlegri og málefnalegri umræðu um efnið. Frá árinu 2008 hefur Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðið upp á nám í alþjóðlegum menntunarfræðum. Síðan þá hafa brautskráðst yfir 100 BA-nemar og meira en 50 MA-nemar frá meira en 50 löndum. Námsbrautinni var komið á fót til að bæta aðgang nemenda með innflytjendabakgrunn, einkum þeirra sem ekki höfðu enn náð traustum tökum á íslensku, að háskólanámi. Í upphafi voru færri en 20 nemendur, flestir með rætur á Íslandi, í náminu. Síðan þá hefur erlendum umsóknum fjölgað jafnt og þétt, meðal annars vegna alþjóðavæðingar háskólans, sem hefur verið mikilvægur liður í stefnu Háskóla Íslands. Þannig hefur Ísland orðið eftirsóttur áfangastaður fyrir alþjóðlega nemendur. Námið í alþjóðlegum menntunarfræðum er metnaðarfullt og hefur á sér gott orðspor. Áhersla er lögð á á samanburðar- og alþjóðlega menntunarfræði sem hvetur til gagnrýninnar umræðu um félagsleg og vistfræðileg viðfangsefni í samtímanum. Nám af þessu tagi er ekki í boði í heimalöndum marga nemenda og má geta þess að nám í alþjóðlegum menntunafræðum á BA stigi er kennt við örfáa háskóla á heimsvísu. Hér hefur því Háskóli Íslands ákveðna sérstöðu og getur í þeim efnum miðlað af reynslu sinni til annarra. Námið býður jafnframt upp á þvermenningarlegt nám en hæfni í að lesa í og skilja ólíka menningarheima telst til lykilhæfni á 21. öldinni. Þessir þættir hafa því laðað að nemendur hvaðanæva að úr heiminum. Öll námskeiðin eru kennd í staðnámi, og gera kröfu um skyldumætingu og virka þátttöku. Kennsluhættirnir byggja á samvinnu og samfélagslegum verkefnum sem krefjast þess að nemendur vinni saman og taki þátt allan veturinn. Mörg dæmi sýna að erlendir nemar koma til Íslands með mikla reynslu – bæði starfsreynslu auk þess sem margir hafa áður lokið háskólagráðu. Þeir leita náms sem dýpkar skilning þeirra og þekkingu út fyrir eigið samfélag. Sú reynsla sem við höfum af starfi með þessum nemendum gengur þvert á þær röngu fullyrðingar ráðamanna um að þeir komi hingað af öðrum ástæðum en til að stunda nám Til að hefja nám á Íslandi þurfa nemendur utan EES að fara í gegnum strangt inntökuferli sem byggir á einkunnum, fyrri námsreynslu og enskuprófi. Þetta ferli er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Nemendur sem standast þær kröfur hafa sýnt að þeir hafa þau fræðilegu tök sem þarf til að uppfylla kröfur íslenskra háskóla – alveg á pari við innlenda nemendur. Fjölgun erlendra nema á þessu ári hefur leitt í ljós veikleika bæði í móttöku innflytjenda og í háskólakerfinu, sérstaklega þegar kemur að afgreiðslu umsókna og þjónustu við erlenda nemendur. En slík kerfisvandamál má ekki nota í pólitískum tilgangi þar sem rangar fullyrðingar eru settar fram þess efnis að erlendir nemendur sem hingað koma séu að misnota kerfið. Þvert á móti er ávinningurinn sem erlendir nemar færa íslensku samfélagi og háskólum óumdeildur. Þeir auðga námsumhverfið, stuðla að fjölbreytni og efla tengsl Íslands við umheiminn. Það er þessi þáttur sem ætti að vera í forgrunni en ekki rangar fullyrðingar í pólitískum tilgangi sem skaða orðspor íslensks háskólasamfélags. Höfundar eru prófessor og deildarforseti í deild menntunar og margbreytileika, lektor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, dósent og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, og prófessor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nýlegar fullyrðingar sem komið hafa fram víða í fréttum um að erlendir nemar misnoti háskólakerfið geta grafið undan trúverðugleika og gæðum íslenskra háskóla. Enn fremur geta slíkar fullyrðingar, sem sérstaklega beinast að nemendum frá tilteknum löndum aukið á fordóma í garð ákveðinna hópa. Hér að neðan viljum við því draga fram nokkrar staðreyndir sem tengjast málinu til að andæfa þeim rangfærslum sem hafa verið settar fram og stuðla að mannúðlegri og málefnalegri umræðu um efnið. Frá árinu 2008 hefur Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðið upp á nám í alþjóðlegum menntunarfræðum. Síðan þá hafa brautskráðst yfir 100 BA-nemar og meira en 50 MA-nemar frá meira en 50 löndum. Námsbrautinni var komið á fót til að bæta aðgang nemenda með innflytjendabakgrunn, einkum þeirra sem ekki höfðu enn náð traustum tökum á íslensku, að háskólanámi. Í upphafi voru færri en 20 nemendur, flestir með rætur á Íslandi, í náminu. Síðan þá hefur erlendum umsóknum fjölgað jafnt og þétt, meðal annars vegna alþjóðavæðingar háskólans, sem hefur verið mikilvægur liður í stefnu Háskóla Íslands. Þannig hefur Ísland orðið eftirsóttur áfangastaður fyrir alþjóðlega nemendur. Námið í alþjóðlegum menntunarfræðum er metnaðarfullt og hefur á sér gott orðspor. Áhersla er lögð á á samanburðar- og alþjóðlega menntunarfræði sem hvetur til gagnrýninnar umræðu um félagsleg og vistfræðileg viðfangsefni í samtímanum. Nám af þessu tagi er ekki í boði í heimalöndum marga nemenda og má geta þess að nám í alþjóðlegum menntunafræðum á BA stigi er kennt við örfáa háskóla á heimsvísu. Hér hefur því Háskóli Íslands ákveðna sérstöðu og getur í þeim efnum miðlað af reynslu sinni til annarra. Námið býður jafnframt upp á þvermenningarlegt nám en hæfni í að lesa í og skilja ólíka menningarheima telst til lykilhæfni á 21. öldinni. Þessir þættir hafa því laðað að nemendur hvaðanæva að úr heiminum. Öll námskeiðin eru kennd í staðnámi, og gera kröfu um skyldumætingu og virka þátttöku. Kennsluhættirnir byggja á samvinnu og samfélagslegum verkefnum sem krefjast þess að nemendur vinni saman og taki þátt allan veturinn. Mörg dæmi sýna að erlendir nemar koma til Íslands með mikla reynslu – bæði starfsreynslu auk þess sem margir hafa áður lokið háskólagráðu. Þeir leita náms sem dýpkar skilning þeirra og þekkingu út fyrir eigið samfélag. Sú reynsla sem við höfum af starfi með þessum nemendum gengur þvert á þær röngu fullyrðingar ráðamanna um að þeir komi hingað af öðrum ástæðum en til að stunda nám Til að hefja nám á Íslandi þurfa nemendur utan EES að fara í gegnum strangt inntökuferli sem byggir á einkunnum, fyrri námsreynslu og enskuprófi. Þetta ferli er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Nemendur sem standast þær kröfur hafa sýnt að þeir hafa þau fræðilegu tök sem þarf til að uppfylla kröfur íslenskra háskóla – alveg á pari við innlenda nemendur. Fjölgun erlendra nema á þessu ári hefur leitt í ljós veikleika bæði í móttöku innflytjenda og í háskólakerfinu, sérstaklega þegar kemur að afgreiðslu umsókna og þjónustu við erlenda nemendur. En slík kerfisvandamál má ekki nota í pólitískum tilgangi þar sem rangar fullyrðingar eru settar fram þess efnis að erlendir nemendur sem hingað koma séu að misnota kerfið. Þvert á móti er ávinningurinn sem erlendir nemar færa íslensku samfélagi og háskólum óumdeildur. Þeir auðga námsumhverfið, stuðla að fjölbreytni og efla tengsl Íslands við umheiminn. Það er þessi þáttur sem ætti að vera í forgrunni en ekki rangar fullyrðingar í pólitískum tilgangi sem skaða orðspor íslensks háskólasamfélags. Höfundar eru prófessor og deildarforseti í deild menntunar og margbreytileika, lektor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, dósent og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, og prófessor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar