Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 12. nóvember 2025 06:00 Samfylkingin hlustar á þjóðina og bregst við þeim verkefnum sem brenna á fólkinu í landinu. Í síðustu viku gengu sjálfboðaliðar, þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar í hús í Garðabæ og spurðu íbúa hvað skipti þá mestu máli til að bæta daglega lífið. Áður höfum við gengið í hús í Sandgerði, Þorlákshöfn, Hafnarfirði og Grafarvogi. Í Garðabænum komu fram fjölbreyttar ábendingar eins og að efla skólaþjónustu til að koma í veg fyrir skólaforðun barna, fjölga heimilislæknum og fá þeytivindu til að þurrka sundföt í sundlauginni. Einn rauður þráður sem birtist í samtölum jafnt við ungmenni sem og eldri borgara var ákall eftir því að ríkisstjórnin og sveitarfélögin tækju höndum með aðgerðir til að hjálpa ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Afar og ömmur hafa áhyggjur af barnabörnunum sínum og framhaldsskólanemar eru byrjaðir að leggja fyrir til að eiga fyrir sinni fyrstu fasteign einn daginn. Við erum að hlusta og ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er þegar byrjuð að tefla fram alvöru aðgerðum í húsnæðismálum. Í síðustu viku kynnti ríkisstjórnin fyrsta húsnæðispakkann sinn sem ólíkt fyrri aðgerðum ríkisstjórna beinir fyrst og fremst sjónum sínum að því að auka framboð, styðja við fyrstu kaupendur og draga úr hækkun húsnæðisverðs á næstu misserum. Aukið framboð og stuðningur við fyrstu kaupendur Í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar eru aðgerðir sem snúa að því að fjölga lóðum, hækka framlög til uppbyggingar á óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði og stórfelldri einföldun á regluverki til að flýta fyrir uppbyggingu. Nýting séreignarsparnaðar er tryggð til 10 ára og getur fólk því ráðstafað séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á húsnæðislánið sitt yfir þann tíma eða nýtt uppsafnaðan sparnað sem útborgun. Ríkisstjórnin ætlar einnig að styrkja hlutdeildarlánakerfið og festa það í sessi. Framlög til hlutdeildarlána eru hækkuð um 1.500 milljónir, úthlutun verður tryggð í hverjum mánuði og lántökuskilyrðin verða rýmkuð svo að fleiri geti nýtt sér kerfið til að eignast sína fyrstu íbúð. Þessar fjölbreyttu aðgerðir hjálpa fólki að eignast öruggt heimili, sama hvort það er í ódýrari langtímaleigu eða með því að kaupa sína fyrstu fasteign. Rétt að byrja Ríkisstjórnin hefur þegar boðað húsnæðispakka tvö á nýju ári en sá pakki verður unninn í samstarfi við sveitarfélögin með það að markmiði að auka framboð lóða og skapa hvata fyrir sveitarfélög til að skipuleggja ný hverfi. Einnig verður skoðað hvernig hægt verður að skipuleggja ríkislóðir undir húsnæðisuppbyggingu og að breyta byggingum í eigu ríkisins í íbúðarhúsnæði. Allt vinnur þetta að því að auka framboð, tryggja fólkinu okkar öruggt heimili og halda aftur hækkunum á húsnæðisverði. Samfylkingin mun einnig halda áfram að ferðast um landið, banka á dyr og halda opna fundi með fólkinu í landinu. Við erum að hlusta og við störfum í þjónustu þjóðar. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hlustar á þjóðina og bregst við þeim verkefnum sem brenna á fólkinu í landinu. Í síðustu viku gengu sjálfboðaliðar, þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar í hús í Garðabæ og spurðu íbúa hvað skipti þá mestu máli til að bæta daglega lífið. Áður höfum við gengið í hús í Sandgerði, Þorlákshöfn, Hafnarfirði og Grafarvogi. Í Garðabænum komu fram fjölbreyttar ábendingar eins og að efla skólaþjónustu til að koma í veg fyrir skólaforðun barna, fjölga heimilislæknum og fá þeytivindu til að þurrka sundföt í sundlauginni. Einn rauður þráður sem birtist í samtölum jafnt við ungmenni sem og eldri borgara var ákall eftir því að ríkisstjórnin og sveitarfélögin tækju höndum með aðgerðir til að hjálpa ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Afar og ömmur hafa áhyggjur af barnabörnunum sínum og framhaldsskólanemar eru byrjaðir að leggja fyrir til að eiga fyrir sinni fyrstu fasteign einn daginn. Við erum að hlusta og ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er þegar byrjuð að tefla fram alvöru aðgerðum í húsnæðismálum. Í síðustu viku kynnti ríkisstjórnin fyrsta húsnæðispakkann sinn sem ólíkt fyrri aðgerðum ríkisstjórna beinir fyrst og fremst sjónum sínum að því að auka framboð, styðja við fyrstu kaupendur og draga úr hækkun húsnæðisverðs á næstu misserum. Aukið framboð og stuðningur við fyrstu kaupendur Í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar eru aðgerðir sem snúa að því að fjölga lóðum, hækka framlög til uppbyggingar á óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði og stórfelldri einföldun á regluverki til að flýta fyrir uppbyggingu. Nýting séreignarsparnaðar er tryggð til 10 ára og getur fólk því ráðstafað séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á húsnæðislánið sitt yfir þann tíma eða nýtt uppsafnaðan sparnað sem útborgun. Ríkisstjórnin ætlar einnig að styrkja hlutdeildarlánakerfið og festa það í sessi. Framlög til hlutdeildarlána eru hækkuð um 1.500 milljónir, úthlutun verður tryggð í hverjum mánuði og lántökuskilyrðin verða rýmkuð svo að fleiri geti nýtt sér kerfið til að eignast sína fyrstu íbúð. Þessar fjölbreyttu aðgerðir hjálpa fólki að eignast öruggt heimili, sama hvort það er í ódýrari langtímaleigu eða með því að kaupa sína fyrstu fasteign. Rétt að byrja Ríkisstjórnin hefur þegar boðað húsnæðispakka tvö á nýju ári en sá pakki verður unninn í samstarfi við sveitarfélögin með það að markmiði að auka framboð lóða og skapa hvata fyrir sveitarfélög til að skipuleggja ný hverfi. Einnig verður skoðað hvernig hægt verður að skipuleggja ríkislóðir undir húsnæðisuppbyggingu og að breyta byggingum í eigu ríkisins í íbúðarhúsnæði. Allt vinnur þetta að því að auka framboð, tryggja fólkinu okkar öruggt heimili og halda aftur hækkunum á húsnæðisverði. Samfylkingin mun einnig halda áfram að ferðast um landið, banka á dyr og halda opna fundi með fólkinu í landinu. Við erum að hlusta og við störfum í þjónustu þjóðar. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun